Vikan


Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 8
HÆTTUIEGUR GESTUR Snotra spangólaði og ég stökk fram úr rúminu. Ég fálmaði eftir vasaljós- inu mínu og tókst að kveikja á því. Snotra stóð frammi við dyrnar og hárin risu á henni og væl hvolpanna hennar sex heyrðist undan rúminu. Þetta hátterni gat aðeins þýtt eitt — hlébarðinn hlaut að vera kominn aftur. Ég fór í stígvél, festi vasaljósið í beltið og spennti það utan um mig. Um margra vikna skeið hafði hlé- barðinn komið i tjaldstaðinn á hverri nóttu, og væri eitthvað, sem ég ótt- aðist eftir 20 ára dvöl í frumskóg- inum — þá var það hlébarðinn. Við vorum bæði jafn hrædd, Snotra og ég, því að svo virtist, sem hlébarð- anum þætti hundakjöt mesta sæl- gæti. Ég fikraði mig út að dyrunum, með byssu í hönd, sem reyndar voru ekki annað en fleki rekinn saman úr spýt- um. Kofinn sjálfur var gerður úr staurum og leir eins og hver annar „Kaffa-kofi“. Snotra leit á mig og urraði. Veslings Snotra! Að hugsa sér að vera sex barna móðir! Bækistöðvar mínar voru í útjaðri Sebungwe-héraðsins og þaðan sá ég yfir Kariba-gljúfrin. Enn þann dag í dag er þetta óbrotið land og fjTir tíu árum var það næstum ókannað. Þar sem ég stóð og horfði út í nóttina sá ég ekkert nema myrkrið. Á daginn sást skorpin, sundurtætt jörðin með lágvöxnum, þurrum gróðri, geitagii'ðing, hænsnahús og niðri í dalnum gruggugt, blýgrátt Zambesi-fljótið. Nú lýsti ég út í myrkrið með sterkum ljósgeislanum af vasaljósinu mínu. Geislinn leitaði fyrir sér og stanz- aði, er hann lýsti á tvo glampandi depla. Það var hlébarðinn! Ég dauð- hrökk við, því að dýrið var í minna en tuttugu metra fjarlægð frá mér. Mér rann kalt vatn milli skrnns og hörunds. Ég get staðið andspænis fíl, Ijóni og jafnvel slöngu án þess að óttast, en það fer fiðringur um mig, þegar ég sé hlébarða! Snotra klóraði ofsalega í dyrnar. Það var móðureðlið, sem hleýpti bar- áttuhug í hana — án hvolpa hefði hún skriðið undir rúmið, ef hún hefði séð kött! En þegar Snotra var tilbúin að leggja út í tvísýnu, gat ég ekki lát- ið mitt eftir livgja. Ég hrinti upp dyr- unum og gekk út. Áður hafði ræninginn drepið tvær geitur og þar með skert mjög mjóik- uvafurðir mínar. Við höfðum þvi ýmsa reikningá að gera upp og ég ákvað, að það skyldi gert nú. Snotra virtist alveg á sama máli. Hún þaut út um rifuna á dyrunum ög hvarf út í myrkrið, án þess að taka tillit til aðvarana minna. Ég reyndi að beina Ijósgeislanum að henni, en missti við það sjónir á hlébarðanum. Ég var aleinn og hér var óhugn- anlegt og ömurlegt sem í gröf. Ljós- geislanum beindi ég fram aftur, en sá ekkert. Ég var stirður af hræðslu. Skyndilega heýrði ég þrusk nálægt þænsnahúsinu, þá ýlfur í hundi, sem snögglega. yrídun^ 'flið náði nú tökum á mér. Hvað var þttt ' ? Þessi litli ein- mana ljósgeisli var min 'fna hugg- un í þessu eyðilega og a=fa“'cra myrkri. Það fór hrollur um mig, og ýmsar annarlegar hugsanir sóttu á mig. Snotra var minn eini félagi: og hvað hafði nú komið 'fýrir hana ? Er mér var hugsað'til þéss, að nú væru sterkar rándýrstennur að flá hana, gekk ég nokkur skref afturábak eins og til þess að leita skjóls í kofanum. ýlfrið í hvolpunum var nú orðið há- værara og sárara. Aiuningja litlu skinnin! Þeir fundu á sér að eitthvað var á seyði. Ég stóð þarna óákveðinn um stund. Það var ómögulegt að fara aftur í rúmið og hlusta á þá ýlfra svona. iÉ/g herti upp hugann, fór út fyrir aftur og rannsakaði nágrennið með vasaljósinu, en sá ekki annað en þurra runna, sem stóðu eins og draug- ar í skímunni. Svo lýsti ég á hænsna- húsið. Efri helmingur dyranna virt- ist sem dimmt og tómt gat. Ég beindi geislanum stöðugt á gatið og læddist í áttina þangað. Væri eitt- hvað um að vera, hlaut það að vera þarna. Hænsin höfðu furðulega' hægt um sig, já, alltof hægt um sig til þess hlébarði gæti verið á ferðinni! Eins og af eðlishvöt beygði ég mig niður og skreið áfram. Kyrrð sem þessi boðaði aldrei gott í frumskóginum! Rétt við dyrnar heyrði ég aftur þrusk, ólýsanlegt hljóð. Gat þetta