Vikan


Vikan - 09.08.1956, Page 6

Vikan - 09.08.1956, Page 6
Eftir 25 ára starfsferil segir lögfræöingur kvikmyndaleikaranna: Æ* e i r e r u fl e st í r ótíndir fýsnnhelffir eftir LIONEL CRANE lyrEFNDU hjónaskilnaði, og talið berst nærri undantekning- J- ’ arlaust að ,,sérfræðingunum“ á því sviði — stjömunum í Hollywood. Hvergi í veröldinni giftast jafn fáir jafn mörgum; hvergi annarsstaðar í heiminum virðist hjónaskilnaður nærri því eðlilegur endir á hjónabandi! Þeir kaldhæðnu — og raunsæju — segja, að hjónabönd og hjónaskilnaðir standi í beinu sambandi við vinnu kvikmynda- stjamanna. Þeir segja sem svo: Kvikmyndaleikaranum er það lífsnauðsyn að komast í blöðin. Þegar blöðin hætta að skrifa um hann, er hann dauðans matur. Hjónabönd hans og skiln- aðarmál gera hann að girnilegu fréttaefni. Afleiðing: Því oft- ar sem hann giftir sig, því oftar kemst hann í blöðin, og því rosalegri sem skilnaðarmál hans eru, því stærri eru fyrirsagn- imar. En það er líka önnur hlið á þessu máli. Milljónir manna um allan heim hafa andstygð á þessu framferði. Þeim finnst það sumsé heldur vafasamur heiður fyrir kvikmyndabæinn, að hjónaskilnaðir skuli þar um slóðir vera regla fremur en undantekning. Það eru nefnilega nærri engar undantekningar meðal stjarnanna. Sjáið bara hvernig hjónaband Jeanne Crain og Paul Brink- man endaði. Þau áttu orðið fjögur böm og þau komust í blöð- in af því menn ætluðu, að hjónabandið þeirra væri svo ótrúlega farsælt. Og fyrir skemmstu yfirgaf Jean heimilið sitt, fór í skilnaðarmál við manninn sinn og sakaði hann meðal annars um misþyrmingar og ótrúnað. Hann þvemeitar öllu og hótar að bera hana jafnvel þyngri sökum fyrir réttinum! Er nokkur furða þótt menn spyrji: „Hvers á maður að vænta af þessum óþjóðalýð? Hann skiptir um eiginmenn og eigin- konur eins og venjulegt fólk skiptir um sokka.“ Fær þetta mat staðist? Er hjónabandið bara skopleikur héma í Hollywood? Undanfamar vikur hef ég reynt að fá svar við þessum spumingum. Ég hef rætt við fjölda af broddborgurum stjömu- bæjarins. Ég hef stundum fengið óvænt svör við spurningum minum. Eins og til dæmis þessi: ENTIST FIMM ÁR George Sanders og önnur konan hans, Zsa Zsa Gabor. George var þriðji eiginmaður Zsa Zsa. GEORGE SANDERS (tvígiftur; laus og liðugur þessa dag- ana): „Hjónabandið er þjóðfélagsleg og efnahagsleg uppfinn- ingr sem einkum er til hagræðis fyrir millistéttimar.“ SAMUEL GOLDWYN kvikmyndaframleiðandi (farsællega giftur sömu konunni í 32 ár): „Eg hef aldrei tekið mikilvæga ákvörðun án samþykkis konunnar minnar." SAMUEL HAHN (einn af kunnustu skilnaðar-lögfræðingum Hollywood): „Þegar öllu er á botninn hvolft, em flestir kvik- myndaleikarar ótíndir fýsnabelgir." Samuel Hahn er 62 ára og hefur haft lögfræðiskrifstofu í Hollywood í 25 ár. € Hann kom fram fyrir hönd Noruh Haymes, þegar hún skildi við Errol Flynn. Hann stóð við hlið Jess Barkers, þegar Susan Hayward sak- aði hann (meðal annars) um að hafa varpað henni nakinni út í sundláugina þeirra. Jane Withers leitaði aðstoðar hans, þegar hún síðast þurfti að losna við manninn sinn. Hjónabandið þeirra átti að vera mjög til fyrirmyndar. Og svo sauð allt í einu upp úr! Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá Hahn, þegar talið berst að ástum kvikmyndaleikaranna. Við skulum gefa hon- um orðið. Hann er að ræða um orsakirnar, sem að hans dómi liggja til þeirra erfiðleika, sem sífellt steðja að hjónaböndum leikaranna. „Margir leikarar koma frá bláfátækum heimilum. Allt í einu vita þeir ekki aura sinna tal. Þeir eru á hvers manns vör- um. Þeir eru oft á tíðum heldur ruddalegir og ákaflega litlir heimsmenn, svo að velgengnin stígur þeim til höfuðs. Þeir reyna að vera það, sem þeir eru ekki: fágaðir heims- menn. Þeir lifa í ótrúlegum munaði. Þeir hafa engan smekk fyrir því, sem er fagurt og listrænt. Þeir sanka að sér rándýru rusli. Það er í samræmi við eðli þeirra og uppeldi að lenda í slagsmálum í næturklúbbum. Næst kynnast þeir frægiá kvikmyndadís. Hún kann að vera ótínd flenna, en það skiptir ekki máli; hún er stjama. I þeirra augum er hjónaband eðlilegt framhald á ástum þeirra. Þau hafa ekki hugmynd um, hvað hjónaband þýðir. Stúlkan veit ekkert um börn og hússtjóm. Og pilturinn ? Fyr- ir einu ári var hann sennilegast hálfgerður umrenningur. Tillitssemi, samheldni, manngæska . . . þetta eru hugtök, sem þau hafa aldrei kynnst. Hver er afleiðingin? Annaðhvort verður „ástfangið" í ein- hverjum öðrum og heimtar tafarlaust skilnað. En þau eru auð- vitað beztu vinir eftir sem áður. Þau tilkynna, hverjum þau ætli að giftast næst, áður en þau eru skilin við „gamla“ makann. Ef þau lenda í rifrildi, þjóta þau beint til lögfræðings. Þau hafa efni á því, og í Hollywood er þetta mjög samkvæmt leik- reglunum.“ Ég spurði Hahn: „Ef grundvöllurinn undir flestum hjóna- böndum er ekki traustari en þetta, hvernig stendur á því, að stjömurnar reyna aftur og aftur?“ Hann svaraði: „Heimskulegur metnaður. Þeim finnst sem þau verði að sýna heiminum, að þau geti krækt sér í hvaða karl eða konu sem þeim sýnist. Það má líkja þessu við það þegar menn fara á veiðar. Venjulega lífið er ekki nógu spennandi. Farsæl hjónabönd og ósvikin ást þekkist naumast meðal leikaranna í Hollywood. Níu af hverjum tíu eiga meir en eitt „viðhald". Og þeir eru sífellt að skipta um.“ Ef Hahn hefur rétt fyrir sér, hvernig stendur á því, að ótrúnaður er nærri aldrei nefndur sem skilnaðarsök í Holly- wood? „Það er ósköp einfalt,“ segir hann. „Það kynni að minnka vinsældir viðkomandi karls eða konu sem kvikmyndaleikara. Lögfræðingar hjónanna semja oftast sín á milli um „skiln-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.