Vikan


Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 12
ZEinn n wnóti öltuwn FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynUögreglumaður, er skll- inn og lagstur i drykkjuskap. Hann hefur ráðið sig sem löggæzlu- mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar Wgreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að því, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnolotti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Hann reynir nú að iokka Angel tii sín með periu, sem hann hafði fundið í skrifborði Elders læknis.------ Sunnud. 5. feb. — Leo skýtur á Clifford. Ciifford segir Eldar fer perl- unum. Mánud. 6. febr. Angel fer til Eldre. Þriðjud. 7 febr. — Elder sendir Mace til Long Beach. Mace nær í perlur, er rændur af X. Miðvikud. 8. febr. — Tomma stolið fyrir perlulausnarfé af Y. Elder drepinn af X eða Y. „Jamm,“ sagði Clapp aftur. „Sami maðurinn myndi ekki taka perlurnar af Mace einn daginn og skrifa lausnargjaldsmiða næsta dag. Það eru tveir aðilar, sem vilja ná í töskuna. Hverjir eru, heldur, X og Y?“ „Spagnolyettarnir. Herrs Saint Paul. Stitch Olivera. En ég veit ekki hver þeirra. Við vitum heldur ekki enn hversvegna Elder var myrtur." Clapp brosti biturlega og stakk servíettunni í jakkavasann. „Við vitum ekki mikið.“ Þjónustustúlkan lagði reikninginn á grúfu á borðið. Clapp tók fimm dollara úr veskinu og spurði: „Áttu nokkra smámynt?" Thursday hristi þegjandi höfuðið og Clapp varð að láta stúlkuna fá alla peningana. Thursday kom auga á Georgiu þar, þar sem hún gekk hægt i áttina til þeírra. Hún hafði málað sig. Mennirnir tveir gnæfðu yfir hana. „Var ég of lengi í burtu?" Thursday tók í handlegg hennar. „Alls ekki, elskan. Við þurftum að tala svo margt." Clapp kom á eftir þeim að útidyrunum. Enn var ekki farið að rigna, en golan var nöpur, þegar þau stigu út á Fimmtu götu. Þau $tönzuðu á báðum Sttum. „Bíillinn minn er þarna —“ byrjaði Clapp og hætti, þegar Thursday smellti fingrunum. Leynilögreglumaðurinn leit í allar áttir, yfir götuna og síðan eftir götunni. „Hvað sérðu?" vildi Georgia vita. „Ekkert. Það er einmitt það. Bert, strákurinn hjá Spagnoletti-bræðrun- um, hefur verið á hælunum á mér síðan í gærmorgun. Vegna þess að ég minntist á barnsránið, Saint Paul eða það, að ég bjó á Bridgway. Eitthvað af þessu. En nú sést hann hvergi. Hann elti mig ekki hingað. Hversvegna?" Clapp leit á Georgiu og andvarpaði. „Hversvegna. Þetta virðist vera eina orðið, sem þessi maður kann.“ „Ef þú getur sagt mér nafn einhvers, skal ég þegar í stað koma honum fyrir kattarnef. En við getum ekki slegið um okkur í blindni. Þetta er stórt land, Max.“ „Það eru líka margir bátar i höfninni," sagði Thursday fúll. „Hvernig var Mace drepinn. Litla haglabyssan aftur?" „Nei. Fjögur cal. 32 skot í brjóstið. Ég ætla að hringja til Long Beach og biðja þá að fara í hólf númer 19 á strætisvagnastöðinni. En ég er hræddur um, að hver sem drap Mace hafi fyrst náð sér í perlurnar." Gulur blýantur stóð upp úr vestisvasa Clapps. Thursday teygði sig yfir borðið og tók hann. Hann ýtti disknum og kaffibollanum út á mitt borðið og breiddi úr pappírsservéttunni fyrir framan sig. „Hvaö er nú?“ spurði Clapp. „Við skulum sjá, hvort við erum sammála um það, sem komið hefur fyrri. „Thursday skrifaði með stórum prentstöfum á servéttuna. Clapp horfði á blýantinn hreyfast yfir hvítan pappírinn. „Þetta er í höfuðatriðum einfalt. Fyrst áttu að finna son þinn. Síðan ræningjann. 