Vikan


Vikan - 13.08.1959, Blaðsíða 24

Vikan - 13.08.1959, Blaðsíða 24
ljóst, hvað gera skyldi. Að lokum fór ég upp, og gekk frá lausu fjöl- unum á venjulegan hátt. Ég sá að ég myndi ekki geta farið að sofa strax, vegna þess í livað æstu skapi ég var. Hinsvegar þyrfti ég á hvíld að halda, svo ég vakti upp nætur- vörðinn í næstu lyfjabúð, bað hann að afsaka, ég væri nýstaðinn upp úr veikindum, og þyrfti ráða hans, ég gæti ekki sofið. Riði þó á að geta það, þar eð ég hefði alvarlegum störfum að sinna á morgun. Maður- inn réði mér til að taka tvo aspirín- skammta, en ég færðist undan þvi, sagði að ég svitnaði svo af þeim. Lét hann mig þá koma inn fyrir, og setjast niður meðah hann bjó til meðal á iítið glas, er liann fékk mér. Sagði hann að sér væri óheimilt að afhenda þetta nerna gegn lyfseðli, en ætlaði þó að hætta á það. Það væri bara einn skammtur í glasinu, og ætti ég að tæma það, þegar ég væri háttaður. Um leið og ég gekk burt, datt mér í hug, að erlendis myndi hafa verið sjálfsagt að láta manninn, sem gerði mér þennan greiða, fá aukaþóknun, en liér gera menn þó enn öðrum greiða, án þess að ætlast til að fá borgun. Klukkan mun hafa verið um þrjú, þegar ég tæmdi úr glasinu, og það hafði svo góð áhrif, að ég vaknaði ekki fyr en klukkan fimrn daginn eftir, og var J>á hress og styrkur að mér fannst, eftir fjórtán tima svefn. Þegar ég kont út á götu, niætti ég Jó'hanni Sigmundssyni, og þakkaði honum fyrir að liann hafði sótt lækninn. „Hvað segir þú annars um það, Jóhann,“ sagði ég, eftir hugskoti er ég fékk, „væri þér sama þó komið væri með þér óþekktan ntann, og hann grafinn i sömu gröf og þú?“ „Já, ég held mér væri sama,“ svar- aði Jóhann,:“ þó það væri maður í efri „kojunni“ hjá mér. Ég lield maður sé þvi vanur. Þér er velkomið þegar ég er dauður, að koma með einn eða fleiri til min, en ég verð að taka það fram, að ég býzt ekki við að geta haft neinar góðgerðir tun hönd.“ MJOLKURIS bragðefni Ég kvaddi Jóhann, fór á afgreiðslu dagblaðanna þriggja, fékk blöðin fyrir þann tima, sem ég liafði verið veikur, og liafði þau með mér inn á Vífil. því þangað fór ég til þess að fá mér eitthvað að borða. Ég leitaði i blöðunum; ég ætlaði að vita hvort ég sæi ekki að horfið liefði maður úr Réykjavík eða Hafnarfirði, og gæti af þvi ráðið, hver væri gest- urinn í göngunum. En sú leit varð árangurslaus. Þegar ég var búinn að borða, fór ég á pósthúsið og síðan á skrifstof- una og gáði að skeytum frá Klapp- arstíg, en þau voru cngin. Ég hringdi af skrifstofunni á iþg- regluvarðstofuna og spurði hvort nokkur maður hefði horfið í siðast- liðnum mánuði. Var kveðið nei við því, en sagt að maður liefði horfið úr Hafnarfirði. Ég hringdí til bæjarfógetans í Hafnarfirði, og sagði hann mér að maður hefði horfið þaðan fyrir þrem vikum, og hvað hann hefði heitið. Setti ég nafnið vandlega á mig, þvi ég taldi vist, að það væri gesturinn, í göngunum hjá mér. En rétt þegar ég var að kveðja bæjar- fógetann, gat hann þess, að maðurinn yrði grafinn á fimmtudaginn. „Nú, hefur hann þá fundist?" sagði ég dálitið hissa. „Vissuð þér það ekki? Hann fannst hérna við bryggjuna í gær,“ sagði bæjarfógetinn. Ég sá, að það myndi enga fræðslu vera liægt að fá á þennan hátt, um þáð hver maðurinn væri, og íivað sem því liði, liver hann væri, virt- ist mér aðalatriðið vera hvernig ég gæti komið líkinu á burt, án þess grunur félli á mig og félaga mina, um að við værum valdir að dauða mánnsins. Ég sá margar leiðir til þess, en ég kunni hinsvcgar ekki við að fara með líkið eins og hundsliræ, þó mér sé sjálfum sama um hv.ernig farið verður nieð mitt lik, þegar þar að kemur. Ég var ekki kominn að neinum föstum ásetningi um livað gera skyldi, en helzl lield ég mér hafi virzt, að bezt myndi að koma likinu í eitthvert nýgrafið leiði í kirkjugarðinum, eins og vakti fyrir niér þegar ég var að tala við Jóhann Sigmundsson. Ég vissi, livað veikburða ég var enn, og lét þvi ákvarðanir bíða morguns. Það er oft auðvelt að ráða fram úr þvi að morgni, sem vand- ráðið var kvöldið áður. Þess má geta, að ég liafði ekkert orðið hissa á þvi, þó gengið væri frá lausu fjölunum og kössunum of- an á þeim, í skúrnum, því ég gerði ráð fyrir, að sá af mönnum Jóns, sem var að vinna þarna á daginn, hefði komið að fjölunum i ólagi, og álitið, að sá, er var að vinna þarna á nóttinni (það er ég), liefði skilið svona við þær og því lagað þær. 20. KLAPPARSTÍGUItlNN KEMUR AFTUR. Þó undarlegt megi virðast, svaf ég vel um nótlina. En ég var jafnnær um morguninn, 'hvað gera skyldi, nema livað ég liugsaði mér að ganga til bráðabirgða frá líkinu niður í göngunum. En ég var tæplega kominn á fæt- ur, þegar pósturinn færði mér bréf. Það var frá Klapparstígnum. Var þar sagt að hann væri kominn til bæjarins, og að meðstarfsinenn mín- ir myndu koma næstu daga. Væri Jóni kunnugt um veikindi min, og skyldi ég fara mjög hægt að öllu. Framhald í nœsta blaði. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.