Vikan


Vikan - 05.06.1958, Qupperneq 2

Vikan - 05.06.1958, Qupperneq 2
1 I k VIÐ reynum að koma sem víðast við í þessum dálk- um. Við erum ekki bein- línis að taka lesendurna í skóla, en okkur finnst gaman að skjóta til þeirra fróðléiksmolum á þessum vettvangi — eink- anlega ef þeir eru skrýtn- ir. Þessvegna er fyrsta lexí- an okkar í dag — hrot- ur. Hér er sannleikurinn um hrotur í hnotskurn: Enginn getur gert að því þótt hann hrjóti. Hrotur eiga rætur sínar að rekja til meðfæddra lík- amseinkenna eða veik- inda. Einrí af hverjum átta mönnum hrýtur. Gamalt fólk hrýtur meira en ungt. Þreyttir hrjóta líka hærra en óþreyttir og feitir hærra en grann- vaxnir, og ef þú reykir mikið getur það orðið til þess að þú byrjir að hrjóta. Það hefur verið fundinn upp fjöldi tækja sem miða að því að hindra hrotur. 1 Bandaríkjunum einum eru um þrjú hundruð ,,hrotudeyfarar“ á markaðnum, allt frá hökuböndum upp í munnkefli. En þar sem flestir hrjóta einungis þegai- þeir Jiggja á bak- inu, er bezta ráðið við hrotum — duglegt oln- bogaskot. Allt um neglur ÞENNAN fróðleik höfum við úr bandarísku tíma- riti sem heitir Coronet. Sama rit hefur það eftir ágætum heimildum, að neglur vaxi hraðar en ella — þegar þær eru nagaðar! Sama heimild hermir, að auk þess sem fingur- naglaát geti verið slæmur ávani, geti það átt rætur sínar að rekja til veik- inda. Svo er það líka vísindalega sannað, að örari vöxtur er í karlmannsnöglum en kvenmannsnöglum, og að neglurnar á lengstu fingr- unum vaxa hraðar en á þeim stystu á báðum kynjum. Áminning LÖGREGLAN í Moscow í Idaho efndi fyrir skemmstu til ,,umferðarviku.“ Einn þáttur herferðarinnar vai' að brýna fyrir fótgang- andi fólki að brjóta ekki umferðarreglurnar. Þeir sem staðnir voru að verki, fengu bréfspjald með svörtum sorgai'- ramma. 1 honum stóð: ,,Ef handhafi þessaspjalds slasast eða deyr, vinsam- legast flytjið hann í. . Svo voru talin upp sjúkra- hús bæjarins — og líkhús. Og á spjaldinu var eyða fyrir nafn handhafa, ald- ur og heimilisfang. Eftir að byrjað var að út- býta bréfspjöldunum, dró til muna úr feigðarflani fólks á götum bæjarins. Kvenfólkið HÉR er frétt frá St. Albans í Englandi. Leikfélagið á staðnum byrj- aði í vor að æfa leikrit, sem heitir „Heimui' án karla.“ Hlutverkin voru í höndum sjö kvenna, auk þess sem köttur átti að koma nokkuð við sögu í síðasta þætti. En áður en af frumsýningu yrði, varð leikfélagið að hætta við allt saman. Það kom á daginn, að kon- urnar voru allar óléttar — og reyndar kötturinn líka. Skyttan HÉR er örstutt frétt frá Egyptalandi, birt orðrétt eftir ensku blaði. Önafngreindur Egypti, sem kærastan hafði hrygg- brotið, gekk berserksgang í síðastliðinni viku, dró upp marghleypu og skaut tveimur skotum á unn- ustuna fyrrverandi af eins meters færi. Hvorugt hæfði. í stuttu máli ÞÁ ERU hér nokkrar frétt- ir frá Bandaríkjunum: I Milwaukee fékk kona skilnað af því maðurinn hennar teiknaði skegg og gleraugu á giftingar- myndina hennar. I Fresno var maður dæmd- ur í tukthúsið fyrir að stela peningum úr banka- bók konunnar sinnar og kaupa fyrir þá giftingai'- hring á vinkonu sína. I Los Angeles fékk kona skilnað, þegar hún bar það fyrir rétti, að eigin- maðurinn hefði selt gift- ingarhringinn hennai' til þess að kaupa veðreiða- hest, og síðan heimtað að hún fengi sér vinnu til þess að standa straum af