Vikan


Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 13
kærustuna. Sjáðu nú til — segjum svo, að Mayne hérna ætlaði sér að myrða Blair. Hann er duglegur á skíðum. Blair er það ekki. Siðan kemur snjóstormur. Mayne er á undan. Hann fer til hægri, þegar hann er kominn yfir jökul- inn — ekki af tilviljun, heldur af ásettu ráði.“ Ég heyrði varla það sem hann sagði eftir það. Ég var að horfa á Mayne. Þegar hann hafði heyrt minnzt á morð, þá hafði hann stirðnað upp. Hann leit snögglega á Keramikos. Augu hans störðu út i bláinn, og hann vætti varirnar með tungunni. „Ef hann væri þarna alla nóttina i frostinu, hlyti hann að drepast," heyrði ég Engles segja. „Fullkomið morð. Það er ekki hægt að sanna neitt. En af einhverri óskiljanlegri tilviljun kemst Blair til byggða. Það er ágætis hugmynd. Við skulum skrifa þetta í handritið, Neil,“ bætti hann við og sneri sér að mér. Keramikos otaði höfðinu fram. „Þessi kenning er mjög athyglisverð. En hversvegna ætti Mayne að vilja drepa Blair?“ „Aha. Það verðum við að finna út,“ sagði Engles. Siðan sneri hann sér að mér. „Komdu Neil,“ sagði hann. „Við skulum skrifa þetta með- an við munum það. Hvert getum við farið? Eig- um við að fara upp á herbergið þitt? Nokkur hiti?“ „Það er rafmagnsofn," sagði ég. „Ágætt!“ Þegar við vorum komnir út, sagði ég- „Hvern- ig datt þér þessi morðhugmynd í hug?“ „Ja, þetta var ágæt hugmynd,“ sagði liann glottandi, þegar við gengum upp stigann. „Satt er það,“ sagði ég. „Þetta var ágætis hugmynd. Raunar er þetta einmitt það sem kom fyrir. Mayne reyndi að myrða mig.“ „Já, ég hélt það.“ „Hvernig gaztu haldið það?“ asgði ég. Við vorum komnir upp á herbergið. „Þú vildir svo lítið tala um þetta í símann. Og þar að auki kannast ég við Mayne.“ Ég lokaði hurðinni og kveikti á rafmagnsofn- inum. Það var mjög kalt og það lá snjóskafl upp við gluggann á herberginu, svo að það sást varla út. „Hvað veiztu um Mayne?" spurði ég. Hann leit snögglega á mig, þegar hann settist og dró fram sígarettupakka. „Við skulum láta það bíða, Neil. Segðu mér nú hvað hefur komið fyrir héma. Síðasta skeytið, sem ég fékk frá þér var um uppboðið. Það var skeytið og líka myndin af hópnum niðri sem gerði það að verk- um að ég kom hingað. Við skulum byrja á upp- boðinu.“ Þegar ég hafði lýst uppboðinu nákvæmlega, bað hann mig um að segja sér eitthvað um Mayne, Keramikos, Valdini og Cörlu. Ég byrj- aði á Cörlu. Ég sagði honum allt það sem hún hafði sagt mér um sjálfa sig. „Og þú trúðir henni?" skaut hann inn í. „Ég sá enga ástæðu til þess að trúa henni ekki,“ svaraði ég. „Hún er ástríðufull, en þar fyrir getur hún hafa verið ástfangin í Stelben." Hann hló hæðnislega. „Þessi kona ástfangin? Hún hefur aldrei elskað aðra en sjálfa sig. Hún er slungin og kann lagið á karlmönnunum. Hún hefur aldeilis blekkt þig, Neil." „Láttu ekki eins og kjáni,“ sagði ég gramur. „Mér finnst sagan alls ekki neitt ótrúleg." „Ekld ótrúleg!" Hann hfó hátt. „Hún er jafn ótrúleg og að tígrisdýr flyttist búferlum til suð- urskautsins. Hvað ætti þessi kona að gera með einangraðan kofa uppi á reginfjöllum ? Hún hef- ur aðeins áhuga á tvennu — og peningar eru aðaláhugamál hennar. Það sem að þér er, Neil, er, að þú hefur ekki hundsvit á kvenfólki." Ég yppti öxlum. „Hafðu það eins og þú villt.