Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 3
VIK AH! Tjtgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Blaðamenn: Bragi Kristjónsson, Jónas Jónasson Auglýsingastjóri: Asbjörn Magnússon Auglýsingasími 16648 Framkvæmdast jóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 íyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Tjarnargata 4. Sími 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017. Prentun: Steindórsprent h.f. Kápuprentun: Prentsmiðjan Edda li.f. Myndamót: Myndamót h.f. Svar: Þið hafið hvorugur alveg réti fyrir ykkur en rétta svarið við þessari spurningu er, .að œvintýramaðurinn Jörgen Jörgensen kom hingað til lands árið 1809 gerði hér byltingu og kaílabi sig „Verhdara Islands og hœstráðanda til s'jós og lands“:Því má segja, að Island hafi orðið sjálfstœtt lýðveldi árið 1809. )----( Hljóð úr horni Kæra Vika. Framtakssemi er þetta mikil að hafa sérstak- an lögreglumann við skotstörf við Tjörnina. Þótt maöur hrökkvi nú í kút, þegar maður heyrir hvollinn og búist við því að fá kúlu í hausinn, þá 'léttir rnanni nú ógurlega við að sjá þessa gráð- ugu hvítu máva skella steindauða á Tjörnina. Þá veit maður fyrir víst, að ekki éta þeir fleiri and- arunga. En í stuttu máli, þetta er góð framtaks- .semi hjá yfii'völdunum. Andarungi. )----( Þjóðleikliúsið og Leikritavai Vika min góð. Ég fer oft i Þjóðleikhúsið og sé þar næstum hvert leikrit. Ég hef mikinn áhuga á leikritum og finnst mér oft Þjóðleikhúsinu mistakast í vali. Því hlýtur sú spurning að koma fram í dags- ljósið, hverjir þeir menn sé«, sem velja leikrit fyrir stofnun þessa. Ekki er nokkur vafi að með meiri vandvirkni væri hægt að finna miklu betri Hikrit og er þetta þvi vægast sagt afar undarlegt. Nú skyldi maður ætla, að menn þeir, sem kjörn- ir hafa verið til þess af þjóðinni, að sjá um sóma- samlegt leikritaval og halda uppi heiðri þessa musteris listarinnar á Islandi, væru til þess fær- ir. Það er engu líkara, en þeir velji leikritin handa „snobbfólkinu", sem fer á frumsýningar til þess að sýna sig og sjá aðra. Það spókar sig þarna á göngunum upp á klætt, barasta til þess að geta drukkið áfengi í hléinu, sem skömm er að veita í sjálfu Þjóðleikhúsinu. Ekki finnst mér veita af að breyta til og koma með meira af gamanleikritum og efni fyrir almenning í landinu. Ég hef oft heyrt í ræðum, sem hinir háu herr- ar halda yfir okkur af og til, að Þjóðleikhúsið sé fyrst og fremst fyrir alþýðufólkið, enda er það alveg hárrétt og ber því að breyta eftir vilja þess. Vertu svo sæl, kæra Vika. Gunna. Svar: Eitthvað mun vera til í því, sem þú skrif- •ar, einkum og sér í lagi hvað leilcritavalið snert- ir. Þjóðlekihúsið er fyrir alla Islendinga burt séð frá því hvaða stétt þeir tilheyra. Hvað frumsýn- ingar-„snobbfólkið“ snertir cr ég þér ekki sam- mála, þetta er einungis orð, sem einhver hef- ■ur búið til. Ekkert get ég fundið að því að veita vín í hléum þó kunna að vera skiptar skoðanir um það. Að lokum, bceði viljum við að vegur Þjóð- leikhússins aukist og vonandi verður okkur að ósk okkar. Þegar Japanskeisari gifti sig á dögunum, var mikið um dýrðir í landi sólaruppkom- unnar. Sagt er að ekki færri en 140 þúsund brúðhjón hafi látið pússa sig í hjónaband þann sama dag, en ekki tökum við ábyrgð á þeirri tölu. Þess má geta, að Vikan mun bráðlega birta greinarkorn um hina stór- merku giftingu. STUTT OG LAGGOTT. — Viltu lána mér 250 krónur? — Já, sjálfsagt, þegar ég kem frá ltalíu. — Ætlarðu til Italíu? — Nei. íivetcÖ*. Nýlega birtust nokkrar myndir í scensku blaði af hinu virðulega ríkis- þingi Svía. Hafa þœr vakið undrun og hneyksli, því allmargir þingmanna sváfu, sumir lásu í blöðum og aðrir voru uppteknir við að skafa undan nöglum sér. Það sést auðvitað ekkert áliugaleysi á alþingi Islendinga. —• Nei, vitanlega ekki. Hjónum nokkrum kom heldur illa samán. Þau ætluðu eitt sinn til sakra- mentis og eftir gamalli siðvenju, áður en þau lögðu af stað, bað konan mann- inn fyrirgefningar á öllum afbrotum sinum. við hann, en karl svaraði: — Nei, e'kki verður neitt af því I þetta sinn. — Jæja, þú ræður því þá, svaraði konan. — Guð fyrirgefur mér samt. — Ah, sagði karl, — þið um það. Jú, það er rétt. Þetta er messa á Lækjartorgi. Predikarinn útmálar hinar ægilegu afleiðingar syndarinn- ar og hefur harmoníkuleikara til þess að leggja áherzlu á orð sín. Alvara virðist ekki skipta miklu máli. Þeir ei-u í ágætu skapi og flissa og síðan kemur halelúja, en fólkið, ,sem biður eftir strætó á torginu, hlustar á þá og héfur ekki nokkrar áhyggjur af syndunum. >•••••&•« Svíar eru búnir að velja sína fegurðardrottningu í ár. Hún heitir Marie-Louise og er skrifstofu- stúlka í SundsvaM. Hún hafði fengið yfirgnœfandi meirihluta, enda bráðfalleg, Ijóshœrð, brúneyg og 170 cm. á hœð. Til að byrja með liggur leiðin á Löngufjöru og sœnskir gera sér miklar vonir um, að Marie-Louise menn líka þar. I»essi gullfagra kona heitir Mar- ina Vlady og leikur í frönskum kvikmyndum. Hún er fædd í Rúss- landi, eins og nafnið gefur til kynna, og hefur vakið athygli um víða veröld fyrir fegurð. Hvort liún hefur leikliæfileika höfum við ekki haft spurnir af, enda er það kannske aukaatriði. Marina er gift og á tveggja ára gamlan dreng. Grimm eru forlög- in og kaldhæðin. Þegar það var siður að setja afbrotamenn í gapastokk, gerðist það í bænum Wels- ham í Englandi, að smiður nokkur tók að sér að smíða slíkt verkfæri fyrir yfir- völdin, því gamli gapastokkurinn var slitinn orðínn. Smið- urinn lauk verkinu, en þótti svo ósann- gjarn í kaupkröf- unnd, að hann var látinn bednt í gapa- stokkinn. Froskmaður tók þessa mynd á hafsbotni og sýnis hún, þegar hákarl ræðst inn í fiska- torfu og hefur þar væna kjaftfylli. Hinir fiskarnir flýja óvættinn, hver sem betur má. Kristinn Jóhannsson listmálari var tregur tii að gefa nánari skýringar á forsíðu- myndinni að þessu sinni. Hinsvegar er það liald manna að Kristinn hafi átt leið um Arnarliólstúnið, nálægt „Hótel Blikk“ og fengið hugmynd- ina þar. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.