Vikan


Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 10
BMEF frá tátinni dóttnr „Ég muri birtast þér þegar ég mögulega get“ f" ItJ CORA RISKE náfölnaði, þeg- ar hún sá bréfið, sem póstur- inn hafði fært henni um morguninn. Svitinn perlaði af enni hennar, þegar hún reif upp umslagið. „Elsku mamma,“ las hún. „Þetta bréf mun eflaust vekja undrun þina þar sem ég hef nú verið dáin í fjóra mánuði. Eg mun vaka yfir þér í framtíðinni.“ Bréfið var undirritað: „Þín elsk- andi dóttir, Martha.“ Frú Riske starði fram fyrir sig, miður sin af sorg og undrun. Þetta var í apríl 1890, og hin Ijóshærða 19 ára dóttir hennar hafði andast úr berklum í desember. Frú Riske vissi, að dóttir hennar hafði dáið með brostið hjarta. Hún hafði verið ástfangin af Thomas Basteen, tuttugu og tveggja ára gömlum syni nágranna þeirra. En þegar hann hafði beðið hennar, hafði hún hafriað honum, því að hún vissi, að hún var dauðvona. Martha hafði verið einstaklega falleg stúlka. Hún hafði að auki verið ein af auðugustu stúlkum Kaliforníu. Hún hafði erft nærri tvær milljónii' króna eftir föður sinn. Basteen hafði borið sig mjög illa við jarðarför hennar. Svo beygður að hún tryði ekki á drauga. „Eg efast ekki um,“ sagði hún, „að þú hafir séð einhvern, sem líktist Mörthu, en hana sjálfa geturðu ekki hafa séð, þvi að hún hvílir í gröf sinni.“ „En ég sá hana eins greinilega og ég sé þig,“ andmælti hann ákaf- ur. „Hún brosti meir að segja til mxn. En þegar ég ætlaði að ganga til hennar, hvarf hún.“ Frú Riske var enn að reyna að • sannfæra Basteen um, að honum hefði skjátlast, þegar hann allt í einu benti á draugalegt hettuklætt höfuð á glugganum og hrópaði: „Martha! Þarna er Martha!" Gamla konan starði andartak á andlitið á glugganum, en um leið og hún hljóp hljóðandi til dyra, hvarf það. Þegar hún komst út í garðinn, var þai' enginn. 1 senn glöð og hrædd yfir þvi að hafa séð andlit dóttur sinnar aftur, fiýtti frú Riske sér að loka hús- inu og heimsækja tvær mágkonur sínar, sem bjuggu í nágrenninu. Hún sagði þeim frá svipnum á gluggan- um og sýndi þeim því næst bréfið, sem hún hafði fengið frá hinni látnu dóttur sinni. Mágkonurnai' voru vantrúaðar. VEIZTIJ - ? 1. Þegar leikritið „Lykill að leyndarmáli“ var kvikmynd- að lék Ray Milland Tony Wenfice. Hvaða íslenzkur leikari iék Tony á leiksviði? 2. Hvers son var Höður hinn blindi ás? Og hvern drap hann ? 3. Hvaða fræg grænmetisæta j skrifaði Pygmalion og Man 5 and Superman? 4. ftvort er það kameldýrið eða drómedarinn, sem hefur einn hnúð á bakinu? 5. Hver er sendiherra Islands í London ? 6. Hvað er langt síðan sauma- vélin var fundin upp? 7. Það hefur verið gerð ópera um svissneska frelsishetju, sem skaut epli af höfði sonar síns. Hvað hét sá maður? 8. Af liverju er Grund í Eyja- firði frægur sögustaður? 9. Hvað hét höfuðbólið, þar sem O’Hara fjölskyldan bjó, í skáldsögunni „A hverfanda hveli“ ? 1C. Gáta: Sá ég fyrir sunnan svartan köttinn vaga, Gamla konan starði á andlitið á glugganum. hafði hann verið, að hann hafði orð- ið að yfirgefa kirkjuna. Daginn eft- ir hafði hann tilkynnt, að hann hygði á ferðalag- til Evrópu. Hann vonaði, sagði hann, að það mundi hjálpa honum að gleyma sorg sinni. Nærri þremur mánuðum seinna vai- barið að dyrum hjá frú Riske, og þegar hún lauk upp, stóð Bas- teen á tröppunum og virtist í mik- illi geðshræringu. „Ég er búinn að sjá Mörthu!” hrópaði hann. „Eg sá hana!" Frú Riske tjáði honum þurrlega, Og 'þegar sent var eftir sóknarprest- inum, stakk hann upp á því við frú Riske, að hún þarfnaðist góðrar hvíldar, enda hefði dótturmissirinn mjög fengið á hana. Hann afgreiddi svipinn sem ofsjónir, en um bréfið sagði hann, að það væri eflaust verk einhvers óþokka, sem falsað hefði rithönd dótturinnar. Tveimur dögum seinna barst frú Riske nýtt bréf frá Mörthu. I þvi stóð meðal annars: „Ég mun birt- ast þér þegar ég mögulega get. Vertu óhrædd, því að ég vil bara fá að vaka yfir þér.