Vikan


Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 15
Dalal Lama hafði aðalaðsetur sitt í Potala höllinni i Lhasa. Dalai Lama, SEIU m HEFIJR FLIJIÐ TIL IIMDLAIMDS, ER í SEIMfM ÞJÓÐHÖFÐIIMGI OG GIJÐ LAIMDA SIIMIMA í Tíbet Trú og lifsvenjur á 99þaki heimsins66 Ekki alls fyrir löngii dró til stórtíðinda í Xíbet og leiddi það til þess, að þetta ókunna land og þjóð sem þar býr varð ofarlega á baugi í heims- fréttunum. Orsakir þess að athygli heimsins beindist skyndilega að Tíbet voru á engan hátt gleðilegar, heldur var þar um að rœða freklega ílilutun stórveldis gagnvart lítilmagna. Skal sú raunasaga ekki rakin hér, en hinsvegar ber að harma að slíkt skuli geta komið fyrir á dögum alþjóða- samtaka um réttlœti og friðsamlega sambúð milli þjóða. Engu að sfður verðskuldar þjóðin á „þaki heimsins“ athygli. Hún býr við erfið skilyrði í fjöllóttu og hrjóstrugu landi. Hún lifir sérstæðu menningarlííi og lítur nokkuð öðrum augum á lifið og tilveruna en viði Fyrir þremur árum kom út hríf- andi bók í London. Hún var um Tíbet og hét „Þriðja augað.“ Hún hefur in. a. verið þýdd á íslenzku. Höfund- urinn sagðist vera tibetskur munk- ur og heita T. (fyrir Tuesday, þ. e. þriðjudagur) Lobsang Rarapa. Hann lýsti lífi sínu i þessu fjarlæga landi, þar sem hann flaug um á flugdrek- um, sá hinn viðurstyggilega snjó- mann, hafði vald á andlegri fjar- skynjun, sá gegnum holt og hæðir og hafði „þriðja auga“, sem var opnað i miðju enni hans af tibet- skum skurölæknum. Þriðja augað gerði Þriðjudegi kleift að sjá alls konar hluti, sem venjulegum dauð- legum mönnum eru huldir, sérstak- lega geislahjúpinn, sem hylur alla menn og gefur glöggum athuganda til kynna, hvort maðurinn er góður eða vondur, veikur eða heilbrigður, og jafnvel, ef hjúpurinn er rauðdopp- óttur, að hann sé í slæmu skapi. Þriðja augað seldist i 300.000 ein- tökum um allan heim og ruglaði jafnvel sérfræðinga. Það kom þá í ljós, að Tuesday Losang Rampa var raunverulega Cyril Henry Hoskins, sonur b'rezks blýsmiðs. Hann hafði aldrei stigið fæti sinum i Tíbet um ævina. Þetta sannar fyrst og fremst, fyrir utan það, að Hoskin hefur stórkost- legt ímyndunarafl, að næstum þvi allt, sem skrifað er um Tíbet, er tekið trúanlegt. Reyndar var margt fólli sannfært um, að Shangri-La, hið ímyndaða tíbetska hæli í bók James i-lilton, Horfin sjónarmið, væri raunverulega til. Ilið raunverulega Tíbet er eins undarlegt og skáldsaga. Tíbetbúar sjálfir trúa því, að forfaðir þeirra hafi verið api, sem kom frá Indlandi og kvæntist kvendjöfli, sem hann fann í helli. Útlendingar, sem hafa reynt að komast til Tíbet, jafnvel eftir að troðningar hafa verið merkt- ii, munu sennilega fallast á, að api hefði mestar líkur til að komast það. Landið er lítið eitt minna en Al- aska og miklu óbyggilegra. Fjalla- skörðin í landið eru yfir 6.000 m. há og á norðurlandamærunum eru f jöll- in svo hættuleg, að jafnvel Tibet- búar hafa ekki klifið þau. Sumir stíganna, sem liggja upp á „þak heimsins" eru svo þröngir, að tveir klyfjaðir múlasnar geta ekki mætzt, nema annar þeirra gangi aftur á bak