Fréttablaðið - 25.11.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 25.11.2009, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 25. nóvember 2009 PAMPERS SIMPLY DRY MIDI 60 STK. 1659 kr. PAM RY MAXI 50 STK 1659 kr. PAMPERS SIMPLY DRY JUNIOR 44 STK. 1659 kr. PAMPERS SIMPLY BLAUTÞURKUR 239 kr. TVÆR GERÐIR / 72 STK. Í PAKKANUM KOMNAR AFTUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 25. nóvember 2009 ➜ Tónleikar 12.30 Áshildur Haraldsdóttir flauta og Katie Elizabeth Buckley harpa flytja verk eftir Paul Angerer og Henk Badings á tónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 20.00 Í tilefni af útgáfu nýs geisladisks heldur Hamrahlíðarkórinn tónleika í Kristskirkju í Landakoti. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. 20.30 Hjaltalín heldur útgáfutónleika í Loft- kastalanum við Seljaveg. 20.30 Bubbi Mort- hens heldur tónleika í Saltfisksetrinu við Hafnargötu 12a í Grindavík. Húsið verður opnað kl. 20. ➜ Ljósaganga 19.00 Í tilefni af Alþjóðadegi Sam- einuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum, standa mannréttinda- samtök og kvennahreyfingin á Íslandi fyrir Ljósagöngu. Lagt verður af stað frá Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu kl. 19, og gengið niður að Sólfarinu við Sæbraut. ➜ Sýningar Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi hefur verið opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadóttur auk muna sem aðrir hönnuðir hafa unnið að með hlið- sjón af verkum hennar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Margrét Jónsdóttir hefur opnað sýn- inguna In Memoriam í Listasal Mos- fellsbæjar í Kjarna við Þverholt. Opið mán.-fös. kl. 12-18, mið. kl. 10-19 og lau. kl. 12-15. ➜ Námskeið 19.30 Kristján Jóhannesson heldur námskeið í að brýna rakhnífa með steini, pastól og brýnól í Hárhorninu við Hverfisgötu 117. Nánari upplýsingar á www.litur.is. ➜ Fræðslufundir 17.30 Kristján Viðar Haraldsson fjallar um sjálfsstyrkingu og mikilvægi þess að setja sjálfan sig í fyrsta sætið á fyrirlestri sem hann heldur hjá Maður Lifandi við Borgartún 24. Nánari upplýsingar á www.madurlifandi.is. ➜ Uppákomur Í Guðríðarkirkju í Grafarholti verður haldinn markaður kl. 10-13 og boðið upp á hláturjóga og félagsvist kl. 12.00. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.grafarholt.is ➜ Dans 20.00 Íslenski dansflokkurinn sýnir fjögur verk eftir Kristján Ingimarsson, Tony Verzich, Steinunni Ketils ásamt Brian Gerke og Peter Anderson í Borg- arleikhúsinu. Nánari upplýsingar á www.borgarleikhus.is. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Karl Aspelund fjallar um vanda- mál tengd skilgreiningum í rannsókn á þjóðlegum klæðnaði íslenskra kvenna á fyrirlestri sem hann flytur í Þjóðminja- safninu við Suðurgötu. 12.00 Jóhann Pétur Malmquist fjallar um nýsköpun í Kína og samvinnu við kínversk stjórnvöld í fyrirlestri sem hann flytur í Lögbergi við Sæmundargötu 8 (st. 201). Allir velkomnir. 17.15 Árni Bergmann ræðir um sagna- ritun Rússa og norræna bókmenntahefð í tengslum við nýútkomið verk í Lær- dómsritaröð Hins íslenska bókmennta- félags Rússa sögur og Ígorskviða. Fyrirlesturinn fer fram í Bókasal Þjóð- menningarhússins við Hverfisgötu. 20.00 Vilborg Davíðs- dóttir rithöfundur fjallar um þjóðfræðilegar rann- sóknir og skáldskap í tengslum við bók sína Auður á fyrirlestri sem hún flytur í húsi Sögufélagsins við Fischersund. Leikhúslistamaðurinn Kristján Ingimarsson er staddur hér á landi þar sem hann setur upp sýningu ásamt Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu. Kristján hefur verið búsettur í Danmörku frá árinu 1992 þar sem hann stundaði nám í sviðslistum. Kristján starfar einnig sem sjálfstæður leikstjóri og leikari. Verk Kristjáns er hluti af Djammviku Íslenska dans- flokksins, en þar mun flokk- urinn sýna fjögur verk eftir framsækna og spennandi höfunda. Verk Kristjáns heitir Shit og segist hann hafa verið undir áhrifum kreppunnar þegar verkið var samið. „Það er eins og svo margir hér heima hafi skitið í buxurnar. Það er eins og menn hafi verið of lengi á hraðbrautinni og haldið í sér á meðan en nú veltur þetta allt fram,“ útskýrir Kristján. Hann segir verkið vera dans- verk og er þetta í fyrsta sinn sem hann starfar með atvinnudönsurum. „Ég hef ekki fengist mikið við dans hingað til, en er vanur að fást við mjög líkam- legt leikhús að mörgu leyti þannig að þetta er ef til vill ekki svo ólíkt því. En þetta var mjög gaman og ég mun örugglega gera þetta aftur,“ segir Kristján að lokum. Verkið verður frumsýnt á miðvikudag í Borgar- leikhúsinu. - sm Dansverkið Shit frumsýnt SKEMMTILEG VINNA Kristján Ingimarsson samdi verkið Shit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SHIT Dansverkið Shit verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á miðvikudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.