Vikan


Vikan - 09.08.1956, Qupperneq 7

Vikan - 09.08.1956, Qupperneq 7
aðarsökina“. Það er venjulegast auðvelt. Ég minnist eins eiginmanns, sem bjó hjá annarri konu á meðan verið var að semja um skilnað hans — og fór ekkert leynt með það. En það var ekki nefnt á nafn í réttinum." Það er mjög auðvelt að fá skilnað í Kaliforníu. Auk þess kostar það leikarana í rauninni sáralítið, þótt þeir séu sífellt að giftast. Karlmennirnir verða oftast að greiða konunum líf- eyri, og stundum er um feiknháar upphæðir að ræða. En þeg- ar þeir telja fram til skatts, geta þeir talið þessar greiðslur til kostnaðar, og þannig stórlækka skattskyldar tekjur þeirra. „Með öðrum orðum er það ríkið, sem greiðir konuhald þeirra,“ segir Hahn. Hér eru þó ekki allir á einu máli, og Mickey Rooney er vissu- lega ekki sammála hinum fræga lögfræðingi. Hann lýsti því eitt sinn yfir, að hann hefði tapað milljónum á hjónaböndum sínum. Hann áætlar, að kvikmyndatekjur hans hafi fram á þennan dag numið um 112 milljónum króna. Hann segist eiga tæpar fimm milljónir eftir. Og hann kennir því um, að hann er fjórgiftur. Þegar Ava Gardner, fyrsta konan hans, skildi við hann, greiddi hann henni ,,bætur“ í eitt skipti fyrir öll. „Ég man ekki hvað það var mikið,“ segr hann, „en þetta var talsverð fúlga.“ Betty Jane Rase, önnur konan hans, fékk eina og hálfa milljón króna plús rösklega 20,000 krónur á mánuði handa sér og tveimur sonum þeirra. Martha Vickers, þriðja konan hans, fékk 25,000 króna mán- aðarlífeyri handa sér og syni þeirra. Mickey hefur nú um skeið verið giftur Elaine Mahnken, laglegri stúlku, sem sýndi föt á tízkusýningum. Það væri varla hægt að finna tvær ólíkari manngerðir en Mickey Rooney og George Sanders. Mickey er lítill, frakkur ærslabelgur. George er hár, hæglátur og veraldarvanur. Þeir eiga aðeins eitt sameiginlegt: þeir eru báðir búnir að skipta æði mikið við skilnaðardómstólana. Ég bað George að segja mér sína skoðun á þessum málum. Svar hans var á þessa leið: „Auðvitað er erfiðara að fá hjónabönd til að endast hér um slóðir en annarsstaðar í heiminum. Ein ástæða er einfaldlega ENTIST SEXTÁN MÁNUÐI . . . Mickey Rooney og Ava Gard- ner á giftingardag- inn. Það var fyrsta hjónaband beggja. Nú er Ava skilin við eig- inmann nr. 3, en Mic- key fjórgiftur. sú, að leikarar eru að eðlisfari ósköp flöktandi fuglar; þess- vegna snúa þeir sér satt að segja að leiklistinni.“ Ég minnti hann á, að hann hefði gefið í skyn, að hjóna- bandið væri einkum fyrir svonefnt millistéttafólk, og spm’ði hann, hversvegna leikarar væru þá að flækja sér inn í þetta. „Það verður því aðeins skilið,“ sagði hann, „að maður skilji Bandaríkin. Hvað siðalögmálinu viðvíkur, eru Bandaríkin meira milli- stéttaland en nokkurt land annað í veröldinni. Hér er það brot á siðalögmálinu að njóta ástarinnar utan hjónabandsins. Það er hægt að lögsækja þig fyrir slíkt framferði. Siðapostularnir ráða lögum og lofum í Bandaríkjunum. Ef pilt og stúlku í Frakklandi langar til að vera ein saman, geta þau tekið sér herbergi á leigu — fyrir opnum tjöldum. Hér mundi voðaleg sektartilfinning fylgja verknaðinum. Enginn kemst hjá því að verða fyrir áhrifum af þessu — jafnvel ekki leikarar. Þeir kunna að kjósa að lifa bara saman. En þeir dirfast það ekki. Hinir æfu siðapostular millistéttanna mundu leggja þau í einelti. Séu skötuhjúin á hinn bóginn gift, er allt gott og blessað á yfirborðinu, jafnvel þótt hjónabandið sé óhamingjusamt. Og þegar öllu er á botninn hvolft, er hættulegt að þver- Framhald á bls. 19. UIMGUR SJÓSÓKIMARI EGAR Vikan frétti af litla sjómanninum, sem hér er á með- fylgjandi mynd, skrifaði hún Birni Jónssyni á Bæ í Skaga- firði, og bað hann að segja svolítið frá þeim litla og útvega myndir af honum algölluðum. Ýmis atvik hafa valdið því, að dregist hefur að birta þetta. Myndirnar voru teknar við af- leit skilyrði, lentu á hrakningi og voru vægast sagt um skeið nærri taldar af. Þar að auki töfðu sumarfrí o. fl. En hvað um það, hér kemur þetta loksins — og naumast er Sveinn nú minni sjómaður en í vor, enda nærri fimm mán- uðum eldri. Björn skrifar: Sveinn litli Sveinsson er fæddur 26. september 1951, son- ur hjónanna Sveins Jóhannssonar og Klöru Konráðsdóttur á Hofsósi. Frá því fyrsta, að Sveinn yngri gat skriðið, hefur hann leikið sér við sjóinn, því að heimili hans er aðeins nokkra metra frá sjávarmáli; hugsun og athafnir þessa unga manns eru því mjög bundnar sjónum. Það er ekki alltaf sem hann fær að fara með pabba sínum í fiskiróður eða á skyttirí, sem vonlegt er, en þá er hann ekki með hýrri há, og er honum ekki verra gert en þegar pabbi hans svíkst frá honum. Fyrir nokkru var ég staddur á bryggjunni á Hofsósi, er þeir feðgar komu að eftir ellefu stunda fiskiróður. Strákur var vel spertur, enda vel klæddur. Hann hafði stýrt alla leið í land — um hálfsannars tíma keyrslu — því 'að pabbi hans þurfti að stokka upp lóðir á heimleiðinni. Strákur hafði stýrt alveg beint, nema þegar hann sá hrefnu koma úr kafi, því að hana vildi hann elta og færa mömmu sinni. Faðir hans segir, að ef fiskur fari af við línudráttinn, sé drengurinn fljótur að grípa stöng með öngli á og krækja upp fiskinn. Áhugi stráksa er svo mikill af jafn ungum manni, að furðulegt er, en áhyggjur nokkrar hafa foreldr- arnir af því að hann lendi í slæmu veðri, sem alltaf getur skeð, þótt lagt sé upp í góðu. Auðvitað er hann eins vel búinn og hægt er, en báturinn er opinn trillubátur. Faðir Sveins litla er tvímælalaust mesti sjósóknari Skaga- fjarðar, enda á hann til héraðskunnra sjómanna að telja. Hann á tvo trillubáta og er annar um fimm tonn. I honum eru tvær vélar. Notar Sveinn aðra aðeins við línudrátt og smá skjökt, en báðar vélarnar keyrir hann á langleiðum að og frá landi; þykir þetta spara nokkuð brenni, og veit ég ekki til þess, að þessi aðferð þekkist með smábáta hérlendis. 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.