Vikan


Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 9
 FAGREB MUNXR LJIÍ GULLl OG SELFRI Sendnra gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPA VERZLUN Laugaveffi 22 A. — Slml 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTffi MATARLITUR — SÖSULITUR EDIKSÝRA _ BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR — Sendnm um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1318. — Siml 19795 — Beykjavík. TRICH LORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) SDLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 h__________________________________á Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustig 18. Simar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. IJendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturninum við Amarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfílsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Simi 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Oliukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. SHO Frændi minn sagöi nokkur orð um Fyrir nokkrum árum var ég stödd á dansleik í sam- komuhúsi hér í bœ. Með mér voru stöliur mínar tvœr. Þegar við komum, sáum við, að öll borð voru setin. Hjálpsamur þjónn benti okkur á borð, þar sem sátu tvær stúlkur á aldur við okkur, 17—18 ára. Þær leyfðu okkur fúslega að setjast hjá þeim. Báðar voru þær geðfeldar stúlkur, hvor á sinn hátt. önnur var svarthærð, með dökkbrún augu, fallega vaxin og smekklega klædd. Mér kom strax í hug, að þeta væri ein fallegasta stúlka, sem ég hafði nokk- urn tíma séð. Hin stúlkan var öllu hversdagslegri. Skolleitt hár og gráblá augu. Hún var ekki sérlega vel vaxin, fæturnir til dæmis alltof sverir. Þótt hún virt- ist mjög venjuleg stúlka í útliti, tók ég eftir, hvað hún hafði skemmtilegt og hjartanlegt bros. Allt and- lit hennar lýstist upp, þegar hún brosti. Og hún brosti oft. Auðvitað lá beinast við að ætla, að sú dökkhærða yrði miklu eftirsóttari um kvöldið. Hún var falleg og vel vaxin. Hvað vilja strák- ar hafa það meira? hugs- aði ég. En fljótlega komst ég að raun um, að skoðun mín var algerlega röng. Sú með sveru fæturnar var á gólfinu allt kvöldið, en fegurðardís- in varð að láta sér nægja að dansa eina og eina syrpu. HÚSRÁÐ . . á sumrin má ekki vökva stofublóm á morgn- ana, heldur um miðjan daginn eða kvöldið. . . við berjatínslu atast hendurnar oft mikið út og erfitt að ná vel af sér ó- hreinindunum með sápu- vatni. Þvoið hendumar í blöndu af köldu vatni og saltsýru (tveir hlutar vatn, móti einum af sýru). Þerr- ið síðan og berið feitt hreinsunarkrem í hendum- ar. ungu stúlkurnar og feguröina Það var sérstaklega einn piltur, sem bauð þeirri skol- hærðu oft upp. Fyrst hafðí hann boðið þeirri dökk- hærðu upp og þá hinni. Eftir það kom hann hvað eftir annað og bauð henni upp, en leit ekki við þeirri dökkhærðu. Svo vildi til, að nefndur piltur var frændi minn og hefur honum sjálfsagt ekki þótt annað sæmandi en hann byði fræ.uku sinni í dans. Ég notaði tækifærið, þeg- ar við vorum byrjuð að dansa og spurði hann, hvernig honum litist á þá dökkhærðu. Hvort honum fyndist hún ekki falleg. „Falleg", sagði hann og fnæsti fyrirlit.lega. Mig varðar andskotann ekkert um andlitið á henni. Hún er svo helvíti leiðinleg. En hin er töff, skal ég segja þér. Hún getur kjaftað um allt, og þó talar hún