Vikan


Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 8
FAGREB MUNIIi VJIÍ GULLI OG SILFliI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugaveg-i 22 A.-Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAIILAir MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÖSULITUR EDIKSVRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Yalur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREENSUN Cþurrhreinsun) BJÍÍJRG SDLVALLAGÖTU 74 •' SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. frd mínum bœjardyrum skrtfar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og hið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Oliukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. Burt með SKELLUR og BLETTI ÞEGAR daginn fer að lengja, blasa við aug- um alls kyns skellur og blettir, sem hafa látið fara lítið fyrir sér í rökkri skammdegisins, og um leið fara húsmæðurnar að fá fiðring í fingurna af löngun í að þrífa og hreinsa, láta gera við — og mála. Síðan vatnsblandaða málningin kom til sögunn- ar erum við alveg einfærar ilm að mála íbúðirnar okk- ar, þó öll hjálp sé að sjálf- sögðu vel þegin. Við þurf- um aðeins á þolinmæði og skapstillingu að halda — talsverðu magni af hvoru- tveggja. Sú sem ekki hefur reynt það, hefur enga hug- mynd um hvílíkur tími get- ur farið í jafn ómerkilegt verk eins og að opna máln- ingadós. Sú óreynda heldur vafa- laust að nóg sé að kaupa sér pensil og málningu og byrja svo að mála. Ekki al- deilis! Ef hún gerir það, á hún mikla vinnu fyrir hönd- um, þegar málningin er loks komin á veggina. Flest- ir leiðarvísar fyrir viðvan- inga byrja einhvernveginn svona: ,, Yfirborðið sem mála skal, verður að vera nægilega vel undirbúið til málningar.“ Eg mundi byrja svona: Sú sem ætlar að mála, ætti að fara í ónýta garma og binda skýluklút um höfuðið, breiða síðan þykkt lag af dagblöðum á gólfið og þau húsgögn sem ekki er hægt að flytja út, og fjarlægja loks öll börn innan við 12 ára, ásamt heimiliskettin- um, en það eru venjulega einu lifandi verurnar, sem ekki reyna að komast hjá þvi að taka þátt I verkinu. Þá fyrst kemur röðin að „yfirborðinu", sem ku eiga að vera þurrt, hreint og slétt (mikilvægt að ekki gleymist neinar myndir uppi á vegg, þar sem það getur orsakað ójöfnu). Ef um nýtt yfirborð er að ræða, verður efnið í því að vera komið í stöðugt ástand: viður þurr, steinsteypa vel hörðnuð og sínkhúðað járn veðrað. En það má heldur ekki vera of hart og slétt, eins og t. d. gömul lakkmálning. Hana verður að slípa með sand- pappír eða ná henni af með tilheyrandi vökva (t.d. sal- míaki eða sykursápu), svo nýja málningin fái festu. Næsta boðorð er: Velja verður heppilega málningar- tegund, þannig að fullt tillit sé tekið til eðlis þess efn- is sem mála skal . . . Um þetta atriði geta málning- I þessa kápu, sem er samkvæmt nýjustu tízku, þarf 5,50 m. af 90 sm. breiðu efni og 3,80 m. af fóðri. Hún er hneppt með ein- um hnapp, skor- in í sundur í mittinu og með lokufeilingu í í bakið Grænmetið að koma arverzlanir gefið fullnægj- andi leiðbeiningar. En við- vaningum skal ráðlagt að æfa sig fyrst að mála með vatnsblandaðri málningu, en hana má nota á stofu- veggi og loft og yfirleitt alls staðar þar sem ekki er hætta á vatni eða gufu. Ef um matta málningu er að ræða, ber líka miklu minna á öllum mishæðum. Það er talsvert vandasamara að lakka, eins og þarf að gera við glugga, hurðir, eldhús og baðherbergi. Jæja, þá getum við byrj- að. Það er að segja ef við höfum við hendina rúllu- bursta og pensil, til að mála með hornin og annað, þar sem rúlluburstinn kemst ekki að. Gott er að hafa tvo pensla, 2—3 sm. og 8—9 sm. breiða, en hæfileg lengd á rúllunni mun vera 20—25 sm. Nú er bara um að gera í'.