Vikan


Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 11
Kona með klær og hala eftir Robert Muller Risaeðlur eru alltaf einkar vinsælar. Hrollvekjurnar slá í gegn — ennþá einu sinni HROLLVEKJURNAR eru að leggja und- ir sig kvikmyndaheiminn. Kvik- myndaframleiðendur segja, að fáar mynd- ir skili meiri hagnaði um þessar mundir. Þetta er ,,tízkufyrirbæri,“ ef svo mætti orða það. Hrifningin fyrir hrollmyndun- um blossar upp alltaf öðru hvoru, þverr svo á nýjan leik. En tíunda til fimmtánda hvert ár er mikill markaður fyrir hroll- myndir. Hér er listi yfir nokkrar nýlegar mynd- ir af þessu tagi: Sonur dr. Jekylls, Djöflanóttin, Úr hel- heimum, Afturgöngur, 20,000,000 mtlur frá jöröu, Árás risakrabbanna, Innrás vítisskrímslanna, Ófreskjan með milljón augu, Ófreskjur græna vítisins, Vargarnir og Ég var varúlfur. Hálf óhugnanleg nöfn, finnst ykkur ekki? Dracula og Frankenstein eru vitaskuld frægustu ófreskjur kvikmyndanna. Þær hafa nú verið á ferðinni í góða þrjá ára- tugi. Ótal myndir hafa verið gerðar um þessa náunga. Ný útgáfa af Dracula er nýkomin á markaðinn og verið er að taka enn eina Frankensteinmynd, sem kvað eiga að heita Hefnd Frankensteins. Sama félag hefur eftirfarandi myndir í deigl- unni: Mannætan, Blóösugur, Andlitslausa ófreskjan og Júdasarhellirinn. Þá eru eftirtaldar myndir í undirbún- ingi í Hollywood: Risinn, Frankenstein 1960 og Frankenstein yngri! Enginn í kvikmyndaheiminum veit með vissu hvað veldur skyndivinsældum ó- freskjumyndanna. Sumir vilja setja það í samband við ástandið í heiminum: þegar ófriðvænlega horfi, skapist einhverra hluta vegna góður markaður fyrir hroll- vekjur af ýmsu tagi. Aðrir setja þetta einfaldlega í samband við áróður og aug- lýsingabrellur kvikmyndafélaganna: þau eigi mikinn lager af hrollvekjumyndum og dengi þeim á markaðinn með vissu ára- bili. Hvað um það, það er mikið gróðafyrir- tæki um þessar mundir að búa til snjalla hrollvekjumynd. Sem 'dæmi má nefna Of- sólcnir Frankensteins, sem brezkt kvik- myndafélag sendi á markaðinn fyrir tveimur árum. Talsmenn fyrirtækisins segja, að engin brezk mynd hafa fengið jafngóðar móttökur í Bandaríkjunum fyrr né síðar, engin hafi að minnsta kosti skil- að meiri dollaratekjum. Síst að furða þótt þetta kvikmyndafélag — Hammer Film heitir það eftir á að hyggja — hafi haldið áfram að framleiða hrollvekjur. Sú nýj- asta gerist í Himalaya og er um „snjó- manninn,“ sem þar á að sjást öðru hvoru, og í undirbúningi er enn ein mynd um Frankenstein og ennþá ein útgáfa af hroll- vekjunni sígildu: Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Sú var tíðin, að kvikmyndaframíeið- endur létu sér nægja að gera karlmenn að skrímslum. En nú leika kven-skrímsli af ýmsu tagi líka lausum hala. Og það eru ekki einungis Bretar og Bandaríkjamenn sem fást við þessa iðju. Franskt kvik- myndafélag á sína kven-ófreskju og Þjóð- verjar eru að koma sér upp einni, sem virðist ætla að verða vinsæl. Það er blóð- þyrstur kvenmaður með klær og kattar- hala! Þjóðverjar teljast raunar meðal braut- ryðjenda hrollvekjumyndanna. Þeir fram- leiddu f jölda frægra ófreskjumynda upp úr fyrri heimsstyrjöld. Þeir eiga heiðurinn af því að hafa framleitt frægustu hroll- vekju þessa tímabils: Ríkisstjórn dr. Cali- gari. I myndinni er leitast við að lýsa því, hvernig vitfirrtur maður sjái heiminn. Hún er sýnd enn þann dag í dag og telst til sígildra kvikmynda. Þjóðverjar hafa líka alla tíð þótt einkar lagnir að búa til myndir um hjátrú og þjóðtrú. Ýms af skrímslum þeirra eiga rætur sínar í þjóðsögum. Frá Þýzkalandi hafa komið ýmsar af mestu „raunsæis- myndum“ heims, þ. a. a. s. kvikmyndum, sem byggðar hafa verið á bláköldum stað- reyndum og ekkert dregið undan þótt ljótt væri. Hvergi hafa sést hroðalegri pynding- ar en í „sögulegum“ þýzkum myndum. Ýmsar Austurlandamyndir má líka kalla ósviknar hrollvekjur á vestrænan mæli- kvarða, þótt framleiðendurnir hafi vafa- laust haft annað í huga. Kínverskar mynd- ir ýmsar frá seinni árum teljast til þessa flokks. Hér er átt við áróðurs- og stríðs- myndir af ýmsu tagi. Þær hafa sumar hverjar jafnast á við svæsnustu Franken- stei nmyndirnar. Frakkar hafa orð á sér sem miklir raun- sæismenn og kemur raunsæisstefnan oft skírt frarn í myndum þeirra. Oft má þó segja um þá eins og Kínverja, að þeir framleiði hrollvekjur óviljandi fremur en viljandi. En fyrir bragðið kannski eru sumar af ,,ljótustu“ myndum þeirra með því óhugnanlegasta sem framleitt er í kvikmyndaverum heims. Kvikmyndamenn tala enn um eina af þessum myndum, sem gerð var í byrjun síðari heimsstyrjaldar. Hún f jallaði um líf afbrotastúlku á síðari hluta 18. aldar og var byggð á sannsögulegum atburðum. Þarna keyrði raunsæisstefnan úr hófi fram, enda var myndin bönnuð með öllu í fjölda borga utan Frakklands. Æfi söguhetjunnar var rakin frá vöggu til gráfcr. Uppeldi hennar í vænd’shúsi var lýst af stakri samviskusemi. Þá tók við afbrotaferillinn, sem lauk með hand- töku stúlkunnar fyrir þátttöku 1 ránstil- raún við sjálfa frönsku hirðina. Eins og oft vrv gert í þá daga. var pyndingum beitt við yfirheyrsiur sakborninganna, og vcr mikil alúð lögð v'ð þau atriði í mynd- Framhald á bls. 14 Oíreskja sem segir sex. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.