Vikan


Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 4
rillifjn nintf nwn morð eftir Agöthu Christie IV. leiðinni frá stöðinni stöðvaði ungfrú Hinchliffe bílinn og tók upp ^ ungfrú Marple, sem var að flýta sér heim. Im — Halló, kallaði hún. Þú verður alveg holdvot. Komdu og fáðu tesopa með okkur. Ég sá að Bunch var að bíða eftir strætisvagn- inum svo þú verður ein heima á prestssetrinu. Komdu heldur og sittu hjá okkur. Við Muratroyd erum að rifja ofurlítið upp um glæpinn. Ég held að við séum rétt að komast að einhverju sem máli skiptir. Varaðu þig á tíkinni. Hún er svolítið æst í skapi núna. — Hvað þetta er falleg tík. Litli bíllinn snarbeygði heim að Bouldersbústaðnum. Hópur af öndum og hænsnum þyrptist í kringum konurnar tvær, þegar þær stigu út úr bíln- um á hlaðinu. — Ó, hún Murgatroyd, sagði ungfrú Hinehliffe. Nú hefur hún gléymt að gefa þeim kornið. — Er erfitt að fá korn ? spurði ungfrú Marple. Ungfrú Hinchliffe bandaði frá sér. — Ég er innundir hjá flestum bænd- unum, sagði hún. — Ég vona að þú sért ekki blaut, sagði hún svo, um leið og hún leiddi gömlu konuna upp að húsinu. Ég skal kveikja upp í arninum, ef Murgatroyd er ekki búin að því. Murgatroyd? Hvar getur þessi kvenmaður verið? Murgatroyd! Og hvar er hundurinn. Hann er alveg horfinn. Að utan heyroist ámátlegt ýlfur. — Þessi fjárans hundbjáni, sagði ungfrú Hinchliffe og þrammaði fram að dyrunum. — Ljúfa, komdu greyið, Ljúfa! Óttalega bjánalegt nafn, en þetta var hún víst kölluð. Við verðum að finna eitthvað skárra. Komdu Ljúfa! Rauða tíkin var að þefa af einhverju undir snúrunum, þar sem nokkrar flíkuii flöksuðust í vindinum. — Murgatroyd hefur ekki einu sinni haft vit á að taka þvottinn inn. Hvar getur hún verið? Tíkin fór aftur að þefa af einhverju, sem sýndist vera fatahrúga. Svo setti hún trýnið upp í loftið og rak upp ýlfur. - Hvað gengur eiginlega að hundinum? Ungfrú Hinchliffe stikaði yfir grasflötinn. Ungfrú Marple flýtti sér kvíða- full á eftir henni. Þær stönzuðu hlið við hlið, og gamla konan lagði handlegg- inn yfir herðar hinnar, meðan regnið lamdi þær. Hún fann hvernig vöðvarnir í iíkama ungfrú Hinchliffe stífnuðu, meðan hún stóð og horfði niður á það sem þarna lá með blátt, blóðhlaupið andlitið og lafandi tunguna. —- Að mér heilli og lifandi skal ég drepa þann sem þetta hefur gert, sagði ungfrú Hinchliffe lágt og ógnandi. Ef ég næ einhverntíma í hana . . . — Hana? sagði ungfrú Marple í spurnartón. Ungfrú Hinehliffe sneri sér að henni, afmynduð i andliti. -— Já, ég fer nokkuð nærri um hver það er . . . Það er að segja, það er ein af þremur, sem til greina koma. Hún stóð andartak kyrr, og horfði niður á látna vinkonu sína. Svo sneri hún við heim að húsinu., Rödd hennar var hörð og köld, þegar hún sagði: — Við verðum að hringja í lögregluna. Meðan við bíðum, skal ég segja þér allt af létta. Það er að vissu leyti mér að kenna að Murgatroyd liggur þarna úti. Ég gerði þetta að leik . . . Morð er enginn leikur . . . — Nei, samsinnti ungfrú Marple. Morð er enginn leikur. •— Þér vitið hvað þér eruð að segja, er ekki svo? sagði ungfrú Hinchliffe um leið og hún lyfti heyrnartólinu og valdi númerið. Hún gaf stuttorða skýrslu og lagði á. — Þeir verða komnir eftir nokkrar mínútur FDRSAGA: Það hefur verið gerð tilraun til að myrða Letitiu Blacklock, og lögreglan er sannfærð um að ejnhver af heimilisfóiki hennar eða vinum, sem staddir voru i stofunni, þegar fyrsta tilraunin var gerð, sé sá seki. Letitia á von á arfi eftir milljónamæringinn Randall Goedler, að Bellu konu hans látinni, en hún liggur á banasænginni. Deyi Letitia á undan Bellu, fellur arfurinn í hlut Pips og Emmu, barna Sonju, systur Randalls, en þau • hafa rifist forðum daga og enginn veit hvar Sonja og böm hennar em niðurkomin. Skömmu eftir fyrstu tilraunina, deyr gömul vinkona Letitiu af eitraðri aspi- rínstöflu, sem hún hefur fengið hjá Letitiu. Og nú hefur einhver kyrkt ungfrú Murgatroyd, sem býr með ungfrú Hinchliffe í Bould- ersbústaðnum, en þær hafa verið að rifja upp það sem gerðist í stofunni þegar fyrsta tilraunin var gerð. .... Já, ég hef heyrt að þú hafir haft einhver áfskipti af þessháttar áður . . . Ég held að Edmund Swettenham hafi sagt mér það . . . Á ég að segja þér hvað við Murgatroyd vorum að gera? Hún skýrði í fáum orðum frá, samtalinu, sem þær höfðu átt, áður en hún lagöi af stað á stöðina. — Rétt þegar ég var að fara, kallaði hún á eftir mér . . . Þessvegna veit ég að hér er um konu að ræða, ekki karlmann . . . Ef ég hefði aðeins beðið eftir henni — ef ég hefði bara hlustað á hana! Fjandans hundurinn hefði svosem getað verið' kyrr þar sem hann var í nokkrar mínútur i viðbót. — Vertu ekki að áfellast sjálfa þig, góða mín. Það gerir ekkert gagrt. Maður getur ekki vitað slíkt fyrirfram. — Nei, það getur maður víst'ekki. . . Ég man að eitthvað slóst í glugg- ann. Ef til vill hefur hún þá staðið þarna úti — já, auðvitað, hún hlýtur að hafa verið þar . . . á leiöinni upp að húsinu . . . og þarna stóðum við Murgatroyd og æptum hvor framan í aðra. Við æptym eins og við ættum lífið að leysa . . . Hún hefur heyrt. . . hún hefur heyrt allt sem við sögð- um . . . — Þú ert ekki enn búin að segja mér hvað það var, sem vinkona þín sagði. — - Það var aðeins þessi eina setning: Hún var þar ekki. Hún þagöi svolitla stund, og hélt svo áfram. — Það voru aðeins þrjár manneskjur eftir, sem við vorum ekki búnar að útiloka, frú Swettenham, frú Easterbrook og Júlía Simmons.Og ein af þessum þremur — var þar ekki. . . Hún var ekki í stofunni, vegna þess að hún hafði læðst út um aukadyrnar og var stödd frammi í anddyrinu, skilurðu? — Já, sagði ungfrú Marple. Ég skil. — - Það er einhver af þessum þremur konum. Ég veit ekki hver þeirra það er. En ég skal komast að því! — Fyrirgefðu, en sagði — sagði ungfrú Murgatroyd þetta alveg á sama hátt og þú ? spurði ungfrú Marple. — Hvað áttu við — alveg á sama hátt og ég? — Æi, hvernig á ég að útskýra þetta? Þú sagðir það svona: Hún var þar ekki og lagðir jafnmikla áherzlu á öll orðin. Það má nefnilega segja þetta á þrennan hátt. Það er hægt að segja: Hún var þar ekki. Þá er það bundið við einhverja ákveðna persónu. Eða þá: Hún var þar ekki, og staðfesta þarmeð grun, sem fram hefur komið. Og loks: Hún var þar ekki, með áherzlunni á þar, ef um nokkra áherzlu hefur þá verið að ræða, og það er líkast því sem þú sagðir það. — Ég veit það ekki. Ungfrú Hinchliffe hristi höfuðið. Ég get ekki mun- að það . . . Hvernig í fjáranum ætti ég að muna það? Ég held, já hún hefði átt að segja: Hún var þar ekki. Það hefði verið eðlilegast, skyldi ég halda. En ég veit það bara ekki. Skiptir það nokkru máli? — Já, sagði ungfrú Marple hugsandi. Ég hugsa það. Það er að vísu ákaf- lega lítilfjörleg vísbending, en vísbending engu að síður. Já, mér er næst að halda að það skipti miklu máli . . .“ TUTTUGASTI KAFLI. Unijfrú Marple týnist. I. Póstmanninum til mikillar gremju hafði hann nýlega fengið fyrirmæli um að bera út bréfin í Chipping Cleghorn siðdegis engu síður en á morgn- ana. Þennan tiltekna dag afhenti hann þrjú bréf í Little Paddocks þegar klukkuna vantaði nákvæmlega tíu mínútur í fimm. Utan á eitt þeirra var skrifað nafn Philippu Haymes með drengjalegri rithönd,. Hin tvö voru til ungfrú Blacklock. Hún opnaði þau meðan hún og Philippa voru að drekka síðdegisteið. Vegna ausandi rigningar hafði Philippa getað komið snemma heim þennan dag, þar sem hún gat ekkert aðhafst, eftir að hún var búin í gróðurhúsunum. Ungfrú Blacklock reif upp fyrra bréfið, sem reyndist vera reikningur fyrir viðgerð á eldavélinni. Hún hnusaði gremjulega. — Verðlagið á þessu hjá honum er fyrir neðan allar hellur. En ég býst við að þeir séu allir eins, sagði hún og opnaði hitt bréfið, sem skrifað vár utan á með rithönd, sem hún ckki þekkti. Kœra Lctty frænka (stóð í því), Ég vona að þú hafir ekkert á móti því að ég komi á þriðjudaginn til þín. Bg skrifaði Patrick fyrir tveimur dögum, en hef ekkert svar fengið. Ég reikna því rneð að þetta sé í lagi. Mamma kemur til Englands í nœsta mánuði og vonast til að hitta þig þá. Lest mín kcmur til Chipping Cleghorn klukan 6,15. Hentar það ykkur? Þín einlceg Júlía Simmons. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.