Vikan - 22.10.1959, Qupperneq 4
Hann er mjög reiður þessi forstjóri, og ef hann
verður svona ásýndum á degi hverjum, þá megum
við vita, að hann háttar í björtu um fimmtugs-
aldur.
| hverjum degi — árið um kring — deyja menn af því, sem
$1 venjulega er nefnt hjartaslag eða hjartabilun, og sá, sem
- fyrir andartaki var lifandi, starfandi maður, er ekki leng-
ur til.
Það er eins og lífið sýni okkur I einu vetfangi regindjúp
fánýtis með því að stanza skyndilega.
Maður á bezta aldri fór frá okkur á miðjum starfsdegi
sínum. Hann hefði átt að lifa mörg ár enn, og hann hefði
vafalaust lifað, ef hann hefði hlustað nógu snemma á við-
vörunarmerki hjartans og áminningar um, að eitthvað væri þar á seyði, —
það væri veikt og hann sjálfur í bráðri lífshættu.
En hver má vera að því að hlusta á hjarta sitt á þessum tímum asa og
metorða? Það stenzt líklega, meðan það þarf, segja menn og bjástra ótrauðir
áfram í baráttunni um fjármuni, titla og félagslegar stöður.
Áður fyrr var litið á blóðtappa i hjartanu sem eðlilegan gamalmennasjúk-
dóm, sem felldi fólk í fyrsta lagi á aldrinum 65—70 ára, en i dag er þetta
sjúkdómur, sem leggst á fulltíða mann. Sjúkdómurinn kemur fram þegar á
fimmtugsaldri, og það er óhugnanlegt, að hann verður stöðugt tíðari með
yngri mönnum.
Kransæðastífla er reglulegur karlmannasjúkdómur. Með því er þó ekki sagt,
að hann leggist aldrei á konur, en karlmenn í nútimaþjóðfélagi eru miklu
líklegri til að fá hann, og á þar ekki litla sök hið æðisgengna kapphlaup í
nútímaþjóðfélagi, metnaðargirnin, kyrrsetur við vinnu og ekki sizt hin fjöl-
mörgu farartæki.
Við skulum byrja á hinum metnaðargjarna manni, honum er hættara en
nokkrum öðrum.
Til þess að ná hátt í þjóðfélfaginu verður hann að þræla sér út, og hann er
stöðugt undir fargi mikils taugaóstyrks, sem veldur því, að hann er sífellt
spenntur og getur ekki slappað af.
Taugaóstyrkurinn veldur því, að efni myndast i nýrnahettunum, sem heitír
adrenalin, en það hefur aftur á móti þau áhrif, að hinn metnaðargjarni fær
of háan blóðþrýsting.
Þegar blóðþrýstingurinn vex, kemur meiri þrýstingur á blóðið, og þess vegna
myndast hringiður, þar sem slagæðar eru e. t. v. þrÖngar, jafnvel við smá-
vægilega áreynslu, og þá er hætta á myndun stíflu.
Metnaöarmaðurinn vinnur að jafnaði kyrrsetuvinnu og á bíl. Hann hreyfir
sig því of lítið, hann fitnar, cholesterin myndast í æðunum, og blóðrásin verður
ófullnægjartdl.