Vikan


Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 6
ÞEGAR SJÁLFSTRAUSTIÐ BILAR Þættinum hefir borizt eftirfar- andi bréf frá framhaldsskólanema. Þar er á einfaldan og opinskáan hátt rætt um vandamál, sem marg- ir unglingar eiga við að stríða. Bréfið hljóðar svo: Kæri þáttur! Ég er ekki viss um, að vanda- mál mitt heyri beinlínis undir það, sem þér er ætlað að flytja, en hvað um það, þátturinn segist munu leitast við að leysa vandræði allra, sem til hans leita. Ég er framhaldsskólanemi, og þar af leiðandi er aðalvandamál mitt í sambandi við námið. Meðan ég var I barna- og mið- skóla sóttist mér námið ágætlega, þurfti raunar ekkert fyrir því að hafa. En núna þegar lengra er komið, og námið þyngra, er ég búinn að fá minnimáttarkennd gagnvart því og þó sérstaklega erfiðustu námsgreinunum. Þessi kennd er orðin svo rótgróin, að það er orðin mér hreinasta kvöl að lesa sumar greinarnar, ég er óstyrkur, get ekkert hugsað, leita kannske að orðum, sem margoft hafa komið fyrir í tungumálum o. s. frv. Ég nota því hvert tæki- færi til að losna við að lesa sum- ar greinarnar (þarf raunar oft ekkert tilefni), og missi þannig stundum úr talsvert langa kafla. Þetta kemur mér að sjálfsögðu mjög illa á vorin, þar sem ég verð þá að frumlesa námsefnið. Þetta háir mér að sjálfsögðu mjög (og svo bætast áhyggjurnar ofaná), og það sem verra er, að kenndin virðist fremur færast í aukana, og þá um leið yfir á fleiri svið, er hún jafnvel að því komin að gera mig fullan minnimáttar- kenndar og þunglyndis. Oft hugsa ég um það tímunum saman, til hvers ég sé að þessu, hvers vegna ég hætti ekki námi, en kemst æt£ð að þeirri niðurstöðu að raunveru- lega langi mig til að halda áfram. (Og það er ég viss um). Ættingjarnir koma þessu máli raunverulega ekki við og mundu láta mig sjálfráðan að hætta námi, þótt ég búist við, að þeim félli það miður. Ég vil taka það fram, að ég held ég geti fullyrt. að ég sé ekki ver gefinn en hinir nemendurnir í bekknum a. m. k. stend ég mig eins vel og stundum betur í „ólesnum" prófum og einnig stend ég þeim fyllilega á sporði þegar kennararn- ir leggja ,,gáfnapróf“ (gáfna- spurningar) fyrir bekkinn. Þá hefi ég lagt spilin á borðið. Getur þú ráðlagt mér nokkuð ? Hvaða aðferð er hægt að nota til að vinna bug á minnimáttar- kennd? Vona að þú látir mig a. m. k. vita hvort þú hefir fengið bréfið, og hvort ég megi vænta svars. Með fyrirfram þökk. Framhaldsskólanemi. Hvernig vaknar vanmetakenndin ? Kæri framhaldsskólanemi! Þátt- urinn vill auðvitað svara bréfi þínu eftir beztu getu, og við þökk- um þér tilskrifið, en spurningar þínar eru alls ekki auðveldar. Við þyrftum fyrst og fremst að gera okkur grein fyrir því, hver er hin raunverulega ástæða til vanmátt- arkenndar þinnar. Um það veitir bréf þitt engar upplýsingar, og að öllum líkindum er þér það ekki ljóst sjálfum. Minnimáttarkenndir eru ekki mjög sjaldgæfar hjá unglingum og flestir setja þær í samband við lélegan námsárangur. Oft eiga þær sér þó allt annan uppruna og hafa jafnvel myndazt í bernsku. Því fer mjög fjarri, að minnimátt- arkennd fylgi alltaf hæfileika- skorti, þó að því sé oft þannig far- ið. Margt hæfileikalítið fólk sýnir mikið sjálfstraust, og margir menn, sem búnir eru ágætum hæfileikum, þjást af vanmeta- kennd. En hvernig sem vanmeta- kenndin er til orðin, fær hún sí- fellt nýja næringu, ef unglingui'- inn verður að glíma við náms- efni, sem hann ræður illa við. Hann þykist þá finna í skóla- reynslu sinni sönnun fyrir því, sem vanmetakenndin segir honum, að hann standi flestum eða öllum félögum sinum að baki. Unglingur, sem þjáist af van- metakennd, reynir alltaf að leita skýringar á henni í ytri orsökum. Oftast skellir hann skuldinni á námsgreinarnar, einkum þær, sem krefjast mikillar andlegrar á- reynslu. Vanmetakenndin verður honum þá af sökun f yrir lágum eink- unnum í stærðfræði og latínu, en hinar lágu einkunnir falla eins og kjarnfóður í jötu vanmetakennd- Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- mólum er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. ÖIl bréf sem þættinum eru send skulu