Vikan - 09.08.1956, Page 8
GISSUR SÝNIR HJÁLPSEMI.
eldabuskuna.
Rasmína: Já og hún átti það skilið. Nú verð ég
að fá einhvern til að þvo upp.
Rasmína: Sg hélt að þú gœtir kannski þvegið upp
í þetta eina sinn.
Stofustúlkan: Nei, frú. Ég var ráðin til að gera
léttari störfin.
Herbergisþernan: Hvernig dettur henni i
hug að biðja mig um að þvo upp ? Ég sem
er lierbergisþerna!
Pjónninn: Ég held nú ekki! Hafið þið nokkurn
tíma heyrt getið um þjón, sem þvœr upp?
Bilstjórinn: Að þvo upp? Ég held nú ekki! Ég
mundi ekki einu sinni þvo upp fyrir konuna mina.
Rasmina: Mér datt l hug að þú mundir
kannski þvo upp, elskan, fyrst þú ert ekkert
annað að gera.
Dóttirin: Það hefði ég líka gert, mamma,
ef ég vœri ekki nýbúin að lakka á mér negl-
umar.
Rasmína: Ég mundi þvo upp sjálf, ef Gissur: Hvers vegna rak mamma þin Dóttirin: Af því hún hafði ekki þvegið upp í heila vikii.
hendurnar á mér væru ekki svona eldhússtúlkuna eiginlega?
sprungnar.
Gissur: Úr því öllum vex þetta svona
í augum, þá skal ég þvo upp. Hvað eru
svosem nokkrir diskar?
Gamanið fer stundum að grána.
ÞEGAR KOIMAN HEFIiR KARL-
MAIMN Á HVER JI)M FI INi G RI
HVAÐ á falleg, ung stúlka að gera, þeg-
ar hún uppgötvar, að hver maðurinn
á fætur öðrum verður ástfanginn af henni,
en hún getur ekki með nokkru móti tekið
ákvörðun um, hverjum þeirra hún eigi
að giftast?
Þetta er einmitt það sem kom fyrir
22 ára gamla Lundúnastúlku fyrir
skemmstu. Það voru fjórir karlmenn sjóð-
vitlausir í henni og hún gat ómögulega
ráðið það við sig, hvern hún elskaði mest.
Svo datt henni ráð í hug. ,,Ég giftist
þeim, sem getur skrifað mér fallegasta
ástarbréfið,“ tjáði hún þeim.
Viku síðar var hún búin að lesa bréf
biðlanna fjögurra, og þá varð henni ekki
skotaskuld úr að velja. Sá, sem sigraði,
hafði skrifað fimmtíu blöð — með sínu
eigin blóði!
Það er stundum sagt, að hjónabandið
sé hálfgert happdrætti. Sem happdrætti
byrjaði það að minnsta kosti fyrir Lomu
Douglas í borginni Houston í Texas.
Kvöld nokkurt stefndi hún biðlunum sín-
um sex á sinn fund, skrifaði nöfnin þeirra
á jafnmarga bréfmiða, braut þá saman,
lét þá í hatt og giftist manninum, sem
átti nafnið, sem fyrst var dregið.
Jafn óvenjuleg var aðferðin, sem lag-
leg kennslukona í Glasgow greip til fyrir
nokkrum árum. Hvorki meira né minna
en tólf menn höfðu beðið hennar á jafn
mörgum vikum.
,,Eg skal giftast þeim ykkar, sem fyrst-
ur getur farið með 1500 línur úr Romeo
og Júlía utanbókar," tjáði hún þeim. Hún
lét þá fá viku til þess að læra lexíuna.
Þegar dagurinn rann upp, birtust biðl-
arnir heima hjá kennslukonunni, fölir og
þreytulegir eftir svefnlitlar nætur. Svo
byrjuðu þeir hver af öðrum að þylja . . .
Fyrstu ellefu mistókst. En sá tólfti
þuldi 1500 línur viðstöðulaust — og féll
að því loknu í yfirlið af þi’eytu! Hann upp-
lýsti seinna, að hann hefði verið svo önn-
um kafinn við námið, að hann hefði ekki
farið úr fötum alla vikuna.
Stúlka í Suður-Afríku, sem hafði átta
biðla á hælunum, greip líka til óvenju-
legra ráðstafana. Eftir nokkra umhugsunjj
afréð hún að giftast þeim hraustasta. 1*
framhaldi af því, tjáði hún biðlunum, að
þeir gætu barist um hana — með berum
hnefum.
Hún samdi ,,einvígisreglur“ og fékk
hverjum manni eitt eintak. Einvígin fóru
fram í eyðidal nokkrum, og stúlkan og
faðir hennar voru einu áhorfendurnir.
