Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 8
FAGRIR MUNIR
ÚR GULLI
OG SILFRI
Sendum gegn póstkröfu.
Guðlaugur Magnússon
SKARTGRIPAVERZLUN
Laugavegi 22 A. — Sími 15272.
Valur- Vandar- Vöruna
SULTUR — ÁVAXTAHLAUP
MARMELAÐI — SAFTIR
MATARLITUR — SÓSULITUR
EDIKSÝRA — BORÐEDIK
TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR
— Sendum um allt land —
Eínagerðin Valur h.f.
Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík.
TRICHLORHREINSUN
(ÞURRHREINSUN)
©
SDLVA LLAG ÖTU 74 • SÍMI 13237
BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337
Prjónastoían Hlín h.f.
Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508.
Prjónavörur höfum við framleitt í
síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er-
lendu garni.
Höfum ávallt á boðstólum fyrsta
flokks vinnu, og fylgjumst vel með
tízkunni.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Ég þakka þeim sem verzlað hafa í
Söluturninum við Arnarhól ánægju-
leg kynni, og bið þá um að beina við-
skiptum sínum í
Hreyfilsbúðina.
Pétur Pétursson.
Alla vikuna í
skóm frá
HECTOR
Laugaveg 11
Laugaveg 81
frá mínum bœjardyrum
skrifar fyrir kvenfólkið um
kvenfólkið og hugðarefni þess
Nýtt í nælonsokiíum.
Fyrir jólin fengust í
verzlun einni í Reykjavik
nælonsokkar frá Finnlandi,
sem í sjálfu sér er ekki í
frásögur færandi. En þess-
ir sokkar eru að því leyti
nýstárlegir, að í hverju
númeri fást mismunandi
háir sokkar. Þeim er þannig
komið fyrir í pökkunum, að
fitin á sokkunum er látin
enda við tilsvarandi tölu á
mælistokknum, sem teikn-
aður er á pakkana, þannig
að 85 sm. háir sokkar ná í
pakkanum upp að 85 sm.
markinu utan á pakkanum.
Það segir sig sjálft hví-
líkt hagræði þetta er fyrir
þær stúlkur, sem ekki eru
nákvæmlega í meðallagi
leggjalangár eða hafa ó-
eðlilega svera leggi, svo að
sokkarnir víkka og stytt-
ast um leið.
Ég vil líka geta þess, að
sokkar þessir voru saum-
lausir, þunnir og fallegir —
og kostuðu aðeins rúmar
30 krónur, enda hurfu þeir
eins og dögg fyrir sólu úr
búðinni. Vonandi fáum við
meira af þeim.
Enn um pokalí jóla.
Nýlega mátaði ég nokkra
at þessum freistandi poka-
kjólum í verzlun einni hér
í bænum, sem hefur þá á
boðstólum. Ég stóð fyrir
framan spegilinn og var á
góðri leið með að verða
freistingunni að bráð, þegar
mér varð það á að lyfta upp
handleggnum og snúa ofur-
lí.tið upp á mig. En þar með
var draumurinn búinn. —
Hliðarsaumarnir lágu nefni-
lega óslitnir frá faldinum
ao neðan og fram eftir erm-
unum, sem náðu niður fyr-
ir olnboga. Þið getið því
fmyndað ykkur hvaða áhrif
þessi dramatíska • handa-
lyfting hafði á flíkina. Hún
fór bókstaflega öll úr skorð-
m Saumurinn kippti upp
faldinum í annarri hliðinni
og þar sem ekkert heldur
pokakjólunum í skorðum,
var freistari minn allt í
einu orðinn reglulega poka-
legur, þ. e. a. s. í hinni
gömlu merkingu þess orðs.
Þetta sparaði mér þúsund
krónur sem fóru beint í
bæjarsjóð, upp í skattana
mína, og nú er einhver
starfsmaðurinn á Bæjar-
skrifstofunum sennilega
farinn að kynna sér eitt-
hvað fyrir þær i útlöndum.