kostnaði vegna hestsins. Og í Detroit óskaði kona skilnaðar frá manninum sínum, sem hún hafði ekki séð síðan hann hvarf úr giftingarveislunni fyrir 26 árum. Voðalegt! HÉR er sorgarsaga ársins. Hún kemur frá bænum Lincoln i Nebraska. Dag- sönn í þokkabót. Þar hefur maður þjáðst af ofnæmi í nokkur ár, sem ekki er í frásögur fær- andi, og læknum gengið illa að finna ástæðuna, sem ekki er heldur í fi'á- sögur færandi. En þeir fundu hana fyrir skemmstu. Og það er í frásögur færandi, að læknarnir hafa það fyrir satt að manngarmurinn hafi ofnæmi fyrir — pen- ingum! Tízkan LOKS er þess að geta að eitt af tízkuhúsum París- ar er byrjað að sauma merki innan á hálsmálið á pokakjólunum, sem það sendir á markaðinn. Á því stendui': Þetta er framhlið kjólsins. VIKAN hvetur lesendur sína til að gerast áskrif- endur að blaðinu. Verðlaunakeppni S.I.B.S. (Sjá forsíðumynd) ÞÓTT allmikið vanti enn á að lokið sé uppbygg- ingu Reykjalundar, hefur S.I.B.S. á síðustu árum fært mjög út starfsemi sína. M. a. hefur sambandið stóraukið félagslega (sósíala) aðstoð við gamla ognýjaberklasjúklinga. Er þar um að ræða margvíslega fyrirgreiðslu — við útvegun atvinnu eða atvinnutækja, húsnæðis- útvegun o. m. fl. T. d. hefur S.Í.B.S. aðstoðað marga sjúklinga, sem bjuggu í bröggum og öðru óhæfu húsnæði, til þess að eignast íbúðir í vönd- uðum nýtízku húsum. Forsíðumyndin er af nýbyggingum af þessu tagi, Gnoðavogshúsunum svokölluðu. Allt starf S.I.B.S. byggist á velvild og skilningi þjóðarinnar. Allt starf S.Í.B.S. miðar að því að létta undir með þeim, sem biðið hafa tjón á heilsu sinni. HVER ORTI ÞETTA: „Bærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum. Hús meðfram öllum götum í röðum liggja. Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“? seðill I verðlaunalieppni S.I.B.S. Skáldið heitir: Nafn _______ Heimilisfang GUNNAR RÚNAR tók forsíðumyndina. Sægur af kærustum AÐ var meinið við Eric, að hann gat naumast litið framan í kvenmann án þess að verða ástfanginn. Árangurinn var sá, að hann átti sæg af kærustum. Áð lokum var hann lika orðinn svo flæktur í ástar- málin, að hann sá ekki aðra leið út úr ógöngunum en giftast tveimur stúlkum sama daginn! Eric var búsettur í Minne- apolis. Hann giftist fyrri brúðurinni á slaginu eitt. Það var borgaraleg vígsla, og brúðurin hét Marion og var nitján ára. Svo baðst hann afsökunar, en hann þyrfti að skreppa heim stundarkorn af því móðir hans væri veik. Hann kvaddi konuna sína með kossi og klukkan þrjú gekk hann upp að altarinu í kirkju i nágrenninu með konu númer tvö, við hlið sér. Hún hét Carolína. Eins og geta má nærri, var hann í hálfgerðum vandræðum með kvöldið. En hann leysti vandann með því að dveljast giftigar- kvöldið heima hjá móður sinni og afsakaði sig með þvi við konurnar sinar, að hann hefði átt erfiðan dag. Eric tókst að halda skolla- leiknum gangandi í heilt ár. Hann leigði ódýra íbúð yfir Marion, en Carolina dvaldist á heimili bróður hans. Þá komst Marion að því, að íbúðin væri of lítil og lé- leg og fluttist heim til móð- ur sinnar. Eric greip tæki- færið og flutti Carolinu í íbúðina. En að lokum komst allt- saman upp. Því að Marion kærði Eric fyrir að hlaup- ast frá skyldum sínum, og þar með var leikurinn bú- inn. Otgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður • Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.