Vikan


Vikan - 04.10.1956, Page 16

Vikan - 04.10.1956, Page 16
EINTÓMAR SJÓNHVERFINGAR MIÐILSFUNDURINN SEM ALDREI MUN LlÐA MÉR ÚR MINNI - EDA HVAÐ? KONA miðilsins opnaði fyrir mér, spurði hvað ég héti, aðgætti hvort nafn mitt væri á listanum yfir gesti kvöldsins og vísaði mér upp stigann, inn í „musterið“. Fjórar raðir af stólum stóðu við einn vegginn og á þeim sátu um þrjátíu karlar og konur. Að öðru leyti var herbergið tómt. Það voru skot sinnhvoru megin við arininn, sem var byrgður með fjölum. í öðru skotinu hékk svart satín- tjald, og ég þóttist vita, að þarna ætti miðillinn að sita. Ég fékk mér sæti í fremstu röð, beint andspænis tjaldinu. Það stóð opið þéssa stundina. 1 skotinu stóð gamall eldhússtóll og annað ekki. Miðillinn kom inn. Það var lágvaxinn og gildvaxinn mið- aldra maður, skarpleitur í and- liti. Hann var klæddur svörtum satínnáttfötum og jakkinn var óhnepptur. Hann bauðst til þess að láta leita á sér. Ég varð fús- lega við því. Ég leitaði ræki- lega á honum; þuklaði jafnvel buxnaskálmamar, til þess að fullvissa mig um, að hann geymdi ekkert í þeim. Hann var í alls engu nema náttfötim- um. Ég leitaði í skotinu og bjóst hálft í hvoru við að finna falda „vasa“ í satíntjaldinu, þar sem jhægt væri að að geyma slæður og önnur sjónhverfingatæki. Ég bankaði í veggina, stappaði í gólfið. Ég var enginn viðvan- ingur; þegar ég starfaði við fjöl- leikahús, var ég um skeið að- stoðarmaður sjónhverfinga- manns, sem lét mig meðal ann- ars birtast í „tómum“ skáp. Sjónhverfingamenn nota spegla til slíkra hluta og tækin þeirra eru dýr og margbrotin. Sjónhverfingamennirnir leika listir sínar í ljósi. Svikamiðill- inn nýtur þess, að hann vinnur í algeru myrkri; hann getur læðst um herbergið án þess að nokkur sjái til hans. En hann verður að beita ýmsum brögð- um til þess að smygla tækjum sínum inn í herbergið. Miðillinn okkar settist í eld- hússtólinn og tjaldið var dregið fyrir. Tvö rauð ljós voru látin loga í herberginu. Hann þótt- ist þá ekki þurfa að starfa í algeru myrkri. Gestirnir byrjuðu að syngja. Andatrúarmenn segja, að söng- ur sé nauðsynlegur, til þess að koma titringi á loftið og skapa þannig rétt „andrúmsloft" fyrir svipina. En fimm mánútum síðar þagnaði söngurinn skyndilega. Ég hrökk við. Andlit á ógreini- legum líkama sveif undan tjald- inu. Þetta virtist vera lítill drengur. Svo byrjaði „líkamningurinn“ að tala og röddin var há og skræk. Ég varð rólegur aftur. Ég heyrði ekki betur en þetta væri klaufaleg tilraun fullorð- ins manns til að herma eftir barnsrödd. Svokallaðir líkamningar birt- ust nú hver á fætur öðrum. Einn gestanna þóttist kannast við mágkonu sína. Afturganga, sem kallaði sig „Vísindamanninn", mælti til okkar nokkrum hvatn- ingarorðum — og vildi svo fá að taka í hendurnar á okkur í fremstu stólaröðinni. Hendi hans var heit og hörð viðkomu. Ég hugsaði: „Ösviknar vinnu- hendur — miðillinn auðvitað!" Lágvaxin, draugaleg vera byrjaði að svífa fram og aftur um herbergið og var auðsjáan- lega að leita að einhverjum. Ég fylgdist vantrúaður með ferð- um hennar. Einhver rak upp óp fyrir aftan mig. Svo kallaði karlmannsrödd: „Þetta er kon- an mín!“ Maðurinn ruddist fram hjá mér og greip veruna í fangið. Bæði hann og „draugurinn" voru grátandi. Þau hvísluðust á og héldu dauðahaldi hvort í annað. Ég sá manninn kyssa venma og heyrði hann segja fullan geðshræringar: „Nú veit ég vissu mína, ástin mín. Aldrei framar mun ég efast mn, að við eigum eftir að hittast aftur.“ Veran hvíslaði: „Ég kem aft- ur. En nú verð ég að fara . . .“ Hún virtist bráðna og verða að engu, um leið og maðurinn skjögraði til sætis, enn hágrát- andi. Þegar söngurinn hófst á nýj- an leik, sneri ég mér að mann- inum. Mér sárgramdist það, hvernig söknuður hans var not- aður til þess að villa honum sýn. „Taktu þessu með jafnaðar- geði. Þú mátt ekki halda, að þetta hafi verið konan þín.“ „Halda? Ég veit það.“ • „Þú getur ekki hafa þekkt svona ógreinilegt andlit,“ sagði ég ákveðinn. „Ögreinilegt ? Ég þekkti hana strax. Ég kyssti andlit hennar og hendur hennar voru heit- ar.