Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 21
ar að njósna um mig. Ég vil trúa yður, ef þér lofið þessu við dreng- skap yðar. Ef þér viljið gera það, þá leggið annan miða undir steininn með orðinu samþykkur“. Ég opnaði umslagið, og sá að það sem aðallega fyllti það, voru seðlar. Ég tók nú spjaldið, sem ég var áður búinn að skrifa á, og lét það undir steininn, klifraði yfir garðinn út á Fríkirkju- veg og hljóp við fót, þar til ég koma á Borg, því mér var kalt. Ég fór þar inn í mundlaugina og lokaði mig inni í klefa, til þess að skoða þar nánar, hvað í umslaginu væri. Það voru 600 krónur, og vélritaður miði, sem stóð á: „Hérmeð kaup fyrir næstu viku, 140 krónur. Borgið af irnu fénu húsaleigu yðar og óþægi- legustu skuldir. Leigið skrifstofuher- bergi í Mjólkurfélagshúsinu ef hægt er, og borgið einn mánuð. Komist eftir hvað skrifstofuáhöld kosta. Segið kunningjum yðar að þér hafið fengið atvinnu fyrir erlenda auglýs- ir.gastofu. Ef afgangur er af pen- ingunum, þarf ekki að skila þeim. Fáið yður skíðaföt og skíðaútbún- að. — J.“ Ég stakk á mig peningunum, reif umslagið og bréfið og lét skran- svelginn gleypa það, flautaði „Dans- inn í Vín“, og settist inn á veitinga- stofuna. Mér var ennþá kalt þegar þjónninn færði mér góðgerningar og fannst mér kaffið aldrei hafa betra verið á Borg. Þess má geta, að daginn eftir sá ég svohljóðandi fréttaklausu í Nýja Dagblaðinu: „1 gærkveldi skemmtu einhverjir náungar sér suður í Tjarnargarði við að sprengja þar púðurkerlingar, og seinna um kvöldið kveiktu þeir i stórum trékassa, er var þar við Tjarnarendann.' ‘ Þegar ég las þetta, datt mér í hug, að J. hefði á þennan hátt losað sig við kassann, svo ekki skyldi fleirum en mér detta í hug að njósna þaðan. Eða var það tortryggni gegn mér? „VINNAN" HEFST. Daginn eftir leigði ég herbergi í Mjólkurfélagshúsinu, keypti mér skíði hjá Múller, skíðaföt í Álafossútsöl- unni, og annan útbúnað hér og þar. Ég borgaði ýmsum mönnum, sem ég skuldaði, og keypti mér sokka, skó, nærfatnað o. fl. Fór með fötin mín tii heitjárnunar, og fór í tvær eða þrjár bókabúðir. 1 meira en ár hafði ég svo að segja ekki getað fengið mér neina bók, en nú keypti ég svo mikið, að ég varð að láta senda það heim til mín. Þegar ég kom heim, sá ég, að ég átti ekki eftir nema um 200 krón- ur. Mér fannst ég því ekki geta borg- að Jóhanni húsaleigu nema fyrir tvo mánuði. En þegar ég borgaði hon- um, sagði hann: „Nú ég hélt þú ætlaðir að borga þrjá mánuði." Ég varð dálitið hvumsa við. „Því hélstu það,“ spurði ég. „Ja, hún mamma þín sagði það,“ svaraði Jóhann. „Hún símaði til mín í gær, og spurði mig hvað mikla húsaleigu þú skuldaðir, og sagði, að þú myndir borga hana alla í dag.“ „Hún mamma mín," sagði ég meira en hissa. „Hún hefur nú varla farið að síma til þín.“ „Jú, hún símaði til mín," sagði Jóhann. „Ja, þá hefur það verið að handan, sem hún símaði," sagði ég, „hún dó þegar ég var þriggja ára.“ „Ja, ekki veit ég hvaðan símað var,“ sagði Jóhann og hló, „en það var sagt að það væri hún mamma þín.“ 3£g fór í ýmsar húsgagnaverzlanjr til þess að líta á skrifstofuhúsgögn og fann ýmislegt, er til mála gæt’i komið. Á leiðinni heim datt mér i hug, að ég hefði ekki litið í' póst- hólfið; það gat ekki verið að það væri þar bréf frá J. Það reyndist líka að svo var. Það voru 400 krónur í því, og mér þar sagt að kaupa rit- vél, og vélrita þau bréf, er ég ritaði J Ennfremur að leggja undir stein- inn, fyrir klukkan 9 skýrslu um hvað liði því, sem ég átti að gera. Ég keypti ritvélina og stól líka, þvi það gengu 75 krónur af, (mér þótti ekki liklegt að ég ætti alltaf að eiga af- ganginn). Svo ritaði ég skýrslu um það, sem ég var búinn að gera, og þá fyrst gaf ég mér tíma til að leggjast upp í legubekk og skoða bækurnar, sem ég hafði keypt. Það eru margar yndislegar skemmtanir til í veröldinni, en ein sú bezta er að hafa undir höndum mikið af bókum, sem mann langar til að lesa. Þegar dimmt var orðið, lét ég skýrsluna undir steininn. Ég gáði í pósthólfið þegar ég kom aftur sunnan úr garði. Það var enn komið bréf. I því stóð, að