Vikan


Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 4
Hann leit fyrirlitlega á hana. — Svo? Það er líka ýmislegt, sem mig langar til að tala um við yður. Hún brosti eggjandi. Ég bjóst við þvi. Hvað er það? Hann sagði hörkulega: — Ég man, hvar ég sá yður. Þér borðuðuð kvöld- verð með John Cornell. Það eru um það bil þrjú ár síðan. Einhvér benti mér á yður. Ef ég man rétt var það kvöldið áður en hann framdi sjálfsmorð. Hann sá, að svipur hennar breyttist. En aðeins augnablik. Svo var hún hin sama aftur. En það var honum nóg. Hann vissi, að hún laug, þegar hún sagðist ekkert kannast við John Cornell. — Það er skrítið. Hann var frægur kringlukastari. Fólkið dýrkaði hann. Furðulegt, Ég hefði getað svarið, að það hefðuð verið þér. — Ég fullvissa yður um, að það var ekki ég. Ég man núna eftir nafninu. En ég þekkti hann ekki persónulega. Hann dáðist að sjálfsstjórn hennar. Því að hann var ekki aðeins viss um að hún hefði þekkt Comell, heldur hafði hann séð, að henni hafði brugðið, þegar hann nefndi nafn hans. Kannski hafði hún verið hrifin af honum? Það sem hann furðaði mest var, að hún neitaði að kannast við hann. Og ef hún hafði þekkt Cornell, hafði hún einnig þekkt Nan. Hann hafði veitt því athygli að hvorug virtist sérlega hrifin af hinni. Honum fannst þetta allt flókið. Honum hafði alltaf fundizt eitthvað grugg- ugt við sjálfsmorðið. Hvað var það sem hafði gerzt ? Hann hugsaði sig um. Comell hafði skotið sig. Hann hafði skilið eftir bréf til Nan. Næst þegar hann færi tii borgarinnar ætlaði hann að fara yfir blöðin aftur. Eitt var augljóst. Ef Nan og Pollý höfðu hitzt áður létu þær að minnsta kosti ekki á því bera. Og hvers vegna? Harrn skildi vel, að Nan kærði sig ekki um, að fjölskyldan fengi pata af þessu, en hvers vegna Pollý líka? Það gæti ekki skipt neinu máli þó að fjölskyldan vissi að hún hefði þekkt Cornell. Simon hlaut að skilja að hún hafði ailtaf haft sæg um sig af karlmönnum. Hann reis upp og sagðist þurfa að fara. Þ6 að Lady Wadbridge bæði hann að vera afsakaði hann sig með því að hann ætti margt ógert. Nan fylgdi honum til dyra. — Ekki á morgun, heldur hinn, minnti hann hana á. Og ekki bara stutta stund, heldur alit kvöldið. Er það ákveðið? — Já, ef ég fæ frí. Það er kannski betra að þú hringir á undan. En ég er eiginlega alveg viss um að það er í lagi. Hann tók i hönd hennar og brosti. Það hefur verið gaman í dag. Góða nótt, vina mín. Hún brosti einnig. — Góða nótt, Drew. VI. KAFLI. Konungur hefði ekki verið kvaddur með meiri viðhöfn en Jenný litla, daginn, sem hún fór. Amma hennar, Símon og Pamela stóðu á tröppunum og veifuðu. Jenný var klædd nýja skólabúningnum sínum og var harla ánægð með útlit sitt. Nan sat við stýrið og Stella við hlið hennar. Jenný hékk hálf út um annan afturgluggann og veifaði ákaft.' — Þú ætlar að koma og heimsækja mig, Simon frændi? — Já, það geturðu reitt þig á, Jenný mín. — Og afi og amma og þú Pamela frænka? Þau lofuðu öll að koma. Hún átti heldur ekki að fara svo voðalangt burtu. Já, auðvitað ætluðu þau að skrifa henni. Hún varð nú að vera góð stúlka og gæta sín vel. Jenný hallaði sér aftur í sætinu, þegar bíllinn beygði út á þjóðveginn. Nú var hún bara lítil einmana stúlka. Hana langaði að biðja mömmu sína að snúa við og leyfa sér að fara aftur heim til afa og ömmu. Það var ljótt af mömmu að senda hana burtu. Og óréttlátt, því að pabbi hennar hafði sagt að hún þyrfti þess ekki. Nan leit í spegilinn og sá