Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 25
- BA RNA GA MA N
TENN HERSHÖFDINGI
Síðan afhenti ég bréfið. Þarna
gerði ég þó góðverk. Ég bjarg-
aði maðkinum frá því að verða
étinn og fiskinum frá því að
verða veiddur og svo afhenti ég
bréfið, sem mér hafði verið trú-
að fyrir. Ég býst við, að ég sé
eini bréfberinn, sem hefur gert
nokkurt slíkt, sagði Tenn hers-
höfðingi og teygði úr sér. Síð-
an sló hann sér á brjóst og var
rnjög upp með sér.
Teddý, uppstoppaði bangsinn,
sat á tröppunum utan við húsið
ásamt Kláusi og Hermanni tré-
brúðu, þegar bréfberinn kom
gangandi.
Hann bar tösku með bréfum
og blöðum á bakinu.
Góðan dag, sagði bréfberinn.
Sðan stakk hann bréfi inn í
bréfakassann og hélt til næsta
húss.
Kláus, Teddý og Hermann
þutu að bréfakassanum til að
sækja bréfið. Þeir fór jafnt af
stað og komust allir í sama
mund að kassanum og það lá
við, að þeir rifu bréfið í tætlur,
áður en það væri lesið, því að
allir vildu fyrstir verða að ná í
það. Bréfið var til Tenn hers-
höfðingja, svo að Kláus, Her-
mann og Teddý fóru inn til að
fá honum það.
Þegar Tenn hershöfðingi
hafði lesið bréfið, sagði Teddý,
að sig langaði að verða bréf-
beri, þegar hann yrði stór.
Kláus og Hermann sögðust líka
vilja verða bréfberar.
„Það er ekki svo vitlaust,
sagði Tenn hershöfðingi. Ég
man oftir því, þegar ég var
bréfberi, sagði hann og brosti
með sjálfum sér við tilhugsun-
ina.
Hefur þú verið bréfberi, Tenn
hershöfðingi ? hrópaði Kláus.
Hvenær var það?
Það er nú langt síðan, sagði
tindátinn. En ég var enginn
venjulegur bréfberi eins og sá,
sem þið sáuð áðan og ber bréf
og blöð til fólks. Ég hafði önn-
ur hlutverk, sagði Tenn hers-
höfðingi.
Kláus leit á hann spyrjandi
og sagði: Eins og til dæmis,
hvað?
Ég get meðal annars sagt frá
því, að einu sinni bar ég bréf
til kýr. Það var frá hesti, sem
átti heima hinum megin við veg-
inn.
Ekki veit ég, hvað stóð í bréf-
inu — því að maður má ekki
lesa bréf annarra — en ég held,
að hesturinn hafi spurt, hvort
kýrin vildi ekki hjálpa honum
við plæginguna.
Annað sinn, sagði Tenn hers-
höfðingi, bar ég bréf frá ketti
til músar. Ég veit ekki, hvað
stóð í bréfinu, en músin svar-
aði — nei!
Kötturinn hefur víst spurt
músina, hvort hún vildi koma
út, sagði Kláus.
Já, það er mjög líklegt, sagði
Tenn hershöfðipgi.
Einu sinni um haust, áður en
kalt var orðið, bar ég út bréf
eða réttara sagt blað — því
boðskapurinn var skrifaður á
blað — til allra svala, rauð-
brystinga og stara í nágrenn-
inu. Boðskapurinn kom frá ugl-
unni. Ég gat ekki stillt mig um
að gægjast í hann, og þar stóð:
Veturinn kemur! Búizt til ferð-
ar! Daginn eftir tóku fuglamir
saman pjönkur sínar og bjuggu
sig undir að fljúga saður á bóg-
inn.
Ekki vissi ég, að þetta væri
svona, sagði Hermann.
Jú, sagði Tenn hershöfðingi,
þannig er það. En erfiðasta
bréf, sem ég hef þurft að af-
henda var til ánamaðks.
Ánamaðks ? hrópaði Teddý
steinhissa.
Já, já, og það var afskaplega
erfitt að komast niður í holuna,
þar sem hann bjó. En þegar ég
komst þangað loksins, fann ég
miða, og á honum stóð: Er úti
að veiða! Ég sneri þá við og fór
að næsta læk. Og þar var hann
hangandi neðan úr öngli niðri í
vatninu.
En af því að ég er mjög
skyldurækinn bréíberi stökk ég
út í lækinn. Ég ætlaði einmitt
að afhenda bréfið, þegar fiskur
kom syndandi með galopinn
munn. Hann virtist ætla að
gleypa maðkinn.
Hvað gerðir þú þá? spurði
Kláus.
Ég tók maðkinn af önglinum
og bar hann aftur í holuna sína.
- ÞRAUTIR -
Hér er ínálsliáttur, sem hefur verið ruglað dálítið til: Be trie
reinnf ugláh endie ntve irís kógi.
Lausnina getið þið ef til vill fundið með því að draga stryk
milli punktanna frá 1 tii 21.
Lausn: Betri er einn fugi á hendi en tveir í skógi.
Jón litli, sem þið sjáið þarna á myndinni, er á gangi úti í skógi. Hann
er að hugsa með sjálfum sér, hve gaman það væri að eiga dálitinn dýra-
garff, og liami hugsar svo sterkt um þetta, að hann bókstaflega sér fyrir
sér alls konar dýr, svo sem svín, mús, pelíkana, mörgæs, fíl, skjaldböku og
fisk. I>lð getið einnig séð þessi dýr. Ef þið liorfið vel á myndina, getið þiS
komið auga á öll þau dýr, sem nefnd eru hér að ofan.
VIKAN
25