Vikan


Vikan - 05.09.1956, Side 11

Vikan - 05.09.1956, Side 11
EVA WIND er fyrir ýmsra hluta sakir óvenjuleg stúlka. Hún er lagleg og fallega vaxin, og um þessar mundir sýn- ir hún kjóla á tízkusýningum í London. Hún varð fyrir skemmstu 21 árs. En þótt hún sé ung að árum, þá hefur hún ratað í fleiri ævintýri en margur gerir á heillri mannsævi. Henni er ævintýraþráin í blóð borin. Hún lítur þeim augum á tilveruna, að hún geti því aðeins orðið skemmtileg og til- breytingarík, að menn þori að tefla dá- lítið á tvísýnu. Og hún þykist hafa reynsl- una fyrir því, að þá, sem heima sitja, láti hin eftirsóknarverðu ævintýri oftast eiga sig, að maður verði að leggja land undir fót og bókstaflega leita þau uppi. Eva fæddist í Birmingham. Hún var 15 ára þegar hún hætti í skóla og síðan hefur hún unnið allt milli himins og jarð- ar. Hún hefur dvalist með Tataraflokki í Granadafjöllum á Spáni; hún hefur unnið við uppskerustörf á frönskum vínekrum; hún hefur sýnt föt á Rivierunni; hún hef- ur starfað á skipum; hún hefur verið upp- þvottastúlka í veitingahúsi. Fyrstu árin eftir að hún hætti skóla- göngu var hún þjónustustúlka uppi í sveit, vinnukona í Nottingham og síðan í þrjá mánuði matreiðslukona og bamfóstra á listisnekkju auðugra hjóna. Þégar hún fór frá þeim, hafnaði hún í London, þar sem hún réðist í vist, þar til ferðaþráin rak hana enn af stað og við tóku 18 mánuðir af samfeldum ævintýr- um. „Mig langaði að sjá Evrópu,“ segir hún. „Ég hafði safnað mér dálitlum pening- um, og ég hugsaði sem svo, að ef ég leggði land undir fót og ynni fyrir mér þegar með þyrfti, gæti ég haft það ágætt.“ Hún var því ekki fyrr komin til Frakk- lands, en hún þrammaði af stað upp í sveit. Margir urðu til þess að gefa henni far í bílum sínum. „Ég hafði enga sér- staka ferðaáætlun,“ segir hún, „elti bara nefið á mér. Um nætur dvaldist ég í sælu- húsum og farfuglaskýlum, þar sem gist- ingin kostaði ekkert eða sama sem ekkert. Það eina, sem ég þurfti að borga fyrir, var maturinn. Það er makalaust, hve litlu maður eyðir með þessu móti.“ Þegar hún kom til Briissel, var hún samt orðin peningalítil, svo að hún fór á stúf- ana að leita sér að vinnu. Hún varð barn- fóstra hjá belgiskri fjölskyldu. Það var sumar, og eftir nokkurra vikna dvöl í borginni, fór fjölskyldan upp í sveit og nýja bamfóstran fylgdi henni. Um haustið sagði hún upp vistinni og hélt enn af stað. Hún komst til Þýzka- lands og Danmerkur, þar sem htn sá lít- ið brezkt kaupfar og fór um borð að spjalla við landa sína. Árangurinn var sá, að hún fékk ókeypis far til baka til Þýzka- lands. „Svo fór ég aftur til Frakklands," held- ur hún áfram, „og dvaldist nokkra daga í París. Mér fannst tími til kojminn að ég stækkaði sjóðinn minn dálítið, svo að egar Frakki nokkur fyrir skemmstu tjáði dómstólunum, að hann hefði ekki efni á að greiða stúlkunni, sem hann hafði verið giftur, lífeyri, varð hún svo gröm, að hún ákvað að sýna það svart á hvítu, að hann færi með stað- lausa stafi. Og þannig komst upp um einn svæsn- asta glæpamann Frakklands. Maðurinn hennar fyri’verandi, lýsti stúlkan yfir, var síður en svo fátækur kaupsýslumaður, eins og hann gaf í skyn. Hann var bíræfinn og