Vikan


Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 5
TVÍFARAR OG 11 HÁLFT FOLK 66 Læknar og sálfræðingar hafa á •síðustu árum lagt mikla stund á rannsóknir á ýmsum merkilegum vandamálum, sem verða að öllum lík- indum til að varpa nýju ljósi á sam- starf heilans og líkamans. Það kem- ur ekki ósjaldan fyrir, að fólk mæti skyndilega sjálfu sér á götu — eða því virðist, að höfuð þess vaxi með uggvænlegum hraða — eða það sé sjáandi, enda þótt það sé raunveru- lega blint, já, og sumir jafnvel full- yrða í fúlustu alvöru, að þeir hafi ekki vinstri handlegg eða fót — já, svona mætti lengi telja. En eitt er víst, að svona fólk er alvarlega sjúkt, meðvit'und þess um líkamshreyfingar sínar er í ólagi, jafnvel án þess að það hafi nokkra hugmynd um það sjálft. Danskur læknir hefir nýlega ritað um SS-mann, sem árið 1944 fékk sprengjubrot hægra megin í höfuð- ið. Eftir að hann hafði verið skorinn upp, fóru ýmiss konar furðulegheit að koma fram í meðvitund hans. Er hann hafði snætt morgunverð, sá hann ef til vill sjálfán sig allt í einu liggja upp í rúrni með reifað höfuð. „Þetta bar með sér öll merki raunveruleikans“, ritar læknirinn. ,,Á meðan á þessu stóð var hann þess fullviss, að þetta væri hans eigið lík, sem hann sá liggjandi upp í rúminu. Hann gat ekki séð, að ,,hann“ drægi andann og það styrkti ennþá meir þá trú hans, að hann væri dauður." Síðar, er hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu, tók hann oft eftir, að likama hans var eins og ýtt til hlið- ar, og svo virtist sem tvífari hans gengi við hlið hans á götunni. Og jafnvel kom nokkrum sinnum fyrir, að hann varð að ganga nokkrum skrefum út á hlið til þess að rekast ekki á sjálfan sig — eða öllu held- ur „tvífarann". Þetta fyrirbæri, „tvífari", befur verið þekkt frá ómunatíð, en það voru fyrst hin rómantísku skáld, sem -—oft með aðstoð undralyfja — reyndu að gera þennan þátt lífsins meiri. Á þeim tíma, er þýzka skáldið E. T. A. Hoffmann skrifaði sina frægu skáldsögu um „djöfladrykkinn“, kom það oft fyrir, að hann var umkringd- ur af heilum her tvífara. Til þess að fá úr því skorið, hver þeirra væri sá „raunverulegi“, þurfti hann að hrópa á hjálp og láta konuna sína reka þá út . . . Hjá Goethe, Edgar Allan Poe, Alfred Musset, Baudelaire o. fl. er hægt að finna lýsingar á tviförum þeirra, sem þeir voru meira og minna dauðhræddir við. Tvifarinn getur, segja læknarnir í dag, orðið svo raunverulegur, að sjúklingurinn rétti hönd sína til hans, reyni að klappa honum á öxlina og tala við hann, ef sá hinn veiki er þá ekki alltof hrædd- ur. En ekki nóg með það. f þær sek- úndur eða mínútur, sem þetta á- stand varir, getur tvífarinn eiginlega tekið á sig verki, sem annars hafa þjáð sjúklinginn — „Nú finnur tví- fari minn til, en ekki ég,“ sagði sjúklingur nokkur við franska lækn- inn Dr. Sollier. Já, til eru sjúklingar, sem finnst, að tvífari þeirra hafi tekið að sér allar þeirra hugsanir og tilfinningar, og í allra furðuleg- ustu og óskiljanlegustu tilfellum heldur sjúklingurinn því jafnframt fram, að hann geti ekki lengur séð tvifarann, en finnst hann hafa breyzt í tvífarann — og hann sjálfur sé eins konar spegilmynd af verunni við hliðina á. Og annað er einnig mjög merkilegt, að sumir, sem þjást af þessu, halda því fram, að þeir geti séð í gegnum tvífara sinn eins og hann væri úr gleri og þar með séð hvernig liann lítur út innvortis í öll- um smáatriðum! Sjálfssýnin, sem læknarnir kalla ,,tvílíf“, er í rauninni aðeins tiltölu- lega litill þáttur innan allra þessara sá.lrænu fyrirbrigða, sem ekki hefur fengist nein fullnægjandi skýring á hmgað til. Meðvitund getur raskast þannig, að sjúklingurinn og tvífarinn geta verið tvær ólíkar persónur. Tveir franskir læknar, Azam og Lemaitre, hafa lýst mjög undarleg- um sjúklingi, ungfrú Jenny, sem