Fréttablaðið - 25.11.2009, Page 10
10 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
GENF, AP Undanfarin tvö ár hefur
fjöldi HIV-smitaðra í heiminum
staðið nokkurn veginn í stað, í
rúmum 33 milljónum. Dauðsföll-
um af völdum alnæmisveirunn-
ar hefur fækkað um tíu prósent
undanfarin fimm ár.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni og Alnæmisstofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt útreikningum sér-
fræðinga Sameinuðu þjóðanna
er talið að á síðasta ári hafi 33,4
milljónir manna verið með HIV-
smit, en árið áður var þessi tala
33,2 milljónir. Útreikningarn-
ir eru að vísu byggðir á stærð-
fræðilíkani og skekkjumörkin eru
nokkrar milljónir.
Ástæðan fyrir því að heldur
hefur fjölgað í hópi smitaðra
er einkum talin vera sú að
dauðsföllum hefur fækkað.
Alls er talið að nærri sextíu
milljónir manna hafi smitast af
HIV-veirunni frá því hún komst
fyrst á kreik fyrir tæpum þrem-
ur áratugum. Um 25 milljónir
þeirra hafa látist af orsökum sem
tengjast veirunni.
Síðan árið 1996 hefur tekist að
bjarga 2,9 milljónum mannslífa
með lyfjameðferð, en það ár komu
fyrst á markað lyf sem vinna bug
á sjúkdómnum. Auk þess hefur
dregið úr nýsmiti um sautján
prósent undanfarin átta ár.
Sumir sérfræðingar telja þó að
faraldurinn sé hugsanlega í rénun
einfaldlega vegna þess að veiran
sé komin á leiðarenda, frekar en
að inngripum læknavísindanna sé
að þakka.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
þegar staðfest að faraldurinn
sé víða í rénun. Þá eru auk þess
farnar að heyrast raddir um að
breyta þurfi forgangsröðun þegar
fjárstuðningi er úthlutað.
Talið er að fjögur prósent allra
dauðsfalla í heiminum verði af
völdum alnæmis, en 23 prósent-
um allra heilbrigðisútgjalda er
með einum eða öðrum hætti varið
í baráttuna gegn alnæmi.
„Við eigum ekki að láta þennan
eina sjúkdóm skekkja alla alþjóð-
lega fjármögnun lengur, ekki
síst þegar miklu auðveldara
og ódýrara er að lækna mjög
mannskæða sjúkdóma í þróun-
arlöndunum á borð við lungna-
bólgu og niðurgang,“ segir Philip
Stevens, sérfræðingur hjá Inter-
national Policy Network, sem er
hugmyndaveita í London. - gb
Alnæmisfar-
aldur leggur
færri að velli
Dauðsföllum vegna alnæmis hefur fækkað undan-
farin ár og fjöldi smitaðra stendur í stað. Nærri
sextíu milljónir hafa smitast og 25 milljónir látist.
SKÝRSLAN KYNNT Michel Sidibe, framkvæmdastjóri Alnæmisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, sýnir eintak af nýrri skýrslu um ástand alnæmisfaraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NEYTENDUR „Það er góð regla að
gera ekki tilraunir á viðskipta-
vinum,“ segir Tómas Tómasson,
stundum kenndur við Tomma-
borgara. Tommi hefur í fjögur og
hálft ár rekið Hamborgarabúlluna
og stefnir á að opna fjórða staðinn
við Ofanleiti 14 í vikunni.
Tommi hefur gert það að vana
sínum að gefa þeim að smakka af
matseðlinum sem leið eiga fram
hjá nýjum búllum fyrir form-
lega opnun þeirra. Svo var einn-
ig á föstudag þegar nemendur við
Verzlunarskóla Íslands, sem er í
næsta nágrenni, fengu á bilinu þrjú
til fjögur hundruð hamborgara
í tilraunaskyni hjá honum. „Við
erum að prófa tækin og tólin. Það
er alltaf eitthvað sem getur farið
úrskeiðis,“ segir Tommi. - jab
ÚR BÚLLUNNI Nemendur Verzlunarskól-
ans gæða sér á fríum borgurum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tommi gaf framhaldsskólanemum frítt fæði:
Engar tilraunir gerðar
Við eigum ekki að láta
þennan eina sjúkdóm
skekkja alla alþjóðlega fjármögn-
un lengur.
PHILIP STEVENS
SÉRFRÆÐINGUR HJÁ INTERNATIONAL
POLICY NETWORK