stíluð til Vik- unnar, pósthólf 149. Umsiagið merkt: „Foreldraþáttur“. arinnar. Þá hefir vitahringurinn lokazt. Þú talar líka um, að van- metakennd þín komi fram gagn- vart erfiðum námsgreinum. En léleg námsafrek geta sprott- ið af öðrum ástæðum og aukið á vanmetakennd, sem þau hafa ails ekki valdið. Mjög margir ungling- ar vanrækja að laga námsaðferð sína eftir strangari kröfum framhaldskólans. Þeim varð e. t. v. eins og þér námið mjög auðvelt í barnaskóla og hinum almenna unglingaskóla. En eftir unglinga- próf verður námsefnið miklu flóknara og námsaðferð barna- skólans reynist ófullnægjandi. Þá reynir mjög á þrek og hæfileika unglingsins; ef vanmetakennd leynist í hugskoti hans, getur hún nú brotist fram með auknu afli. Þeim, sem þjáist af vanmeta- kennd, er gjarnt til að einangrast. Þeir rýna inn í sjálfa sig og þeim finnst þeir verr gerðir en aðrir menn. Smávægileg mis- tök leggjast þungt á þá, en þeir eiga bágt með að létta á huga sinum með því að tala um þau við aðra. Sá, sem getur bölvað eða hlegið í hópi góðra félaga yfir mistökum sínum, hann þjáist ekki af vanmáttarkennd. Hún vex bezt í skugga einmanaleikans. Að uppræta vanmetakennd. Menn reyna á tvennan hátt að losna við vanmetakennd: að, bœla hana niður eða að upprœta hana. Eftir bréfi þínu að dæma, hefir þú sterka tilhneigingu til að bæla vanmetakennd þina niður, hasta á hana, þagga í henni, ef svo mætti segja. Sú aðferð leiðir sjald- an til árangurs, ef sjúkleg van- metakennd er vöknuð á annað borð. Hún sefast ekki, þó að breytt sé yfir hana, heldur kem- ur fram í nýju gerfi og gagnvart nýjum erfiðleikum. Ég gæti t. d. vel hugsað mér, að vanmeta- kennd þín hafi vaknað hjá þér ungum, en þú hafir bælt hana þá. Nú, þegar óvæntir erfiðleikar mæta þér í framhaldsnáminu og auk þess á mjög viðkvæmu ald- ursskeiði, kemur hún fram á ný. Til þess að uppræta vanmeta- kennd er nauðsynlegt, að þú legg- ir rétt og raunsætt mat á hæfi- leika þína. Vanmetakenndin veld- ur því, að þú einblínir um of á það, sem þér veitist erfitt, en gef- ur litinn gaum að hinu sem hæfi- leikar þínir njóta sín vel við. Þess- ari afstöðu þarf að breyta, en það mun þér ekki takast, nema þú gerir hreinskilnislega reikninginn upp við sjálfan þig. En ef þú ger- ir það, munt þú sjá, að þú lítur á sjálfan þig með of mikilli tilfinn- ingasemi og tekur sársauka þinn of alvarlega. Þú verður alltaf að minnast þess, að þú stendur í miðdepli veraldar og úr öllum átt- um er beint kröfum til þín. Reyndu að finna köllun þína í ein- hverri af þessum kröfum, reyndu að finna áhugamál þitt einhvers staðar í þeirri margbreytilegu menningu, sem þú kynnist í nám- inu og í lífinu allt í kringum þig. Ef þér tekst þetta svo, að þér vakni sterkur og þolinn áhugi, að keppa að einhverju markmiði, þá mun vanmáttarkennd þin sefast og hverfa. Hún kemur þá ekki fram á ný, þó að þér mæti nýir erfiðleikar, t. d. í námi. 1 þessu sambandi skipta ytri að- stæður miklu máli, og ég er alls ekki sammála þér, þegar þú seg- ir: „Ættingjarnir koma þessu máli raunverulega ekki við og mundu láta mig sjálfráðan að hætta námi, þótt ég búist við að þeim félli það miður.“ Ætli þetta sé nú hið heppilegasta form frelsisins? Auðvitað átt þú að vera sjálfráð- ur um nám þitt, því að enginn getur rækt það nema þú, og í raun getur heldur enginn borið ábyrgð á því nema þú. Þess vegna þarft þú að vera frjáls að velja þína leið. En þegar þú hefir valið hana og sett þér takmark, þá ert þú bundinn af þeirri ákvörðun og getur ekki hætt, nema bregðast sjálfum þér. Þetta eiga og mega þeir, sem eru þér nákomnastir, ekki láta afskiptalaust. Þeir þurfa að láta þig finna, að þeir treysti þér og viti, að þú ert fær um að sigrast á þeim erfiðleikum, sem óhjákvæmilegir eru á hverri leið. Við slíkan skilning myndi sjálftraust þitt og starfsgleði vaxa. Þetta er fátæklegt svar við bréfi þínu. Ef það gagnar þér ekki neitt, ráðlegg ég þér að spjalla um vandmál þitt við sálfræðing. Um rithönd þína: Blaðið hefir sérstakan rithandarsérfræðing og við þorum ekki að fúska í sér- grein hans. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.