Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 20
 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR2 LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 dömuskór stærðir 36-42herraskór stærðir 39-47 teg. 810858 - létt fylltur, mjög fallegur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl kr. 1.950,- teg. 7273 - létt fylltur í BC skálum á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl kr. 1.950,- „Ég er með afþreyingarfyrirtæki fyrir ferðamenn, bæði innlenda og útlendinga. Allan ársins hring klíf- um við fjöll á vegum fyrirtækisins, sem heitir Mountain Climbing, og í vetur höfum við bætt menningar- tengdum ferðum við. Í desember ætla ég að ferja og fræða ferða- mennina um Jólaþorpið í Hafn- arfirði. Það er Hafnarfjarðarbær sem stendur að því en það hefur unnið sér sess í bæjarlífinu og fjöl- margir leggja leið sína þangað ár hvert. Jólaþorpið er mjög fjölbreytt en þar eru með til sýningar og sölu margir listamenn og ekki er síðri afar girnileg heimatilbúin mat- reiðsla. Þá er handverk áberandi eins og úr prjóni og tré.“ Guðrún Helga segir að nærsveitarmenn Hafnarfjarðar viti margir ekki af þessu skemmtilega jólaþorpi og því býður hún sérstaklega Mosfell- ingum, Garðbæingum, Kópavogs- búum, Seltirningum, Reykvíking- um og að sjálfsögðu landsmönnum öllum upp á þessa þjónustu. „Það geta fjölskyldur farið saman eða vinahópar, og oft er gott að hafa bílstjóra ef fólk vill skála í góðu glöggi eða víni. Þá getur verið gaman að nota „með hverjum lendi ég aðferðina“ og vita þá ekkert með hvaða fólki maður lendir í bíl. Þetta verður skemmtilegur, óform- legur bíltúr því ég ætla að segja sögur frá jólahaldi Íslendinga í gegnum tíðina og kynna nútímajól og hvernig við undirbúum okkur – allt á léttu nótunum,“ segir Guðrún Helga sem er sögumaður góður enda starfað sem blaðamaður í tugi ára. „Undir lok ferðarinnar tínast ferðafélagarnir á kaffihús í bænum og fá sér það sem þeir vilja þar til allir hafa skilað sér og eru tilbúnir til heimferðar.“ Hægt er að panta ferðir hjá Guð- rúnu Helgu í síma 891 7074 eða í gegnum tölvupósti ghs@islandia.is og ghs@mountainclimbing.is. unnur@frettabladid.is Ferjar fólk í Jólaþorpið Guðrún Helga Sigurðardóttir er vön að klífa fjöll og firnindi en hún er nú komin til byggða, rétt á undan jólasveinunum og ætlar að ferja Íslendinga sem og útlendinga í Jólaþorpið í Hafnarfirði í desember. Guðrún Helga ætlar að segja sögur af jólahaldi Íslendinga meðan hún ekur með fólk í Jólaþorpið í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skemmtileg stemning myndast í Hafnarfirði á aðventunni. Jóla- þorpið opnar föstudaginn 4. desember næstkomandi. Karmelsystur selja kerti og skrautmuni í básnum sínum árlega. Nýr geisladiskur Hamrahlíðarkórsins, Jólasagan, er kominn út hjá Smekk- leysu. Á disknum er fléttað saman tónverkum frá endurreisnar- og barokk- tímanum og jólasöngvum íslenskum og erlendum. Saga jólaguðspjallsins er sögð í tónum og atburðarás sögunnar fylgt frá fyrirheitinu um fæðingu Krists til söngva englanna, fjárhirðanna og vitringanna. Guðný Einarsdóttir leikur orgelverk milli kórverkanna. Í tilefni af útgáfu geisladisksins halda Hamrahlíðarkórarnir tónleika í Kristskirkju í Landakoti í kvöld klukkan 20. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Á tónleikunum syngur 121 kórsöngvari á aldrinum 16 til 21 árs tónverk eftir meðal ann- ars Byrd, Gallus-Handl, Hass- ler, Huga Guð- mundsson og Lassus. Jólasaga Hamrahlíðarkórsins HAMRAHLÍÐARKÓRINN HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í KRISTSKIRKJU Í LANDAKOTI Í KVÖLD KLUKKAN 20. Þorgerður Ing- ólfsdóttir stjórnar Hamrahlíðar- kórnum. RAFMAGNSLJÓS á jólatré voru fyrst notuð árið 1895. Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuð- um öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki. www.julli.is Jólalagið Jingle Bells, eða Klukkna- hreim, var upphaflega skrifað fyrir þakkar- gjörðardaginn. Með tíð og tíma varð lagið eitt vinsælasta jólalag heims. heimild: netið Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.