Vikan - 22.10.1959, Page 6
EG varð miður mín af örvæntingu,
þegar mamma sagði mér dag
emn, að iiun ætiaoi aö giítast
i annaö sinn. PaDDi fórst fyrir
morgum arum í íiugslysi, og
mér iiaiöi virzt mamma aldrei
ætia að ná sér eftir það. Húií
var enn glaðlynd og fjörug, en hún
virtist saint svo ósegjaniega einmana
og virtist aiitaf syrgja paDba. Og nú
ætiaöi hún aö gixiasx axtur, meira að
segja manni, sem var tveimur árum
yngri en hun. Með ofsa æskunnar
sagói ég henni skoðun mina á þessu,
að ég væri aíar vonsvikin. Ég talaði
illa um tilvonandi uppeidisföður minn,
já, ég var balreíö og skildi ekki,
hvermg siíkt gæti átt sér stað.
Eg kannaðist reyndar viö nafnið
Christian Mathisen. Mamma hafði
minnzt á hann ööru hverju. Hún
halði kynnzt honum hjá kunningjum
sínum, og hann hafði stundum ekið
henni heim. En ég gat ekki imyndað
mér, að þau væru ástfangin.
Eg roðna af skömm, þegar mér
veröur hugsað til þess, hvernig ég
hegðaði mér þennan dag og hversu
indæl og skilningsrik mamma var.
Þegar hún fékk loks orðið, eftir að
ég haiði ausið yfir hana ókvæðisorð-
um, leit hún á mig full meðaumkun-
ar og sagði lágt: — Reyndu að skilja
þetta betur, Gréta. Ég er aðeins f jöru-
tiu ára gömul, og lííið blasir enn við
mér. — Þótt ég hafi elskað föður
þinn meira en nokkuð annað á þess-
ari jörð, þarfnast ég manns, sem ann
mér og verður heimilinu til stuðn-
ings, þú skalt ekki halda, að þetta rýri
föður þinn á nokkurn hátt. Ég hef
loksins komizt að þvi, að maður getur
elskað oftar en einu sinni á ævinni,
þótt ég hefði ekki viljað trúa því,
þegar faðir þinn lézt. Hún leit hugs-
andi á mig, en ég gat ekki svarað
neinu; hún hefði ekki viljað hlusta á
mótrök mín.
— Ég er viss um, að þér verður vel
við Christian, Gréta, sagði hún loks.
— Vertu nú væn við hann. Ég veit
nefnilegEb að hann kvíður því dálítið
að eignast 18 ára gamla uppeldisdótt-
ur.
Ég hefði átt að fara að ráðum
mömmu, en ég vildi það ekki. Ég
vildi hreinlega ekki sætta mig við
hann. Og ég vildi ekki láta hann búa
í þessu húsi okkar, þar sem við pabbi
höfðum átt svo margar ánægjustund-
ir saman.
Ég neitaði að borða með þeim á
brúðkaupsdaginn og sat í stað þess
heima og grét, og mér fannst örlögin
hafa leikið mig grátt. Mönnum kann
að virðast þetta eintóm eigingirni, en
þeir, sem hafa verið í mínum spor-
um, vita, hvernig manni verður innan
brjósts. Núna finnst mér blátt áfram
skelfilegt til framkomu minnar að
hugsa.
Mamma og Christian lögðu af stað
í stutta brúðkaupsferð. Þegar þau
komu heim aftur, hafði ég einsett mér
að flæma uppeldisföður minn að heim-
an og gera honum lífið eins ömurlegt
og mér var unnt.
Hann hafði þröngvað sér inn á
heimili okkar, og ég ætlaði að láta
hann finna það. Plann átti að fá að
sjá, að hann ætti ekkert erindi hérna
á þessu heimili, sem pabbi hafði skap-
að, — hann ætti eHki heima hérna,
aðeins pabbi, og hefði ekki átt að
giftast mömmu, sem var svo indæl og
góð. Ú, það er hægur vandi að haga
sér eins og kjáni, þegar maður sér
aðeins eigin sár, en ekki annarra.