“ sagði ég. „En hvernig átti ég að vita þetta? Hvernig átti ég að vita að hún var að ljúga að mér? Nú skalt þú segja mér eitthvað um þetta fólk. Það getur verið að þá skjátlist mér ekki næst.“ Hann brosti. „Allt-í lagi, Neil — það er sann- gjamt. Já, þetta voru Carla og Valdini. Hvað með Keramikos?“ Framhald á bls. Nú er BeUman sunginn í Þjóðleikhúsinu upp á kraft. Það er i leikriti Carls Zuclt- mayer, „tUIa Winblad", sem fjallar um Beilman eða að minnsta kostl um BeUman- tímabiUð. Söngtextamir eru þó áður óþekktir hér á landi, enda segir höfundur: „Xextamir eru að nokkru leyti ortir að nýju í anda Bellmans, eftir því sem efni leiksins hefur gefið tilefni til“. Hér eru fjórir af Bell- mansöngvurum Þjóðleik- hússins: Ævar Kvaran, Kristinn Hallsson, Sverrir Kjartansson og Þorsteinn Hannesson. Og svo koma hér nokkrir nýju textanna: Tœmdu þitt glas (Lag: Drick ut dit glas) EINN: 1. Tæmdu þitt glas, vlð dyrnar dauðinn bíður. Dokar á meðan hvessir breiðan ljá. ALLIR: Ei skaltu hræðast, aftur burt hann líður. Opin er gröf, þú stundargrið rnunt fá. EINN: Mówitz, hann nálgast, þitt brjóst er að bila. Enn skaltu spila. :,: Still þína strengi :,:leik um lífsins þrá :,: (i síðara skiptið allir) EINN: 2. Öllum er búinn beður undir grasi. Bræður, er lífið aðeins fals og tál ? ALLIR: Hlæjandi ormar hringa sig í glasi. Hjartað svo þreytt, að hvíldar er því mál. EINN: Logi sem brennur að lokum mun deyja. Hvað ertu að segja? Geturðu drukkið? EINN: Ennþá eina skál! ALLIR: Geturðu drukkið? EINN: Ennþá eina skál! ALLIR: 3. Höldum þá áfram. Bakkus fórnir færum. Freyja þér réttir hinzta glasið senn. Án konuástar, visin tré við værum vesalir, snauðir, einskisnýtir menn. EINN: Fögnum og syngjum er síðast við kveðjumst Grátandi gleðjumst. Er Móvitz dáinn? Drekkum vinir enn! EINN: Ei er hann dáinn. ALLIR: Drekkum vinir enn! Drykkjumeniiettinn (Lag: Kdrcstc Brödrer, Systrar och vdnner) 1. Heiðruðu bræður, hjartkæru systur, hér er ég sjálfur, glaður en þyrstur. Móvitz, þú strengi stillir og sýnir nú hvað þú kannt. Flöskurnar tómar, teygað úr glösum til er ei króná nokkur í vösum. Helvítishöfðingjanum mitt hjarta ég set í pant. T?t á það slæ ég, fyrir það fæ ég feikn öll af bjór og víns mun ei vant. Syngjum og dönsum, gleðjum nú geð, gleymum ef eitthvað leitt hefur skeð. Og við drykkju endir aftur fjandinn sendir hjartað sem var sett í veð. 2. Hjartkæru bræður, vínsvelgir, vinir, verum hér ei við drykkjuna linir. Föðmum nú fljóð og kyssum og elskumst af víni ör. Lágfiðlutónninn dreymandi drynur, dansandi mær af ánægju stynur. Himinn og víti heyri að hérna er lif og f jör. Jörðina eigum, allt hér við megum. Hver getur betri kosið sér kjör. Bræður og systur, öll elskuleg, áfrarn þvi höldum gleðinnar veg. Hér er Amor sjálfur, hér er Bakkus, — hálfur. Hér er allt og hér er EG. Keðjusöngur (Lag: Jóakim úti í Bábylon) Adam lá í Paradís eins og þunnur róni. Þessi dóni, þessi dóni þegar drýgði synd. Hann bað guð um dægradvöl, dauft var lífið, holdið kvöl. ölið smökkum, Adam þökkum. Ást sé lof og prís. Væru ei konur, væri ei synd, væri lífið hryggðarmynd. Allt á reiki. ömurleiki. Engin Paradis. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.