Vikan


Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 14
„3f5g er hrædd. Það stendur á miðanum, að það komi eitthvað hræðilegt fyrir Tommy, ef ég næ í lögregluna. Skilurðu ekki — það er búið að ræna Tommy!" Georgia sló með kreptum hnefanum í uppandlegg hans. Hún kjökraði með samanbitnar tennur: „Þú verður að hjálpa mér að finna hann, Max. Tomy er sonur þinn!“ Eftir stundarkorn andvarpaði hún og gekk frá honum. Hann stóð eftir við gluggann, þar til hann heyrði málmhljóð fyrir aftan sig. Hann sneri sér við. Georgia sat á rúminu og opnaði og lokaði tösku sinni án afláts. Hún var full örvæntingar, en hún var hætt að gráta. „Hann er sonur þinn,“ endurtók hún lágri röddu. „Þú ert og verður faðir hans — þótt við séum ekki gift lengur — þótt Tommy hafi nú annað ættarnafn. Ég hélt að þú myndir hafa miklar áhyggjur út af þessu. Ég hélt, að vegna þess að þú varst einu sinni leynilögreglumaður, gætir þú komizt að því hvar Tommy er niðurkominn, ég hélt þú gætir farið til þeirra, sem hafa hann í haldi og grátbeðið þá um að skila honum heilum á húfi. Eða, ef þú gætir aðeins komizt að því hvar hann er. Ég myndi fara til þeirra — ég myndi grátbæna þá um að skila mér Tommy — ég myndi gefa allt mitt." Hún hætti. Thursday leit á fallegt andlit hennar afmyndað af angist. Hann neri á sér skeggjaða vangana hugsandi og fann, að kjálkavöðvarnir voru samanherptir. Hann gekk að rúminu og fékk sér aðra sígarettu. Thursday sagði: „Jæja, við skulum þá byrja á byrjuninni." „Max!" hvíslaði hún og axlir hennar sigu af feginleik. „Við skulum sleppa öllu þakklætisþvaðri. Þetta er krakkinn minn. Hvernig er Tommy núna?" Georgia rótaði í tösku sinni, og horfði á manninn, eins og hún væri að reyna með rökum augunum, að fá hann til þess að skipta ekki um skoðun. „Ég er með nokkrar myndir. Hann verður sex ára í júní — manst það?" „Áttunda júní," sagði Thursday. Hann rétti upp hendina og tók í brúnan streng, sem hékk neðan úr perustæði í loftinu. Georgia skalf. Hann settist á rúmið við hlið hennar og horfði á myndirnar. Ein var rauðlitur lappi." Við létum taka þessar I síðustu viku," sagði hún. „Þessi er næstbezt. Við urðum að láta ljósmyndarann fá þá beztu." Hinar þrjár voru skyndimyndir rifnar út úr ljósmyndaaalbúmi. Svart pappírsslitur loddi við afturhliðina. Thursdy virti son sinn fyrir sér. Fram.ha.ld í nœsta blaði. I'ENIMAVIIMIK Sölvi Helgason, (við stúlkur 15— 18 ára), Nóatúni 26, Reykjavík. — Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, Elín Hrefna Hannesdóttir og Elísabet Víg- lundsdóttir (við pilta eða stúlkur 18 —25 ára), allar á Húsmæðraskólan- om á Eaugalandi, Eyjafirði. — Ölöf Guðm. Kristmundsdóttir (við pilta 15—17 ára), Grundargötu 6, lsafirði. — Birgir Friðriksson (við stúlkur 17 —19 ára), Vallargötu 26, Keflavik. — Hjördís Hannesdóttir (við pilt eða stúlku 15—17 ára), Skorradal (bæj- arnafnið ólæsilegt) Borgarfirði. — Ester Hallgrímsdóttir, Læknisbú- staðnum og Júlíana Pálsdóttir, Lög- reglustjórabústaðnum (við pilta 15— 20 ára), báðar á Bolungavík. — Bjöm Björgvinsson (við pilta og stúlkur 17—19 ára) og Gunnar Björgvinsson (við pilta og stúlkur 20—25 ára, báðir á Ytra-Núpi, Vopnafirði. — Guðlaug Þorstelns- dóttir, Þernunesi (við pilta 17—18 ára), Halla Guðjónsdóttir, Kotmúla (við pilta 16—17 ára) og Jórunn Ste- fánsdóttir, Berunesi (vlð pilta 16— 17 ára), allar á Reyðarfirði, S-Múl. — Hermann T. Einarsson, Sogamýr- arbletti 46 (við stúlkur 18—15 ára), Reykjavík. — Guðfinna Friðriks- dóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Krist- in B. Sigurbjörnsdóttir og Margrét Friðriksdóttir (við pilta og stúlkur 18—22 ára), allar á Húsmæðraskól- anum á Laugalandi, Eyjafirði. — Ás- rún Gunnlaugsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—17 ára), Eiríksstöðum, Jökuldal, V-Múl., pr. Egilsstaðir. . . Enn er barist um þýfi nasistanna — Framhaid af biaesiðu 9. Nú liðu enn tveir mánuð- ir. Þá rakst austurrískur varðflokkur á lík mann- anna. Mayr lá á bakinu og kviður hans hafði verið rist- ur opinn. Skammt frá var lík Piehlers. Hann hafði verið stunginn fimm hníf- stungum. Morð Þjóðverjanna hefur styrkt þann grun austur- rísku lögreglunnar, að nazistaþýfið, sem enn er ó- fundið, sé í vörslu ofstækis- manna, sem hyggist nota gullið til þess að vekja upp r.azisman. 1 grend við líkin sáust þess merki, að grafið hafði verið í jörðina. Og för eftir átta kassa, sem greinilega höfðu verið mjög þungir, fundust á staðnum. Lögreglan er með skrýtna tilgátu um hversvegna hol- skurðurinn hafi verið gerð- ur á Mayr. Hún giskar á, að meðlimur ofstækis- flokksins hafi svikið heit sitt og selt Þjóðverjunum uppdrátt sem felustaður gullsins hafi verið merktur á. Uppdrátturinn kann að hafa verið í vörslu Mayrs þegar morðingjarnir þustu að þeim félögum. Það er nú tilgáta lögreglunnar, að Mayr hafi haft tíma til að gleypa uppdráttinn og morðingjarnir orðið að gera á honum holskurðinn tll þess að koma í veg fyrir að uppdrátturinn lenti í hönd- um yfirvaldanna þegar lík- in fyndust. — HARRY GREENWALL Svör við „Veiztu?“ á bls. 5: 1. Gísli HaUdórsson. — 2. Hann var sonur Óðins og hann drap Baldur. — 8. Bern- hard Shaw. — 4. Drómedarinn. — 5. Kristlnn Guðmunds- son, fyrrv. utanríkis- ráðherra. — 6. 1846 fann ameríkumaður- inn Elias Howe upp fyrstu nothæfu saumavélina. Hann fann þá upp náUna með auganu og notk- un skyttunnar. — 7. Vilhjálmur Tell. — 8. Það er nafnkunnur bær úr Sturlungu. Þar bjó' Sighvatur Sturluson, þar var Smiður Andrésson drepinn og þar var stofnaður heitdagur Eyfirðinga árið 1477. — 9. Tara. — 10. Köngtdó. Kona með klær og hala — Framhald af blaðsíðu 11. inni. Ýms pyndingatæki voru fengin að láni úr frönskum söfnum, og áhorfandinn sá söguhetjuna kvalda með þessum tólum. Seinni helmingur myndarinnar lýsti svo fangelsissögu stúlkunnar, eftir að hún hafði verið dæmd til æfilangrar þrælk- unar, og í myndarlok var unga laglega stúlkan, sem bíógestir höfðu kynnst í upp- ha.fi, orðin að hlekkjaðri ófreskju, sem jafnaðist á við það óhugnanlegasta sem Hollywood hefur boðið upp á. Hrollvekjumar á sýningartjöldum kvik- myndahúsanna valda ýmsum hugsandi mönnum áhyggjum. Það er óumdeilanlegt, að myndir af þessu tagi hafa hin verstu áhrif á börn. Myrkfælni og óeðlileg hræðsla getur átt rætur sínar að rekja til svona mynda. Verst er ástandið þó í Bandaríkjunum, þar sem sjónvarp er komið á nærri hvert heimili. Sjónvarpsstöðvamar sækjast einmitt eftir að sýna gamlar hrollvekju- myndir, og foreldrarnir eiga erfitt með að halda börnunum frá tækjunum. — ROBERT