Fréttablaðið - 25.11.2009, Side 4
4 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Í frómas Skaparans sem fjallað er um
á blaðsíðu 60 í Jólablaði Fréttablaðs-
ins í gær eiga líka að fara 1 til 2 tsk.
af vanilludropum eða 1 msk. af sérríi
eða koníaki.
Þá skal áréttað að fyrsti sunnudagur í
aðventu er 29. nóvember.
LEIÐRÉTTING
ALÞINGI Árna Páli Árnasyni
félagsmálaráðherra var ekki
kunnugt um að ráðgjafi hans,
Yngvi Örn
Kristinsson
hagfræðingur,
hygðist gera
kröfu upp á 230
milljónir í bú
Landsbankans.
Árni Páll
upplýsti það í
svari við fyrir-
spurn Gunnars
Braga Sveins-
sonar, Fram-
sóknarflokki, á þingi í gær.
Sagði Árni Páll að það væri
ekki sitt að fella dóma um kröfu
Yngva Arnar en sjálfur hefði
hann ekki gert slíka kröfu.
Gunnar Bragi vildi fá svör
um hvort Árni Páll styddi kröfu
Yngva Arnar og teldi hana sið-
ferðislega rétta. Árni Páll svaraði
þeim spurningum ekki. - bþs
Krafa Yngva í Landsbankabúið:
Árni hefði ekki
gert slíka kröfu
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
FJÖLMIÐLAR Þóra Kristín Ásgeirs-
dóttir, formaður Blaðamannafélags
Íslands, telur að ríkisvaldið eigi að
styðja við fjölmiðla til að tryggja
innviði þeirra og lýðræðislega
umræðu. Slíkt sé alþekkt á
Norðurlöndunum. Hún saknar
ákvæðis þar um í frumvarpi um
fjölmiðlalög sem lagt verður fyrir
Alþingi á næstu vikum.
„Í frumvarpinu er ekki tekin
afstaða til þessarar spurningar.
Við erum eina þjóðin á Norðurlönd-
um þar sem enginn stuðningur er
við aðra fjölmiðla en ríkisútvarp.
Mér finnst að við eigum að skoða
allar leiðir til að efla fjölmiðla og
tryggja fjölbreytni og fjölræði þar.
Við stöndum uppi með fjölmiðla á
brauðfótum og mikil óánægja er
með ástandið þar. Ég held að við
þurfum að taka afstöðu til þessarar
spurningar til að ná árangri.“
Þóra segist ánægð með ýmis-
legt í frumvarpinu; ábyrgðarregl-
ur séu samræmdar á milli prent-
og ljósvakamiðla og ákvæði séu
um gagnsæi eignarhalds og vernd
heimildarmanna. Ákvæði um sjálf-
stæði ritstjórna gangi hins vegar
allt of skammt og selji mönnum
sjálfdæmi.
„Þá finnst mér hlutverk fjölmiðla-
stofu óljóst og sakna þess að engin
jafnréttisákvæði séu í frumvarp-
inu þrátt fyrir að augljóslega
sé pottur þar brotinn. Eftir alla
þá umræðu sem hefur verið í
samfélaginu um fjölmiðlalög má
segja að þetta séu vonbrigði.“
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra segir að með frum-
varpinu verði tilskipun Evrópu-
sambandsins um fjölmiðla
innleidd. Hlutverk fjölmiðlastofu
verði að fylgjast með að fjölmiðl-
ar fari að settum reglum, til að
mynda varðandi áfengisauglýs-
ingar og fleira í þeim dúr. Þá hafi
hún ákveðnu eftirlitshlutverki að
gegna, til dæmis varðandi eignar-
hald fjölmiðla.
Frumvarpið hefur verið til
kynningar á vef menntamálaráðu-
neytisins og hafa gefist tækifæri
til athugasemda. Það verður lagt
fram á Alþingi á næstu dögum og
segir Katrín að menntamálanefnd
muni hafa góðan tíma til að fara
yfir málin. Stjórn Blaðamanna-
félagsins mun álykta um frum-
varpið þegar það verður lagt fyrir
þingnefnd.
Starfshópur sem er með málefni
Ríkisútvarpsins til endurskoðun-
ar lýkur vinnu sinni fyrir mánaða-
mót. Katrín segir efnivið þeirrar
vinnu verða notaðan til að endur-
nýja þjónustusamning og einn-
ig til skoðunar á lagaumhverfi
Ríkisútvarpsins.
kolbeinn@frettabladid.is
Vill að fjölmiðlar fái
stuðning frá ríkinu
Formaður Blaðamannafélagsins vill að fjölmiðlar fái stuðning frá ríkinu. Nýtt
frumvarp um fjölmiðla er á leið inn á Alþingi. Fjölmiðlastofa mun hafa eftirlit
með fjölmiðlum. Málefni Ríkisútvarpsins eru til skoðunar hjá starfshópi.
