Fréttablaðið - 25.11.2009, Síða 6
6 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Rúðuþurrkur
NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico
NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá
ÞAÐ LIGGUR Í LOFTINU
ga Birnu Óladóttur oga
Dagbjarts Einarssonar
erðarmanns í Grindavík.
Opinská og heiðarleg
visaga þar sem ekkert æ
er dregið undan.
ga dugmikils fólks sem
ð áræðni og vinnusemie
gði upp öflugt fyrirtækig
getur með stolti litið yfir
farinn veg.
SKRUDDA
★★★★
LAFÐI LILJA
SPOR EFTIR LILJU SIGURÐARDÓTTUR
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
SPOR er fyrsta glæpasaga
Lilju Sigurðardóttur, sem kemur
með nýtt blóð inn í konungsfjölskyldu
íslenskra glæpasagnahöfunda.
„Spennandi saga sem gengur upp.“
– KOP, Fréttablaðið
REYKJAVÍK Samkomulag ríkis og
borgar um samgöngumiðstöð er í
fullu gildi og öll umræða síðustu
daga um hugsanlegar breytingar
á því er að frumkvæði samgöngu-
ráðuneytis.
Borgin hefur á engan hátt breytt
um stefnu í þeim efnum.
Svo segir Óskar Bergsson, for-
maður borgarráðs og oddviti
Framsóknar. Hann segist ekki
hafa svo mikið sem hugleitt að
breyta aðalskipulagi borgarinnar
í ljósi þessara nýju áherslna sam-
gönguráðherra.
„Við erum að vinna á fullu eftir
þessu samkomulagi og það hefur
ekki breyst. Ef ráðherra vill
breyta þessu verður hann að gera
það með formlegum hætti. Við
skiptum ekki um stefnu bara eftir
frétt á forsíðu Fréttablaðsins,“
segir Óskar.
Í blaðinu hefur komið fram að
samgönguráðherra og formanni
skipulagsráðs líst báðum vel á að
byggja litla flugstöð rétt hjá núver-
andi flugstöð, sem yrði rifin, í stað
fyrirhugaðrar samgöngu-
miðstöðvar. Umferðar-
miðstöðin stæði enn sem
fyrr.
Óskar segir ummæli
Júlíusar Vífils Ingvars-
sonar, formanns skipu-
lagsráðs, benda til að
Júlíus taki vel á móti sam-
gönguráðuneytinu eins
og öðrum. „En mér
finnst engin
ástæða til að
gera meira úr
því en efni
standa til.
Þótt menn
taki vel á
móti fólki
þýðir það ekki að það sé stefnu-
breyting hjá borginni.“
Dagur B. Eggertsson, borg-
arfulltrúi Samfylkingar,
hefur sagt að borgin sé í ár
að eyða 450 milljónum vegna
Hlíðarfótarlóðar, þar sem
samgöngumiðstöð átti að
vera. Um þetta segir Óskar:
„Þessi ábending frá Degi um
að borgin hafi lagt fé til fram-
kvæmda við Hlíðarfót
staðfestir að Reykja-
víkurborg hefur
verið að vinna
samkvæmt þessu
samkomulagi við samgönguyfir-
völd. Þessi fjárfesting tengist fleiri
þáttum en ég er ekki viss um að við
hefðum ráðist í hana nema vegna
þessa samkomulags.“
Spurður hvort slík stefnubreyt-
ing frá ráðherra væri ekki baga-
leg á þessu stigi fyrir borgina
endurtekur Óskar að enn hafi engin
formleg beiðni borist frá Kristjáni
L. Möller:
„Við vinnum enn eftir minnis-
blaði sem við gerðum við þennan
tiltekna samgönguráðherra í vor,“
segir formaður borgarráðs.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
seti borgarstjórnar, er þeirrar
skoðunar að sjálfsagt sé að skoða
betur að endurbyggja núverandi
flugstöð. klemens@frettabladid.is
Skiptum ekki um
stefnu eftir fréttum
Formaður borgarráðs segist ekki hafa hugleitt að breyta aðalskipulagi vegna
flugvallarins. Enn sé unnið að samgöngumiðstöðinni. Forseti borgarstjórnar
segir það sjálfsagt að skoða betur að endurbyggja núverandi flugstöð.
LENT Í BORGINNI Fyrir síðustu kosningar voru uppi ýmsar hugmyndir um að flug-
völlurinn yrði færður. Hólmsheiði og Löngusker voru nefnd sem kostir. Aðrir telja að
færa ætti umferðina yfir á Keflavíkurflugvöll eða hafa flugvöllinn í miðbænum áfram.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM
BORGARMÁL „Ég get lítið annað sagt
um þetta mál en að fyrir liggur
skýr afstaða borgaryfirvalda um
að alhliða samgöngumiðstöð rísi
við Hlíðarfótinn. Það kemur fram í
minnisblaði sem Reykjavíkurborg
og ríkisvaldið undirrituðu í apríl,“
segir Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir borgarstjóri um hugmyndir um
að reist verði ný flugstöð í stað
samgöngumiðstöðvar.