Ungur bóndi bar sigur úr býtum. Hann
vann lokasigurinn á rothöggi — en missti
þrjár tennur, braut á sér þumalfingurinn
og fékk glóðarauga áður en yfir lauk.
Snotur brezk stúlka, sem var mikill
sundgarpur, lýsti yfir, að hún mundi ganga
að eiga þann hinna fjögra biðla sinna,
sem lengst gæti synt í kafi! Hinn yngsti
sigraði glæsilega. Hinir þrír voru dregn-
ir meðvitundarlausir á land, og einn lá
tíu dagá í sjúkrahúsi.
Hamida Banu, indverskur kvenmaður,
segist vera að leita að „sterkum eigin-
manni“, en þegar þetta er ritað, er hann
enn ófundinn. Hamida hefur það að at-
vinnu að sýna glímu og kveðst reiðubúin
að giftast þeim fyrsta, sem geti lagt hana.
Hún er þegar búin að leggja yfir 80
biðla, og það lítur satt að segja út fyrir,
að hún ætli að pipra. Sá síðasti, sem hún
sigraði, var einn af glímukóngum Ind-
lands!
— DERMOT CANNIG
EIGINMAÐUR HEFNIR SlN
UM átta mílur frá Palei-mo
á Sikiley er bærinn Bag-
heria. Þar eru íburðarmiklar
hallir, sem nú standa auðar.
Aðalsmenn áttu þessi skraut-
hýsi, aðalsmenn, sem löngu eru
horfnir af sjónarsviðinu. Vafa-
laust eiga hallirnar sér flestar
merkilega sögu. En engin get-
ur jafnast á við sögu Pala-
goníu hallarinnar.
Prinsinn i Palagoníu bjó
þarna snemma á 18. öld. Höll-
in hans var skrautlegri og feg-
urri en allar hinar. Hann var
feiknríkur, en líka einn af
ófríðustu mönnunum á allri
ttalíu. Enginn vildi umgangast
hann, því að fáir þoldu til
lengdar hina ógeðslegu ásjónu
hans. Það vakti því ekki litla
furðu, þegar hann einn góðan
veðurdag giftist einni fegurstu
konunni, sem þá var uppi,
Gioacchiniu Maríu Gaetani,
dóttur Luigi Gaetani hertoga.
Maria efndi til íburðarmikilla
veizlna og í höllinni hljómaði
hlátur og söngur mánuðum
saman. Allt gekk eins og í
sögu, þar til prinsinn upp-
götvaði, að hin fagra káta kona
hans var honum ótrú. Hann
komst að því sér til óumræði-
legiar skelfingar, að hún var
frilla margra mannanna, sem
voru tiðir gestir hans.
Svo reiðan gerði þessi upp-
götvun hann, að hann var
svefnlaus vikum saman. I>á
eignaðist hann bandamann. Það
var munkur að nafni Tomasso
di Napoli, frægasti húsameist-
arinn, sem þá var uppi á Sikil-
ey. Þeir fundu upp á því í sam-
einingu að refsa prinsessunni
með því að loka hana algerlega
frá umheiminum og umkringja
hana með afskræmdum högg-
myndum af mönnunum, sem
verið höfðu friðlar hennar.
1 hallEirgarðinum og á hinum
háa steinvegg, sem umlukti
höllina, reistu þeir á þriðja
hundrað höggmynda af þessu
tagi. Svo ógeðslegar voru þær,
að menn forðuðust að horfa á
þær.
Yfirvöldin í Bagheriu létu
setja upp aðvörunarspjald við
veginn út að höllinni, þar sem
vanfærum konum var ráðið frá
að fara þangað, af ótta við að
börn þeirra fæddust með sömu
líkamslítum og höggmyndirn-
ar.
Við andlát prinsins var gerð
árangurslaus tilraun til að láta
fjarlægja höggmyndirnar. Þær
standa enn þann dag í dag, en
í augum nútímamannsins eru
þær fremur broslegar en
hroðalegar.
BLESSAÐ
BARNIÐ
i
.i
Mamman: Ég œtla að biðja þig um að berja fyrir mig teppin
i dag.
Pabbinn: Ég var búinn að hugsa mér að leika golf.
Mamman: Það verðurðu að gera einhvern tíma
seinna. Það liggur meira á að berja teppin.
Pabbinn: Þetta eyðileggur allan daginn fyrir mér. Lilli: Hvernig vœri að blanda saman
Mig langaði til að fara út á golfvöll og slá í nokkrar gamni og alvöru, pabbi?
holur. Pabbinn : Þú segir nokkuð! Þetta datt
mér ekki í lmg.
Lilli: Rétt neðan við miöjuna, pabbi.
Pabbinn: Þessi hefði farið að minnsta kosti i>0 metra
8
9