Vikan


Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 6
MARTROÐ Smásaga effir Rohert Sherckley HÚN heyrði sjálfa sig æpa um leið og hún vaknaði og vissi að hún var búin að æpa lengi. Það var kalt í her- berginu, en . hún var löðrandi í svita, sem rann í dropum niður andlitið á henni og yfir axlimar og náttkjólinn. Bakið á henni var vott af svita, og lakið undir henni var rakt. Hún fór strax að skjálfa. — Er nokkuð að þér? spurði maður- inn hennar. Um stund gat hún engu svarað. Hún hafði kreppt upp hnén og vafið hand- leggjunum utan um þau, til að reyna að stöðva skjálftann. Maðurinn hennar lá eins og dökk þúst við hliðina á henni og bar í ljóshvítt lakið, líkastur löngum hólk. Um leið og hún leit á hann, fór hún aftur að skjálfa. — Heldurðu að það verði betra ef ég kveiki? spurði hann. — Nei! svaraði hún hvasst. Hreyfðu þig ekki — ef þér er sama! Nú heyrðist ekkert nema tifið í klukk- unni, en jafnvel það virtist uggvekjandi. — Kom það enn einu sinni fyrir? — Já, svaraði hún. Alveg það sama. I guðs bænum snertu mig ekki! Hann hafði fært sig nær henni, eins og dökkur, ið- andi skuggi á lakinu, og hún var aftur farin að skjálfa ofsalega. — Var draumurinn . . . byrjaði hann hikandi, var ég . . . ? Hann var svo hug- ulsamur að segja ekki meira, en skipti ofur varfærnislega um stellingu, til að hræða hana ekki. En nú var hún að ná aftur valdi yfir sjálfri sér. Hún hætti að núa saman hönd- um og þrýsti í þess st.að flötum lófunum fast ofan á rúmið. — Já, sagði hún. Það voru snákarnir aftur. Þeir skriðu yfir mig alla. Stórir og smáir, mörg hundruð snákar. Herbergið var orðið fullt af þeim og fleiri voru á leiðinni inn um dyrnar og gluggana. Skáp- urinn var fullur af snákum, svo troðfull- ur að þeir skriðu undir hurðina og fram á gólf . . . — Vertu róleg, sagði hann. Ertu viss um að þú kærir þig um að tala um það? Hún svaraði ekki. — Viltu ekki ennþá fá ljós ? spurði hann blíðlega. Hún hikaði og svaraði svo: — Nei, ekki strax. Ég þori því ekki ennþá. — Jæja, sagði hann og hafði auðheyri- lega fullan skilning á þessu. Þá hefur hinn hlutinn af draumnum líka . . . —• Já. — Heyrðu, þú ættir kannski ekki að vera að tala um það. — Jú, við skulum tala um það. Hún reyndi að hlægja, en það varð ekkert nema hósti. Maður skyldi nú ætla að ég færi að venjast þessu. Hvað eru komnar marg- ar nætur? Draumurinn byrjaði alltaf á því að litli snákurinn skreið yfir handlegginn á henni og horfði á hana með óhugnanlegu rauðu glyrnunum sínum. Hún hristi hann af sér með því að setjast upp í rúminu. Þá lið- aðist annar til hennar yfir lakið, hraðar og hraðar. Hún hratt honum lika í burtu og steig fram úr rúminu, fram á gólf. En nú stóð hún á einum, annar hringaði sig í hárinu á henni, rétt fyrir ofan augun á henni, og gegnum opnar dyrnar koxnu enn fleiri, sem hröktu hana til baka upp í rúmið, æpandi og fálmandi eftir mannin- um sínum. En í draumnum var maðurinn henn- ar ekki í rúminu. Við hliðina á henni lá geysistór snákur, eins og langur hólkmr á Ijósleitu lakinu. Hún gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en hún var búin að vefja hann örmum. — Nú máttu kveikja ljósið, sagði hún skipandi. Það stríkkaði á vöðvunum, sem rykktu hver á móti öðrum um leið og ljósið flæddi um herbergið. Mjaðmavöðv- arnir hnykluðust, reiðubúnir til að velta henni fram úr rúminu ef . . . En þetta var reyndar maðurinn hennar. — Guð minn góður, stundi hún og það slaknaði á öllum vöðvum, svo hún seig aftur á bak á rúmið. — Ertu hissa? spurði hann og brosti skældu brosi. — I hvert einasta skipti er ég sannfærð um að þetta sért ekki þú. Eg er alveg viss um að sjá snák þarna. Hún kom við handlegginn á honum, til að sannfæra sig um að þetta væri hann. — Þama sérðu hvað þetta er heimsku- legt allt saman! sagði hann blíðlega og hughreystandi. Ef þú gætir bara gleymt. Ef þú bærir aðeins traust til mín, þá mundi þessi martröð á nóttunni líða hjá. — Ég veit það, svaraði hún, og virtist ætla að gleypa hvem hlut í herberginu með augunum. Litla símaborðið með hrúgu af minnisblöðum og niðurhripuðum