Vikan


Vikan - 17.04.1958, Qupperneq 6

Vikan - 17.04.1958, Qupperneq 6
 MANIMÝGA NAUTIII Smásaga eltir DUDLET HOVS Hann floygði sér undir stoininn í sömu andrá sem öskrandi nautið renndi sér á klöppina. JÓI HANSSON var rétt að ljúka við síðdegiskaffið, þegar bíll ók hœgt og næstum feimnislega í hlað. Hann sá út um eldhúsgluggann að út úr bílnum steig heldur væskils- legur maður í jakkafötum og með skjalatösku. Honum fannst hann kannast eitthvað við gestinn. Það var barið varlega á eldhús- dyrnar og Jói kallaði heldur óþolin- móður: — Kom inn! Hann var önnum kafinn í dag. Gesturinn stóð í opnum dyrunum og brosti. — Þú hefur ekki breytzt mikið! — Ég? Það getur verið. En hver ert . . . — Eiríkur Friðriksson. Manstu ekki eftir mér? — Jú, svei mér þá! Jói greip um hendi gestsins, brosti og hristi hana ákaft. Þessi félagi hans úr vega- vinnunni hafði breytzt talsvert á 12 árum og við að vera kominn í annars- konar fatnað. Ennþá var hann þó jafn vesældarlegur og afsakandi í framkomu, rétt eins og hann hefði sifellt áhyggjur af einhverju. — Hvernig fórstu að því að finna mig? spurði Jói — Eg var hér í sveitinni og frétti að þú byggir hérna í dalnum. Friðrik lagði töskuna frá sér á fjalagólfið, eins og hann væri alveg uppgefinn. — Konan er í kaupstaðaferð og ég verð að halda af stað að vörmu spori, sagði Jói og benti með þumal- fingrinum út í græna hagana upp frá bænum. — Hvernig gengur hjá þér núna? — Það gæti verið verra, svaraði Eiríkur með þessari deyfðarlegu röddu sinni og horfði út i bláinn. Ég er sölumaður hjá límverksmiðju. Hún framleiðir alveg stórkostlegt lím. Það ei alveg satt. Mér var að detta í hug . . . Lim? Jói brosti og hafði sýni- lega hálfgaman af þessu, þó hann vorkenndi manninum um leið. Þú hlýtur að verða að selja talsvert magn af því til að hafa ofan í þig? Já, það er dálítið erfitt, svaraði Eiríkur og beygði sig niður til að opna töskuna. Hún var full af litlum pappahylkjum og prentuðum leiðar- vísum. — Það límir gler, málma, við, leirílát . . . — Þessu trúi ég, sagði Jói heldur hranalega, en þó ekki óvingjarnlega. En þegar hann sá að titringur fór um munnvikin á Eiríki, bætti hann við: — Heyrðu, fáðu þér kaffisopa. Kannan stendur á eldavélinni og brauðið er á borðinu. Ég þarf að fara að gera við hliðið á efri girðingunni. Annars sækja ærnar uppeftir og geta vilzt frá lömbunum. Þegar þú ert búinn að fá þér kaffi, geturðu labb- að uppeftir til mln og spjallað við mig meðan ég er að vinna. Ég hefði gaman af að tala svolítið um gamla daga. Ég skal segja þér hvar ég verð. Hann sýndi Eiríki leiðina, stakk nokkrum nöglum í vasann og tók sög, hamar og nokkrar spýtur undir hendina. — Ef þú þarft að líma eitthvað . . . sagði Eiríkur vongóður. — Þú getur komið með töskuna, svaraði Jói, þar sem hann vildi ekki styggja gestinn. Við sjáumst á eftir! Hann fór út og gekk með löngum, settum skrefum upp stíginn bak við bæinn. Eiríkur Friðriksson var alltaf sama meinlausa, góðlynda rol- an, sem þeir voru vanir að kalla „dauðyflið“ í vegavinnunni. Ferð- aðist um með lím. Þessi óframfærni maður virtist ekki beinlínis efnileg- ui sölumaður. — Hann hefur víst ekki mikið upp úr sér, garmurinn, sagði Jói við sjálfan sig. Uppi á hæðinni fór hann gegn- um hliðið á neðstu girðingunni. Hægra megin við hann var hlaðinn veggur, sem aðskildi hans land frá landi Sigurðar bónda á næsta bæ. Á girðingunni hinum megin við vegginn kom hann auga á veðrað skilti, sem á stóð: „Varið ykkur á nautinu," og allt i einu hló hann niður i barm sinn. Einhvers staðar í hinni girðing- unni átti stóra nautið ‘ hans Sigurð- ar að vera, hlekkjað við sterka járn- stöng. Þetta var skapillur tuddi, sem var vanur að rótast um og gefa frá sér öskur. Ef hann sækti nú skiltið og festi það á hliðið á sinni girð- ingu. Þegar Eiríkur kæmi, yrði hann áreiðanlega alveg dauðskelkaður. . . Hann hló með sjálfum sér meðan hann sótti skiltið og hélt því upp- eftir. Við neðra hliðið á efra hólf- inu, kom hann því fyrir milli steina. Hann gat ímyndað sér hvernig Ei- ríkur mundi stanza og horfa skelfd- ur í kringum sig. Það yrði ennþá skemmtilegra, ef nautið ræki nú upp eitt eða' tvö öskur. Hann hélt áfram inn í girðinguna, þar sem stór steinn skagaði upp ná- lægt vesturveggnum. Þegar hann var kominn inn í mitt hólfið, brá hon- um í brún. Hátt öskur kvað við og bak við hól sá hann á hyrntan haus með keðju dinglandi úr grönunum. Hann var kominn of