Vikan


Vikan - 09.08.1956, Síða 5

Vikan - 09.08.1956, Síða 5
að þakka“. Greta sást nú oft með Gumpel og aftur komust bollaleggingar um giftingpi á kreik. Greta var vön að leika tennis með Gumpel í Tennishúsinu, en eftir að blaðamennirnir kom- ust að því, fékkst hún ekki til að halda þvi áfram. Samband hennar við Gumpel hafði líka sínar hagkvæmu hliðar, því hann var ráðgjafi hennar um fjármálin og hjálpaði henni við að koma hluta af fé sínu í Sviþjóð fyrir, mest í fasteignum. Mest sóttist Greta þó eftir félagsskap kvenna og hún umgekkst mikið Horke Wachtmeister greifafrú, sem hún hafði hitt í fyrri ferð sinni heim. Hún var oft gestur í höll hennar í Tistad, og þær ferðuðust saman til Parísar og London. Áður en Greta kom til Sviþjóðar hafði hún lesið æfisögu Kristínar drottningar, samkvæmt ráðleggingu Sölku Viertel. Bæði Greta og Salka Viertel álitu Kristínu drottningu tilvalið hlut- verk fyrir Gretu. Eftir beinni hvatningu frá Gretu, byrjaði Salka Viertel að skrifa kvikmynda- handrit um æfi drottningarinnar. Þegar Greta las svo handritið, sem Salka sendi henni til Sví- þjóðar, var hún svo hrifin, að hún tilkynnti Metro að hún vildi endurnýja samning sinn við félagið, ef hún fengi að leika Kristínu drottn- ingu. Metro féllst fegins hugar á þetta. En fé- lagið var síður hrifið af öðrum skilyrðum hennar — hún átt aðeins að þurfa að leika í tveimur kvikmyndum á ári og fá 250.000 dali í laun fyrir hvora þeirra. Þegar búið var að ganga frá sanmingum, hélt Greta til Hollywood, en hún var ekkert að flýta sér. 26. marz 1933 steig hún um borð í flutn- ingaskipið „Annie Johnson“, sem flutti fjóra far- þega fyrir utan Gretu og átti að sigla til vestur- strandar Ameríku gegnum Panamaskurðinn. Þrjátíuogfjórum dögum seinna kom „Annie John- son“ í höfn í San Diego. Stór hópur af árrisul- um aðdáendum stóð á hafnarbakkanum. Greta launaði fyrifhöfnina með því að veifa. Salka Viertel bauð hana velkomna, þegar hún kom sólbrún úr hinni löngu sjóferð. Þær óku svo í bíl til Hollywood. 23. KAFLI. Greta kom Hollywood á óvart en gladdi að- dáendui' sína með því að velja John Gilbert sem mótleikara sinn í „Kristinu". Sú hjartnæma saga gekk manna á milli, að hún væri að gefa Gilbert, sem var á hraðri niðurleið á stjörnuhimninum, tækifæri til að bjai'ga sér. Honum veitti heldur ekki af allri fáanlegri aðstoð. Gilbert var æði illa staddur eftir frumsýninguna á fyrstu tal- myndinni sinni. Hinn mjói, skræki málrómur hans var langt frá því að samsvara þeim hugmynd- um, sem fólk hafði gert sér um rödd „mesta elsk- huga kvikmyndanna". Þegar hann í fyrsta skipti sagði „Ég elska þig", hlógu áheyrendur hjart- anlega og miskunnarlaust. Upp frá því var hann ekki meira virði en tómur karamellupoki, eins og einhver orðaði það. Aldrei hefur nokkur maður hrapað svo hratt í Hollywood, þar sem bilið milli frægðar og gleymsku er aðeins eitt hænu- fet. Það var þó ekki af einskærri tilfinningasemi að Greta valdi Gilbert. Hún var lengi búin reyna að velja á milli fjölda annarra umsækjenda, t. d. Franchot Tones, Nils Asthers og Lawrence Oli- viers og brjóta heilann um málið. Sá síðastnefndi var búinn að leika á móti henni til reynslu með góðum árangri, og skrifa undir samning. En eftir nýjar æfingar á