ð bera málninguna jafnt á og ekki of þykkt. Það marg- borgar sig að fara fleiri yfirferðir og bera þynnra á, annars getur myndast innri spenna, sem orsakar það að málningin springur og flagnar af. Og ein aðvörun enn. Látið málningaverzlunina um að blanda litinn. Það lítur út fyrir að vera auðveldara en það er að fá t. d. „ofur- lítið hvítgráan" lit, en ef þið hættið á að reyna að blanda sjálfar, þá skulið þið að minnsta kosti hafa geysistórt ílát og nóg af málningu, því það er alveg ótrúlegt hve oft mað- ur er búinn að bæta „ofur- litlu" af þessum lit eða hin- um, áður en rétti blærinn fæst, ef hann fæst þá nokk- urn tíma. Eins er rétt að Itaupa ríflega af máln- ingunni strax, því jafn- vel málningarverzlununum NÚ er nýtt grænmeti að koma á markaðinn. Gúrkur og tómatar hafa þegar sést i búðum. I maí- mánuði kemur graslaukur, hvönn, karsi, kjörvel, njóli, næpur, rabarbari, radísur, salat, skarfakál, smári og steinselja, segir í einni af matreiðslubókum Helgu Sigurðardóttur, sem hún kallar Heimilisalmanak. Það er alltaf verið að brýna fyrir okkur að borða sem mest grænmeti, hrátt eða soðið. Hráa grænmetið þykir hollara, því það held- ur öllum sínum vítamínum, einkum meðan það er alveg nýtt. Ur öllu grænmeti má búa til salat með því að skera það niður eða rífa það og hella yfir það salat- legi eða súrmjólk. Hér er uppskrift áf olíu- legi. 1 hann fara 4 msk. af salatolíu, 1—2 msk. sítrónu- safi eða 1 msk. edik, 1% msk. hunang eða sykur, salt og pipar. Sítrónusafanum er hellt yfir sykurinn eða hun- angið, ásamt salti og pipar. Þetta er þeytt vel. Þar í er smáþeytt salatolía, þar til lögurinn verður þykkur og gráleitur, en ekki tær: Af þessum legi má búa til stór- an skammt til nokkurra daga í senn og geyma hann í flösku á köldum stað. Að- eins þarf að gæta þess að hrista flöskuna, áður en lögurinn verður notaður. BÖLVA9 KVENFÓLKIÐ Þessa vísu á síra Guðmundur á Torfastöðum að hafa ort 8 ára um kvenfólkið á heimilinu: Það skal *vera æ mín iðja ykkur stugga við; því andskotann er betra að biðja en — blessað kvenfólkið gengur oft illa að finna týndan lit, ef vantar af honum í viðbót. Hentugast er að byrja á loftinu í herberginu (til þess þarf auðvitað nægi- lega hátt og stöðugt borð), þá eru málaðir veggirnir, byrjað i einu horninu og haldið áfram hringinn (gæt- ið þess bara að halda ekki áfram út um opnar dyrnar í ákafanum), og loks eru málaðir gluggar og hurðir og lakkað yfir, a. m. k. gluggana, því lakkið hlífir fyrir vatni. Það er einn mikill kostur fyrir húsmóðurina að mála sjálf. Venjulega er helm- ingi minni vinna við að þrífa á eftir. Sá sem á von á að þurfa að þrífa máln- inguna af rúðunum og skafa sletturnar af gólfinu strýkur ekki penslinum langt út á rúður og veifar ekki i kringum sig burstan- um. Svo er það annað, það er miklu auðveldara að loka augunum fyrir smá- vægilegum göllum, ef þeir Snotur sumarlfjóll. McCalls-snið frá Vogue. eru manni sjálfum að kenna. Nú er aðeins eftir að þvo burstana. Vatnsblönduð málning er þvegin úr með sápuvatni, en olíuborin málning með terpentínu, steinolíu eða öðru upplausn- arefni og burstarnir síðan hengdir upp til þerris. Málningin má aldrei þorna í burstunum, áður en þeir eru þvegnir. Jæja, gangi ykkur vel! ,2ss and hat 3626 j Enn er bnrist nm þýfi nusistunnn DULARFULLT FÖLK A DULARFULLUM FERÐALÖGUM I AUSTURRÍKI BANDAMENN hafa end- urheimt fjóra fimmtu hluta gullsins, sem nazistar stálu úr hernumdu löndun- um. Hvað varð um fimmt- unginn ? Vissulega var þessu gulli stolið eins og hinu og ýmis- legt bendir til þess að hörð átök séu um það enn í dag. Þótt tvö ár séu nú liðin frá síðasta þýzka gullfundin- um, eru ennþá framin dul- arfull morð og dularfullt fólk er í dularfullum er- indagjörðum í héruðunum þar sem vitað er, að nazist- arnir földu sumt af þýfi sínu. Þetta bendir til þess, að enn séu menn að leita faldra fjársjóða úr styrjöldinni, menn sem ef til vill komu við sögu gullsins á striðsár- unum og nú hyggjast finna það og verða ríkir. Septembermorgun einn fyrir tveimur árum kom fyrir atburður í Austurríki, sem áreiðanlega var í tengslum við þessa gullleit. Austurríska lögreglan fann líkið af manni á bakka Salzachár í grend við Salz- burg. Milli augna þess var gapandi sár eftir byssukúlu. Hjá annari hendi hins látna lá marghleypa. 