Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 25. nóvember 2009 27
Það var góð stemning á
opnunarhátíð Hönnunar-
miðstöðvar Íslands,
Hönnunarsjóðs Auroru
og Kraums tónlistarsjóðs
sem haldin var í tilefni að
flutningi starfsemi þeirra
í Vonarstræti 4b. Húsið
var upphaflega byggt árið
1928 sem verksmiðjuhús til
brjóstsykurs- og konfekt-
gerðar.
Nú er Hönnunarmiðstöðin til húsa
á efri hæð hússins, en Kraumur og
Hönnunarsjóður Auroru deila með
sér kjallararýminu og er ætlunin
að nýta það fyrir námskeiðshald og
ýmiss konar starfsemi sjóðanna.
Það var margt um manninn á
opnunarhátíðinni í Vonarstræti,
en meðal atburða voru innsetning
Andrew Burgess arkitekts, end-
uropnun á Myndir og Mayhem,
ljósmyndasýningu Harðar Sveins-
sonar og Kraums helguð íslensku
tónlistarlífi og útgáfa letursins
Copper Stencil sem teiknað er fyrir
Hönnunarsjóð Auroru af Gunnari
Þ. Vilhjálmssyni og er hugsað sem
einkennisletur sjóðsins. - ag
Opnunarhátíð í Vonarstræti
FULLT HÚS Það var margt um manninn
í Vonarstræti 4b á föstudaginn. Þórunn
Sigurðardóttir og Hrefna Haraldsdóttir
voru meðal gesta.
FLOTTIR Almar Alfreðsson, Friðrik Steinn
Friðriksson og Axel Kaaber tóku sig vel
út.
GÓÐIR GESTIR Gígja Hólmgeirsdóttir og
Hörður Sveinsson létu sig ekki vanta á
opnunarhátíðina í Vonarstræti 4b.
BROSMILDAR Inga Elín og Ragnheiður Ingunn voru meðal
gesta á opnunarhátíð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Hönnun-
arsjóðs Auroru og Kraums tónlistarsjóðs.
FLOTT OPNUNARHÁTÍÐ Hlín Helgadóttir, Katrín Ólína, Áslaug Snorradóttir og Bryn-
hildur Pálsdóttir voru meðal gesta í Vonarstræti á föstudaginn.
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún
Ragnarsdóttir mættu á opnunarhátíðina.
N1 Deildin
KONUR
Miðvikudagur
Vodafonehöll
Víkinni
Valur - Fram
Víkingur - Haukar
19:30
19:30
2009 - 2010
KARLAR
Höllin Akureyri - HK 19:00
ilmreyr nýtist vel gegn
frjókornaofnæmi?
Vissir þú að …
gleym-mér-ei
er góð á brunasár?
Líttu þér nær
Loksin
s
komin
aftur!
2. pren
tun
www.forlagid.is
MEIRA Á
urvalutsyn.is
* Verð miðast við að bókað sé á netinu.
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000
234.910 kr.
HRINGFERÐ
UM TENERIFE
OG LA GOMERA
10. - 24 febrúar 2010