nokkrum ástarsenum, lýsti Greta því yfir að hún hefði ekki trú á Olivier. Það var þá sem hún ákvað að gefa Gilbert tæki- fæi'i. Hann hafði hið ytra útlit i hlutverk spánsks aðalsmanns og riddara og með nýgerðum breyt- ingum á upptökunni mátti bæta rödd hans, eða það var Greta fullvissuð um. Gilbert og Greta höfðu ekki leikið saman í fimm ár. Á þeim tíma hafði hann skilið við Inu Claire og kvænzt aftur tuttuguogeins árs gamalli stúlku, Virginiu Bruce, sem fæddi honum dóttur daginn eftir að byrjað var að kvikmynda „Krist- inu". Það hafði auðvitað heilmikið auglýsinga- gildi að Greta og Gilbert skyldu byrja aftin- að leika hvort á móti öðru og nú rifjuðust aftui' upp endurminningarnar um „hina stormasömu, sígildu og rómantísku ást" þeirra. Framkoma Gretu gagnvart Gilbert var einstaklega vingjarn- leg meðan á myndatökunni stóð. Á einum stað gerði handritið ráð fyrir áköfu ástaratriði, eins og þeim sem Greta og Gilbert höfðu verið fræg- ust fyrir áður. Á fyrstu æfingunni lék Gilbert af sínum gamla eldmóði. En þegar henni var lokið, sneri Greta sér að stjórnandanum — sem var Rouben Mamoulian — og stakk upp á því að atriðið væi'i ekki leikið svona sterkt. „Gilbert ei' núna kvæntur maður og faðir", sagði hún. Meðan á töku myndarinnar stóð, myndaðist ná- in vinátta milli Gretu og Mamoulians, sem hafði fengið það viðfangsefni að stjórna „Kristínu" fyrir áeggjan Gretu. Mamoulian var 35 ára gam- all, fæddur í Rússlandi og alinn upp í París. Hann var stór maður og vel menntaður sviðsetjari. Auk þess var hann piparsveinn. Greta bar mikið traust til hans og lét skoðanir hans næstum alltaf ráða úrslitum. Áhrifarikasta ati'iðið í myndinni mun vera sjálft lokaatriðið, þegai' drottningin kveður föðurland sitt eftir dauða elskhuga síns, þar sem hún stendur í stafni skipsins, sem á að flytja hana í langa og einmanalega pílagi'imsferð. Leikur Gretu einkennist af „skáldlegum tákn- leik" og „tignarblærinn yfir stellingum hennar lýsir hertum og þrautseigum finleika, sem sýni- lega á eftir að lifa þetta af“. Greta og Mamoulian lögðu sig einkum fram við þetta atriði. Það var tekið hvað eftir annað, en Mamoulian var aldrei ánægður með svipinn á andliti drottningarinnar. Loksins sagði hann Gretu að reyna að vera al- gerlega sviplaus og að hugsa ekki um neitt. Svo var þetta minnisstæða atriði tekið. Vinátta Gretu og Mamoulians var ekki tak- mörkuð við kvikmyndaverið. Meðan á myndatök- unni stóð, borðuðu þau oft saman í veitingahús- um og fóru jafnvel í næturklúbb til að dansa á eftir. Og þegar hann keypti sér nýtt einbýlis- hús í Beverly Hills, fóru slúðurtungurnar strax að gefa þau Gretu saman. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi, þegar Greta og hann óku saman í bíl til Grand Canyon strax eftir frum- sýninguna á „Kristínu". Áður en þau voru komin á áfangastað, voru fréttaritararnir komnir á sporið. Og eltingaleikurinn við þau gekk svo langt, og var svo nærgöngull og dónalegur, að þau sneru til baka til Hollywood frá Grand Canyon tveimur tímum seinna. Gretu og Mamou- lian datt ekki í hug eitt einasta andartak að ganga i hjónaband, segja vinir þeirra. Hinn óra- kenndi áhugi, sem hún hafði fyrir honum — eins og nokkrum öðrum mönnum um þetta leyti — var ekki langlífui' og