Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 11
og segi yður frá innstu leyndarmálum minum? — Ég kem hingað sem lögreglumaður, frú, og það er hlutverk okkar að komast til botns í málinu. — Sögðuð þér ekki, að Erik hefði játað . . . Hann hefur einnig sagt annað . . . Hyggen sér, að hann hefur hrætt hana, og hún hugsar ákaft um samband þeirra, hvað hann geti hafa sagt, og lögreglumaðurinn finnur, að hann verður að spila næstu spilum sínum vel. — Þegar þér, og handtekni maðurinn — Erik — voruð saman, töluðuð þið þá ekki um mann yðar ? — Maðurinn minn var oft í viðskiptaferðum, auðvitað töluðum við um hann. — Erik sagði, að eiginmaður yðar hefði orðið til þess, að þið gátuð ekki gifzt, heldur Hyggen áfram. — Hann minntist nokkrum sinnum á það, en og lét það sem vind um eyrun þjóta, segir hún stutt. — Hversvegna? Spurningin er ruglandi, og hún svarar strax: — Það hefði verið brjálæði . . . — Að drepa mann yðar? — Já. — Jæja, þið töluðuð þá um það . . . Henni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, og hún finnur skyndilega, að lögreglumaðurinn er búinn að veiða hana i gildru, og hann er næstum búinn að fá hana til þess að játa. Lögreglumað- urinn veit, að næsta spurning skiptir miklu máli: — Hvenær ákváðuð þið hvernig þið ættuð að drepa mann yðar? — Hann talaði um það, segir hún snöggt. snöggt. — Þér vissuð þá, að hann myndi drepa mann yðar um kvöldið? — Nei, það kom mér algerlega á óvart . . . — En yður var ljóst, að hann hafði í huga að drepa mann yðar? — Ég hélt ekki að honum væri alvara. — Og, heldur lögreglumaðurinn áfram ýtinn, — samt hélduð þér vináttu yðar við hann, voruð með honum og kættuð hann. — Ég hvatti hann aldrei til þess að drepa, segir hún ákveðin. — Erik segir, að þér hafið fyrst stungið upp á því. og að þér hefðuð ráðgert allt og kennt honum, hvernig hann átti að fara að. Þér lögðuð ráðin að moröinu, en hann myrti. Hún náfölnar og grúfir skyndilega andlitið í höndum sér, og Hyggen heldur, að hún sé að gefa sig. En nokkrum sekúndum síðar tekur hún á því, og að þér hafið ráðgert allt og kennt lítur björtum augum á lögreglumanninn og segir: — Ég fann, að hann elskaði mig, en að hann myndi ganga svona langt . . . — Þér hvöttuð hann til þt»s aö ganga svona langt, grípur Hyggen fram í fyrir henni. — Ég leit á þetta allt eins og leik, annað ekki. — Án þess að maður yðar vissi nokkuð um þetta, og enn segið þér, að ykkur hafi komið vel saman ? — Hann var tuttugu árum eldri en ég, og við vorum öllu heldur vinir . . . — En sambandið við Erik? Um leið og hann spyr þessarar spurningar, finnur Hyggen, að honum hefur orðið á skyssa, að hún er að losna úr gildrunni, ef hann beitir ekki þegar í stað brögðum. — Það var eigingjarn leikur, segir hún. Hann var svo ungur, ég var svo ung. Við sátum hennar, og óttin nhverfur úr þeim, þegar hún urinn minn var alltaf i ferðalögum . . . Meöan hún talar bráðnar jökulkuldinn í augum hennar, og óttin nhverfur úr þeim, þegar hún lokar þeim til hálfs, hallar sér aftur í stólnum og kveikir sér í sígarettu. Hyggen sér hvernig hún leikur sér að reyknum, og hann finnur, eins og hann fann áður, þegar hann stóð nálægt henni í fordyrinu, að hún er full vilja og frumstæðra hvata, ástmey ástarleiksins vegna. Þetta — og einngi það, að hún er aö losna úr gildrunni, sem hann hafði lagt fyrir hana — fyllir hann óróa, og hann leitar í örvæntingu að orði til þess að hrekja hana í gildruna á ný: — Þér voruð þá ástfangin í honum? — I manni mínum, spyr hún. — Nei, í Erik? Hún brosir veiku brosi og honum finnst hún koma hættulega nálægt honum, þegar hún hvísl- ar: — Ekki lengur í honum, heldur öðrum. Hann stynur þungan, finnur að leiknum er tap- að, að enginn lögreglumaður getur leitt hana í gildru framar. l*OLIMIVIÆÐI Framhald af bls. 7. hann dræmt. „Hörð og eigingjörn. Hún er hjarta- laus. Það er reyndar gaman að vera með henni, cf maður krefst ekki annars." Sally gapti cnn, þegar Duncan sneri sér að henni. „Þér hafið verið lánsamari en ég, held ég, Sally,“ sagði hann. Sally starði sljó á hann. „HvaD eigið þér við?“ „Að þér eigið fastan vin.“ „En það er ekki satt!" sagði hún ósjálfrátt. Ilún var kafrjóð. „Ég sagði það, vegna þess — vegna þess að þér voruð alltaf með Lois, og ég hélt, að yður langaði bara eitt kvöld —“ Hann horfði á hana, eins og hann sæi hana i fyrsta sinn, hugsaði Sally undrandi. „Héttið mér höndina." Röd.l hans var ákveðin. Sally hlýddi og hjarta hennar sló ört í brjósti hennar. „Ég hef reynt i mörg ár að segja það,“ byrj- aði Duncan hægt, „en i hvert sinn, hélt ég, sem mér gafst tækifæri, og ég byrjaði að tala um þao sem gerast myndi, þegar skólanum væri lokið, skriðuð þér inn í híoiö. Ég skildi ekki hversvegna —“ Hann greip um hönd hennar, og það var eins og rafmagnsstraumur féeri upp eftir handleggnum. Flann starði á hana og sagði síð- c.n: „Sally, hlustaðu nú á. Ég er ekki ástfanginn í Lois. Ég elska aðeins eina konu, og það ert þú“! „Heyrou nú, en hvað þá með dæturnar?" „Við skulum ekki rífast um það, Sally," sagði hann hlæjandi. Hún stóð upp og beygði sig niður að honum — aðeins einn koss af vörum hans. „Með einu skilyrði, Duncan. Enga vinnupalla fyrir strákana!" Hann hló og hristi höfuðið. Og Sally komst að því, að varir hans voru aðeins einn koss frá vör- um hennar. Hjarta hennar virtist springa, og hún gat ekki gert annað en að leggja hönd sína á hans hönd og horfa á hann með augum fullum ástúðar. „Sally, viltu giftast mér?“ spurði hann lágt. „Þá förum við burtu saman, þegar skólanum er lokið." „Ég — ég vil helzt ekki þurfa að sitja alla ævi á skrifstofu," sagði Sally í stríðnistón, vegna þess að hún var svo hamingjusöm. „Ég vil sjá um heimili, sjá um börnin mín —“ „Hver er að tala um skrifstofu?" spurði Dunc- an. „Til þess gefst- þér enginn tími. Þú hefur í nógu að snúast, þegar þú verðui' að sjá um syn- ina okkar!“ Aðeins 8 Itr. á 100 km. SIMCA AKONDE P60 5 manna bílarnir eru sérlega glæsi- legir og vel byggðir. Þeir eru knúð- ir með 4 cylindra 48 hestafla vél- um og eru 4 gíra. Benzíneyðsla er 8 lítrar á 100 km. Fob-verð er frá kr. 15.500,00 til 17.900,00. Aðeins 12 Itr. á 100 km. SIMCA VEDETTE 6 manna bílarnir eru sérlega fallegir vagn- ar, sterkir og vel byggðir. Þeir eru knúðir með V8 cylindra 84 hestafla vélum. Benzín- eyðsla 12 lítrar á 100 km. Fob-verð kr. 24.496,00. Innifalið í verði þessu er: miðstöð með stillingu fyrir heitt eða ferskt loft, svo og hita upp á framrúðu, framrúðusprautur, þokulugtir, afturábak keyrsluljós o. fl. Verksmiðjan getur af- greitt bíla þessa (5 eða 6 manna), án tafar. BERGIJR LÁRIJSSOAI Brautarholt 22 — Reykjavtk — Sími 17379. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.