að útskoti. Meðfram vegunum eru beinagrindur múlasna og jakuxa á víð og dreif, sem neituðu að víkja eða villast í þokunni. Mest allt landið er óslétt og f jöll- ótt, en jafnvel slétturnar eru 5.000 m. háar. Iskaldir vindar, sem blása yfir þær verða svo öflugir um miðjan daginn, að Tibetar ferðast á morgn- ana til að forðast að verða feykt um koll. Margir Tibetar munu bölva sér upp á, að þeir hafi séð hinn viðbjóðslega snjómann, hina gríðarstóru veru í apalíki birtast og hverfa í hömrum og þoku. Tíbetar kalla snjómanninn Yeti, og þeir eru svo hræddir við hann, að þeir vilja ekki nefna nafn hans eftir að rökkva tekur. Tibetsk- um börnum er sagt að hlaupa niður I móti, ef þau mæta honum, því að sagt er, að Yeti hafi mikinn hár- brúsk á enninu, sem mundi falla nið- ur fyrir augu og blinda hann, ef hann færi að hlaupa niður í móti. Vinsæl er sú hugmynd Vesturlanda, að Tíbet sé bjart og skínandi drauma- land. Þetta er mikill misskilningur. Þó að náttúrufegurð sé viða stór- kostleg, eru borgir og bæir skítug- ir. Flestir Tibetar eru þaktir þykku lagi af skít, engu síður en húsin þeirra. Þeim er alveg sama, því að skíturinn verkar sem einangrun gegn kuldanum, og kuldinn er aftur á móti vörn gegn sýklum, sem annars mundu þrífast vel í öllum skítnum. Allt morar af maurum og flugum, sem enginn drepur. Tíbetum er allt líf heilagt eins og sanntrúuðum Búddhatrúarmönnum. Trúuðustu Tí- betar borða ekki einu sinni kjöt, nema dýrið hafi dáið eðlilegum dauð- daga eða hafi verið drepið af bjarn- dýri eða hlébaröa. Þegar villtur hlé- barði ráfar inn í tibeskt þorp, er hann ef til vill veiddur lifandi, en ekki drepinn. Ef fluga dettur ofan í te- bolla Tíbeta, verður að bjarga henni frá drukknun, því að hún gæti verið endurholdguð amma mannsins. Tibetar eru glaðlyndir og gaman- samir, en þeir eru mjög alvörugefnir í trú sinni. Um það bil fjórðrungur íbúanna eru munkar, sem búa í 5000 klaustr- um um allt landið. Sumir munkar eru guðhræddir og góðir fræðimenn, sem verja tima sínum til fræðiiðk- ana, við yogaæfingar eða æfa sig að syngja. En klaustrin eru einnig miðstöðvar skipulagðs slæpingsháttar. Jafnvel T'betar viðurkenna það. Hinir latari munkar, sem verða meðlimir sem ungir drengir til að tryggja sér reglu- legar máltíðir, gera sjaldan annað merkilegra en að hita te. Munkarn- ir blanda það með vatni og ösku, Hinir herskáu hirðlngjar af Khambra þjóðflokknum. 14 VTKAN sjóða það síðan eins og súpu í stór- um kötlum. Til að bragðbæta það setja þeir I það salt og þrátt jak- uxasmjör, því eldra, þvi betra. Stund- um láta þeir út í nokkrar flísar af jakuxamykju, til bragðbætis. Tibetar drekka stundum allt upp í 50 bolla af þessum guðaveigum á dag. Tíbetingar hafa mörg not af jak- uxanum. Hann sér þeim fyrir leðri til sölu, mjólk til fæðu, og hann er gott burðardýr. Áður fyrr var tíbesk ull flutt á jakuxalestum á heims- markaðinn, en nú kaupa Kinverjar hana og senda hana til Kína um Indland. Jakuxamjólk er oft ljósrauð, og stafar það augsýnilega af því, að dýrin hafa blæðandi sár. Jakuxa- mykja er notuð til eldiviðar, en í sveitaþorpum er hún jafnvel notuð sem\ nokkurs konar andstæða fegr- unawyfja. Áður en konur fara út að verz/a, maka þær andlit sín með m^Jfjunni til þess að fæla frá sér nærgöngula karlmenn. Það ber þó ekki svo að skilja, að kynferðislífið sé bannfært í Tíbet. 