Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 2
tflerki ckkar 7m9in9 9tat Þœr vélar, sem endurbyggðar eru hjá okkur, eru með „merkiplötu'7 sem tilgreinir öll mál á þeim slitflötum, sem endurnýjaðir hafa verið, — og hvenær verkið var unnið Athugið! Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot af verði nýrrar. h úmsún Brautarholti 6 — Símar 19215, 15362 POSTURINN Skemmdar vörur Vika góð. Ég keypti um daginn poka af hnetum í verzlun í Austurstræti, og þegar ég svo fór að borða þær, kom í ljós, að næstum helmingur þeirra var ónýtur. Þær voru bókstaflega tómar og þar af leiðandi ekkert til þess að gæða sér á. Finnst þér þetta ekki fyrir neðan allar hellur? — Svo hef ég líka rekizt á epli, og það fleira en eitt, sem eru skemmd við kjarnann. Að lokum vil ég taka það fram, að ég er ekkert á móti þessari framangreindu verzlun, yfirleitt er gott að verzla þar, og einmitt þess vegna finnst mér þettá ennþá verra. Vonsvikin. 8var: Jú, þetta er alveg rétt hjá þér, það er aldrei gott að selja gallaða vöru sem heila. Með slíka hluti sem þessa er rétt að snúa sér til, verzl- unarstjórans og fáist ekki leiðrétting þar, þá vœri bezt að snúa sér til Neytendasamtakanna. )---( Dúfnaplága Kæra Vika. Hvernig er það, er ekkert gert til þess að eyða dúfum í þessum bæ? Þær eru hin mesta plága, eyðileggja þök á húsum, og skíta allt út. Og auk þessara óþrifa, er af þeim hávaði, þegar karlfuglinn er að gera hosur sínar grænar fyrir veikara kyninu. Væri ekki rétt að lögreglan reyndi að halda fjölgun þessara fugla í skefjum? Einhleypur. Svar: öðru hverju fer lögreglan á stúfana og veiðir dúfur. Hávaðinn, sem stafar frá dúfum í ástarleik hlýtur að vera liverfandi, og sumum finnst han neinungis rómantískur. )----( Ósmckkvísi Kæra Vika. Ég var á ferð með nokkrum vinum mínum um daginn, og við fórum yfir Hellisheiði, niður Kamba og komum við í Hveragerði og á Selfossi. Síðan héldum við sem leið liggur þaðan til Þingvalla. Ég er búsettur í Norðlendingafjórðungi og hef ekkert ferðazt um sunnanlands, og hafði ég því mikla ánægju af þessari ferð. Eitt rakst ég þó á, sem stakk mig í augun, og það var skúr- ræskni við vegamótin niður að Selfossi. Einhver náungi virðist ætla að græða á ferðalöngum og selja þeim alls kyns veitingar og er ekki nema gott eitt um það að segja. Þó ætti að gera það að skilyrði fyrir slíkum rekstri, að veitinga- skúrarnir séu snotrir útlits og þrifalegt í kring- um þá. „Að Norðan'* Svar: Þessi skúr hlýtur að sœra fegurðarsmekk allra, sem um þennan veg aka og satt að segja undarlegt, að hann skuli fá að standa þar ó- hreifður. )----( 5 metrar frá horni Kæri Póstur. Margir hafa kvartað yfir umferðinni hér í bænum, enda er hún fyrir neðan allar hellur. Mér finnst furðulegt að sjá lögregluþjóna standa við bíla, sem er ólöglega lagt (t. d. nær en 5 metra frá horni) og láta þá alveg í friði og ýmislegt annað lætur lögreglan kyrrt liggja. Væri ekki ráð að taka hart á öllu svona löguðu, sem virð- ast kannske vera smámunir, og reyna þannig að koma á betri umferðarmenningu? Bæjarmaður. Svar: Við erum ,þér álveg sammála og ekki veitir af að hressa upp á umgengni í umferðinni. )--------( Hundadagakonungur Pósturinn. Við rifumst um það tveir strákar, hvort Jör- undur hundadagakonungur hefði virkilega verið konungur á Islandi og landið það sjálfstætt um tíma í kringum aldamótin 1800. Eg vil halda þvi fram, að svo hefði verið, en félagi minn þrætti fyrir það. Hvor okkar hefur nú rétt fyrir sér ? Fávísir. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.