Kenningin i sögunni er
þessi: Lyftið alltaf upp
handleggnum, áður en þið
kaupið pokakjól og fullviss-
ið ykkur um að þar sé fer-
köntuð bót, svo að hægt sé
að hreyfa sig án þess að
allur kjóllinn fari af stað.
Bezta jólagjöfin.
Á jólunum geta karl-
mennirnir veitt sér það að
halla sér makindalega aft-
ur á bak í hægindastól og
lesið í bók, milli þess sem
þeir rísa upp og kýla vömb
sína. Kvenfólkið verður oft-
ast að láta sér nægja að
elda matinn, klæða börnin
í sparifötin, taka á móti
gestum og vaska upp — og
lesa svo jólabækurnar sínar
eftir jólin.
JÉg ætla alls ekki að fara
að tala um bækur — það
hafa meiri bókamenn en ég
• Skinn eru nú aftur
mikið i tí/.ku. Hér er
falleg húfa sem fer sér-
lega vel við stutt hár.
Húfur með stórum kolli
eru mikið notaðar núna.
Til samræmis eru hafðir
skinnkantar á ermunum
á kápunni.
gert rækilega að undan-
förnu, heldur aðeins að
segja frá jólagjöf, sem að
mínu viti er alveg eins og
jólagjafir eiga að vera.
Hér er um að ræða enskt
mánaðarrit með smásögum,
sem heittir Argosy, en það
skiptir í sjálfu sér ekki
máli. Á jólunum fékk ég
send nokkur hefti af þessu
riti í fallegum jólapappír
og það varð einhver bezta
gjöfin sem ég fékk. Áf
hverju? Jú, af því að ég
vissi að gefandinn hafði
hugsað til mín í hvert skipti
sem hann sá þetta rit, sem
hann veit að mér þykir svo
skemmtilegt en næ sjaldan
i, en ekki aðeins gengið inn
í búð til að kaupa „eitt-
hvað“, sem hægt væri að
gefa mér í jólagjöf. Gefand-
inn hefur semsagt hugsað
til mín öðru hverju í marga
mánuði fyrir jól — og nú
er ég byrjuð að lesa sög-
urnar í heftunum, eina og
eina i einu, og hugsa með
þskklæti til hans í hvert
skipti.
Úr leikhúsinu.
Um þetta leyti árs eru
frumsýningar i leikhúsun-
um aðalviðburðirnir í bæj-
arlífinu. Mörgum konum
eru þær kærkomið tæki-
færi til að fá að skrýðast
sínu bezta skarti og sýna
sig og sjá aðra — fyrir utan
ánægjuna af að horfa á
leiksýningarnar. Kjólar þeir
sem notaðir eru á frum-
sýningum minnka með
hverju árinu sem liður að
ofan, jafnframt ' því sem
þeii' styttast, eins og ber-
lega kom í ljós á frumsýn-
ingunni í Þjóðleikhúsinu á
annan jóladag. Sjálfri finnst
mér heldur leiðinlegt að
horfa á það, þegar berar
axlir og ekkert annað kem-
ur upp fyrir bakið á stóln-
um — það minnir óþægilega
mikið á nektarsýningu, ef
mörg slik böli blasa við fyr-
ir framan mann.
Við getum sjálfum
okkur um kennt.
Við getum sjálfum okkur
um kennt, að við höfum
ekki aðgang að sömu stöð-
um í öllum atvinnugreinum
og kai'lai'. Það er nefnd frá
tveimur merkum stofnun-
um, Alþjóðavinnumálaski'if-
stofunni og Menningar- og
vísindastofnun Sameinuðu
þjóðanna, sem kveður upp
þann úrskurð, en nefndin
hefur unnið að rannsóknum
á vinnuháttum kvenna og
hagnýtingu vinnuaflsins um
heim allan.