1 rauninni eru kynsjúkdómar ein af fáum plágum, sem þrífast í kalda loftinu. Bæði fjölkvæni og fjölveri eru algeng. Stundum giftist kona hóp af bræðrum og erfir svo eignir þeirra, þegar þeir deyja. En það eru munkarnir, en ekki konurnar, sem stjórna Tíbet. Klaustr- in rækta mest af landinu og aftur- haldssemi þeirra á mestan þátt í því að einangra Tíbet frá heiminum. En aðalmótstaðan gegn árás Kínverskra kommúnista hefur einmitt komið frá munkunurr. og leiðtoga þeirra Dalai Lama. Fyrir Tíbeta er Dalai Lama bæði konungur og guð. Hann er talinn vera bein endurholdgun á langri röð heilagra lama, sem voru á undan honum, og hann er valdamestur á þjóðasamkundu Tíbeta, sem nefnist Tsongdu og ríkisstjórn fimm ráð- herra, sem kölluð er Shapes. Allir menn, dýr og allt land Tíbets til- heyrir honum. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svo. Fyrir þrettán öldum var Tibet samsafn herskárra þjóðflokka. Fyrsti stjórnandinn, sem sameinaði þá, var fjölhæfur konungur. Hann kvæntist tveimur prinsessum í einu, annarri frá Kína, hinni frá Nepal, og voru báðar Búddhatrúar. Konunginum féll svo vel við trúarbrögð þeirra, sérstak- lega það, sem fjallaði um óeigingirni og friðsemi, að hann sendi eftir trú- arbókum frá Indlandi og fékk með þeim fræðimenn, sem mynduðu ný trúarbrögð fyrir Tíbet. Árangurinn varð sambland af Búddhatrú og svartagaldri Tíbets. Þessi nýi átrúnaður var nefndur Lamaismi. Lamaisminn hélt eftir aðalatriðum Tíbetskar konur í venjulegum fatnaði. ^Búddhatrúarinnar um, að líf manns- ins sé aðeins einn af mörgum þátt- um í hjóli tilverunnar. Meðan hjólið snýst, getur maður endurholdgast sem dýr, draugur, skordýr eða guð. Eina leiðin til að losna frá hjólinu er að verða algjörlega óeigingjarn. Þegar slíkri fullkomnun er náð öðl- ast maðurinn eilifa fullsælu, Nirvana. Þó að Búddhatrúarmenn í Tíbet séu likir öðrum Búddhatrúarmönnum i heiminum í leit sinni að Nirvana, hafa þeir dálítið ólíkar aðferðir. Eitt er það, að munkarnir í Tíbet þurfa ekki að vinna erfiðisvinnu í klaustr- unum, þeir geta setið með krosslagða fætur allan daginn í hugleiðingum. Þetta er ólíkt Zen sértrúarflokknum í Japan. Enginn Zen Búddhatrúar- maður getur komizt hjá sínum skerf af sveitastörfum eða heimilisstörfum. Hann dekkur sitt te, en það er ljúf- fengt japanskt te, sem bruggað er á sérstakan hátt. Tibetar gerðu nokkar breytingar á áugsanagangi Búddhatrúarmanna, einkum hugmyndinni um galdra og dá, sem þeir fengu frá Indlandi. Eft- ir þeirra skilningi á fórnarlund Búddhatrúarmanna, fórnar sá, sem getur öðlazt Nirvana, rétti sinum til þess og heldur áfram á hjóli til- verunnar af hreinni óeigingirni til að hjálpa meðbræðrum sínum. Þeir ágætismenn, sem færa þessa fórn eru kallaðir „lifandi Búddha." Um alla Mið-Asíu eru hundruð lif- andi Búddha, en þeirra langfremst- ur