MULLER Lausn á krossgátu nr. 902. LÁRIÉTT: 1 undanrennunni — llbrá — 12 sár — 13 kim — 14 óðs — 16 óður — 19 elna — 20 mór — 21 hor — 22fró — 23 MB — 27 nn — 28 err — 29 sputnik — 30 vei — 31 nú — 34 sn — 35 leiðarhnoða — 41 tvenn — 42 fruma — 43 minnihlutar — 47 sk — 49 RE — 50 töf — 51 klastur — 52 MlR — 53 es — 56 kk — 57 kóð — 58 sum — 59 hró — 61 nein — 65 unun — 67 arn — 68 net — 71 Sem — 73 enu — 74 undan- látssemin. LÓÐRÉTT: 1 urð — 2 náum — 3 as — 4 nál —• 5 rr — 6 NK — 7 Níl — 8 um — 9 nóló — 10 iðn — 11 bókmenntastefna — 15 sannindamerkinu — 17 rós — 18 rottur — 19 err — 24 brú — 25 opið — 26 kinn — 27 nes — 32 Lenin — 33 iðran — 35 lem — 36 inn — 37 ami — 38 Hel — 39 oft — 40 aur — 44 núll — 45 hestur — 46 unun — 48 kös — 49 rík — 54 bón — 55 æru — 57 kind — 60 ónei — 62 eru -— 63 vel — 64 nes — 66 unn ■— 68 nn — 70 tá — 71 ss — 72 me. Blaðamannafélagið 60 ára Blaðamannafélag Islands er að- ili að samtökum blaðamanna á Norðurlöndum og einnig í Al- þjóðasambandi blaðamanna, sem aðsetur hefur í Brussel. Félagið hefur tekið þátt í ýmsum mótum blaðamanna erlendis og einnig hafa norrænir blaðamannafundir verið haldnir hér á landi. I júní í sumar er ákveðið, að fjölmennt, norrænt blaðamanna- mót, eða pressumót verði haldið hér á landi, og mun það standa eina viku. Sækja það fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, og verða erlendir gestir 60—80. Blaðamannafélag Islands hefur látið ýmis framfaramál þjóðar- innar til sín taka á síðari árum og stutt þau af megni. Félagar þess eru nú um 60. í stjórn Blaðamannafélags Is- Frh. af bls. 13. lands eiga nú sæti: Sigurður Bjarnason, formaður, Jón Magn- ússon, varaformaður, Andrés Kristjánsson, ritari, Atli Steinars- son, gjaldkeri, og Jón Bjamason, meðstjórnandi. 1 stjórn Menningarsjóðs blaða- manna eiga sæti: Sigurður Bjarnason, formaður, Ingólfur Kristjánsson, gjaldkeri og Hend- rik Ottóson. 1 stjórn norræna pressumótsins og norræna blaðamannasambands- ins eru Högni Torfason, Haukur Snorrason og Bjarni Guðmunds- son. Þrír menn eru heiðursfélagar I Blaðamannafélagi Islands, Árni Óla, ritstjóri, Skúli Skúlason, ritstjóri og Valtýr Stefánsson, rit- stjóri. MORÐIÐ — Framhald af bls. 5. Hann kenndi innilega í brjósti um mig, þar sem ég stóð ein uppi ■—- og brátt fannst honum alveg upplagt að ég kæmi hingað með honum og léki mitt hlutverk. — Féllst hann líka á það að þú héldir áfram að mata lögregluna á lygum ? — Vertu nú ekki svona harðbrjósta, Letty. Skilurðu ekki, að þegar þessi fjárans árás var gerð — eða réttara sagt eftir að hún var gerð — þá fór mér að skiljast að ég væri í fjandans mikilli klípu. Við verðum að horfast í augu við það, að ég hef fulla ástæðu til að vilja ryðja þér úr vegi. Nú hefurðu aðeins mín orð fyrir því, að ég hafi ekki reynt það. Þú getur ekki búizt við því af mér, að ég færi að sakfella sjálfa mig af fúsum vilja. Jafnvel Patrick hugsaði öðru hverju ljótt um mig, og úr því hann gat gert það, hvað mundt lögreglan þá gera? Mér sýndist lögreglufulltrúinn ákaflega tortrygginn náungi. Nei, ég gerði mér grein fyrir því að það eina sem ég gat gert, var að sitja sem fastast í gerfi Júlí» og hverfa svo ofur hljóðlega, þegar minn tími væri kominn. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.