alveg mátulega mikið. Mér leið- ast sko stelpur, sem eru allt- af malandi. Þessi fallega þín var svo sem að burðast við að segja eitthvað. Veiztu, hvernig hún byrjaði? Hún sagði: Finnst þér ekki margt hérna í kvöld? Jú, sagði ég, andskoti margt. Finnst þér hljómsveitin ekki skemmtileg, sagði hún. Jú, ég sagði að mér fyndist það. Og söngkonan, sagði hún, hún er ágæt. Já, mér fannst hún ágæt. Eg spurði, hvað honum fyndist athugavert við spurningar stúlkunnar og hvers vegna hann hefði ekki haldið samræðunum áfram. „Athugavert ? Svo sem ekki neitt!" sagði hann. En þú skilur þetta ekki, frænka sæl. Hún sagði þetta sko, eins og hún hefði æft sig hundrað sinnum heima, áð- iir en hún fór á ballið. Ég er næstum viss um að hún hefur talið danssporin, talið svona tuttugu og spurt þá fyrstu spurningarinnar, tal- ið næstu tuttugu, spurt þá aftur og svo framvegis. Það er ekkert fútt í að dansa við stelpu sem ekkert getur sagt. Hún var svo á- hugalaus þegar hún talaði, henni var alveg sama, hvort ég svaraði eða ekki. Ég spurði hana, hvort hún hefði gaman af fótbolta. Já, já, sagði hún. Ég vissi strax að hún var ekkert spennt fyrir honum. Rikki stóð sig andskoti vel i leikn- um í gær, fannst þér það ekki ? spurði ég. Ha, sagði. hún. Rikki stóð sig helvíti vel í gær! sagði ég. Rikki, sagði hún. Hvaða Rikki? Hver heldurðu að hafi gam- an af að dansa við svona fífl og rolu ? Ábyggilega ekki einn einasti strákur. Veit ekki hver Rikki er! Það er allt í lagi að vera fallega en mér finnst það sko bara ekki nóg, ef hún þarf að vera svana þraut- leiðinleg og virðuleg. Ég vil að hún geti kjaftað við mig, ekki eins og hún hafi æft sig heima, heldur svo- leiðis, að ég finni að hún meinar það sem hún segir." Þetta sagði nú hann frændi minn. Skyldu ekki fleiri strákar vera á þessari skoðun ? Og athugið nú ykkar gang, stúlkur góðar. Það er vafalaust rétt, að piltar sækjast ekki fyrst og fremst eftir þvi að dansa við sérlega snoppufriðar stúlkur, heldur þær, sem kunna að tala við þá — í hófi þó! Það er sem sagt um að gera að tala ekki of mikið, en tala þannig að strákamir finni „að þið hafið ekki æft ykkur hundrað sinnum heima" áður en þið fóruð! Pylsur í nýju gerfi < Þótt flestum þykji pylsur með kartöflustöppu góður matur, verður það óneitanlega tilbreytingar- laust að borða þær alltaf þannig fram bomar. Lítið á meðfylgjandi mynd. Svona bera amerískar húsmæður pylsur á borð og þykir mjög gott. Skorið er með bitgóðum hníf í pylsuna og ost- lengja sett ofan í rifuna. Bezt er að nota mjúkan ost. Þá er tekin sneið af bakoni og vafin um pyls- una, fest með tveim eldspýtum (brennisteinninn er vitanlega skorin af áður). Síðan eru pylsumar settar á pönnu og steiktar í smjöri eða smjörlíki við hægan hita. Þrjár til fjórar mínútur hvom megin. Bomar á borð með sinnepi og tómatsósu og ef vill, harðsoðnum eggjum, niðurskomum og kart- öflum. Jarðaberjafromage Fjórir dl rjómi, iy2 dl jarðaberjasaft (eða 375 g ný jarðarber og sykur), 7—8 blöð matarlím, ný jarðarber til skreytingar. 1) matarlímið sett í kalt vatn og látið standa í um það bil tíu mínútur, vatninu helt af og blöðin leyst upp við hægan hita. 2) rjóminn þeyttur. 3) saftið sett út í rjómann (eða ný jarðarber, vel marin) og hrært, ásamt matarlíminu. 