Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 12
Furðulegt fyribœri Norskur lœknir, dr. Boye Sten Istre, skýrir svo frá í ný- útkomnu norsku lœknablaöi, aö kona nokkur, sem lógö var inn í sjúkrahús í Noregi hafi vakiö mikla athygli t heimi lœnavísindanna. Konan var ófrísk og á 5—6 mánufh meðgöngutímans missti hún allt, hárið. En þegar hún hafoi aliö barnið á eðlilegum tíma fór henni aftur að vaxa liar, dökkt mjög liðað, en áður hafði það verið slétt og Ijóst. Engar sögur fara af slíku tilfelli frá uppliafi ritaldar, segir norski lœknirinn. Dánartilkynning frá sorgmæddri ekkju: Hér með læt ég ætt- ingja og vini vita þá sorgarfregn að minn elskaði sonur, Helgi, 12 ára gamall, er dáinn og farinn til föður síns á himnum, sem andaðist fyrir 13 árum. KN-ATTSPYRNA... >Iontgomery heimsótti Krúsjeff í lok apríl og Krúsjeff vildi ólmur fá hann til að doka við og vera viðstaddur 1. maí hátíðahöidin i Moskvu. En úr- slitaleikur ensku bikarakeppninnar í knattspyrnu freistaði Montgomery meira og hann flýtti sér aft- ur heim. Þannig var það líka með hnattferð Filips drottningarmanns. Svo var stillt til, að hann kaem: hejm í tæka tíð til þess að vera viðstaddur úr- slitaleikinn, sem allir Englendingar bíða eftir með öndina í hálsinum. Tilgangslaust líi'. 46 ára Lund- únabúi, Jack Ashwor.th, framdi sjálfs- morð vegna þess að lögreglan lét aflífa 13 ára g'amlan hund hans. ,,Nú hef ég skkert lengur til þess að lifa fyr- ir“, sagði Jack — og tók inn situr. Dr. Erasmus Barlow á St. Thomas sjúkrahúsinu í London, skýrði svo frá í brezku lœkna- blaði, að menn geti orðið of- dryklcjumenn á vatn. Hann hef- ur undir höndum sjúklinga, sem geta drukkið 15—20 potta af vatni á dag — og þeir eru sólgn- ir i vatn eins og áfengissjúkl- ingar í áfengi. Áhrifin af svo mikilli vatnsdrykkju eru deyf- andi — og menn verða timbrað- ir. En ánœgjan er ódýr í vatni. Nýstárleg trygging. Tvitug Lundúnastúlka, Yv- onne Buckingham að nafni, hefur tryggt sig gegn því að verða ekki fræg. Hana langar sem sagt til að verða kvik- myndaleikkona og trygginga- félag eitt hefur heitið henni mörg þúsund sterlingspundum, ef hún verður ekki komin á tjaldið eftir tvö ár. Góður skraddari. Þekktur borgari í Reykjavlk mætti klæðskera sínum á götu. — Hvernig Hkar þér nýju fötin? spurði klæðskerinn. — Mjög vel, ég þarf að fá önn- ur eins, svo ég eigi til skiptanna. Konan min neitar að fara með mér út í þessum fötum. Karl nokkur á Vesturlandi lenti í ófærð og liríð á vetrardegi, og sagði þegar hann kom í húsaskjól: — Oft eru kröggur í vetrarferðum, sagði hann Páll postuli, þegar liann fór steinbitsferðina fyrir Salómon konung um árið. SKILNAÐUR, EÐA .. . Anita Ekberg og Anthony Steel eru skiiin. Anita krafðist skilnaðar og sagði, að Anthony væri svo afbrýðisamur, að engu tali tæki. Þau gift- ust fyrir þremur árum, þá sagði Anita: Þetta er fyrsta og síðasta ástin mín, eini eiginmaðurinn minn — sem ég mun aldrei skilja við. Fyrir réttinum sagði hún: Ég vil ekki sjá hann framar. Og ekki neinar skaða- bætur (eins og leikkonur heimta þó ríkulega við skilnaði), ég get séð fyr- ir mér sjálf. — Og svo hélt Anita til Evrópu. En viti menn! Anthony fylgdi henni að flugvélinni, þau kysstust og létu öllum illum látum, eins og allt væri fyrirgefið. Ætlar hún að standa við orð sín frá brúðkaups- deginum ? Spurningunni svarar hún, þegar hún kemur aftur lieim úr \ ® Evrópuförinni. Myndin er af þeim í flugstöðinni við brottförina. Mickey móðgandi Mickey Kooney er 38 ára og nú sltiiinn við fjórðu konu sína, Elaine Mahn- ken, 29 ára. Hún sagði: Heimilið var alltaf á öðrum endanum. Ég vissi aldrei hvenær hann kæmi heim, hann lítilsvirti mig og móðgaði í nærveru annarra ineð dónalegu orðavali. — Þau giftust 1952 og Elaine sætti sig við 381,000 doll- ara fyrir „lítilsvirðinguna“. i 23 töskur. Soraya, fyrrum keisaradrottning í Iran, á nú í deilu við þýzk stjórnarvöld. 1 tollafgreiðslunni í Cologne á hún 23 töskur, en vill ekki greiða toll. Hún staðhæfir að diplomata-vegabréfið hennar sé enn í gildi. En Þjóðverjarnir eru ekki á sama máli. cJvenatr tímar VA ., , Geymt en ekki 1 gleymt f 1 kirkju einni, sem | verið er að endurreisa j í Landshut í Þýzkalandi eru marglitar myndir & \ gluggarúðum og ein er ] af Hitler, Göbbels og Göring þar sem þeir eru ' WbW \ að pynta dýriing einn, j •. ■. \k \ 1 St. Castulus. Á vaidatímum nazista ólt Göring í einum rennileg- asta bíl Þýzkalands. En þó Göring só fyrir löngu kom- inn undir græna torfu, þá gengur bíllinn enn. Nú er hann notaður til pílagríma- flutninga, aðallega til kraftaverkabæjarins Lour- des. Góðakstur. Martha Fay Tyler var úrskurðuð ör- uggasti bílstjórinn (undir tvítugu) í Alabama. Verðlaunin voru nýr og glæsi- legur bíll, sem hún gereyðilagði í á- rekstri sex stundum síðar. JF sama ver< ■cU Hjón nokkur voru á kirkjuleið að Tjörn I Svarfaðardai; var það í verstu ófærð. Prestur stóð úti er þau komu og sagði: — Þú stríðir í ströngu núna, Jón minn. — Ojá, hver hefur sinn djöful að draga. NEGRASTÉLKA FEGIJRST. t Það þótti tíðindum sæta, að negrastúlka, Nancy Streets, var kjörin fegurðardrottning Indiana-háskóla í Bandaríkjunum. 14 hvít- ar stúlkur tóku þátt í keppninni. Nancy mun keppa um titilinn „ITngfrú Indiana“. Ef hún sigrar tekur hún þátt í keppninni um fegurðardrottningu Ameríku. 141 árs gamall maður sigraði í skotkeppni í Tsina- gari i Kákasus fyrir skemmstu. Allir hinir kepp- endurnir voru undir 100 ára aldri. Við seljum það ekki dýrar en við keyptum það. Auðvelt Franskur tízkufrömuður, Pierre Balmain, sá sem teiknar flcstan fatnað þokkadísarinnar Brigitte Bardot, hefur sagt: I»að er auðvelt að klæða Bardot, ég þarf ekki að hylja nema svo lítið af henni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.