Mér fannst mamma ekki þarfnast
mín lengur, að hún hugsaði ekki leng-
ur um mig. Hún hafði gifzt manni,
sem mér var illa við, og hún hafði
ekki hugsað svo langt, að ef til vill
gæti það valdið mér óhamingju.
Ég stóð eins og steinrunnin við
gluggann, þegar eigur Christians
voru fluttar inn á heimili okkar. Hann
gerði að gamni sínu við flutninga-
mennina og íannst það, að þvi er
virtist, ofur eðhiegt, aö hann hegðaði
sér ems og pabbi naíði eitt sinn gert.
En þessi maóur hatöi leikið á mömmu
og íengið hana tii að giítast sér, en
hann atti eftir að iðrast og snauta
heim tii sín.
i I ; ' I I I ;
En þetta fór allt á annan veg. Auk
þess sem Christian var mjög vingjarn-
legur og skiinmgsrikur var hann akaf-
lega aöiaöandi og karlmannlegur.
Hann var alltaf í góðu skapi og hitti
oftast nagiann á hófuðið, þegar þau
voru að tala saman. Hann var eigin-
lega nauöaiíkur þeim manni, sem mig
haiði alitaf dreymt um: — hár, glæsi-
legur og viðmótsþýður.
Og hann skildi augsýnilega ekki
þauihugsaðar athugasemdir mínar.
Þegar ég reyndi að vera eins hrana-
leg og mér var unnt, virti hann mig
ekki viðlits, svo að mér íannst mér
algerlega ofaukið á heimilinu.
.prátt fyrir ákvarðanir mínar komst
ég ekki hjá því að játa fyrir sjáflri
mér, að ég kunni vel við hann. En
það er alltaf erfitt að játa á sig galla,
svo að lengi var ég köld og hrysslngs-
leg gagnvart honum. Hann reyndi að
sýna mér vinsemd, og mamma lét
ekki heldur sitt eftir liggja. En ég
var stolt, og þegar maður er ungur,
skiptir stoltið mann miklu.
Þau höfðu verið gift í rúma þrjá
mánuði, þegar Christian minntist á
það, hvernig ég hagaði mér gagnvart
honum.
Við stóðum í eldhúsinu og vorum
að vaska upp, á meðan mamma hellti
upp á kaffið og lagði á kaffiborðið
inni í stofunni. Ég var á varðbergi,
meðan hann talaði.
— Gréta, sagði hann: — Ég hef
eiginlega verið að furða mig á fram-
komu þinni. Hvers vegna í ósköpunum
hatar þú mig vegna þess, að ég gift-
ist henni móður þinni? Ég veit auð-
vitað, að þú metur föður þinn mikils,
en þú hlýtur að hafa gert Þér grein
fyrir því. að einhvern tíma mundi
móðir þín giftast aftur, því að hún
er enn ung og falleg kona.
Ég stamaði, þegar ég svaraði, eld-
rjóð í framan: — Mér fannst Það ekki
rétt af mömmu að giftast aftur. —
Þú ert yngri en hún, og . . . Ég kom
skyndilega ekki upp orði. Loks, er
Christian spurði mig um þetta ósköp
blátt áfram, gat ég ekki svarað á
viðunandi hátt. Mér fannst allt það,
sem ég hafði si og æ verið að hugsa
um, svo kjánalegt og barnalegt núna.
Ég leit vandræðalega niður á votar
hendur mínar, lét nokkrar undirskál-
ar falla niður í vatnið og horfði sljó
fram fyrir mig.
Christian gekk skyndilega til mín,
tók varfærnislega undir hökuna á
mér og leit framan i mig rannsak-
andi. — Hafðu engar áhyggjur, Gréta,
sagði hann alvarlega, — þetta lagast
allt. Hann beygði sig niður og kyssti
mig létt á vangann.
