Vikan


Vikan - 13.08.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 13.08.1959, Blaðsíða 9
arth ius o-aasso-n öllu kveníólki, sem á vegi hans verð- ur, „— til að verða sér ekki til skamm- ar —“ að eigin sögn. Ótal gamansagn- ir haía birzt á prenti um sr. Bjarna og gtetu flestar þeirra verið sannar, mannsins vegna. Margt skemmtilegt er sagt af skiptum þeirra sr. Bjarna og dr. Páls Isólfssonar, organmeistara. enda báðir magnaðir grínkarlar. Áreiðanlega er líka sönn sagan, þegar þeir hittust á götu, sr. Bjarni og Jónas frá Hriflu, þá nýorðinn ráðherra. Jónas vatt sér að prófastinum og spurði: „He-eyrið mig, sr. Bjarni, er það satt, að þér séuð hættur að biðja fyrir ríkisstjórninni ?“ Ekki var sr. Bjarni aldeilis á því og svaraði þegar: „Nei, það er ekki satt, ég hef aldrei talið þess meiri þörf en einmitt nú!“ Þá er hugmynd hans um hringekju mannlifsins hreint ekki fráleit: Fyrst fara börnin á Tjarnarborg, svo á ls- borg, þaðan út á Hótel Borg og sum þeirra lenda kannske fyrir utan Ný- borg. Þannig mætti lengi telja um gamanmál sr. Bjarna, en hvort tveggja er, að ekki mun allt rétt hermt eftir honum og svo gegnir maðurinn slíku andans embætti og virðingar, að ekki þykir hlýða að leggja á þau of mikla áherzlu. MIKIL GÆFA varð það sr. Bjarna að eignast konu sína, frú Ás- laugu Ágústsdóttur frá Isa- firði, sem hefur reynzt honum einstak- ur förunautur á lífsleiðinni. Hafa þau eignazt þrjú börn. Sr. Bjarni Jónsson hefur nú starfað meira en hálfa öld. Ef til vill er nokk- uð dæmigert fyrir einlægan áhugn hans, að honum hefur aldrei orðiö messufall vegna veikinda; ávallt verið tilhlökkunarefni að koma i kirkju sina. Hann helgaði ungur líf sitt þeim, sem hátt situr, en sér lágt og knúinn innblæstri daglegrar umgengni við Herra sinn og margháttaðri reynslu i kristilegu starfi, hefur honum tekizt að láta bernskuóskir sinar rætast á þann hátt, að lengi mun í minnum haft og verið trúr köllun sinni. Að gefnu tilefni skal það enn tekið frani, að „Aldarspegill“ er og hefur ávallt verið sarninn án allrar samvinnu við þann, sent urn hefur verið fjallað hverju sinni. Aldrei hefur verið látið i það skína, að viðtal hafi átt sér stað við viðkomendur. Hins vegar var i siðasta þætti vitnað í viðtal nokkurt, sem látinn heiðursmað- ur átti við merkan athafnamann. Þykir höfundum miður, að það skuli hafa valdið nokkurunt mis- skilningi. Hins vegar fallast höf- undar alls ekki á þann vitnisburð, að greinin hafi verið mestmegnis „rangfærslur og sumt hreinn til- búningur". ‘Jarariœki framtiðarinnar Þannig hugsa ntenn sér farartæki framtiðarinnar og líkur benda til þess, að sá draumur sé ekki svo langt frá því að verða veruleiki. Þetta er fljúgandi diskur nteð glerkúlu yfir. Hann á helzt að fara með hvaða hraða, sem stjórandinn óskar og geta staðið alveg kyrr á sama punkti í loftinu. Svo á hann að geta stigið lóðrétt upp og niður og hvert barn á að geta stjórnað honum. Orkan, sent knýr hann er víst ekki alveg, ákveðin. Ef til vill verður það einhvert forrn af kjarnorku eða einungis geislar. Bretar hafa nú srníðað „disk“ sem knúinn er með sterkum loftblæstri, en sá er hængurinn á að hann getur aðeins farið mjög lágt frá jörðu, en engu að síður er talið að sú uppfinning muni valda straumhvörfum í þungaflutningum. Það er sem sé langur vegur frá þeim diski til þess sem hér er sýndur, en hann er líka nánast eins og töfra- teppin, sem austurlenzkir galdraipenn svifu á. {U zJLír-- lll Réttlætisvitund barnsins Forboðnir ávextir „Margir fullorðnir stela líka, sumir niiklu meira, mörgum milljónum.“ Stálgrá augu hans voru liörð og köld. Stifur eins og eirstytta sal hann þarna á móti mér við skrifborðið, olnbogarnir hvíldu l'ast á borðröndinni og hann liuldi andlitið til hálfs í höndum sér. Fortölur minar höfðu engin áhrif á hann. líg hafði vænzt þess, að hin góða greind hans opnaði augu hans fyrir því, á hvaða ólánsbraut hann var, en hann beitti skarpskyggni sinni þvert á móti til þess að réttlæta afbrot sin. Þá álcvað ég að taka hann öðrum tök- um. „Hefir þú nokk- urn tíma heyrl um rikan þjóf? Veizt þú ekki, að þjófar eru fátækir, at- ■ vinnulausir, ein- mana og fyrirlitnir? Þeir eiga mjög bágt.