verið hlébarðinn, sem væri að draga skrokkinn á Sriotru á afvikinn stað til þess að éta hann í ró og næði? En ef svo væri, myndu hænsin eflaust skammast einhver ósköp! Ég reyndi aftur að finna einhverja skýringu, er hræðilegur hávaði varð inni í skúrnum. Jæja, hlébarðinn var þá þarna inni! Ég nam staðar. Opið var hér um bil fimm feta hátt og þriggja feta hleri var fyrir því að neðan eins og hurð. Til þess að komast inn varð ég fyrst að beygja mig niður og skríða inn með höfuðið á undan, og ein- hvers staðar þarna inni leyndist hlé- barðinn, sem eflaust hafði morð í huga. Æðisgengin hræðsla greip mig! Það myndi vera hreinasta brjálæði að fara inn í skúrinn! Morðfýsnir hlébarðar eru verri en fjandinn sjálf- ur! Þeir ráðast á mann með sama hraða og byssuskot, og það er álíka erfitt að stoppa þá! Kaldur sviti spratt fram á enni mér. En sem sagt ekkert þýddi að hugsa málið. Það var enn verra en hræðslan. Ég reisti byssuna upp við dyrnar ákveðinn á svip og ýtti hler- anum frá. Þá heyrði ég véinin í Snotru. Venjulega drepur hlébarðinn eldsnöggt, en samt sem áður var Snotra á lífi. Þetta fékk ég ekki skilið, og taugarnar í mér voru há- spenntar. Rándýrið hlaut að hafa komið auga á mig og nú lá það náttúrlega hniprað saman og tilbúið að stökkva. Eðlishýöt mín sagði mér að leita skjóls í kofanum, en ég gat það ekki. Snotra var á lífi pg- í ógurlegri hættu. Ég andaði þungt. Jafnskjótt sem ég ræki hausinn inn um dyrnar, myndi hlébarðinn stökkva og kasta sig yfir mig með gapandi gin og beittar klær tilbúinn að rífa andlit mitt og augu í tætlur. Ég gat séð þetta allt saman fyrir mér. Hvers vegna skyldi ég ekki. bíða þangað til Snotrá gæfi annað hljóð frá sér þar sem vein hennar myndu gefa til kynna, að hlébarðinn réðist á hana aftur. Þegar hlébarðinn væri önnum kafinn, fengi ég mitt tækifæri. Varir mínar voru eins og strokleð- ur, en ég var of þurr í munninum til þess að geta vætt þær. Hendur mín- ar gripu fastar um byssuna. Hvers vegna líta svona margir veiðimenn niður á Mannlicher-riffilinn ? Betra vopn er ekki til, og í frumskóginum riffilinn sem hluti af manní sjáíf- um, olphváð, sem maður getur reitt sig á eins o& * móður eða heimili. Þegar ég snerti hlaupið, óx mér móður og hugrekki. i-Ltfa' garríla, slitna vópn virtist sém g&-. -"ið hendina á mér og segja: „Vertu ro- legur, gæzka! Ég er hérna ennþá!“ Án þess að hugsa mig um frekar, rak ég höfuðið inn um opið. Þegar ég var kominn inn, lýsti ég með vasa- ljósinu um allan kofann, fann Snotru og nam staðai'. Það var eitthvað skrítið við hvernig hún stóð, það var eins og hún stæði alls ekki á jörðinni. Þegar ég hafði séð þetta, minntist ég hlébarðans og lýsti í hvert horn, en engin merki sáust um nærveru hans. Ég lýsti aftur á Snotru. Svo leit út, sem hún væri dauð, en augu henn- ar störðu heimskulega á mig. Ég stóð grafkyrr. Það var vissulega eitthvað bogið við þetta .Hænsnin voru óróleg, en ekki nógu óróleg. Ég beindi Ijós- geislanum að fótum Snotru. Ég stirnaði. Pythonslanga hafði hi'ingað sig utan um hana! Á meðan ég starði á hana ótta- sleginn, fór slangan að losa takið mjög hægt. Augu hennar beindust stöðugt að ljósinu. Ég lyfti rifflinum, miðaði á höfuðið á slöngunni, en hreyfði ekki gikkinn. Hvað myndi ske, ef ég myndi skjóta, og hlébarð- inn væri i felum inni í skúrnum? Ég hörfaði. Snotra, sem nú var laus, reyndi að skreiðast á brott. Hún virtist fremur uppgefin en særð, en hún hafði vissu- lega verið í slæmri klemmu, því hún gat ekki almennilega staðað á löpp- unum. Annars vegar hafði ég verið að hugsa um allt þetta, en hinsvegar gerði ég mér fulla grein fyrir að Snotru hafði verið sleppt til þess að slangan gæti farið að kljást við mig. Ennþá eitt vakti athygli mína. Full- komin kyrrð ríkti nú í hænsnahús- inu, jafnvel hænsnin voru hætt að jagast, en voru vakandi og biðu á- tekta. Ég gekk eitt skref afturábak, en þá datt mér Snotra aftur í hug. Er ég væri farinn út, myndi slangan koma og sækja bráð sína! 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.