Margar stúlkur hugsa
aðeins til þess dags er þær
ganga í hjónabandið, segir
r.efndin. Þá hætta þær að
vinna og mennta sig. Þegar
giftingartakmarkinu er náð,
hugsa konurnar um það
eitt að gaéta bús og barna
og hætta við þá menntun á
miðri leið, sem þær höfðu
öðlast. Löng menntabraut
og þýðingarmikil reynsla
fer þannig til ónýtis. Það
er skoðun nefndarinnar, að
þjóðfélagið ætti að| gera
það sem hægt er til að veita
konum tækifæri til að Ijúka
námi sínu, þótt þær gangi í
hjónaband. 1 mörgum lönd-
um, þar sem menntunar-
möguleikar kvenna eru að
nafni til hinir sömu og
karla nota konur sér þá
ekki eða komast ekki nema
hálfa leið á- menntabraut-
inni, annaðhvort vegna þess,
að þær vita, að þær fá ekki
tækifæri til frama á móts
• Útigallar á krakkana
eru dýrir, ef á að kaupa
þá tilbúna. En svona
einfaldan galla hlýtur
næstum liver móðir að
geta saumað úr ein-
hverju vindþéttu og
sterku efni. Líningar um
hálsinn og framan á
ermunum eru prjónaðar
(tvær sléttar og tvær
brugðnar).
við karla, eða að þær helga
sig heimilinu eingöngu.
1 flestum iðngreinum er
skoi'tur á faglærðu fólki,
en á sama tíma er of mikið
fi amboð af óf aglærðum
vinnustúlkum, segir í nefnd-
arálitinu. Við þetta bætist
að kvenfólkið nú á dögum
hefir ekki almennt sama
áhuga fyrir húsverkum og
áður fyr. Flestar stúlkur
vilja nú heldur vinna í verk-
smiðjum eða á skrifstofum
en að vinna. á annarra
manna heimilum. Frá því
síðustu heimsstyrjöld lauk,
hafa kvenfólki boðizt ný
tækifæri á mörgum at-
vinnusviðum og hallast nú
æ meira i þá átt, að kven-
fólk fái sömu vinnuskilyrði
og laun og karlmenn, bæði
á tæknilegu og vísindalegu
sviði, þar sem karlar voru
áður einir um hituna.
Svo mörg eru þau orð. 1
fljótu bragði virðist ekki
hafa þurft neina alþjóðlega
nefnd til að komast að
þessari niðurstöðu, en við
verðum að minnast þess að
íslenzkar konur standa bet-
ur að vigi í þessum efnum
en flestar kynsystur þeirra
—- og að Island er sennilega
eina landið í veröldinni, þar
sem allar stöður standa
konum opnar. 1 nágranna-
löndum okkar er víða pott-
ur brotinn. 1 Noregi og Sví-
þjóða geta konur t. d. ekki
orðið prestar.
Spútnikpils fyrir ungu stúlkurnar
® Síðastiiðið ár hafa verið á boðstólum hér
í verzlunum „roek-pils“. En nú er komin á
markaðinn i Englandi ný tegund af pilsum,
sem sjálfsagt. á eftir að slá út rock-pilsin. Það
eru Spútnik-pils. Hér fyrir ofan er mynd af
einu þeirra, Ef þið skylduð ekki vera slingar
í geimfræðum, þá skal það tekið fram að
lengst til vinstri á pilsinu er plánetan Satúm-
us hátt á himni meðal tindrandi stjarna.
Spútnikinn sjálfur þýtiu- áfram hátt uppi yfir
skýjunum á leið kringum jörðina, rétt nýlaus
við eklflaugina og annað gerfitungl hinum
megin. Auk þess sem sést, er á pilsinu mynd
af tunglinu með stjömunum á vetrarbraut-
inni.
Þessi nýju ti/kupils eru úr segldúk, og
myndirnar úr flaujeli. Litirnir eru satúrnus-
ar-rautt“ og „Venusarblátt“ eða sterkbleikt
og dökkblátt. 1 Englandi eru pilsin heldur
ódýr, hvað sem verður þegar þau koma hing-
að, kosta aðeins 59 shillinga og 11 pence.