leið fljótt hjá. „Kristín" vakti geysimikla hrifningu meðal gagnrýnendanna — Greta var þá búin að vera fjarri kvikmyndaheiminum í hálft annað ár. Jafnvel hin stranga ungfrú Canfield fann ekki að neinu, hún skrifaði að „í þessari mynd, lyfti Greta sér til himins eins og fugl, sem sleppt er úr búri". Jafnvel þó hrósið um Gretu væri yfirgnæfandi, þá fékk myndin í heild góða dóma, bæði hvað sviðsetningu og stjórn snerti. Allir fengu hrós nema — John Gilbert. Flestir skrif- uðu stuttlega og hirðuleysislega um hann, sumir alls ekki neitt. Þetta reið Gilbert að fullu. Eftir leik hans i „Kristínu", lék hann aðeins í einni mynd. Hann dó úr hjartaslagi árið 1936. Þá var hann þrjátiuogátta ára gamall og skilinn við fjórðu konuna. Það er sagt, að þegar Greta hafi frétt um dauða hans hafi hún sagt: „Hvað kem- ui' það mér við?“, en það er enginn fótur fyrir þessu rugli. Sannleikurinn er sá, að blaðamaður nokkur sagði henni það milli þátta í Dramatíska leikhúsinu í Stockholmi, en hún var þá heima í fríi. Hún forðaðist að segja nokkuð um þetta, en fór umsvifalaust heim úr leikhúsinu. Gretu þótti sjálfri minna koma til „Kristínar" en gagnrýnendunum. „Eg reyndi að vera sænsk", sagði hún. „En það er erfitt að fá að gera það sem maður vill í Hollywood. Maður verður alltaf að semja. Þar er enginn tími fyrir listina. Peningarnii' eru það eina sem máli skiptir". En þó að Greta ásakaði Hollywood fyrir að hugsa alltaf um auðvirðileg fjármál, þá gætti hún eigin fjárhags vel. Áður en hún byrjaði að leika í næstu mynd sinni, „Málaða blæjan" eftir sögu Somersets Maughams, þvingaði hún með hjálp Harry Eld- ington laun sín úr 250.000 dölum og upp í 270.000. En hvorki Greta né Metro hlutu nokkra frægð af „Máluðu blæjunni", sem jafnvel Garboaðdá- endur eins og Alister Cooke neyddust til að kalla Hið ógleymanlega lokaatriði í myndinui um Kristínu Svíadrottningu, þar sem hún stendur í stafni sldpsins, sem á að flytja hana í langa og einmanalega pflagríms- ferð. „hræðilega". Herbert Marshall lék eiginmann Gretu og George Brent þriðja hjólið. Meðan á kvikmyndatökunni stóð áttu Greta og Brent stutt ástaræfintýri, sem fljótlega leið hjá. Eftir að Greta kom aftur til Hollywood, var Salka Viertel ekki aðeins orðin hennar nánasta vinkona heldur lika listrænn ráðgjafi hennar. Hún var „milliliður" milli hennar og kvikmynda- versins, lcom fram með ýmsar uppástungur og tók þátt í að skrifa handritið að „Máluðu blæj- unni". Frú Viei'tel stóð lika á bak við val Gretu á næstu mynd hennar — annarri útgáfu af sögu Tolstoys „önnu Kareninu", sem hún hafði leikið átta árum áður á móti John Gilbert undir nafn- inu „Ást". Það var mjög vel vandað til þessarar nýju útgáfu, sem hafði afbragðs leikurum á að skipa og ekkert var til sparað, svo að hún varð jafn vel heppnuð og „Málaða blæjan" hafði verið illa heppnuð. Greta fékk verðlaun New York-gagn- rýnendanna fyrir „bezta kvenhlutverk ársins" fyrir leik sinn sem Anna Karenina, og myndin var útnefnd bezta útlenda myndin á Alþjóðlegu- kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. í NÆSTA BLAÐI SEÍiIR FRÁ KYNNUM ÞEIRRA GRETU GARBO OG LEOPOLDS STOKOWSKI, SEM BLÖÐIN KÖLLUÐU „DRAUMA- PRINSINN“ HENNAR. 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.