Ég roðnaði, þegar hann kyssti mig,
en mér fannst ég einhvern veginn vera
skyndilega orðin önnur og betri
stúlka. Og þá hlógum við skyndilega
upphátt. Mamma birtist í dyrunum og
horfði undrandi á okkur. — Hvað í
ósköpunum er svona fyndið? spurði
hún. Og það var ekki nema von, að
henni brygði, því að venjulega sögð-
um við Christian ekki orð, þegar við
vorum ein saman.
Við snerum okkur að henni, og
Christian lagði handlegginn um axl-
irnar á mér. -— Við erum orðin vinir,
Ingeborg, sagði hann og rétti hina
höndina til hennar. Augu mömmu
ljómuðu af innilegri gleði, og tárin
komu fram í augu mér.
Ég sá skyndilega ákaflega eftir því,
hvernig ég hafði hegðað mér. Ég hafði
alls ekki hugsað um mömmu, því að
henni hlaut að hafa liðið illa. Upp
frá þessu komst aftur á jafnvægi á
heimili okkar, og mér leið prýðilega
heima hjá mömmu og Christian. Mér
stóð algerlega á sama, þótt ungir
menn byðu mér aldrei út, og ég átti
fáa góðkuriningja. Ég vissi, að mömmu
þótti þetta miður, en mér fannst það
mig engu skipta. Christian var eini
maðurinn í lífi mínu, en ef einhver
hefði gefið í skyn, að ég væri ástfang-
in af honum, hefði ég hlegið. — Ást-
fangin af uppeldisföður minum! — I
manninum hennar mömmu!
Samt dauðleiddist mér, þegar hann
var ekki heima og við gátum ekki
farið i kvöldgönguna okkar, og áður
en hann kom heim í matinn, var ég
öll á nálum. Þetta var undarleg til-
finning, því að ég var í senn sorg-
mædd og glöð. Ég skildi þetta ekki
fyllilega, því að fyrir skemmstu hafði
ég fyrirlitið þennan mann.
Oft þaut ég heim frá skrifstofunni,
svo að ég kæmist heim á undan hon-
um. Mömmu fannst þetta dálítið
furðulegt og hló að ákafa mínum, en
ég er hrædd um, að hún hafi ekki séð,
hvað mér bjó í brjósti.
Dag einn, er ég kom heim á venju-
legum tíma ,var mamma lasin. Hún
sat á legubekknum, náföl og guggin.
— Hvað er að, mamma? spurði ég og
horfði undrandi á hana, því að yfir-
leitt var mamma stálhraust.
— Ég veit það ekki, Gréta mli.,
sagði hún aðeins.
— Farðu í rúmið, sagði ég strax, —
það er ekki sjón að sjá þig.
— Já, ef ég þyrfti ekki að fara í
þetta samkvæmi í kvöld. — Christian
hefur hlakkað svo til þess að fara
þangað með mér.
Hann kom í Þessu inn í stofuna og
brá, þegar hann sá mömmu. Hann
skipaði henni að fara í rúmið og sagði
strax, að hann mundi ekki fara einn í
samkvæmið, þrátt fyrir áköf mót-
mæli mömmu.
— Farið þið Gréta saman, sagði hún
loks. — Hún hefur gott af því að fara
einu sinni út að skemmta sér.
Hjartað sló örar i brjósti mínu,
þegar ég heyrði Christian segja treg-
lega: — Jæja, jæja, ef Þú vilt, en ég
vil helzt ekki þurfa að láta þig liggja
hérna eina ...
Ég stóð í sömu sporum, þegar
Christian kom aftur niður í stofuna,
eftir að hann hafði farið með mömmu
upp i svefnherbergið. Ég er sannfærð
um, að hann tók eftir gleði minni og
eftirvæntingu.
— Farðu nú að búa þig, sagði hann
hlæjandi og smellti saman fingrunum.
— Þú átt að verða mér til sóma í
kvöld.
Ég verð með Þér í allt kvöld,
Christian, hugsaði ég, — ein! Ég á
hann í kvöld og á hann ein!
6
VIK AN