örvæntingarsvipinn á andliti litlu stúlkunnar. Hún hafði poka með súkkulaði í töskunni og hún rétti Jenný hann. — Fáðu þér, Jenný og gefðu svo mér og mömmu. — Nan, heldurðu ekki að hún verði veik, ef hún fer að borða sælgæti? Hún á það til að vera bílveik, muldraði Stella. — Það hlýtur að vera allt I lagi, sagði Nan glaðlega. — Fáðu þér bara einn, Jenný, sagði Stella. Jenný fékk sér sex og leið dálitið betur. Kannski var ekkert leiðinlegt að fara í skóla. Þar myndu vera margar litlar stúlkur, sem höfðu aldrei farið að heiman, alveg eins og hún. Hún tók fram munnhörpu, sem Símon hafði gefið henni, og byrjaði að spila. — Hamingjan góða, hrópaði Stella, þegar tónarnir af „Home Sweet Home“ fylltu bifreiðina. Hún leit á litlu stúlkuna sína og langaði mest til að biðja hana að hætta þessum hávaða. En hún gerði það ekki. Auminginn litli. Stella fann til óþæginda og hún hugleiddi, hvort hún væri slæm móðir, eins og hún var slæm eiginkona. Ó, hvers vegna hafði hún ekki reynt að þrauka í Lagos hjá Húgó? Hinar konurnar gátu það. Auðvitað kvörtuðu þær undan loftslaginu, en þær voru kyrrar samt. Hún hafði fengið skeyti frá Hugó kvöldið áður. Hún var fegin, að í þetta sinn hafði hún tekið á móti því sjálf. Hann sendi kveðjur til Jennýar og vonaði að hún kyirni við sig í skólanum. Hann hafði sagt: „Elskan, ég grátbið þig að koma aftur. Ég er svo einmana án þín." Vesalings Húgó. Hafði hann gleymt hinmn bitru rifrildum þeirra ? Þegar hún hugsaði um lífið með Húgó, skildi hún, að loftslagið átti meginorsök á hversu hjónabandið var misheppnað. Hínn hræðilega hiti hvern einasta dag hafði tekið voðalega á taugar þeirra. Tónamir frá „Home Sweet Horne" fylltu bllinn á ný. Kunni Jenný þá bara þetta eina lag, hugsaði Stella örvæntingarfull. Vesalings Jenný. Það var ekki auðvelt fyrir böm, þegar foreldramir bjuggu ekki saman. Það hlaut að fylla þau öryggisleysi og í rauninni átti hvert barn rétt til að lifa í friði og öryggi hjá báðum foreldrunum. Jenný átti þetta sízt skilið. Hún var mjög viðkvæm og hafði frjótt ímyndunarafl, og hún til- bað heimili sitt og pabba sinn. Stella fann að hönd Jennýar kom við öxl hennar og hún rétti út hönd sina og tók um hana. — Halló, Jenný. — Mamma, veit pabbi að ég fer í skólann í dag. — Auðvitað veit hann það. Ég sagði þér það í gærkvöldi. Ég fékk skeyti frá honum. Hann vonar að þér þykji gaman að vera þar. — Má ég fá að sjá það? — Ég er hrædd um ekki elskan, sagði Stella fljótmælt. Það liggur heima. Jenný andvarpaði svo þrnigt að Stella hrökk við. — Veit hann hvert á að skrifa mér, mamma? —Auðvitað. Ég yrði ekkert hissa þótt það biði eftir þér bréf þeg- ar þú kemur í skólann. — Ég vona það. Stella var næstum viss um að hann hafði skrifað. Húgó var einmitt þannig. Alltaf svo hugsunarsamur. Hann hafði alltaf mimað eftir af- mælisdögum og giftingardögum. Þegar hún kom heim til Englands höfðu beðið hennar blóm frá honum. Á margan hátt var hann góður eiginmað- ur. Ef hann væri bara ekki svona leiðinlegur. Nú óku þær inn I gegnum hliðið og upp að skólanum. Fleiri bílar voru að koma að í sama mund og litlar og stórar stúlkur hoppuðu út. Nan ók upp að útidyrunum. Þjónn kom og tók farangur Jennýar. — Við skulum vera fljótar að kveðjast, sagði Stella. Það er öllum fyrir beztu. Jenný kyssti Nan og steig út úr bllnum. Hún þrýsti sér að mömmu sinni og hélt dauðahaldi í hönd hennar. I augum hennar blikuðu tár, en 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.