“ Hvísl okkar heyrðist ekki fyrir söngnum. Söngurinn þagn- aði. Hávaxinn Arabi í furðu- legum skrautklæðum birtist og heilsaði okkur á tungumáli, sem við skildum ekki. Hvar í ósköpunum hafði mið- illinn falið alla þessa búninga? Hvernig hafði honum tekist að fyrirbyggja, að ég fyndi felu- staði hans? Arabinn bauð mér að ganga að satíntjaldinu. Ég gerði það. Ég vonaði, að þar mundi mér takast að komast að því, hvern- ig þessum sjónhverfingum væri hagað. Arabinn hélt á tveimur hvítum gúmmíboltum. Hann neri þeim saman. Sjónhverf- ingamaðurinn minn hafði líka leikið þessa list. Hann hafði nú- ið saman gúmmíboltum og út úr þeim höfðu sprottið alla vega litar veifur. En úr boltum Arabans kom einhverskonar slæða. Andafrymi — það átti þetta auðvitað að heita. Ég var nærri farinn að skellihlæja. „Þessa slæðu átt þú að hafa.“ Hann kastaði henni yfir herð- ar mér. Hinir gestimir and- vörpuðu af öfund. Slæðan náði mér niður á hendur. Hún var fyslétt og við snertingu minnti hún mig á óvenjulega fínofið silki. Hún var dálítið þvöl og af henni lagði ónotalega rakalykt. Ég ákvað að reyna að stela slæðunni. En Arabinn varð mér fyrri til. Hann dró tjaldið frá skotinu . . . og þama á eld- hússtólnum sat miðillinn sof- andi. Ég gleymdi mér andartak, og áður en ég vissi hvaðan á mig stóð veðrið — var slæðan horf- in. Ég var æfur yfir því að hafa enn einu sinni orðið að láta í minni pokann fyrir þessum svikahröppum. Því auðvitað stóð ég enn á því fastar en fót- unum, að brögð væru í tafli. Ég bjóst til að ganga til sætis míns. En Arabinn þreif í hend- ina á mér. „Bíddu. Þú átt að fá að sjá meira. Miðillinn — hann er einn. Hann og ég — við erum tveir. Nú bætist einn við enn. Taktu eftir.“ Einhver glóandi óskapnaður birtist innst í skotinu. ' Hann stækkaði og byrjaði að taka á sig mynd. Eg stóð fáein fet frá honum. Ég sá greinilega, hvern- ig þetta, sem ég horfði á, varð að andliti. Og að lokum stóð ég andspænis fegurstu ásjón- unni, sem ég hef nokkurntíma séð. Hún var sveipuð þoku- kenndum geislabaug. Þessi miðill var aldeilis karl í krapinu! Hann ætti að vera byrjaður að leika listir sínar opinberlega, hugsaði ég. Hann yrði ekki lengi að verða fræg- ur. Ef ég aðeins gæti komist nær afturgönguandlitinu . . . „Já, farðu nær,“ hvíslaði Arabinn þýðlega á hinni auð- skiljanlegu en viðvaningslegu ensku sinni. Aftur hafði miðillinn lesið hugsanir mínar, rétt eins og ég hefði talað upphátt. Eg þokaði mér nær, uns ég stóð fáeina þumlunga frá andlitinu. Það var ótrúlega fagurt. Lit- arhátturinn var fullkominn. Mjúkar bogalínur mótuðu hinn unglega munn. En djúpbláu aug- un störðu á mig án þess að hreyfast. Ég taldi upp að fimm- tíu . . . og aldrei deplaði ver- an augunum. Gúmmígríma, hugsaði ég, með gleraugum! Eitt af nýj- ustu brögðum sjónhverfinga- manna. Ég hugsaði: „Ég reyni að hrifsa grímuna." I sömu andrá kom hræðslu- glampi í bláu augun og and- litið fjarlægðist mig í ofboði. Og svo brosti það til mín. Þaö var lifandi. „Drottinn minn góður!“ Ég greip andann á lofti. „Drottinn minn góður!“ Ég horfði á and- litið, horfði á það stirðnaður af hræðslu á meðan það leyst- ist upp fyrir augunum á mér. Það var eins og vaxbrúða, sem bráðnar í hita. Augun hurfu inn í augnatóttimar, nefið hvarf, svo varð allt að glóandi móðu uns aðeins lítill hvítur depill var eftir. Og að lokum hvarf hann líka, eins og hendi hefði lokast um hann. Um leið byrjaði maðurinn á stólnum að stynja. Hann var að vakna. Ég hörfaði undan — beint í fangið á Arabanum. Hann var engin sjónhverfing; hann var þarna alveg eins og andlitið undurfagra. Ég kikn- aði í hnjáliðunum. Mér fannst ég vera að falla í öngvit. Svo studdi einhver — eða eitthvað! — mig að stólnum . . . Þetta gerðist í Cardiff seint á árinu 1954. Ég hef nafn og heimilisfang mannsins, sem átti framliðnu konuna, sem „kom aftur“. Hann lét mér í té stað- festa frásögn. Líka hef ég nafn og frásögn mannsins, sem sá mágkonu sína. Auk þess lýsingu konunnar, sem sat vinstra meg- in við mig. Auk mín voru um þrjátíu vitni að þeim atburðum, sem hér hefur verið lýst. Þú um það, hvernig þú skýrir þessi fyrir- bæri. Ég hef upplifað ýmislegt skrítið um dagana og mér hef- ur oft orðið býsna bylt við. En ekkert jafnast á við augnablikið þegar „gríman“ byrjaði að brosa og leystist upp fyrir aug- um mér. — EVADNE PRICE 16

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.