DAGBLÖÐ Með nýju fjölmiðlalögunum verður löggjöf um prent- og ljósvakamiðla
sameinuð. Stofnuð verður fjölmiðlastofa sem hefur eftirlit með fjölmiðlum. Frum-
varpið fer fyrir Alþingi á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÞÓRA KRISTÍN
ÁSGEIRSDÓTTIR
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot
gegn stúlku sem var tólf ára þegar hann hóf athæf-
ið. Hann var nítján ára þegar fyrstu brotin áttu sér
stað. Hann hafði samræði við stúlkuna ellefu sinnum
þegar hún var tólf og þrettán ára gömul, á árunum
1994 og 1995. Hún var þá að gæta barna fyrir systur
sína og bjó maðurinn í næsta húsi.
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að
stúlkan eigi að baki innlögn á bráðageðdeild Land-
spítalans eftir að brotið var á henni. Ástæðan var
þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Samkvæmt vottorði
geðlæknis sem annast hefur stúlkuna eftir það hefur
hún þjáðst af djúpum og lamandi þunglyndisköstum
sem erfitt hefur reynst að ráða við með lyfjum.
Við ákvörðun refsingar tók héraðs dómur mið af
refsirammanum sem var í gildi þegar brotin voru
framin og jafnframt hversu langt var síðan þau áttu
sér stað. Frá þeim tíma hefði maðurinn stofnað fjöl-
skyldu og eignast tvö börn. Með hliðsjón af því var
dómurinn skilorðsbundinn. Maðurinn var dæmdur til
að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur.
- jss
Karlmaður dæmdur í skilorðsbundið fimmtán mánaða fangelsi:
Braut gegn tólf ára stúlkubarni
HÉRAÐSDÓMUR Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suður-
lands.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
13°
12°
12°
13°
13°
15°
11°
11°
24°
14°
19°
14°
25°
9°
11°
18°
9°
Á MORGUN
Strekkingur nokkuð víða
FÖSTUDAGUR
Strekkingur allra vestast
en annars hægari
-2
-1
-3
-4
-1 -1
1
1 3
3
3
6
4
6
-1
4
3
2
3
2
13
14
16
17
15
13
8
16
13
16
13
VINDASAMT
Það verður vinda-
samt á landinu
í dag og fram á
morgundaginn en
síðan fer að draga
úr vindi. Einnig
dregur úr úrkomu
norðan- og aust-
anlands á morgun
en á Suður- og
Vesturlandi verður
hins vegar nokkuð
bjart.
-3
Ingibjörg
Karlsdóttir
Veður-
fréttamaður
KÍNA, AP Tveir menn voru líflátnir
í Kína í gær vegna framleiðslu og
sölu á eitruðu mjólkurdufti, sem
kostaði að minnsta kosti sex börn
lífið síðastliðið vor.
Talið er að meira en 300 þús-
und manns hafi veikst eftir að
hafa neytt mjólkurduftsins. Í
duftinu var efni sem getur vald-
ið nýrnabilun og nýrnasteinum.
Efninu var bætt út í til þess að
leyna því að mjólkin hafði verið
útþynnt með vatni.
Mennirnir báðir voru fram-
kvæmdastjórar í fyrirtækinu
Sanlu, sem framleiddi duftið.
Þrír aðrir yfirmenn hlutu fimm
til fimmtán ára fangelsisdóma.
- gb
Eitraða mjólkin í Kína:
Tveir yfirmenn
voru líflátnir
HARMUR Ein mæðranna sem misstu
barn vegna mjólkurinnar. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞJÓÐAMÁL Jón Bjarnason,
sjávar útvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, undirritaði alþjóða-
samning um aðgerðir hafríkja
gegn ólöglegum fiskveiðum í
Róm. Jón var þar staddur á aðal-
fundi Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Samningurinn kveður á um
að aðildarríki verða að loka
höfnum sínum fyrir erlendum
skipum sem uppvís hafa orðið að
ólöglegum fiskveiðum.
Í ávarpi sínu á fundinum lagði
ráðherra áherslu á mikilvægi
þess að huga að hlut fiskveiða og
landbúnaðar í þróunaraðstoð.
- kóp
Sáttmáli um aðgerðir hafríkja:
Gegn ólögleg-
um fiskveiðum
Meiri veiði en í fyrra
Krókaaflamarksbátar veiddu á fyrstu
tveimur mánuðum fiskveiðiársins
3.692 tonn af þorski sem er 14,8
prósent af heilsársaflamarki þeirra.
Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 11,1
prósent. Aflamarksskip veiddu einnig
hærra hlutfall nú en í fyrra, eða 17,6
prósent af aflaheimildum sínum í
þorski á móti 15,7 prósentum í fyrra.
SJÁVARÚTVEGSMÁL
Vilja sparnaðarhugmyndir
Á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar er
auglýst eftir tillögum frá íbúum
sveitarfélagsins og þeim boðið að
senda inn hugmyndir og ábendingar
um sparnað og/eða leiðir til þess að
bæta starfsemi sveitarfélagsins. Allar
hugmyndir eru vel þegnar og verða
ræddar innan stjórnsýslunnar.
GRUNDARFJÖRÐUR
GENGIÐ 24.11.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
235,8831
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,66 123,24
202,69 203,67
183,22 184,24
24,619 24,763
21,847 21,975
17,732 17,836
1,3809 1,3889
196,28 197,44
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR