Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 20
,.Og hver rækallinn, nú lagast brag- urinn,“ sagði ég við sjálfan mig. Þetta var orðatiltæki, sem vinnukona hafði, sem var hjá foreldrum min- um, þegar ég var unglingur. Hún var vön að segja þetta, þegar ég fann upp á einhverjum nýjum hrekk. Ég reif bréfið hæfilega mikið í sundur, og lét miðann f júka, einn og einn, út um gluggann, staðráðinn í því að sýna mig um kvöldið á Borg- inni. Nokkru seinna mætti ég einum póstmanninum, Gísla Ben, fyrir utan pósthúsið. „Geturðu sagt mér, hver hefur pósthólf 656?“ spurði ég. „Ég get auðvitað sagt þér það,“ sagði hann, ,;en ég veit ekki vel hvort ég má það.“ Ég gekk inn á pósthúsið með hon- um, og gáði hann þar í skrá. veikur,“ sagði ég við sjálfan mig. „Hún hefir verið að horfa á ein- hvern, sem situr á bak við þig.“ Ég fcr af Borg ldukkan hálf tólf. „Það liggur vel á yður núna,“ sagði dr. Þorvaldur, alþekktur Reyk- víkingur, sem ég mætti, þegar ég PENINGAR OG LJÓSAGANGUR. Morguninn eftir átti ég hálfpartinn von á að fá bréf frá þeim dularfulla, cn svo varð ekki. En um hádegisbilið gekk ég með manni inn á pósthús, sem átti leið þangað, og varð mér þá ósjálfrátt litið inn í hólf 656. Þar var þá bréf. Taldi ég víst, að það væru eftirhreytur af auglýsingunni, þ. e. svar við henni, sem hefði seink- að. Utan á því stóð ekki annað en „Pósthólf 656“. Ég stakk því á mig, og reif það upp, þegar ég var kom- inn heim. Innan úr því valt tíu króna seðill. Hissa varð ég, þegar ég sá Sagði hann mér síðan, að það væri lögmaðurinn, sem hefði hólfið. En þegar ég var að fara út um dyrnar, kallaði hann til mín og sagði að þetta væri vitleysa. Lögmaðurinn hefði haft það, en það hefði reynzt honum of lítið, og hefði hann nú ann- að stærra. Það hefði enginn þetta pósthólf nú. Ég spurði, hvort ég gæti fengið það, og var því játað. Kallaði hann þá á póstmanninn til að af- greiða mig. Borgaði ég honum leig- una, og var afhentur lykill, sem ég tók eftir að var alveg spánýr. Þegar ég var að fara, datt mér nýtt í hug, og spurði póstmanninn, hvað það væri langt síðan lögmaður- inn hafði haft hólfið. Hann mundi það ekki fyrir víst, eitthvað mán- uður eða ef til vill tveir. Ég fór nú inn i herbergið þar sem pósthólfin eru, og leit inn um rúðuna á 656; hólfið var eðlilega tómt. kom á hornið við Austurstræti. „Þér gangið bara syngjandi. Hver er or- sökin?“ „Ja; hver er orsökin,“ svaraði ég, „líklegast sú, að ég trúði ekki þvi, sem ég var að segja við sjálfan mig.“ Um kvöldið fór ég á Borg, og var kcminn þar kl. 9, til þess að tryggja mér sæti undir súlunni. Það bar ekk- ert til tíðinda, en ýmsir menn sem ég sá þar inni og sem ég þekkti, urðu fyrir grunsemd minni, að þeir væru sá, sem auglýst hefði. Enginn þeirra fannst mér samt verulega líklegur. Þá datt mér einnig í hug, að verið gæti, að þarna væru fleiri en ég, sem verið væri að ráða til sama starfa og mig. Ég fór að horfa, hverjir það væru, sem sætu nálægt súlunni, en það voru allt vel metnir borgarar, sem mér fundust vera heldur óefni- legir til þessarar atvinnu. Ég sá Sjöfn bregða fyrir tvisvar sinnum. 1 annað skiptið sýndist mér hún vera að horfa á mig! „Vertu nú ekki svona ímyndunar- að bréfið vra til mín. Það hljóðaði þannig: ,,Ég mun taka yður í vinnuna, þvi mér lízt vel á yður, örn Ósland. Svip- ur yðar bendir á að þér efnið það, sem þér lofið. Þér verðið að heita að framkvæma það, sem þér lofið. Þér verðið að heita að framkvæma án mótmæla, að hermanna sið, það sem yður verður sagt að gera, og halda því algerlega leyndu. Þér verðið að fremja smávegis lagabrot, en ekkert, sem yður mun þykja svívirðilegur verknaður, og lítið, sem við lög varð- ar, nema þér verðið látnir vita það fyrirfram. öllum bréfum, er þér fá- ið frá mér, verðið þér tafarlaust að brenna eða eyða á annan hátt. Kaup- ið er 20 krónur á dag. Ef þér eruð samþykkur þessu, þá ritið orðið ,,Samþykkur“ á miða og látið hann undir steininn sem er við girðing- una fyrir endanum á litlu tjörninni (innstu). — J.“ Ég reyni ekki að lýsa því, hvað ég var forviða. Ég ráfaði út í bæ, og inn á pósthús; það var ekkert að gera þar þá stundina, og tveir eða þrír póstmenn voru að tala saman. Ég sagði að ég hefði tekið pósthólf hjá þeim daginn áður, engum sagt frá því, en samt fengið bréf í það í morg- un. Hafði nokkur spurt hvort ég hefði hólf, svo þeir vissu? „Ékki veit ég til þess,“ sagði einn þeirra, „en það var hringt og spurt hver hefði núna pósthólf 656, sem lögmaðurinn hefði haft. Ég gáði að því í skránni, og sagði að það væruð þér.“ Rétt á eftir, þegar ég var kominn í Austurstræti, sá ég Hafberg aug- lýsingastjóra skjótast inn í búðina, þar sem tyggigúmmíið er selt. Hann hefir skrifstofu þar inn af. Ég bað ’laglega stúlku, sem er I búðinni, um tyggigúmmí fyrir tíu aura, og viðtal við Hafberg, og veitti hún mér hvoru- tveggja. Var mér vísað inn á skrif- stofuna. Morgunblafiið hékk þar á vegg, mörg blöð, hvert utan yfir öðru. Ég blaðaði í þeim, fann aug- lýsinguna „Ertu félaus“ og bað aug- lýsingastjórann að segja mér, hver hefði sett hana í blaðið. Hafberg leit á blaðið. „Ég mætti nú varla segja það, þó ég vissi það. En ég veit það ekki. Auglýsingin kom vélrituð í umslagi, og tíkall með.“ Þegar komið var rökkur, fór ég suður í Tjarnargarð; það var auðvelt að sjá steininn, sem átti að láta bréfið undir. Ég skrifaði orðið „Samþykkur" á hvitt spjald, sem ég hafði í vasan- um. En af því að það var ekki orðið dimmt, þá stakk ég því aftur í vasa minn, og fór að ganga þarna um garðinn. Datt mér þá í hug, að ég skyldi fela mig á bak við stóran fjalakassa, sem var þar skammt frá; gæti ég þá séð hver kæmi og hirti miðann. Ég fór því aftur ofan í miðbæ, fór í tvenna sokka og skóhlífar, svo mér yrði síður kalt. Það var orðið dimmt þegar ég kom aftur. En nú fann ég hvergi spjaldið, sem ég hafði ritað á, svo ég skrifaði samþykkur á blað í vasabókinni minni, reif það úr, setti það undir steininn, og faldi mig bak við kass- ann. Ég gat búið svo um mig, að ég gat setið, og fór ekkert illa um mig þarna, að öðru leyti en því, að mér varð fljótlega kalt, þó frost- laust væri. En með því að hreyfa lappirnar á víxl, ágerðist kuldinn ekki. Ég var búinn að sitja þarna í klukkustund eða svo, þegar ég heyrði hvell og svo hvern hvellinn á fæt- ur öðrum yfir við Sóleyjargötu, og síðan ys og mannamál, jafnframt því sem hvellirnir héldu áfram, mis- jafnlega háir. Þetta vakti forvitni mína, og af því mér fannst það myndi koma sér vel fyrir mig að hreyfa mig, þá hljóp ég þangað yfir. Fyrir utan girðingu garðsins voru þá tuttugu eða þrjátíu manns, og þekkti ég þarna þó dimmt væri Runólf í Holti. En rétt innan við girðinguna sprakk hver púðurkerlingin á fætur annari, með stuttu millibili, og virt- ust þær vera í innbyrðis sambandi með tundurþræði. „Hvað er um að vera Rúnki," spurði ég. „Ja, ég veit það varla," svaraði hann. „Það byrjuðu alt í einu að springa púðurkerlingar þarna fyrir innan, þegar ég gekk hér framhjá, en ég sá ekki neinn mann nálægt. Maður skyldi ætla að þeir hefðu haldið að það væri komið gamlárs- kvöld. Ætli þeir hafi ekki haft neitt almanak, mannfjandarnir ?“ Rétt á eftir, þegar allar púðurkerl- ingarnar voru sprungnar, en þær hafa víst verið 80 eða 100, lagði ég af stað aftur að kassanum, og mun ljósa- gangur þessi hafa staðið fimm mín- útur eða þar um bil. Eftir að ég kom aftur i kassann, fanst mér vistin þar hin ömurlegasta. En ég hugðist þó að hanga þar til kl. hálf ellefu. En þegar hún var fjórðung yfir tíu (ég sá það með því að kveikja á eldspýtu) var kuldinn búinn að sannfæra mig um að þetta væri hin mesta heimska. Steinsins myndi ef til vill ekki verða vitjað fyr en undir morgun. En af því ég hafði fundið hvíta spjaldið i vasa mínum, þá kom mér til hugar, af því það var laglegra, að leggja það undir steininn, í staðinn fyrir miðann. En ég varð alveg undrandi, þegar ég fann stórt umslag undir stein- ir.um, og sá að miðinn var horfinn. Ég fór með umslagið bak við kass- ann, og kveykti þar á eldspitu. örn Ósland, stóð utan á bréfinu vélritað, og með ritblýi var skrifað á það: „Þér verðið að leggja við dreng- skap yðar, að þér reynið aldrei fram- 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.