„Í ljósi þess samkomulags hlýt-
ur samgöngumiðstöð að vera fyrsti
kostur beggja aðila. Við munum
vinna í samræmi við gildandi sam-
komulag á meðan óskir um annað
hafa ekki borist með formlegum
hætti frá samgönguyfirvöldum,“
segir Hanna Birna. Hún segir að
eins og áður hafi komið fram í
máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar,
formanns skipulagsráðs, hafi
engar formlegar viðræður átt sér
stað um málið.
Hanna Birna aftekur með öllu að
stefnubreyting hafi orðið um málið
á vettvangi borgarstjórnar og segir
ekki tímabært að tjá sig um hvaða
persónulegu skoðun hún hafi á því
að ný flugstöð rísi í stað samgöngu-
miðstöðvar. „Það er ástæðulaust að
ræða það á þessum tímapunkti. Á
meðan ekki berst formlegt erindi
frá samgönguyfirvöldum vinnum
við eftir gildandi samkomulagi.“
- shá
Borgarstjóri segir enga stefnubreytingu hafa orðið um samgöngumiðstöð:
Afstaða borgarinnar er skýr
HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR
Unnið er eftir gildandi samkomulagi
borgar og ríkis um uppbyggingu
samgöngumannvirkja.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÓSKAR BERGSSON
Segir unnið eftir
minnisblaði frá í vor.
FÉLAGSMÁL „Einmitt í svona árferði
er ákveðið sjónarmið að horfa fram
á veginn og láta skína í að það séu
bjartari tímar fram undan,“ segir
Þórður Snorri Óskarsson, aðjúnkt
í vinnusálfræði við viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands, spurður
hvort fyrirtæki eigi að halda jóla-
hlaðborð í kreppunni eða borga
starfsmönnum frekar andvirði
þess.
Eins og kom fram í Fréttablað-
inu í gær vill starfsmaður hjá Orku-
veitu Reykjavíkur frekar peninga-
greiðslu en að fyrirtækið bjóði
honum í jólahlaðborð.
Þórður segir að út frá vinnu-
sálfræði geti bæði sjónarmið verið
gild. Jólahlaðborð geti verið þáttur
í að þjappa starfsfólki saman. „Það
má líta á það sem ákveðna hvatn-
ingu og umbun. En svo má auðvitað
líka líta á það að sumir vilja heldur
fá þetta í launaumslaginu. Ég held
að hver og einn stjórnandi verði að
meta hvernig staðan er á hverjum
stað og hvað fellur best að þeim við-
horfum sem eru ríkjandi. Það er
ekkert sem segir að annað sé betra
en hitt,“ segir Þórður.
Sjálfur hallast Þórður fremur
að því að halda beri jólahlaðborð.
Í kreppunni sé það betra en að ein-
blína á að menn komist aldrei út úr
erfiðleikunum. „Það má segja að
þetta sýni ákveðið þakklæti og fólk
vill líka gleðjast þótt það séu erf-
iðir tímar. Eins eru þetta kannski
ekki heldur svo miklir peningar hjá
stóru fyrirtæki.“ - gar
Vinnusálfræðingur segir rök með og á móti fyrirtækjaskemmtunum í kreppunni:
Viljum gleðjast þótt tímar séu erfiðir
JÓLAHLAÐBORÐ Það getur verið gott að
gleðja starfsmenn sína með jólahlað-
borði. Myndin er tekin á Hótel Örk.
Vilt þú að reist verði samgöngu-
miðstöð í Reykjavík, eins og
áætlanir gerðu ráð fyrir?
Já 50%
Nei 50%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú með húðflúr á líkama
þínum?
Segðu skoðun þína á visir.is.
SAMGÖNGUMÁL Sama dag og loka-
sprengjan í Óshlíðargöngum
verður sprengd er efnt til bar-
áttufundar um önnur göng, Dýra-
fjarðargöngin. Fundurinn fer
fram í Edinborgarhúsinu á Ísa-
firði í hádeginu á laugardaginn.
Dýrafjarðargöng eiga að liggja
frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð.
Þau verða 5,6 kílómetra löng og
munu ásamt nýjum vegi stytta
Vestfjarða veginn um 27,4 kíló-
metra. Fulltrúum allra þingflokka
hefur verið boðið á fundinn, þar
sem kynnt verður umhverfismat
og störf nefndar á vegum sam-
göngu ráðuneytisins um vega-
lagningu á Dynjandisheiði. - th
Baráttufundur á Ísafirði:
Vilja göng til
Dýrafjarðar
KJÖRKASSINN