er Dalai Lama í Tibet. Þetta er skýringin á tökum þeim, er hann hef- ur á þjóð sinni. Núverandi Dalai Lama er 23 ára gamall og sá 14. í röð. Hann er tal- inn af Tíbetum vera 14. endur- holgun á bodhisattva Avalokitssvara, sem var einn hinna mestu lifandi Búddha. Foreldrar Dalai Lama, sem voru bændafólk í Kína, þegar hann fæddist, segja, að á fæðingardegi hans hafi regnbogi birzt um rúm hans og ferskjutré borið blóm, jafn- vel þótt þá væri hávetur. Og þar eð hann fæddist eftir dauða hins 13. Dalai Lama, gat það verið, að hann væri 14. endurholgunin. Tveimur ár- um eftir fæðingu hans var munkum vísað af véfréttum og vitrunum frá Tíbet til heimilis hans. Þeir viður- kenndu hann brátt sem tilvonandi stjórnanda þeirra. En kínverski her- stjórinn á staðnum krafðist 3.250.000 króna gjalds fyrir að láta drenginn fara. Munkarnir greiddu fjárhæðina, og hinn ungi Dalai Lama, sem þá var 4 ára, ferðaðist með þeim til Lhasa, höfuðborgar Tíbets og heilagrar borg- ar Lamaismans. Hann var lánsamur. 1 síðast liðin 250 ár hafa Kínverjar verið að reyna að hertaka Tíbet, og uppáhalds kænskubragð þeirra hafði verið að byrla hverjum nýjum Dalai Lama eit- ur, áður en hann gæti tekið við völd- um. Gagnvart Dalai Lama hafa kín- verskir kommúnistar haft í frammi ltænsku og beinar aðgerðir. Þeir reyndu að notfæra sér álit Panchen Lama, sem er næst æðsti maður Lamaklerkastéttarinnar, til að grafa undan áliti Dalai Lama. Árið 1950 gerðu þeir ákveðna tilraun til að ráð- ast inn í Tíbet, en Dalai Lama flúði til Indlands í tíma. Þegar þeir kom- uzt að raun um, að þeir gætu ekki stjórnað landinu án hans, buðu Kín- verjar Dalai Lama til Peking, komu honum fyrir I nýrri höll og reyndu að fá hann til að skipta um skoðun. Þeir gáfu honum alls konar gjafir, þar á meðal þrjá gula bíla. Þegar allt annað brást, buðu þeir upp á samninga. Tíbet skyldi hafa trúfrelsi, Dalai Larna átti að stjórna innan- lsndsmálum, en Kínverjar sjá um utanríkismál og hafa rétt til að hafa her í Tíbet í varnarskyni. Þetta voru engin kostakjör, en hinum unga og óreynda Dalai Lama virtist það eins gott og hvað annað, sem hann gæti fengið þjóð sinni til handa, og hann skrifaði undir. Uppreisnin var óhjákvæmileg af- leiðing þessa samnings. Dalai Lama var neyddur til að flýja úr höll sinni undan Kínverjum. Hann og flokkur hans drukku að lokum tebolla, og sem fyrir boði skildu þeir eftir fulla bolla sína á borðunum til að gefa til kynna, að þeir gerðu sér von um að koma aftur fljótlega. Búddha sjálfur hafði ráðlagt fylgj- um sínum: „Treystið sjálfum yður. Treystið ekki á ytri hjálp.“ Buddha var að tala um frelsun, en meðan heimurinn stóð hjá hjálparvana, vissu Tibetar að Búddha hafði einnig verið að tala um lífið. Munkar eru fjölmennasta stétt landsins, rúmlega 20% af allrl íbúatölunni. DALAI LAMA Dalai Lama fjögurra ára, um það lcyti sem prestarnir fundu hann samkvæmt ýms- um tilvísunum. Hann varð andlegur leið- togi þjóðarinnar frá þeim tíma en tólt formlega við völdmn 17 ára. Drottnari Tibetbúa frá 7. öld. VI-KAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.