Vikan - 04.10.1956, Qupperneq 4
W II
Astarsaga sögð af
2. YOULI segir frá
E' G sneri við. Ókunni maðurinn lagði vinnings-
peningana í framrétta lófa mína. Ég leit
niður og horfði á hendur hans. Mér hafði ekki
skjátlazt: hægi-i hendin var visin.
Stúlkan við kassann taldi málmpeningana, sem
við fengum henni. Svo spurði hún: — Hvað viljið
þér fá? Súkkulaði, sápustykki, nælonsokka? Og
hún benti mér kæruleysislega á birgðir sínar.
Mig langaði ekki í neitt. — Súkkulaði . . .
svaraði ég hugsunarlaust.
Samstundis voru mér fengin fjögur stór stykki
af súkkulaði.
Hann.haJlaði sér nær mér og brosti þunglyndis-
lega. Grági-ænu augun í honum, sem minntu á
gi-ænan lit hafsins, voru dásamlega falleg. Hann
hafði þykkt brúnt hár. Mér geðjaðist að þess-
um karlmannlega vanga-, höku- og kjálkasvip
og mér geðjaðist að þunglyndislegu, íhyglisdrátt-
unum við munninn. Svipurinn á þessum manni
af öðrum kynstofni optnberaði mér ekki leyndar-
mál sin. I honum mátti aðeins lesa, að hann hefði
orðið fyrir miklu mótlæti, eða eitthvað hefði kom-
ið fyrir hann, sem ekki var nærri, gróið um heilt.
■— Þér svarið engu. Langar yður I raun og veru
í þetta súkkulaði? Hann brosti enn.
— Já . . . mér þykir gott súkkulaði.
— Loksins! hrópaði hann ánægður upp yfir
sig. — Nú brosið þér! Til þess fór ég hérna inn
með yður. Eg er árangurslaust búinn að reyna
að setja mér yður brosandi fyrir sjónir, síðan
rið hittumst við hofið. Hann leit á úrið sitt. ■—
Því höldum við þá ekki skemmtigöngunni áfram,
úr því enginn hefur áhyggjur af yður heima hjá
yður ?
Ég hefði átt að svara: Klukkan er orðin margt.
Fylgið mér heim . . . eða: Það er kominn tíml
til að fara heim. En það var hátið þetta kvöld,
og mér hraus hugur við að koma að herberginu
mínu tómu og köldu.
— Það hefur enginn áhyggjur af fjarveru
minni. Jafnvel þó ég kæmi aldrei aftur.
Frakkinn horfði djarflega í augim á mér, — Er
það ekki óvarlegt af yður að trúa hverjum sem
er fyrir því hve einar þér eruð?
Eg rifjaði það upp hvemig hann háfði gefið
örkumla hermönnunum ölmusu, ímyndaði mér
hvemig vlsna hendin á honum mundi líta út ínn-
an í hanzkanum, og minntist hreinskilnislega
augnaráðsins, áður en ég svaraði alvarleg í
bragði:
— Þér eruð ekki hver sem er.
Hann hoi-fði spyrjandi á mig, eins og hann biði
eftir einhverri skýringu, sem hann gæti áttað
sig á.
— Þér virðist koma úr öðrum heimi. Voruð
þéi- lifandi, þegar þér genguð við hlið mér, eins
og á einhvers konar helgöngn? Hvemig átti ég
að vita, hvort ég ætti að halda í yður eða láta
yður lausa?
!É3g herti upp hugann og sagði: ■— Og þér hélduð
í mig, ekki satt?
— Ósjálfrátt hélt ég í yður. Hann opnaði
dyrnar fyrir mér. Ég hikaði áður en ég steig út.
— Hvers vegna?
Hann brosti gleðivana brosi. Eg var stolt yfir
játningu hans. Ég hafði þá ekki þrengt mér upp
á hann. Hann hafði valið mig og óskað eftir nær-
veru minni.
— Hvers vegna? Þér sýndust svo brothætt . . .
að vísu virtust þér vera skynsöm og tilfinninga-
næm, en lífið hefur leikið yður grátt. Þér eruð
svo ólík öllum hinum. Um leið og ég sá yður,
dróst ég að yður af einhverri viðkvæmni og ef til
vill meðaumkim.
Ég hafði vonast eftir að heyra allt annað. Mér
fannst þessi meðaumkun niðurlægjandi fyrir mig,
og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Við að
heyra blíðuna í rödd hans hafði hjarta mitt far-
ið að slá hraðar.
Við gengum aftur eftir mjórri götu, þar sem
marglitur manngrúinn gat á hverri stundu skilið
okkur að. Fylginautur minn gerði enga tilraun
til að halda mér við hlið sér, en hann hafði
kveðið niður ótta minn.
Frakkinn stanzaði og virti mig fyrir sér. Birt-
an frá götuljósi féll á mig.