„■(
GALDUR í AFRÍKU
eftir dr. H. P. Wright
Þetta er kafli úr bök dr.
Wrights:
„Vitnað um galdra“. Hún
kom út skömmu fyrir jól.
EG hef séð afríkanska
sæi'ingamenn að verki.
Ég hef séð raann vakinn
upp frá dauðum. Víst er
þetta ótrúlegt. Víst er ein-
kennilegt ,að heyra svona
yfirlýsingu fi'á lækni. En
ég. hyggst lýsa þvi, sem
ég hef séð með eigin aug-
um, það er allt og sumt.
Ég lagði á mig nærri þús-
und mílna ferðalag til þess
að sjá hina svörtu sær-
ir.gamenn vinna „krafta-
vei'k" sín. Leiðin lá mest-
megnis um frumskóga.
Fei'ðinni var heitið til
Guineuflóa, en þar átti ég
að vera gestur Aho prins.
Hann ríkir yfir héruðum
þarna, sem eitt sinn voru
alræmd sem miðstöð þræla-
veiðara í frönsku Vestur-
Afríku.
Ég og leiðsögumaður
minn komum að lokum i
dalverpi það það sem at-
Iiöfnin skyldi fara fram. Við
settumst um fimmtíu fet
frá særingamanninum, að-
stoðarmönnum hans og hin-
um innfæddu áhorfendum.
Það lá maður á jöi'ðinni,
að á honum. Það sár virtist
gamalt.
Tveir svertingjar byrjuðu
að bei'ja trumbur, sem gerð-
ar voi'u úr holum trjábol-
um.
Æðstipresturinn, sem var
nærri því nakinn, byrjaði að
dansa kringum manninn á
jörðinni.
Ég laut að leiðsögumanni
mínum og hvíslaði: „Ég er
læknir. Mig langar að fá
að athuga, hvort maðurinn
sé dáinn. Geturðu komið þvi
í kring ?“
Hann benti mér að fylgja
sér.
Ég kraup við hliðina á
manninum. Hann var púls-
laus, og engan hjartslátt
gat ég fundið. Ég bar ljós
að augum hans, en árang-
urslaust.
„Það er ekkert lífsmark
með honum,“ sagði ég.
1 sömu andrá byrjuðu
svertingjarnir að raula ein-
hvei'skonar lag. Raddirnar
hækkuðu og urðu að öskr-
um, svo mögnuðum, að
manni datt í hug, að þau
gætu jafnvel vakið „dauða“
manninn. Og mér til ólýsan-
legrar furðu, skeði einmitt
þetta.
Maðurinn, sem lá endi-
langur á jörðinni, rykkti
allt i einu handleggnum upp
á brjóst sér og reyndi að
velta sér á hliðina.
Við þetta hækkuðu oi'g
svertingjanna enn og
trumbuslagararnir færðust
allir í aukana.
Maðurinn á jöi'ðinni virt-
ist taka á öllu afli sínu
og kraup á fætur. Nú voru
augu hans galopin og star-
andi.
Ég hefði gjarnan viljað
skoða hann aftur, taka púls
hans- og athuga, hvort um
einhverskonar deyfilyf væri
að ræða. En þegar hér var
komið, hafði leiðsögumað-
urinn minn talsverðar
áhyggjur af nærveru minni
og bað mig eins og guð sér
til hjálpar að láta ekki á
rrxér kræla.
Seinna spurði ég hann,
hvort maðurinn hefði í raun
og veru verið dauður.
Hann yppti hinum bik-
svörtu öxlum sínum og
svaraði:
„Enginn dauði til. And-
mn drepur bara. Og ef and-
inn hættir að vilja drepa,
þessum slóðum en pardus-
dýradansinn.
Aho prins gerðist sjálfur
leiðsögumaður minn við
þetta tækifæri. Athöfnin fór
fram í rjóðri djúpt inni í
frumskóginum.
Við heyröum í trumbun-
um, þegar við nálguðumst.