“ Bréfið var undir- ritað: „Þín elskandi dóttir, Martha." Móðir látnu stúlkunnar ákvað að fara með bréfið til rithandarfræðings, ásamt sýnishornum af rithönd dóttur sinnar. Sérfræðingur þessi lýsti yfir eftir nákvæma rannsókn, aðsamarit- höndin væri á bréfunum og sýnis- hornunum. Martha hafði því, sam- kvæmt úrskurði rithandarfræðings- ins, skrifað bréfin tvö eftir andlát sitt! Frú Gurney, eldri mágkona frú Riskes, _ átti þó erfitt með að sætta sig við þennan furðulega úrskurð. „Það er eitthvað á bak við þetta,“ sagði hún, þegar frú Riske tjáði henni, að Basteen hefði ráðlagt henni að heimsækja tiltekinn miðil til þess að styrkja „sambandið" við dóttur- ina. Nú fór frú Riske að forðast mág- itonur sínar, og í ár heyrðu þær ekkert frekar af svip Mörthu og hin- um dularfullu bréfum. Þá frétti frú Gurney af tilviljun, að frú Riske hefði fyrir skemmstu tekið 700,000 krónur úr bankabók sinni. Frú Gurney vissi ekki til þess, að frú Riske þyrfti á neinni slíkri upp- ræð að halda, og þótti þetta háttar- lag í meira lagi skrýtið. Hún sneri sér til sóknarprestsins og bað hann í'áða, því að hana grunaði, að ein- hver óvandaður maður væri að svíkja aleiguna út úr vinkonu hennar. Samkvæmt ábendingu prestsins, sneri hún sér til einkalögreglumanns að nafni Edward Holland. Holland reyndist auðvelt að grafa upp, að frú Riske var tíður gestur i. miðilsfundum í Los Angeles. Mið- illinn var kona að nafni Alfreda Divine. Holland komst ennfremur að því, að þessi fimmtuga kona átti 18 ára gamla dóttur að nafni Doris, og að dóttirin hafði nokkrum mán- uðum áður verið send til dvalar í San Bernardino í grend við Los Angeles. Holland náði sér í Ijósmynd af Mörthu og hélt til San Bernardino til þess að skoða Doris. Um leið og hann sá hana, varð honum ljóst, að að því undanskildu að hún var rauð- hærð, hefði mátt ætla að hún og Maitha hefðu verið tvíburar. Holland minntist þess, að i hvert skipti sem Martha hafði birst frú Riske, hafði hún haft hettu yfir hárinu. Holland hélt aftur til Los Angeles og heimsótti verzlanir, sem hann vissi að seldu svokallaða pantografa, tæki sem notuð eru til þess að búa til nákvæmar eftirlíkir.gar af teikn- ingum eða skrift. Og fáeinum dögum seinna gerði hann mikilvæga upp- götvun. Thomas Basteen hafði keypt svona tæki í Los Angeles! hærra bar hné en maga. [ Sjá svör á bls. 14. ..............................1 Holland lagði gögn sín fyrir lög- regluna. Hann og tveii' leynilögreglu- menn gerðu húsleit heima hjá frú Divine. I kjallaranum fundu þeir pantografinn, sem Basteen hafði keypt — og bunka af bréfum, sem Martha hafði á sínum tíma skrifað honum. Frú Divine og Doris dóttir hennar voru þegar handteknar, og Basteen var tekinn samdægurs. Þegar honum var tjáð, að Doris væri þegar búin að játa hinn óþokkalega verknað, ját- aði hann líka, en reyndi eftir megni að koma allri sökinni á frú Divine. Fyrir réttinum sannaðist hinsveg- ar, að hann hafði rekist á Doris af tilviljun og tekið eftir því hve nauða- lík hún var Mörthu. Hann kynnti sig fyrir henni, og þegar vinátta hans og mæðginanna varð nánari, stakk hann upp á því, að þau tækju sér í sameiningu fyrir hendur að hafa fé út úr frú Riske með þvi að telja henni trú um, að Martha væri gengin aftur. Þá sjö mánuði sem frú Riske hafði verið í klóm hinna samviskulausu þorpara, höfðu þeir haft út úr henni um 1,300,000 króna. Ekkert af fé þessu varð endurheimt, en rétturinn tók vægt á broti frú Divine og dótt- ur hennar á þeirri forsendu, að ef Basteen hefði ekki átt upptökin, hefði aldrei til þessa komið. Basteen var dæmdur í 3% árs þrælkunarvinnu í San Quentin fang- elsi, og frú Divine hlaut átján mán- uði. En Doris dóttir hennar fékk skil- orðsbundinn fangelsisdóm. — BILL WHARTON 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.