1 vasa hans var járnbrautarfarseðill, kvittaður hótelreikningur og franskt vegabréf sem gefið hafði verið út á nafn Jeans Le Sauce, þrjátíu og fimm ára gamals stærð- fræðikennara. Lögreglulæknirinn vildi kalla þetta sjálfsmorð. Um þetta leyti var austurríska iögreglan heldur frábitin nánu samstarfi við lög- reglulið hernámsliðanna, bjóst til að grafa líkið i flýti og vildi þar með telja málið úr sögunni. En ungur læknir gerði það upp á sitt eindæmi að bera saman kúluna, sem tekin hafði verið úr höfði hins látna, og byssuna við hlið hans. Og þá kom í ljós, að kúlan var byssunni al- geidega óskyld. Afleiðingin var sú, að lógreglan neyddist til að hefja nýja rannsókn. Þá fcarst um það tilkynning frá frönsku stjórnarvöldun- um, að Jean Le Sauce hefði verið í þjónustu þeirra sem „jarðfræðingur." Héraðið þar sem líkið hafði fundist, er kallað „hinsta vigið“ af héraðsbú- um. Það er trú þeirra, að þarna hafi Hitler ætlað nazistum sínum að verjast til hinsta manns. Hvort sem nokkuð er hæft í þessu, þá er það að minnsta kosti staðreynd, að þarna i hér- aðinu hafa fundist nokkrir af smærri fjársjóðum naz- ista. Eftirgrenslan austurrísku lögreglunnar leiddi í Ijós, að hinn látni hafði lifað tví- þættu lífi. Á daginn hafði hann fengist við „jarð- fræðirannsóknir" í fjöllun- um, en kvöldunum hafði hann eytt í næturklúbbum og þá sýnst hafa mun meira fé milli handa en ætla mátti um venjulegan embættismann. Síðustu mánuðina sem hann lifði, virtist hann mik- ið hafa umgengist laglega Ijóshærða konu, sem átti fyrn verðmætra skartgripa. Lögreglan hóf leit að þeirri Ijóshærðu. Þá kom á daginn, að hún hafði gert sér tíðar ferðir til Vín- arborgar og ávallt haft n.eðferðis brúna skjala- tösku, sem enginn burðar- maður fékk að snerta. Og enn sannaðist, að hin dular- fulla ljóshærða kona hafði farið síðustu ferð slna til höfuðborgarinnar sama daginn sem Frakkinn fannst dauður. Morð Jean Le Sauce átti sér stað um svipað leyti sem hernámsveldin voru að flytja heri sína frá Austur- riki. Morðinginn er ennþá ófundinn. En austurríska lögreglan ætlar nú, að Frakkinn og ljóshærða kon- an hafi bæði verið að leita að nazistasjóðnum, annað- hvort sem samherjar eða andstæðingar. Víst -er það, að ljóshærða konan hefur ekki sést síðan morðið var framið. Annar dularfullur at- burður, sem nú er settur í samband við þýfi nazist- anna, átti sér stað í Austur- ríki í júní 1950. Austurrísk- ur lögregluþjónn, sem var við gæzlustörf í grend við Toplitzvatn, sá þrjá stóra vörubíla með frönskum skrásetningarmerkjum, aka niður að vatninu. A bílunum voru hermenn I frönskum einkennisbúning- um. Maður, sem virtist vera fyrirliði þeirra, sneri sér að lögregluþjóninum og sagði honum á reiprennandi þýzku, að hér væri á ferð franskur vísindaflokkur, sem falið hefði verið að safna sýnishornum af plöntugróðri við vatnið. Lögregluþjónninn lét þetta gott heita. En rétt á eftir vakti það undrun hans, að hann heyrði liðs- foringjann ávarpa menn sína á þýzku. „Hversvegna ekki á frönsku?“ spurði hann sjálfan sig. Hann vildi þó ekki eiga á hættu að koma sér í ónáð hjá hernámsyfirvöldunum, að- liafðist því ekkert, en fylgd- ist með „Frökkimum." Skömmu seinna sé hann þá taka tíu þunga kassa upp úr vatninu og setja þá á vörubílana. Hann skýrir svo frá, að mennirnir hafi talað saman á þýzku og að hann hafi heyrt þá segja, að þeir mundu flytja kassana til geymslu í banka. Nokkru eftir að atburður þessi gerðist, fannst þessi austurríski lögregluþjónn. meðvitundarlaus og bundinn á höndum og fótum í skógi nokkrum í nágrenninu. Hann lifði þetta af, en hef- ui ekki hugmynd um enn þann dag í dag, hvem- ig hann hafnaði i skóginum. Loks er að segja frá enn einum dularfullum at- burði, sem gerðist á þessum slóðum. Tveir ungir Þjóðverjar, sem kváðust heita Helmut Mayr og Ludwig Pichler, og sem aldrei sögðust hafa komið þarna áður, komu á staðinn með mikinn fjall- gönguútbúnað. Þótt héraðs- menn könnuðust ekki við þá, þóttust menn sjá þess ýms merki, að Þjóðverjam- ir væru ekki eins ókunnugir þarna og þeir vildu vera. lá.ta. Þeir stunduðu „fjall- göngurnar" í tvo mánuði, hurfu svo eins og jörðin hefði gleypt þá. Framhald á hls. 14 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.