skila- boðum var ákaflega uppörvandi. Rispaða mahognyskrifborðið var líka gamall kunn- ingi, og sömuleiðis litla útvarpið og blöð- in á gólfinu. Og hvað gat svosem verið eðlilegra en smaragðagræni kjóllinn henn- ar, sem hún hafði fleygt kæruleysislega yfir stólbak? Læknirinn sagði þér það líka, sagði hann. Meðan missættið var á milli okk- ar, settirðu mig í samband við allt sem aflaga fór og allt sem særði þig. Og nú þegar erfiðleikar okkar eru um garð gengnir, heldurðu því áfram. — Ekki viljandi, sagði hún. Ég sver að ég er mér þess ekki meðvitandi. — Þú gerir það nú samt, sagði hann. Manstu þegar ég vildi skilja við þig? Þegar ég sagði þér að ég hefði aldrei elskað þig ? Manstu hvað þú hataðir mig þá, þó þú neitaðir að sleppa mér? Hann þagnaði til að draga andann, Þú hataðir okkur Helenu. Það hefur sett sín mörk. Hatrið býr enn undir sættinni. — Ég held að ég hafi aldrei hatað þig, sagði hún. Bara Helenu — þennan hor- aða apakött! — Maður á ekki að tala illa um þá sem horfnir eru frá erfiðleikum sínum, taut- aði hann. — Já, sagði hún hughreystandi. Ég býst við að ég hafi verið orsök þess að hún féll alveg saman. En ég get ekki. sagt að ég sjái eftir því. Heldurðu að hún geti vcrið að ásækja mig? — Þú mátt ekki ásaka sjáhfa þíg, sagði hann. Hún var viðkvæm og taugaveikluð og hafði skapgerðareinkenr n listamanns- ins. Ein af þessum alltof ti' ifinninganæmu stúlkum. — Ég kemst áreiðan^jega yfir þetta allt núna, úr því að Heler ja er horfin. Hún brosti til hans og áhyr3/gjuhrukkurnar á enninu á henni hurfu. — Ég er svo ást- fangin af þér, muldr.'/ði hún og strauk fingrunum gegnum ljr'isjarpa hárið á hon- um. Ég mundi aldrei sleppa þér. — Það ættirðu ekki að gera. Hann brosti til hennar á móti. É’g vil ekki fara frá þér. — Þú verður bara að hjálpa mér. — Af öllu hjarta. Hann beygði sig fram og smellti léttum kossi á kinnina á henni. — En ef þú kemst ekki yfir þessar mar- traðir, elskan, þar sem ég er ímynd hinn- ar verstu ófreskju, þá neyðist ég til að . . . — Segðu það ekki, greip hún fram í fyrir honum. Ég má ekki til þess hugsa. Og við erurn komin yfir það versta. Hann kinkaði kolli. — Samt sem áður hefurðu að vissu leyti rétt fyrir þér, hélt hún áfram. Ég held a_ð ég ætti að reyna annan sálfræð- ing. Ég þoli þetta ekki mikið lengur. Alltaf þessir hræðilegu draumar, nótt eftir nótt. — Þeir fara líka versnandi, sagði hann og hnyklaði augabrýrnar. I fyrstu kom þetta aðeins fyrir einstöku sinnum en nú færðu martröð á hverri nóttu. Ef þú ger- ir ekki eitthvað við þessu, þá líður ekki á löngu áður en . . . — Já, já, sagði hún. Vertu ekki að tala um það. — Ég neyðist til að tala um það. Ég er farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af þessu. Ef þessi snákaímyndun heldur á- fram, þá rekurðu mig í gegn einhverja nóttina meðan ég ligg 1 fasta svefni. — Aldrei nokkurn tíma, sagði hún með sannfæringu. En vertu ekki að tala um þetta. Ég hugsa að það komi ekki fyrir aftur. Hvað heldur þú? — Ég vona ekki, svaraði hann. Hún teygði sig yfir hann, slökkti ljós- ið, kyssti hann og lokaði augunum. Nokkrum mínútum síðar velti hún sér á hliðina. Að hálftíma liðnum sneri hún sér á hina hliðina, muldraði eitthvað sem ekki skildist og bærði ekki meira á sér. Þegar enn voru liðnar tuttugu mínútur, hafði hún aðeins yppt annarri öxlinni einu sinni, en ekki hreyft sig meira. Maðurinn hennar líktist dökkri þúst við hliðina á henni, þar sem hann reis upp á annan olnbogann. Hann lá í myrkrinu og hugsaði, og hlustaði um leið á andardrátt hennar og tifið í klukkunni. Svo lagðist hann endilangur og teygði úr sér. Hann leysti snúruna í náttbuxunum sín- um og togaði í hana, þangað til hann hafði svosem þrjátíu sentimetra langan enda. Þá fletti hann ofan af þeim sæng- inni. Hann velti sér ofur varlega nær henni með snúruna í annarri hendi, og flustaði eftir andardrætti hennar. Hann l'.gði endann á handlegginn á henni, og dró strenginn lúshægt eftir handleggnum, varla meira en tvo sentimetra á sekúndu. Nú byrjaði hún að umla. Ö VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.