Fréttablaðið - 25.11.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 25.11.2009, Síða 26
 25. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR Stundum finnast ómetanlegir fræðifjársjóðir þar sem engum dettur í hug að leita þeirra. Árið 1906 var prófessorinn danski Johan Ludvig Heiberg í hinni fornu borg Konstantínópel að kynna sér bænaskjal frá þrett- ándu öld upp á 174 geitarskinnssíð- ur sem þar hafði varðveist. Honum varð heldur betur hverft við þegar hann gerði sér ljóst að skjalið var tvírit, það er að skinnið var miklu eldra en textinn og á það hafði áður verið ritað en blekið síðan skrapað burt og skinnið endurnýtt. Í ljós kom að skinnið var frá tí- undu öld fyrir Kristsburð og á það höfðu verið ritaðar þá óþekktar stærðfræðijöfnur hins mikla gríska stærðfræðings Arkimed- esar. Jöfnurnar í handritinu eru nú meðal þeirra þekktustu og mest notuðu í heimi og má þar til dæmis nefna útreikninga á rúm- máli og yfirborði kúlu, nálgunar- gildi fyrir pí og hlutfall ummáls og þvermáls hrings. Handritið var selt í einkasafn á þriðja áratug síðustu aldar og svo aftur á uppboði hjá Christie‘s í New York árið 1998 fyrir tvær milljónir bandaríkjadala en þá var það óþekktur safnari sem keypti gripinn. Handritið er nú geymt á Walters- listasafninu í Baltimore þar sem það hefur verið þaulkannað með nýjustu tækni og vísindum. - bb ● FRÆÐIMENN STYRKTIR Hagþenkir, Félag höfunda fræðirita og kennslugagna, var stofnað árið 1983 og hlaut löggildingu menntamálaráðuneytisins árið 1987. Fjöldi félaga er rúmlega 500. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttar félags- manna og bæta skilyrði til samninga og útgáfu fræðirita og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að. Félagið veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Tilgangur styrkjanna er að auð- velda fræðimönnum að koma verkum sínum til almennings. Flestir styrkirnir eru hugsaðir í verk sem eru í senn framlag til vísindalegrar umræðu og almenningi til fróðleiks. Jón Yngvi Jóhannesson bókmenntafræðingur er formaður Hagþenkis. Helstu hugverk Arkimedesar voru næst- um því týnd að eilífu. Stærðfræði í dulargervi Hugtakið fræðirit er í sjálfu sér teygjanlegt. Uppflettirit um alla skapaða hluti, jafnt hversdagslega og óvenjulega, hafa notið aukinna vinsælda síðustu ár. Aðalstarf hins breska Michaels Jackson, sem lést árið 2007, var umfjöllun um bjór. Hann gaf út tugi bóka um mismunandi tegundir bjórs, bruggunaraðferðir og gæði á ferlinum, auk þess sem hann skrif- aði óteljandi bjórtengdar greinar í dagblöð og var umsjónarmaður bjórþáttarins The Beer Hunter á Channel 4 í Bretlandi og Discov- ery Channel. Þrátt fyrir að ferð- ast um allan heim til að kynnast bjórmenningu ýmissa landa reyndi Jackson aldrei að fela sérstaka að- dáun sína á belgískum bjór. Hann var sæmdur Roerstok-ridd- araverðlaununum fyrir sitt framlag til alþjóðlegrar vel- gengni belgískra bjóra, auk margra annarra verðlauna. Síðar á ferlinum hóf Jackson einnig að skrifa um viskí samhliða bjórumfjöllunum og þótti standa sig með sömu prýði á þeim vettvangi. Farts: A Spotter’s Guide eftir Crai S. Bowen er bók tileinkuð prumpi sem hefur notið vinsælda frá því hún kom út á síðasta ári. Í henni eru tíu mis- munandi tegundir af prumpi skilgreindar og útskýrðar á ítarlegan hátt. Í kaupbæti fylgir lítið tæki með bókinni, sem í heyrast hljóð- dæmi um hverja tegund prumps fyrir sig sé ýtt á þartilgerða takka. Bók Bowens er þó fráleitt sú eina þar sem prump er rann- sakað. Til að mynda er Jim Dawson höfundur tveggja slíkra, Who Cut the Cheese: A Cultural History of the Fart og Blame It on the Dog: A Modern History of the Fart. Þá sendu bræð- urnir Barry og Erwin Seltzer frá sér bókina The Other ‘F‘ Word árið 1999, þar sem þeir rekja áhugaverðar sögur sem varða prump í gegnum aldirnar. Bókin What a Way to Go eftir Geoffrey Abb- ott vakti töluverða at- hygli þegar hún kom út árið 2007. Í henni er safnað saman frásögnum um merkilegar aðferðir sem fólk hefur notað til að taka hvert annað af lífi, allt frá fornöld til nútímans. Meðal dæma eru maður sem saum- aður var á lífi inni í maga á dýri og látinn deyja þar hægt og rólega og annar sem var bundinn fastur við stól úr járni og ýtt nær og nær eldi. - kg Bjór, viðrekstur og aftökur Michael Jackson var mikill aðdáandi belgískra bjóra. Bækur sem gefnar hafa verið út um prump eru líklega fleiri en marga grunar. Merkilegum aftökuaðferðum er safnað saman í bókinni What a Way to Go. POPP er nýtt fylgirit Fréttablaðsins og kemur út mánaðarlega. Við viljum að þið sendið okkur klikkuðustu símamyndirnar ykkar. Bestu myndirnar birtast í næsta tölublaði og höfundur bestu myndarinnar fær tvo kassa af Doritos í verðlaun. Sendið myndirnar í síma: 696 POPP (696 7677) eða á popp@frettabladid.is Við viljum tvífara fræga fólksins! Er kærastan þín eins og Angelina Jolie eða er vinur þinn eins og Jack Black? Sendu okkur mynd til sönnunar og hún gæti birst í næsta tölublaði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.