—■ En hvað þér eruð þögul. Ég veit ekkert um
yður, ekki einu sinni nafn yðar. Þér eruð víst
ekki gift og eigið engin börn. Enginn bíður yð-
ar, sögðuð þér. Þér eruð heldur ekki geisha. Þér
HiHiiiiiniiiBmiwniiiiiiimwwHBinHamiBannHBtiiii
s
VEIZTU —?
1. Súezskurðurinn tengir Miðjarðarhafið
við hvaða hafa?
2. Hvaða ópera segir frá Santuzzu, þorps-
stúlkunni, sem elskaði unga hermann-
inn, Turiddu ?
3. Af hverju er Þykkvibær i Veri fræg-
ur sögustaður?
4. Er nokkuð athugavert við það, ef ég
segi: „Systir mín kom með dásamleg-
ar myndir, sem hún hafði tekið í sum-
arfriinu sínu á AthosfjaJli á Grikk-
landl?
5. Dóttir hvaða leikritahöfundar er eig-
inkona Charlie Chaplins?
6. Hvenær er prestur talinn „löglega“
kosinn í embætti á Islandi?
7. A hvaða hljóðfæri lék Beethoven á
hljómleikum?
8. Hvað heitir landið sem áður bar nafnið
Síam?
9. Hvaða dýr er tákn heilags Markúsar?
10. Gáta: Hvað er það, sem fer eftir grunni
með gapandi munni?
Veitir öllum mat,
■tan sér sjálfum.
8já svör á bls. 18.
talið frönsku, eins og þér hefðuð búið lengi í
Frakklandi. Hver er þessi unga, fínlega stúlka I
dýrmæta kyrtlinum, sem gengur ein um götum-
ar síðasta kvöld ársins ? Hver eruð þér ? Ég
er . . .
Ég þagði. Af virðingu fyrir fjölskyldu minni,
vildi ég hvorki segja honum til nafns míns
né tala um uppruna minn. Var ekki nóg að ég
væri að svíkja þetta allt?
— Þér brosið. Ég fer ekki fram á meira. Geym-
ið leyndarmál yðar. Loksins lítur næstum út
fyrir að þér séuð hamingjusamar.
Ég var búin að gleyma kuldanum og einmana-
kenndinni. Ég var hætt að hugsa um Makoto. Það
hafði aldrei geisað stríð. Það ríkti friður í sálu
minni.
— Komið nú . . . standið ekki svona grafkyrr.
Yður verður kalt. Það er næstum komið mið-
nætti. Við skulum fara eitthvað til að fagna
nýja árinu. Þekkið þér eitthvert veitingahús,
kaffihús eða bar, þar sem við getum leitað húsa-
skjóls?
— Ég fer næstum aldrei neitt út. Þér skulið
ekki treysta á mig í því efni. Ég er ekki alin upp
hér i borginni. Kannski finnum við það sem þér
eru að leita að í Kawaramachi-götu ?
Við lögðum af stað og gengum hraðar. Aftur
þögðum við. Ég hugsaði, að ég vissi ekki frem-
ur neitt um hann en hann um mig og að það
væri bezt þannig.
Hann kom auga á blátt og hvítt Ijósaskilti,
meðal allra ljósaskiltanna í Kawaramachi-götunni.
— El Morocco. Það lofar góðu! Ekkert getur
verið ójapanskara eða fjarlægara Kyoto. Komið!
Þetta er kannski staðurinn, sem við erum að
leita að.
Ég hafði aldrei komið inn í næturklúbb eða
danssal. Þessi staður hafði sýnilega komið með
hernáminu og var gerður til að falla ameriskum
viðskiptavinum í geð. Við gengum gegnum mjóan
gang. Ég fór hjá mér og stanzaði í dyrunum.
Félagi minn virtist ekki síður hikandi:
— Þetta er ekki álitlegur staður. Viljið þér að
við förum eitthvað annað?
— Ég hikaði: — Við fögnum nýja árinu t
hofunum, úti á götunum, heima hjá okkur eða
í húsum geishanna, en ekki í veitingahúsum eða
amerískum næturklúbbum. Þér finnið engan betri
stað hér í Kyoto.
— Mér þykir þetta ákaflega leitt, sagði hann
lágri röddu.
En ég gekk nokkur skref áfram. — Ef okkur
geðjast ekki að E1 Morocco, þá þurfum við ekki
að stanza hér .. .
Salurinn var hringmyndaður og hálftómur og
átti sýnilega að minna á Marokkó. Tvö japönsk
pör dönsuðu á gólfinu. Þau áttu þarna ekki heima.
Aðrir dansendur voru ungir ameríkumenn, sem
sneru gleðikonum í evrópskum kjólum eða kín-
verskum kjólum með klaufum í hliðunum hátt upp
á læri.
4