4) hellt í skál og skreytt með nýjum jarðar- berjum, röspuðu súkkulaði og skrautsykri. Sérlega Ijúffeng lcalca. Efni: 1) 2 egg, 100 g sykur, 120 g smjörliki, 120 g hveiti, 2) hindberjasulta, 75 g hakk- oðar möndlur, 75 g sykur, 75 g smjörlíki, 2 matsk. hveiti, 2 matsk. mjólk. Eggin tvö og 100 g sykur hrært vandlega saman ásamt 120 g af bræddu smjörlíki. 120 g hveiti sett útí, en lítið í einu. Látið bakast um stund í smurðu formi. Síðan er kakan tekin úr ofninum, smurð með hind- berjasultu og eftirtöldu bætt í (það hefur áður verið hrært vel saman): 75 g hakkaðar möndlur, 75 g sykur, 75 g smjörlíki, 2 matsk. hveiti og 2 matsk. mjólk, sem áður hefur verið hituð. Nú er tertan sett inn í ofninn aftur og bökuð al- veg. Skreytt með hindberjasultu og röspuðum möndlum. ATHS. Ekki er nauðsynlegt að nota eins mikið af möndlum og upp er gefið í uppskriftinni. Það md fara eftir smekk; en minna en 45 g œtti þoð þó ekki oð vera. LEIKARASPJALL Susan fær slæma dóma fyrir síðustu mynd Lilli Palmer gift aftur . . . Daniel Gelin hættur að drekka . . . Yul Brynner er ást- fanginn af tveim . . . Þýzkur prófessor gerir stytu af James Dean . . . Eddie skírir son sinn upp . . . Barbara elskar Robert enn . . . Gregory Peck eignast dóttur . . . Enska leikkonan LtiU Pdlmer giftist fyrir skömmu kollega sínum, Oarlos Thompson. Hún var áður g^ft Rex Harrison. Hjóna- band þeirra entist 1 meira en 12 ár. Rex er nú kvænt- ur Kay KendaTl. Hún mun vera efnileg leikkona. Sus- an Hayward, sem þótti ein bezta leikkona Ameríku, er nú að falla í gleymsku. Hún var i mörg ár gift manni að nafni Jess Baker og áttu þau tvíburasyni. Þau skildu fyrir nokkrum árum og reyndi Susan mörgum sinnum að fremja sjálfsmorð eftir það, en var alltaf bjargað. Fyrir fáein- um árum giftist hún Eaton Chalkey og fluttist burt frá Hollywood. Hún kom þó aftur fyrir nokkru til að leika aðalhlutverk í nýrri mynd. Susan hefur ekki fengið góða dóma og tók það svo nærri sér, að ótrú- legt er talið að hún haldi áfram kvikmyndaleik. Fyrir nokkru var minnzt á söngvarann Eddie Eisher hér í dálkunum. Þau hjón Eddie og Debbie eiga barn, sem heitir Sonny. Nú hafa þau látið bæta Todd við nafnið, eftir vini þeirra, Mike Todd. Ava Oardner var fyrir skömmu stödd í Rómaborg. Hana langaði að skreppa á bíó, en upp- götvaði að hún hafði gleymt peningunum á hótelinu. Hún sagði dyraverðinum til nafns og bað um að fá að greiða síðar. Hann vildi ekki trúa, að þetta væri leikkonan sjálf og neitaði að hleypa henni inn. Ava gekk þá á fund forstjór- ans. Hann trúði henni ekki heldur og náði í lögregl- una. Eftir mikið þóf var loks samþykkt að leyfa övu að fara ókeypis inn. En þá var Ava orðin svo reið, að hún fór leiðar sinnar án þess að þiggja boðið. Michael Wilding, sem kvæntur var Elizabeth Taylor (hann var eigin- maður hennar númer 2) gekk fyrir nokkru að eiga leikkonuna Susan NeU. Þetta er 3. eða 4. hjóna- band Wildings og annað hjónaband Susan. Furðuleg tilviljun átti sér stað, er eiginkona Roberts Taylor, hin fagra Ursula Thiess þurfti að dvelja á sjúkrahúsi um tíma. 1 næsta herbergi lá nefnilega fjrrri kona Taylors, leikkonan DANTICL GELIN — elskar konuna sina Barbara Stanwyck. Þau Barbara og Robert voru gift í 12 ár. Hjónabandið var talið gott, lengst af, en báðum þótti leitt, að Barbara gat ekki eign- ast börn. Fljótlega eftir skilnaðinn gekk Robert að eiga Ursulu og eiga þau a. m. k. eitt bam. Hins vegar mun Barbara alltaf elska Robert mjög