kænn inn- brotsþjófur og geymdi hagnaðinn af ránsferðum sínum í fjórum bankahólf- um. Leynilögreglan franska rannsakaði framburð hennar, og árangurinn varð sá, að maðurinn var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Réttvísin á sér stundum öflugan bandamamn þar sem ástarguðinn er. Einn af skæðustu vasaþjófum Feneyja véit það að minnsta kosti af sárri reynslu. Hann var hreinasti töframað- ur með hendumar á sér og stal að með- altali fimm peningaveskjum á dag. Ferðamenn voru fórnarlömb hans. Carlo ,,vann“ aðeins þrjá mánuði árs- ins, en árstekjur hans hafa verið áætl- aðar nærri hálfri milljón króna. Hina mánuðina var hann í „fríi“ í Juan les Pins, þar sem hann átti íburðarmikið fjölbýlishús, fínan bíl — og kærustur. Meðan hann stal einungis veskjum, gekk allt að óskum. En þegar hann stal forláta hálsmeni á grímudansleik í San Remo og gaf einni kærustunni það, fór illa fyrir honum. Stúlkan las í blöðunum lýsingu á hinu stolna djásni og krafðist verðlaunanna, sem þeim var heitið, sem skilaði því. Jú, Carlo hinn kvensami hafnaði í Steininum. Á svipaðan hátt var 26 ára gamall ævintýramaður í senn hjartaþjófur og peningaþjófur á frönsku Rivierunni. Raunar staj hann skartgripum líka. Svo stórtækur var hann, að mánað- artekjur hans námu tugum þúsunda. Þetta gekk eins og í sögu, þar til hann einn góðan veðurdag stóðst ekki freystinguna og gaf nýjustu vinkonunni sinni nokkra af skartgripunum, sem hann var nýbúinn að stela. Þegar hún sendi armband til viðgerð- ar hjá gullsmið, kannaðist hann við það sem stolið. Slóð J*ess var rakin til kvennag-ullsins fingralipra og lögregl- unni tókst að hafa upp á skartgripasala í Tangier, sem játaði að hafa kaypt stolna skartgripi af þeim handtekna. Þegar hér var komið, gafst sökudólg- urinn upp og játaði að hafa . stolið skartgripum, sem samtals voru virtir á nærri fimm milljónir króna. Þessi unga stúlka segir: MAÐUR VERÐUR AÐ LEITA AÐ ÆVINTYRUNUM ég hélt inn í Mið-Frakkland í leit að upp- skeruvinnu. En þar var litla vinnu að fá á þessum tíma árs, og enn rýrnaði sjóð- urinn. Þá var mér sagt, að ég kynni að fá vinnu í grennd við Bordeaux, þar sem vínuppskeran var að hefjast. Svo að ég lagði af stað til Bordeaux. Ég fór auð- vitað fótgangandi, en margir urðu til þess að gefa mér far spotta og spotta. Þegar á áfangastað kom, vann ég í þrjár vikur á vínekrunum." Næst lá leiðin til Spánar og nýrra ævin- týra. Hún var kaupakona á spænskum bæ um hríð. Svo fór hún að skoða land- ið og fór fótgangandi eins og fyrri dag- inn. Einn daginn bauð vörubílstjóri henni far, og þegar þau komu til smábæjar eins, bauð hann henni upp á kaffi. Þau fóru inn í krá, þar sem koma henn- ar virtist vekja talsverða athygli. Nokkr- um mínútum síðar birtist lögreglan. Lögregluþjónamir horfðu grunsemdar- augum á útiteknu stúlkuna með bakpok- ann og fóru með hana niður á lögreglu- stöð. Það var leitað á henni og síðan var hún læst inni í klefa. I klefanum var henni haldið í tvo daga, á meðan lögreglan spurð- ist fyrir um hana. Lögreglufulltrúinn átti erfitt með að skilja, hvað kornung stúlka Framhald á bls. 14. Ástarguðinn öflugur bandamaður 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.