“ „Víst eru til margir ríkir þjóf- ar. Margir, sem stela, eru finir menn, og þeir eru ekki atvinnu- lausir, þvi löggan þorir ekki að gera þeim neitt. Einmitt ef mað- ur stelur miklu, þá er manni ekki gert neitt.“ Það stóð ekki á svörunum hjá honum. Hann var alveg eins og foreldrar lians höfðu lýst hon- um: forhertur og blygðunarlaus. Þessi 12 ára drengur hafði jafn- vel verið hortugur, þegar sýslu- maðurinn var að yfirheyra hann. Fordæmi fullorðinna megnaði ekki að leiða hann á rétta braut, af þvi að hann skildi af harns- legri skarpskyggni tvöfeldnina í siðgæði þeirra. Rökfærsla hans minnti mig á visu, gamlan hús- gang meðal alþýðunnar: „Stelir þú litlu og standir þú lágl“ lendir ]ni i fangelsi. „En stelir þú miklu og standir þú hátt“ þá verður þú hafinn til æðstu metorða. Jafnrétti og forréttindi. Það er glæsileg hugsjón, að allir séu jafnir fyrir lögunum. En margir þættust missa spón úr aski sinum, ef þeir ættu að búa við raunverulegt jafnrétti. Svo er heldur ekki. Hinn fákunnandi smælingi hefir litil tök á að dylja misferli sitt, en slungnum um- svifamanni standa þar ntargar leiðir opnar. Þessi forréttindi hans eru jafnvel tryggð með lög- um. Barnið skynjar ekki þetta misræmi, meðan það er mjög ungt, en lifir i þeirri trú, að hin- ir fullorðnu breyti sjálfir eftir því siðgæði, sem þeir boða. En jafnskjótt og félagsvitund ungl- ingsins vaknar, tekur hann að grannskoða siðgæði sainfélags- ins, og ])á stingur misræmið og misréttið í augti. í lífi margs unglings veldur þessi uppgötvun sársaukafullri byltingu. Sumir unglingar bregðast þann- ig við þessari uppgötvuii sinni, að þeir fyllast eldmóði fyrir hug- sjóninni, líta á raunveruleikann sem spillta og úsanna tilveru og ásetja sér að byggja upp nýjan og betri heim. Þeir velja sér að fyrirmynd þá menn, sem hafa hrifið þjóðina til framfara á ein- liverju sviði. í hrifningu sinni fyrir hugsjóninni ætla þeir sér æðra og strangara siðgæði en eldri kynslóðin. Hitt viðbragðið er þó algeng- ara, að unglingurinn slaki á slð- gæðiskröfunum eins og hann sér hina fullorðnu gera. í þeirra hópi var v.nur minn. „Margir, sem stela, eru fínir menn“. Ef full- orðnir menn geta auðgazt átölu- laust í blóra við rikjandi sið- gæði og jafnvel við gildandi lög, þá hlýtur sólgnum unglingi að sýnast það meinlaus verknaður að hnupla dálitlu af vindlingum, sælgæti eða smápeningum úr búðarskúffu. Þó að unglingurinn væri allur af vilja gerður, gæti hann ekki áttað sig á þessu tvö- falda siðgæði. Daglega les liann og lieyrir fregnir af misferli og' afbrotum auðugra og áhrifamik- illa manna — að ekki sé minnzt á brigzl stjórnmálamanna um andstæðinga sína —, en eftir sem áður sitja þeir í voldugum fyrirtækjum sínum og í áhrifa- miklum stöðum og eru eftirsótt- ir gestir og gestgjafar i sam- kvæmislífinu. Hvers vegna skyldi sú æska, sem hefir skynjað þetta, lifa i sjálfsafneitun, fjarri hin- um heillandi raunveruleiká-? Tvöfcldni siðgæðisins. Það verður ekki dulið uppvax- andi æslai, að siðgæði eldri kyn- slóðarinnar er klofið og óheilt. Hrópandi misrétti ristir djúpt i vitund hennar, dæmin blasa við hvarvetna. Ungur maður er tek- inn og ákærður fyrir smáþjófnað eða kjánalegt innbrot. Blöðin keppast um feitletraðar fregnir af spillingu æskunnar. Málið er einfalt og pilturinn er dæmdur lil hegningar samkvæmt lögum. En samtimis þessu fylgjast kunn- ingjar hins seka með máli um fjárdrátt, vörufölsun eða gjald- eyrissvik, i einu orði: máli, sem kalla mætti bókfærsluskyldan þjófnað. Slik mál eru gerð flók- in fyrir dómstólunum, þau eru Frh. á bls. 25. Þú °9 barnið þitt 9 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.