heitt og tók það nærri sér, að Ro- bert gekk alltaf framhjá herbergi hennar og yrti ekki á hana, þegar hann kom að heimsækja Ursulu á sjúkrahúsið. Franski leikarinn Daniel Gélin á marga aðdáendur hér á landi. Hann leikur nú I mynd sem heitir „La Fille de Hamburg", sem útleggst „stúlkan frá Hamborg". Daniel er fæddur árið 1921 og hann ákvaö ungur að verða leikari. I fyrstu fékk hann aðeins smáhlutverk og varð mjög óham- iugjusamur vegna þess að honum var aldrei trúað fyrir stærri hlutverkum. Hann leitaði huggunar í áfengi og leið ekki á löngu þar til hann var orðinn for- fallinn drykkjumaður. En þegar hann hafði misst alla von um að geta nokkurn tíma orðið að manni aftur, kynntist hann eiginkonu sinni, Sylvie. Hún starfaði sem sýningarstúlka hjá Dior. Þau giftust og ham- ingja þeirra virtist full- kominn, er sonur þeirra fæddist. En 14 mánuðum síðar dó litli drengurinn af slysförum og foreldrarnir voru óhuggandi. En tíminn læknar öll sár og þau von- ast til að eignast einhvern tíma fleiri börn. Daniel smakkar ekki áfengi síðan hann giftist. Hann segist ekki getað lifað án konu sinnar og ef hann missti hana væri hann búinn að vera. Daniel hafa verið fal- in geysi mörg og erfið hlut- verk á síðustu árum og hafa þau skipað honum í fremstu röð franskra leik- ara. Yul Brynner, sem frægur er fyrir fagurlagaðan skalla, er til skiptis orðað- ur við Frances Martin og aðra, sem heitir Senta Wengraf. Sú er frá Vínar- borg. Sagt er að Frances reyni að töfra hann með gítarspili og söng, en Senta láti sér næga að brosa. Eftir myndum að dæma virðist hvorug sérlega lag- leg. Þýzkur prófessor, Valde- mar Fritsch, hefur gert brjóstmynd af leikaranum James Dean. Eins og kunn- ugt er fórst Dean í bil- slysi fyrir fáeinum árum. Hann þótti afburðaleikari og er enn syrgður mjög um víða veröld. Fyrir skömmu var rætt hér um Shelley Wintcrs og erfiðleika hennar við að grenna sig. Hún hefur vcrið æst á taugum vegna þcssa og fyrir stuttu fékk hún ógurlegt reiðikast — af hverju fylgdi ekki sögunni — og lamdi eiginmann sinn í höfuðið með kökukefli. Hann hlaut nokkra áverka af og varð að flytja hann á sjúkrahús. Ein af piparmeyjunum í Hollywood, hin fræga Kim Novak hyggst nú ganga í hjónaband. Tilvonandi ein;- inmaður hennar . hc;.:r Trujillo. Hann hefur verið AVA GARDNER — fékk ekkl að fara i bíó kvæntur éöur og skildi við konu, sina fyrir nokkru Vígna Kim. Gregory Peck Þykir einn bezti leikari Ameríku. Hann gpfti sig fýrir ga* tveim árum i annað sinn. Áður var hann kvæntur finnskri konu í nær tutugu ár. og átti með henni þrjá syni. Það vakti mikla undr- un, er þau skildu. Nú hefur hin nýja frú Peck, Ver- onique, alið manni sínum dóttur fyrir nokkru. Vinum Tyrone Pow'er leizt ekki á blikuna, er þeir sáu nýju konuna hans Deborah Minardos. Hún ku nefni- lega minna ískyggilega mikið á eiginkonu númer 2 IÁndu Ohristian. Var álit- ið að Tyrone hefði fengi I nóg af konum eins og henni. Til allrar hamingju cr hún þó ekki sögð líkjast Lindu nema í útliti. Marlyn Monroe þykir mcð afbrigðmn óstundvís. Hún gefur þá skýringu að einhverju sinni hafi hún komið á tilsettum tíma i kokkteil samkvæmi og var þá enginn þar fyrir nema gestgjafinn. Betty Davis átti fimm- tugsafmæli fyrir skömmu 1 nýjustu mynd sinni leik- ur hún móður Alec Guinn- es. Alec er 46 ára. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.