Vikan - 05.09.1956, Side 2
Bg er stúlka á seytjánda ári og
er með einskonar flugdellu, en það
cr ekki flugfreyjustarf sem ég er að
tiugsa um. Ég vil aðeins verða flug-
kona, sem sagt að lœra að fljúga
sjálf. Ef ég hef orð á þessu við ein-
hvern, reka allir upp stór augu og
segja „þú getur aldrei laert að
fljúga“. Mér finnst þetta hreint ekki
uppörvandi og svo kemur að því sem
ég œtlaði upphaflega að spyrja um.
Getið þið veitt mér upplýsingar varð-
andi t. d, námskostnað, hvernig
kennslu er liagað, hvort ekki er hœgt
að vinna samfara námi? Parf ein-
hverja menntun eða sérstök próf til
að fá inngöngu í flugskóla? Er tak-
markaður aldur? Parf heilbrigðis-
skírteini? Hvert á ég svo að snúa
mér, ef um fleiri en einn flugskóla
er að rœða . . .
SVAR: Þú skalt ekkert láta það
á þig fá, þó öðrum lítizt ekki á fyrir-
ætlun þína. Það eru margar flug-
konur til í heiminum, sem hafa sýnt
það og sannað, að það liggur ekkert
síður vel fyrir konum að fljúga en
karlmönnum. Hér á íslandi er a.
m. k. ein stúlka, sem hefur lokið full-
komnu flugmannsprófi, og fleiri hafa
hið svokallaða „sólópróf".
Þú skalt snúa þér til Flugskólans
Þyts, eða skólastjóra hans, Karls
Eiríkssonar. Náminu er þannig hagað
að þú getur auðveldlega unnið með
því. Hvað aldrinum viðkemur, þá
þarftu að vera orðin 18 ára til að
fá próf, heilbrigðisvottorð þarftu
líka að leggja fram. Annars er bezt
fyrir þig að fá nánari upplýsingar
hjá skólastjóranum.
1 32. tbl. Vikunnar birtum við dæg-
urlagatexta, sem Tónasystur syngja,
en af einhverjum mistökum birtist
lokaerindi úr öðru Jjóði í staðinn fyrir
tvö síðustu erindii-, sem eru svona:
Á sigling glæsti'i um hyidjúp höf
þú hugsar um mig.
Mín von og dáð af dimmri gröf
er draumur um þig.
Til mín — til mín
þú kemur vísfc senn
og bíð þín, b«d þín enn.
Til mín — til mín
þú kemur víst senn.
Ég bíð þín, bíð þín enn.
En þótt þú aldrei eigir leið
að eilífu heim,
mun brimið hvísla í beiskri neyð
úr bládýpi skein
Til mín — til mín o. s. frv.
Lesendur eru l>eðnir velvirðingar
á þessu.
Viltu gjöra svo ,vel og segja mér
eitthvað um sœnsku leikkonuna Ullu
Jacobson. Hvað er hún gömul? Er
liún gift? Og viltu svo gefa mér
utanáskrift hennar.
SVAR: Sænska leikkonan Ulla
Jacobson, sem hlaut frægð fyrir leik
sinn í myndinni ,,Hún dansaði eitt
sumar", kom í stutta heimsókn til
Framháld á bls. lJf.
Á blaðsíðu 10
er sagt frá keppni um aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni, sem gerð er
eftir sögunni ,,Sumarástir“. Nú eru
úrslitin komin. Sú sem varð hlut-
skörpust heitir Gisele Franchomme,
er 17 ára gamall menntaskólanerh-
andi, sem hefur aldrei leikið. Hún er
ljóshærð með græn augu, 1,72 sm.
á hæð og 56,5 kg. á þyngd. Svona á
þá söguhetjan Cécile að líta út í
myndinni.
Forsíöumyndina
tók Hjálmar R. Bárðarson
af Hannesi Jónssyni á Núps-
stöðum.
HEIMILISTÆKIN
Höfum fyrirliggjandi flestar stærðir og gerðir
af CROSLEY heimilistækjum
☆
ELDAVÉLAR
KÆLISKÁPAR
VASKAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
KVARNIR
VIFTUR
☆
Gjörið svo vel að líta inn í RAFTÆKJADEILD okkar
JOHNSON & KAABER H.F.
RAFTÆKJADEILD, Hafnarstræti 1
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J- Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.