langt til að geta snúið við að neðra hliðinu. Ein- asta vonin virtist vera að hlaupa eins og brjálaður maður að vestur- veggnum og stökkva yfir hann með því að lyfta sér upp á höndunum. Tuddi kom nú þegar æðandi í áttina til hans. Á hlaupunum gerði hann sér grein fyrir því hvað gerzt hafði. Keðjan hafði sennilega verið farin að ryðga og einn hlekkurinn svo gefið sig, þegar boli rykkti í. Skepnan hlaut svo að hafa klöngrast gegnum skarð í hlaðna veggnum, og reikað um þangað til hún kom að bilaða hliðinu á efra hólfinu, og farið þar inn. Hann heyrði að boli var nú rétt á hælunum á honum. Drynjandi öskur ætlaði alveg að æra hann. Hann leit snöggvast við, og sá að hann mundi aldrei ná veggnum í tæka tíð. Nú var stóri steinninn eina fáanlega skjólið, þvi undir honum var ofur- lítill skúti niðri við jörðina. Hann sleppti áhöldunum og fleygði sér inn undir steininn, broti úr sekúndu áður en boli renndi sér á hann. Jói var kófsveittur, þó hann hefði oft þurft að fást við sín eigin naut. Þessi skepna var óvenjustór og vöðvamikil, og það fór orð af heift hennar. Nú var hún sýnilega ákveðin í að ná sér niðri á honum. Þarna lá hann í hnipri í skúta sínum, og horfði á hvernig nautið rótaði upp grassverðinum, ótt af reiði, og það glytti i blóðhlaupin augun. Allt í einu setti það undir sig stóran hausinn, og reif upp moldarköggul með hornunum. Það horfði illskulega á hann, teygði fram granirnar og blés frá sér út í grasið, um leið og hringlaði i keðjunni. Skamma stund lá hann bara og horfði á þessar furðulegu aðfarir. Brátt mundi Eiríkur koma uppeftir. En hann mundi heyra hávaðann í bola og halda sig i hæfilegri fjar- lægð. Hann mundi sjá skiltið, sem sett hafði verið þarna til gamans. Jói hló óstyrkum hlátri þegar hon- um datt það í hug. Hann hughreysti sjálfan sig með því að Eiríkur mundi sjálfsagt heyra til hans, ef hann hrópaði fullum hálsi. Þá gæti hann kallað til hans að hann skyldi fara og sækja hjálp á næsta bæ. Sig- urður bóndi kæmi þá vopnaður hey- kvísl og með hundana, og þá liði ekki á löngu áður en þeir næðu tang- arhaldi á bola. Hann þyrfti bara að vera þolinmóður. öðru hverju glumdi við öskur og hann hrökk við, ekki af hræðslu, heldur af því að hljóðið skall á hlustum hans. Nú kvað við hátt málmhljóð. Nautið hafði stigið ofan á sögina. Það setti undir sig hausinn og þeytti henni upp í loftið með hornunum. Því næst réðist það á spýturnar og þær flugu í allar áitir. Ef það færi nú að elta þær, þá væri kannski reynandi að gera tilraun til að stökkva að veggnum. í þess stað beindi nautið aftur at- hygli sinni að steininum, og byrjaði að kanna hann með þessum hræði- legu hornum sínum. Jói hefði getað snert hnyklaða hálsvöðvana með þvi að rétta út hendina. Nú stungust hornin niður í grassvörðinn, rifu upp harðan, þurran jarðveginn, slitu upp ræturnar og þeyttu burtu smámöl- inni. Skyndilega rann það upp fyrir Jóa, að ef þessu héldi áfram, mundi skút- inn vikka á einni eða tveimur mín- útum. Það sem áður hafði virzt vera skýli, var nú orðið að hræðilegri gildru. Hann öskraði upp og barði frá sér með hnefanum. Hann hitti nautið á granirnar. Það öskraði svo loftið titr- aöi. Hausinn reigðist upp og það skein í hvíturnar í augunum. Síðan beygði það hálsinn og hristi haus- inn til og frá. Annað hornið reif stóra rifu í jakka hans. Hann reyndi að þrýsta sér enn fastar upp að steininum. Kverkarn- ar á honum voru skrælþurrar. Það mundi varla líða á löngu áður en hann yrði orðinn að sundurtættri hrúgu, nema . . . Þegar andartaks hlé varð á lát- unum, heyrði hann greinilegt fótatak í fjarska, eins og þegar skóleður skellur á grýttum jarðvegi. — Eiríkur! hrópaði hann. Varaðu þig! Nautið er laust! Hann heyrði skelfingaróp og hróp- aði aftur. — Náðu í hjálp! Fljótur! Bærinn stendur undir brekkunni! Einasta svarið sem hann fékk, var kynlegt hljóð. Jói gerði sér grein fyrir horfunum. Eiríkur mundi sennilega missa stjórn á sér og gera einhverja vitleysu. 1 bezta falli mundi það taka hann nokkrar mínútur að komast niðureftir og sækja Sigurð bónda. Einasta vonin var því að stökkva út úr þessari gildru og hlaupa eins og hann ætti lífið að leysa. Meðan hann var að búa sig undir það, sneri boli sér allt í einu við, rak upp öskur og skokkaði í áttina að Framhald á bls. 14 Haim var ekki sérlega efnilegur sölumaður, en hann yfirgaf ekki kunningja sinn á hættunnar stund, G VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.