Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 15
Feguröarsamkeppnin 1959 Um miðjan júnímánuð lögðu nokltur þúsund Beykvíkingar leið sína suður í Vatnsmýri til þess að kjósa fegurðardrottningu. Veður var skaplegt fyrri daginn, þegar blómarósirnar komu fram á kjólum, en siðari daginn komu þær fram fyrir áhorf- endur og dómendur i baðfötum og þá brá til hins verra með voðurfarið. Kuldinn var slíkur, að kappklæddum mönnum þótti nógu slæmt að hafast þar við, hvað þá fáklæddu kvenfólki. Allar aðstæður þar í Vatnsmýrinni eru næsta frumstæðar. Iveppnin var mjög jöfn að þessu sinni og erfitt að vera í dómarasæti. En eitt er ástæða til að taka fram: I'ósundirnar, sem standa í Tivoligarðinum geta ekki kveðið upp réttlátaiK dóm. I fyrsta lagi er aliur fjöldinn það langt frá pallinum, að ^ ögreiuilega sést. 1 öðru lagi er það ekki ytra útlitið eitt, sem^ dæmt er um og ókunnur áhorfandi á þess ekki kost að kynnast ýmsu því í fari stúlknanna, sem þungt reynist á metunum. i stað núverandi skipulags ætti einungis dómnefnd að fjalla um málið og mætti Blaðamannafélagið gjarnan eiga þar fulltrúa. Fegurðardísirnar eru fiuttar út í mýrina austan við Tívolí, siðan liggur leiðin yfir skurðinn austan við girðinguna, sem umkringir Tívolí og Ioks eru þær látnar inn í skúr „Eg ætla að verða tízkuteiknara“, segir Edda Jóns- dóttir, sem varð þriðja í röðinni. Hún hefur gaman af ferðalögum og hlustar mikið á tóniist, hverskon- ar, og hún hefur líka áliuga á Ieik- list. „Mér leið liálf- illa, meðan á þessu gekk, on nú, þegar þetta er afstaðið, Hður mér betur, svo er nú lika Tyrkland afsltap- lega intressant land, heldurðu ekki ?“ Og það held ég. Unga þokkagyðjan Ragnheiður Jónasdóttir, varð önnur í keppninni. Hún óskaði sigurveg- aranum brosandi til hamingju, og tók svo þátt í gleðinni að lokinni keppni. Hún stund- ar leiklistarnám í London, og menn þar spá henni glæstum frama. Ekki er að efa að þessi glæsilegi fulltrúi íslenzkra stúlkna verður landi og þjóð til s’óma. Hún hefur fullan hug á því og henni fylgja beztu óskir Vikunnar. Sigurbjörg Sveinsdóttir, varð númer fjög- ur í keþpninni. Hún er 18 ára. Henni fannst miklð til um hugrekki þeirra sem fram liafa komið í keppnum undanfarin ár, og varð Iireint undrandi á liugrekki sínu. Hún starfar í Bókaverzlun Lárusar Blöndals, og þegar ég spurði hana hvort liún yrði ekki vör við að menn horfðu á hana, sagði hún: „I>að koma nokkuð margir inn í búð- ina og biðja um eitt umslag — það kostar 10 aura . . .“ Hin virðulega dómnefnd. Fólkið hópaðist suður í Tívolí þúsundum saman. X>egar stúlkurnar höfðu gengið fram hver af annari, stóðu þær nokkra stund saman, svo áhorfendur gætu borið saman fegurð þeirra. Til vinstri: Ungu stúlkurnar biðu á Café Höll meðan dómnefndin talaði við þær hverja fyrir sig. Þær sem komust í úrslit, talið frá vinstri. Sigríður Jósteinsdóttir, Ragnheiður Jónasdótt- ir, Sigurbjörg Sv.iins(ÍVittir, Edda Jónsdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir og Sigríður Geirs- dóttir, sem var kjörin fegurðardrottning. Þuríður Guðmunds- dóttir, 17 ára, varð fimmta. Hún starf- ar hjá Silla og Valda. Hennar bezta skemmtan er að sitja hesta, og faðir hennar á hesta og hún kann vel við sig í reiðtúrum. Hún sagöist hafa óttast öll þessi augu, sem horfðu á hana keppnisdagana. Hún hefur gaman af tón- list, og hlustar þá gjarnan á sinfóníur og aðra sígilda tón- lisí. Hún hefur á- huga á að sjá heim- inn, og til þess er flugfreyjustarfið heppilegt. Hún og fjölskylilan öll ætla í ferð til Skotlands á næstunni. Sigríður Jósteinsdóttir, sem varð sjötta, starfar í verzlun. Hún notar frístundir sínar til lesturs, hefur aldrei áður komið út fyrir pollinn, en fer nú sem einn verðlaunahafinn til Kaupmannahafnar, og segist hiakka mikið til, því hún hafi gaman af ferðalögum. Edda Sigurbjörg Sigríður „I fyrsta lagi var ég nú beðin um þetta, og í öðru lagi, voru verðlaunin góð, hvar i röðinni sem maður yrði nú annars“ segir Sigríður Geirsilóttir, feg- urðardrottningin þegar ég spyr liana hvers vegna hún hafi tekið þátt i keppn- inni. „Foreldrar mínir sögðu allt í lagi, og unnustinn líka, hann sagði að feg- urðarsamkeppnin breytti ekki áliti sínu á mér, — en ég veit nú svo sem að ég get ekki komið með neina frambæri- lega skýringu á því hversvegna ég tók þátt — ekki í kvöld, þú skilur það . . ? Það var mikið um að vera á lieimili UNGFRU ISLAND, daginn eftir krýn- inguna, Blaðamaður Vikunnar heimsótti Sigríði og foreldra hennar, Birnu Hjaltested og Geir Stefánsson. Frú Birna gaf sér tima til þess að setjast niður og ræða litla stunil við blaða- manninn. Hún sagðist ekki hafa haft tíma til þess að setjast í allan dag, „liér hefur verið stöðugur straumur gesta og menn liafa hringt, til þess aö óska okk- ur til hamingju. Það er mjög gaman að hafa heyrt í gömlum kunningjum, sem ekki liafa látið sjá sig hér svo lengi, og sumir hafa komið tvisvar.“ Og frúin hló dátt. Ungfrú Sigríður Geirsdóttir ásamt unn- usta sínum Magnúsi Skúlasyni. Ungt fólk var í meirililuta þarna, skólafélagar Sigríðar, og aðrir vinir. Feguröardrottningin gekk um á meðal gesta, brosandi og elskuleg í framkomu, þroytt eftir spenning keppninnar. „Ég er svo sem ánægður," segir hús- bónilinn, Geir Stefánsson, Mýrarlnisum. „Stelpan liafði miklar áhyggjur af þessu og það er gott að þetta er afstaðið, þótt það sé líklegast rétt að byrja“. Og unnusti Sigríðar, Magnús Skúlason, and- varpar lítillega, þar sem bann gengur um og annast um veitingar, líklegast verður þetta erfiðast fyrir hann . . .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.