1 þriðja lagi morðingjann. Ef hægt er að gera þetta allt í einu — því betra." „Það er hægt,“ sagði Thursday hranalega og hélt áfram að skrifa. Clapp gafst upp á því að reyna að lesa skriftina á hvolfi. „Mace-morðið kemur á fyrstu síðu á Tribune-Sun.“ Eftir WADE MILLER Thursday tautaði: „Aumingja maðurinn vissi aldrei hvað gekk eigin- lega á." „Ég held ég sé þér sammála, Max. Barnsræninginn hélt bersýnilega, að hann væri jafn slæmur og dr. Elder. En ég held að Homer Mace hafi aðeins verið að gera Elder greiða — fara í sendiferð fyrir hann. Ég held að hann hafi ekki vitað, að hann var að ná í stolnar perlur." Hann saug pipuna alvarlegur í bragði. „Eða — getur verið, að ræninginn viti, að Tommy er sonur þinn? Og Tommy verður ekki skilað fyrr en samið er um perl- urnar." Thursday leit upp og hló stutt. „Ef ég er með perlurnar." „Verðum að telja það mögulegt." „Líttu fyrst á þetta." Thursday ýtti gula blýantinum og servéttunni yfir borðið. „Líttu á." Clapp setti stút á varirnar. „Jamrn." Á servéttunni stóðu helztu atburð- irnir, sem mikilvægir voru. Laugardaginn, 11. febrúar, kl. 7:00 e. h. Max Thursday leit niður eftir ganginum með hvíta teppinu, sem lá að fordyrinu á Tower Bowl þar sem leikið var keiluspil. Það var dimmt á Broadway núna og neonljósin lýstu illa upp blautar gangstéttirnar. Hann gleypti í sig síðustu sopana af gosdrykknum og sveiflaði sér af kollinum. Þrumurnar frá keilukúlunum i yfir tuttugu röðum fóru illa við gervi- ljósið inni i húsinu. Thursday skilaði aftur blýantsstubbnum, sem hann hafði fengið að láni hjá afgreiðslustúlku. Hún brosti. „Slá nokkrar keil- ur? Róar mann." Han fann, að vöðvarnir í andliti hans voru stífir. Einhvern veginn tókst honum að hlæja. „Nei, takk. Ég er að fara á stefnumót." Han gekk niður eftir ganginum út á götuna. 1 hægri hendi hélt hann fast utan um tvær sérvéttur, sem á voru skrif- aðar spurningar. Spurningar, sem hann gat ekki svarað. Thursday. henti reiðilega pappíinum í göturæsið. Hann gekk niður eftir Broadway, forðaðist sjómennina og kærustur þeirra, og fylgdi fljótandi servéttunum, þangað til þær sukku. Hann andvarpáði. Þetta hafði verið efiður dagur, og erfiðast hafði verið að segja Georgiu frá morðinu á Homer Mace. Augu hennar höfðu verið tóm, skilningssljó, en smám saman hafði henni orðið ljóst hvað var á seyði. Stóra húsið við Linwoodstræti hafði verið ömurlegra en nokkru sinni áður, þegar hann yfirgaf það. Thursday hélt áfram í vesturátt, í áttina að höfninni. Hann fór varlega framhjá Huggins-húsinu. Skrifstofurnar hjá Spagnolettunum voru eins dökkar og húsið sjálft. Geysistór farþegaflugvél þrumaði yfir höfði hans á leið til Lindbergh-flugvallarins. Niður Hafnargötu. Framhjá baseball-vellinum. Varðbátar suðuðu um höfnina. Gatan lá mjúklega til hægri kringum höfnina. Thursday starði út á dökkan flóann. „Panda", hafði Smitty sagt. Hann ygldi sig. Óljós grunur færðist yfir hann. Hvað var að? Var Smitty svona óeigingjörn, eða var hún eitthvað annað — hvað var svona dular- fullt við hana? Það fór hrollur um Thursday og hann starði áfram út á flóann. Þar sáust engin ríkisskip. Skip með eins siglu voru hér og þar. Káetuglugg- arnir voru myrkir. Þetta var túnfisksflotinn. Hann hafði búizt við að sjá margar bryggjur, en svo var ekki. Stutt- aralegir bryggjustúfar stóðu hér og hvar, hlaðnir trékössum og benzín- dælum. Hann hægði á sér og las vandlega á upplýst skiltin. Standard of California. Associated Oil. Westgate. Spagnoletti-bræður. Hann stað- næmdist. Spagnolettarnir höfðu hinn venjulega lendingarstað, tvær bryggjur 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.