átti tvífara, er hét Azalia. Jenny var heilsutæp og þunglynd kona, en er hún breyttist í Azaliu varð hún að fjörugri, sönghneigðri og skemmti- legri ungTi stúlku. Azalia vissi allt, sem Jenny gerði og hugsaði, en Jenny vissi ekkert um Azaliu! I þessu sambandi getur maður vart varist því að hugsa til skáldsögu Stevensons ,,Dr. Jekyll og Mr. Hyde“ eða ýmissa fyrirbæra andatrúarinn- ar. 1 stað þess að verða að fleiri ver- um, verður það einnig stundum, að slikir sjúklingar sem sagt minnka oi'an i ,,hálfa“ mannveru. Þeir telja það engum vafa undirorpið, að helminginn af líkamanum vanti — höfuðið getur jafnvel vantað — eða þeir halda því fram, að handleggir þeirra og fætur tilheyri allt öðru fólki, til dæmis ættingjum eða lækn- inum, sem stundar þá. „Við kynnumst stundum sjúkling- um,“ skrifar danski sérfræðingurinn á þessu sviði, Dr. med. Villars Lunn," sem, að því er virðist, hafa gleymt tilveru hálfs líkamans. Sjúklingurinn vanrækir hann, hann virðist alls ekki vera til í meðvitund hans. I-Iann talar aldrei um hann, lítur aðeins á hinn helminginn og hagar sér rétt eins og hann sé ekki tii. Þegar hann er að klæða sig, „gleym- ir“ hann öðrum sokknum, annarri erminni eða annarri búxnaskálminni, er hann fer í rúmið, gleymir hann að taka annan fótinn moð, svo að hann hangir út úr rúminu, eigi hann að borða, notar hann aðeins aðra hend- ina o. s. frv. — jafnvel þótt hinn líkamshelmingurinn sé í fullltomnu lagi. Annað fyrirbrigði ■— sem er miklu algengara og þekktara af sérfræð- ingum — getur orðið hjá sjúkling- um, sem misst hafa fót eða hand- leggi við slys. Þeim finnst stöðugt, að þeir hafi ennþá hinn glataða líkamshluta. Eftir einhverjum furðu- legum leiðum býr heilinn til „ímynd- aðan lim“, sem oft á tíðum hefur jafnmikla tilfinningu og aðrir limir. Mjög frægur franskur læknir, Dr. Lhermitte, segir frá sjúklingi, sem misst hafði annan handlegginn. Þeg- ar hann sló á þessa ,,hönd“ sjúkl- ingsins, sem hann löngu hafði misst, fann maðurinn greinilega til sárs- auka í sinni ímynduðu hendi, svo að hann kipptist til og rak upp hljóð. Veikindasaga, sem til er í mörgum gömlum læknisfræðibókum, segir frá manni, sem misst hafði annan fótinn alveg upp við mjöðm. Eigi að síður fann hann greinilega „vatnið seytla milli tánna", er hann setti tréfótinn niður í vatn. Það skeður nokkuð oft, að hinn ímyndaði limur sem sagt stífni í þeirri stellingu, er hann var í, þegar hann var tekinn af. Sjómaður nokk- ur, sem oröið hafði með handlegginn undir seglrá, hafði þá tilfinningu í fímmtíu ár, að hinum ímyndaða lim var lyft eins og tilbúnum til þess að toga í kaðal. Þær tilfinningar, sem finnast í i- mynduðum limum, eru með ýmsum hætti — oftast er þeim lýst sem „rafmagnshöggum" eða brennandi hitatilfinningum. 1 öðrum tilfellum geta gömlu vérkirnir haldist í hinum nýja, ímyndaða lim — til eru dæmi þess, að fólk, sem fóturinn hefur verið tekinn af, finni í mörg ár þar á cftir, að líkþornið núist við skóinn — enda þótt bæði líkþorn, fótur og skór séu löngu farin! Þótt einkennilegt megi virðast, getur eins konar ímynduð sjón kom- ið í staðinn, er sjónhæfnin er horfin. Þess eru fjölmörg dæmi, að sjúkling- ar, sem af einhverjum ástæðum hafa misst sjónina, haldi, að þeir sjái á- gætlega. Þegar reynt er að gera þeim grein fyrir, að þeir geti ekki séð, trúa þeir því aðeins í stuttan tíma — „Það er aðeins nú um stundar- sakir, sem ég sé ekki rétt vel, lækn- ii'," segja þeir. Sagan um lærða múhameðstrúarmanninn er alveg ó- trúleg. Hann var orðinn geðveikur og hélt, að hann væri Messías. Á sjúkrahúsinu lá hann við hliðina á blindum manni. Dag nokkui'n hróp- aði hann til hans hárri röddu: „Parðu burt, vinur minn, því að í dag muntu sjá!“ — og síðan sá hinn blindi til dauðadags, að eigin sögn. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.