Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 11
Smásaga eftir SAMUEL M. FULLER
vegarinn fær að hafa hann sem gest sinn í heil-
an sólarhring. Skilurðu? Happdrætti um Raven-
al!“
Hann varð stórhrifinn.
Lest Johns Ravenals kom til Midland troðfull
af blaðamönnum, ljósmyndurum og aspirín töfl-
um. Þetta heppnaðist stórkostlega frá upphafi.
Þetta kvöld var samkomuhúsið fullt af kvenfólki
úr bænum.
Lagsmaður, þar hefðir þú átt að vera. Stúlkan,
sem vann hlutkestið, leið í ómegin. En hún vann
stórfenglegasta og glæsilegasta elskhuga Banda-
ríkjanna. Hún hét Brenda og var heldur heimsk.
Einhvers staðar mitt á milli Sis Hopkins og
dóttur Dracula. Ravenal forðaðist að líta á hana.
En hann varð að kyssa hana fyrir blaðamenn-
ina og myndasmiðina.
Það var þá, er ég fékk skeytið til Ravenals.
Hann vildi fá að vita hvort það væri áríðandi,
en ég neitaði því. Annaðhvort myndi frumsýning-
in heppnast vel — eða ég yrði að leita mér að
nýju starfi. Eg steingleymdi skeytinu.
Hvílík martröð! Ahangendur Ravenals rifu
hann næstum í sig, en bölvuðu Brendu. Við urð-
um að brjótast í gegnum mannþröngina til þess
að komast heim til hennar og righalda við
dyrnar svo að kvennaskarinn brytist ekki inn.
Loksins vorum við þrjú orðin einsömul. Móðir
Brendu var að hamast við að baka smákökur
frammi í eldhúsi. Ravenal andvarpaði þunglega
og leit vonaraugum til mín.
„Jæja, hvað nú?“
„Farðu að undirbúa þig fyrir frumsýninguna
í kvöld," sagði ég. „Þessi verðlaunahafi verður
förunautur þinn.“
Hann píndi sig til þess að líta á Brendu og
fórnaði höndum til himins. Eftir að ég hafði
útskýrt allt saman fyrri honum, fór hann brátt
að gera sér grein fyrir aðstæðum.
„Óskir þínar munu rætast,“ sagði ég í á-
minningartón, „og ef þú stendur þig ekki — já,
þá veiztu hvað skeður."
Þetta dugði. Þessir dagar voru alltaf óttalega
erfiðir fyrir hann.
„Allt í lagi,“ rumdi í honum og hann sneri
sér að Brendu.
Vesalings barnið, ég er viss um, að hundurinn
minn hefir haft meira fegurðarskyn en hún. Og
þið þekkið Ravenal. Þessi viðkvæmi Casanova
heimtar alltaf það bezta.
Hann reyndi að hræða hana og fæla út úr her-
berginu með því að fetta sig og gretta eins
og Barrymore gerði i myndinni „Dr. Jekyll and
Mr. Hyde“, en hún hrópaði ekki einu sinni upp
yfir sig.
Hún lét fallast á sófann og fór að gráta.
„Ég — ég ætlaði ekki að hræða þig, barn,“
stamaði Ravenal.
„Það ert ekki þú, Ravenal," sagði hún kjökr-
andi og svo sagði hún okkur, hvernig i öllu lá.
Hún hafði búið sig undir að verða ævilöng, trú-
lofuð piparmey vegna þess að Rusty vildi ekki
giftast henni. Er hún vann Ravenal, hélt hún
að Rusty —
„Ég er ástfangin af Rusty,“ endurtók hún
tuttugu sinnum. „Og hann vill ekki sjá mig.“
„Þú skalt ekki áfellast hann,“ muldvaði Raven*
al, en hann hóstaði til þess Sð breida yfir þóSSft
athugasemd sína. „Hver er Rusty?“
Rusty? Þú þekkir áreiðanlega manngerðina.
Mian Street spjátrungur. Hann var „sjarmörinn"
í Midland.
„Eg verð að laga þig til fyrir frúmsýninguna,"
sagði ég við hana. „Samninga verður að halda."
„Það er rétt,“ sagði Ravenal, „líttu bara á þig.
Það er engin furða þótt þessi — þessi Rusty
vilji ekki sjá þig.“
Hann mældi hana með augunum og þusaði
jdir henni.
„Komdu,“ þrumaði hann.
Hún þurrkaði af sér tár og fylgdi honum upp
stigann til aðgerðarinnar. Lagsmaður, svona lag-
að borgar sig að láta Ravenal gera. Tíu ár í
þessu starfi og þá var hann orðinn sérfræð-
ingur. Hann þekkti hártízkuna, snyrtingu, kjóla-
snið og yfirleitt allan klæðnað og hvernig ber
að klæða sig á réttan hátt.
Hann hóf verk sitt á hárstrýinu á henni og með
alls konar hárreytingum og brögðum, heppnaðist
honum að koma út með fyrsta flokks hárgreiðslu.
Þá hélt hann niður á við og réðist á kinnar
hennar með púðri og kremum og öllu mögulegu.
Jafnvægi, kallaði hann það. Þú hefðir átt að
F’ramh. af bls. 18
Hefði ég ekki afhent Ravenal skeytið þennan
«dag, lægi ég ekki á sjúkrahúsi núna.
Þetta hófst, þegar þeir sögðu mér að hugsa
eitthvað upp til þess að vekja athygli á nýjustu
mynd Ravenals. Wall Street auðjöfrarnir voru
órólegir yfir því, hve ört bankainnstæðurnar
lækkuðu og vildu skjóta lækningu. Kviltmynda-
iðnaðurinn hefir nokkuð oft timburmenn, en hús-
bændurnir vilja aðeins fleyta rjómann af öllu
saman.
Hefði ég mátt ráða, hefðu þeir að sjálfsögðu
aldrei kvikmyndað þessa sögu. Þetta voru sex-
tíu og fimm mínútur af hringavitleysu. En þessir
milljónamæringar, sem lifa á persneskum melán-
mn, Otard konialci og tennis allan daginn, leita
aldrei álits auglýsingadeildarinnar. Mitt hlutverk
var jafnan að plata þessari bölvaðri vitleysu inn
á fólk með öllum hugsanlegum ráðum.
Eg hlýt að hafa hlaupið í loft upp, er ég fékk
hugmyndina.
Fimm mínútum síðar sagði ég húsbóndanum
frá henni.
Og hver var hún? John Ravenal, elskhuginn
mikli, skyldi fara til Midland í Kansas með flokki
manna til þess að vera viðstaddur frumsýningu
á orsökum allra vandræðanna, kvikmyndinni
„Cattle Baron.“
„Sjáðu nú til,“ sagði ég. „1 þessum smábæ
náum við öllu kvenfólkinu á einn stað: Hvílík
beita! Þær varpa hlutkesti um Ravenal. Sigui'-
BRENDA FÆR SINIM
11
VIKAN