ég ætti að mæla fram- hliðina á Mjólkurfélagshúsinu með- fram Hafnarstræti, og gera það ná- kvæmlega. Ennfremur panta síma, og sjá um að hann kæmi næsta dag, og láta lykla að skrifstofuherberg- inu, og útihurðinni i Mjólkurfélags- húsinu, undir steininn fyrir næsta kvöld, ef herbergið fengist. Þegai' leið á kvöldið fór ég inn á Borg, og leit eins og vanalega yfir báða salina áður en ég settist. Mér fannst þarna fremur einmanalegt. Af hverju var ég annars að gá? Hvað varðaði mig um þessa Sjöfn? iÉg settist hjá Morten og Tómasi, tveim gömlum kunningjum mínum, og höfum við í sameiningu unnið mikið að því að styrkja kaffihúsin hér fyr meir. Tómas sagði að það væri gott að ég hefði komið, því hann hafi verið að leita að mér til þess að segja mér að ég myndi geta komist að á Hagstofunni, sem undirmaður sinn. Kaupið væri 166 kr. 67 aurar á mánuði, og meira ef dýrtíðin yxi. Ég þakkaði honum fyrir, en sagði að ég væri búinn að fá atvinnu. Já, það var rétt, hann sá það nú á mér, við nánari athugun, það var búið að heitjárna fötin mín. Ég naut ekki fyllilega félagsskapar þeirra Moi'tens og Tómasar þarna, því þeir voru að standa upp á víxl, og tala við einkar fallega stúlku, sem hafði bláref um hálsinn; hún sat með tveim öðrum stúlkum úti undir dyrum. Um klukkan hálf ellefu fór salur- inn að fyllast af fólki; það var að koma af kvikmyndahúsunum. Ég sá Sjöfn í dyrunum með fleiru fólki, og maður, sem mér sýndist vera kaupmaður úr Lækjargötu, er ég þekkti, en sem ég siðar fékk að vita að væri frændi Sjafnar að norðan, kom og helgaði sér borð, sem var næst borðinu, er við sátum við. Svo kom fólkið, sem Sjöfn var með, þrír piltar og tvær stúlkur, og settust þar (eftir nokkurt þras, því sumt af því vildi sitja við borð, sem fá- anlegt var hinumegin í salnum). Ég hafði tekið fremur dræmt þátt í umræðum þeirra Tómasar og Mor- tens fram að þessu, en nú varð snögg breyting á því. Ég komst allt i einu í svo gott skap, að ég varð fjörugur og ræðinn, og ég sá, að þær hlustuðu, stúlkurnar við næsta borð — nema Sjöfn, hún var ekki svo náðug að taka eftir því sem fram fór við okk- ai' borð, frekar en fyrri daginn. En Tómas fór nú líka að verða skemmti- legur, og kom með álíka eða betri tunduryrði en ég. Ég var að verða undir í þessum orðaleik, en þá varð mér það til liðs, að Tómas leit við, og sá að Morten, sem staðinn var fyrir nokkru upp frá borðinu, var út við dyr og kominn í yfirhöfn, og að sú fagra með blárefinn var að kveðja stúlkurnar, sem hún hafði setið með, uyiacj giA 'umuog goui u.ibj ga .iba So dró svo niður i Tómasi, að hann hætti alveg að vera skemmtilegur. En rétt á eftir fengum við bendingu frá Jó- hannesi um að fara, því að ljósin voru slökkt. Við urðum við þeirra bendingu, og ruddumst, eins og siður er, með öllu hinu fólkinu fram I fatageymsluna. ' 5. JÓN Á KLAPPARSTÍGNUM Ég vakti töluvert fram eftir þetta kvöld, því ég var langt frá því bú- inn að skoða allar bækurnar, sem ég hafði keypt, og að lokum las ég mik- ið til eina þeirra. Klukkan var víst langt gengin sex um morguninn, þeg- ar ég fór að sofa. Ég vaknaði við að lamið var á hui'ðina hjá mér. Það var Magnús bæjarpóstur (hlaupagarpur), sem kom með ábyrgðarbréf til mín. Það var langt þá umliðið, síðan ég hafði fengið bréf, og sérstaklega langt síð- an ég hafði fengið ábyrgðarbréf, sem var með innsigli, því svo var þetta, það var með merki Strandamanna — galdrastafinn — í grænu lakki. Ég var ekki í vafa um, að þarna væri einhver kunningi minn að gera eitt- hvað að gamni sínu, eitthvað að gabba mig, því aftan á bréfinu stóð: Jón Jónsson á Klapparstígnum. (Það var vélritað með rauðu, eins og utan- áskriftin.) Þegar Magnús var hálfur kominn í hvarf í stiganum, hrópaði ég I hann, og spurði hvort hann vissi hver hefði komið með bréfið í pósthúsið. Það vai’ víst kjánaleg spurning. „Það var i póstkassa út i bæ," sagði Magnús, „en það stóð NB á því, og það var frímerkt sem ábyrgðar- biéf. Ég heyrði þá vera að tala um þetta strákana; en það er fremur Framh. á blas. 24. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.