Og um leið og við stigum
inn í rjóðrið, hækkaði hinn
dimmi og draugalegi rómur
þeirra.
Hópur ungra stúlkna
byrjaði að dansa.
Dansinn varð örari og
trylltari. Stúlkurnar virtust
stíga hann í einskonar
leiðslu. Fólk úr nærliggj-
andi þorpum kom á vett-
vang og það varð mikil
þröng í rjóðrinu.
Prestar gengu um rjóðrið
og stökktu blóði á fólkið.
Það var blóðið úr geit og
liænu, sem búið var að
förna.
Nú byrjaði æðstiprestur-
irn ; ð syngja.
Þá birtist ný stúlka með-
al dansmeyjanna. Hún var
allsnakin, nema hvað hún
bar skeljafesti um háls og
lendar.
Trumburnai' hækkuðu og
stúlkan byrjaði að dansa
hraðar. Hinn f jaðurmagnaði
likami hennar sveigðist og
skalf.
Svo kallaði hún eitthvað
þýðri röddu.
Aho prins þreif í hand-
legginn á mér.
„Sjáðu!“ hvíslaði hann
ákafur. „Sérðu pai'dusdýr-
in, sem ganga við hlið henn-
ar ? Þarna koma fimm í
viðbót.“
Ég vissi ekki hvort hon-
um var alvara eða hvort
hann var að reyna að gabba
mig.
Svo glennti ég upp augun
aí undrun.
Ég sá einhvern skugga
rétt fyrir aftan stúlkuna.
Pardusdýr! Og áður en
varði skaust skugginn fram
fyrir stúlkuna og ég sá dýr-
ið greinilega.
Þarna náði ímyndunarafl-
ið kanski tökum á mér; en
sé svo, þá er ég gæddur
kröftugra ímyndunarafli en
mig hefði nokkurntíma órað
fyrir.
Enn bættust tvö pardus-
dýr i hópinn, strukust fram
hjá stúlkunni og gengu
hægt og tignarlega yfir
rjóðrið.
Og nú vakti nýtt fyrir-
brigði furðu mina: Ég sá
ekki betur en að eitt pardus-
dýr bæri hænu í kjaftinum.
Ef hér var um einhvers-
konar f jöldadáleiðslu að
ræða, þá vissi sá sem því
stjórnaði vissulega hvað
hann söng, því að ekki varð
ég annars var en að öll
skilningarvit min væru í
bezta lagi.
Við þessa skýrslu hef ég
annars aðeins einu að bæta.
Þegar athöfninni var lok-
ið og svertingjarnir voru
að fara, heyrði ég að ein
dansmærin kallaði:
„Gætið konunnar þarna!
Hún er drukkin. Ef hún
kemur nær, stígur hún á
pardusdýrin mín!“
Svör við „Veiztu“
á bls. 10.
1. Tvær, sú ytri og sú
innri.
2. Prokofiev.
3. Belfast.
4. Hrafninn.
5. 1 Selvoginum; sem er
vestasta sveitin í Ár-
nessýslu.
6. Venjulega þrjár vikur;
7. Sacramento.
8. Þetta eru allt frægir
arkitektar.
9. Það er sambaml allra
opinberra sjónvarps-
stöðva í Evrópu, alla
leið norðan frá Skand-
inavíu og niður á Itaiíu.
10. Skák.
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi a'ö
VIKUNNI
Nafn _______
Heimilisfang
■ '-'"ui v-'p-a
- ■: ■■• : :;ú:uí
Ti! Heimilisblaðsins VIKUNNAR H.F., Réykijavíb
.......'X ■ ■: i
9
ftii
þa lifir sá dauði aftur.“
Það er margt við Afríku
lð.tinn að bezt varð séð. Eg sem er hvítum manni með
veitti því athygli, að stórt ðllu óskiljanlegt. [É'g hef
stykki vantaði í annað eyr- rekist á fátt furðulegra á
8
VIKAN
VIKAN