Fréttablaðið - 25.11.2009, Page 8
8 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Alhliða uppskrift
Pulsa (hituð í vatni,
EKKI SOÐIN!!!) Pulsu-
brauð og bara hvað sem
þig langar að hafa með.
(Nema grænar baunir.
Grænar baunir í pulsu-
brauði geta valdið
öndunarerfiðleikum.)
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
www.lapulsa.is
Svooona sterk
Því lengi býr að fyrstu gerð
Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt,
því lengi býr að fyrstu gerð.
Sumt breytist aldrei
BRUNAVARNIR Raflögnum og raf-
búnaði í leikskólum er víða ábóta-
vant samkvæmt úttekt Brunamála-
stofnunar. Örn Sölvi Halldórsson,
sérfræðingur á rafmagnsöryggis-
sviði stofnunarinnar, segir alvar-
legustu athugasemdirnar snúa að
merkingum í rafmagnstöflum og
biluðum tenglum á svæðum þar
sem börn eru.
„Við reynum að fylgja eftir
athugasemdum sem falla í þriðja
flokk, en þær snúa að hlutum sem
beinlínis geta verið lífshættuleg-
ir og á að vera búið að laga innan
mánaðar,“ segir Örn Sölvi. Fram
kemur í úttekt stofnunarinnar að
78 þriðja flokks athugasemdir hafi
verið gerðar við rafmagnstöflur, en
flestar snúa þær að mögulegri eld-
hættu. Þá var 41 slík athugasemd
gerð við raflagnir og rafbúnað,
en þar segir Örn oft um mögulega
„snertihættu“ að ræða, svo sem þar
sem tenglar eru brotnir eða hlífar
ekki í lagi.
Úttekt Brunamálastofnunar
nær til 156 leikskóla síðustu þrjú
ár, en gerð var 1.131 athugasemd
við frágang rafmagnstaflna og 687
við raflagnir og búnað. Örn Sölvi
segir lagt mjög fast að þeim sem
fái skýrsluna í hendur að laga þá
hluti sem aflaga hafi farið og víða
hafi þegar verið gerðar lagfæring-
ar. „Stór hluti þessara athugasemda
er reyndar frá því í vetur og vor.“
Gamall og bilaður rafbúnaður
og aðgæsluleysi fólks er sagt vera
meðal helstu orsaka rafmagns-
bruna og því er mikilvægt að raf-
búnaður á leikskólum sé ávallt
valinn með tilliti til staðsetningar
og notkunar. Rafbúnaður á borð við
tengla og lampa var víða í ólagi, en
það er í skýrslunni sagt áhyggju-
efni vegna þess hve marga bruna
megi einmitt rekja til þeirra hluta.
Skýrslunni verður dreift til allra
leikskóla og til löggiltra rafverk-
taka. Gerir Örn Sölvi sér von um
að hún veki þar með þá athygli sem
þurfi til að koma málum tengdum
rafmagnsöryggi á leikskólum í lag.
olikr@frettabladid.s
Í LEIKSKÓLANUM Fram kemur í nýrri skýrslu að Brunamálastofnun hafi víða gert alvar-
legar athugasemdir við raflagnir og rafbúnað í leikskólum landsins. Myndin tengist efni
greinarinnar ekki að öðru leyti en því að hún er tekin í leikskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Rafmagnsmál leik-
skóla víða í ólestri
Í 156 leikskólum gerði Brunamálastofnun 119 athugasemdir við hluti tengda raf-
magni sem talist gætu lífshættulegir. 41 tilvik tengist svæðum þar sem börn eru.
1 Hvað Íslendingur leikstýrði
einleiknum Manntafli í
Svíþjóð?
2 Starfsmaður hvaða fyrirtækis
vill fá laun í staðinn fyrir
jólahlaðborð?
3 Hvað heitir formaður skipu-
lagsráðs Reykjavíkurborgar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
BRETLAND, AP Bresk rannsóknarnefnd hóf í gær
rannsókn á því hvaða hlut bresk stjórnvöld áttu í
aðdraganda Íraksstríðsins. Meðal annars verður
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, kallaður
fyrir nefndina.
Gagnrýnendur Íraksstríðsins vonast til þess að
nefndin afhjúpi blekkingar, sem bresk stjórnvöld
hafa verið sökuð um að hafa stundað í aðdraganda
stríðsins snemma árs 2003.
Fyrstu vitnaleiðslur nefndarinnar voru í gær. Þar
kom fram að bandarískir ráðamenn hefðu haft litla
trú á alþjóðlegu vopnaeftirliti í Írak, öfugt við Breta
sem vildu halda áfram vopnaeftirliti og einangrun
Íraks með refsiaðgerðum.
Meðal spurninga sem nefndin þarf að leita svara
við er hvort Blair hafi með leynd stutt áform
George W. Bush um innrás í Írak í heilt ár áður en
breska þingið heimilaði slíka innrás.
Það var Gordon Brown, arftaki Blairs í embætti
forsætisráðherra, sem skipaði í nefndina.
Engir lögfræðingar eiga sæti í nefndinni, og það
þykir draga úr líkum þess að hún geti komist að
nokkurri niðurstöðu um það hvort stríðið hafi verið
andstætt breskum lögum. - gb
Bresk nefnd hefur rannsókn á tildrögum og aðdraganda Íraksstríðsins:
Kanna hlut Breta í Íraksstríði
ALBLÓÐUGIR Mótmælendur í London í gervi þeirra Gordons
Brown, George W. Bush og Tony Blair. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND, AP Tæplega sextugur
Breti, Brian Thomas að nafni,
var fyrir helgi sýknaður af morð-
ákæru vegna dauða eiginkonu
hans, þrátt fyrir að hafa orðið
henni að bana í júlí 2008.
Thomas var í fastasvefni þegar
hann kyrkti eiginkonu sína í hjól-
hýsi þeirra, þar sem þau voru
á ferð í Wales. Thomas segir að
hann hafi fengið martröð um
innbrotsþjóf og talið sig vera að
verjast honum. Hann hafði árum
saman þjáðst af svefntruflunum,
og þeim fylgdu ósjálfráðar
hreyfingar af ýmsu tagi. Ekki
þótti ástæða til að vista hann á
geðsjúkrahúsi. - gb
Drap eiginkonu sína í svefni:
Sýknaður af
morðákæru
VEISTU SVARIÐ?