Vikan


Vikan - 22.10.1959, Page 7

Vikan - 22.10.1959, Page 7
B*- ÉG VAR 19 ÁRA GÖM- UL, ÞEGAR MAMMA GIFTIST í ANNAÐ SINN. ÉG SÆTTI MIG ENGAN VEGINN VIÐ UPPELDISFÖÐUR MINN OG REYNDI AÐ . FLÆMA HANN BURTU. EN ÞÁ GERÐUST ÖSKÖPIN: — ÉG VARÐ ÁSTFANGIN AF HONUM ... FRÁSÖGN úr daglega lífinu Mér fannst samkvæmiskjólarnir mínir svo leiðinlegir og barnalegir, að ég bað mömmu að lána mér chif- fonkjólinn sinn. Hún var strax fús til þess. Christian horfði á mig, þegar ég var loks búin til ferðar. — Þú ert stór- glæsileg, sagði hann og bauð mér riddaralega arminn. Ég hef aldrei skemmt mér eins vel í samkvæmi. Ég naut hvers einasta dans, — hvers augnabliks. Ég var yngst í hópnum, og allar konurnar i samkvæminu voru á aldur við mömmu, og karlmennirnir slógu mér óspart gullhamra. Samt var ég aldrei eins hamingjusöm og þegar Christian sagði eitthvað við mig með sama vingjarnlega raddblænum. Það var augsýnilegt, að allir gestirnir litu upp til Christians, og ég var hreykin . af því að vera með honum. Það var orðið framorðið, þegar við komum loks heim. Fyrir utan svefnherbergisdyrnar mínar námum við staðar og buðum hvort öðru góða nótt. — Þakka Þér fyrir, Gréta min, að koma í stað móður þinnar, sagði hann brosandi. — Ég vonaðist skyndilega til þess, að hann kyssti mig, en hann tók aðeins í höndina á mér og gekk hratt eftir ganginum. Allur ljómi var horfinn af kvöldinu, og ég háttaði há- grátandi. Ég svaf lítið þessa nótt. Ég vissi aðeins, að ég var ósegjanlega ást- fangin af uppeldisföður mínum. Hann var meira að segja hinn fyrsti, sem ég hafði á ævinni elskað. Þessi spurning ásótti mig sífellt: Elskaði hann mig, eða var ég aðeins uppeldisdóttir að hans dómi? Ég fékk engan frið fyrir þessari spurningu. Ég minntist þess, sem Christian hafði sagt við' mig, til þess að reyna að finna ást fólgna í orðum hans. Ég reyndi að sannfæra sjálfa mig um, að hann eiskaði mig, en innst inni vissi ég, að þe.tta var blekking ein. Ég hugsaði oft um það, hversu hreykinn hann hafði verið af mér, vegna þess að ég hafði komið svo vel fram í samkvæminu. — Hefði hann orðið eins hreykinn af mömmu? Mamma var enn lasin, og ég varð að vera heima hjá henni í nokkra daga. En allan daginn beið ég með óþreyju eftir Christian. Loks tók mamma að hressast, og sunnudag einn fórum við í stutta ferð niður að sjónum. Við höfðum með okkur mat og kaffi á hitabrúsa og önnur nauðsynleg ferðaáhöld. Veðrið var unaðslegt, og mamma vildi liggja í sólinni, á meðan við Christian gengj- um með ströndinni. Ég hafði alltaf vonað, að við gætum verið ein, Christian og ég, og nú stakk mamma upp á því. Við gengum af stað, sögð- um lítið, en þögnin sagði meira en ótal orð. Þegar við komum að litlu nesi, stakk ég upp á því, að við sett- umst og fengjum okkur sígarettu. Við sátum kyrr stundarkorn og horfðum út á hafið. Síðan sneri ég mér að honum. Hann var alvarlegur og hugsandi. Ég vissi, að ég varð að segja það núna, núna varð ég að kom- ast að innstu tilfinningum hans. Ég tók á mig rögg og sagði lágt: — Christian, ég þarf að segja þér dálítið. Hann leit ekki á mig, heldur sagði: — Hvað var það, Gréta mín? — Það er það, að mér þykir svo vænt um þig, sagði ég. — Ég held næstum, að ég . . . Nú sneri hann sér að mér og horfði á mig, ókunnum og köldum augum. — Segðu ekki meira, sagði hann hvasst. — Ég held ég skilji . . . Svarið stóð skrifað í augum hans, og ég varð ósegjanlega sorgmædd. Hvernig gat ég . . . — Gréta, sagði hann hrjúfri röddu, sem lýsti í senn viðkvæmni og ótta, — þér skjátlast, þú hefur misskilið þetta frá upphafi. Ég veit, hvað þú ætlaðir að segja, en vertu þvi fegin, að þú sagðir það ekki, því að þú mund- ir iðrast þess síðar. Þú hlýtur að skilja, Gréta, — þú ert fullorðin stúlka, — að ég elska móður þína, og þannig mun það ávallt verða. Það var af hreinni tilviljun, að þú varðst hrifin af mér. Stúlkur á þínum aldri verða fljótt ástfangnar og skilja ekki fyllilega alvöru lifsins. — Já, ég hef tekið eftir því, að þú hefur alltaf reynt að vera móður þinni fremri og reynt að vinna hylli mína á allan hátt. — Ég leit á þig sem dóttur mína, Gréta, og hef alltaf viljað þér vel. Þú ert svo ung, þú hefur ekki kynnzt lífinu. Einhvern tíma munt þú skilja . . . Það er erfitt að vera föðurlaus í Þrjú ár, einkum fyrir stúlku á þíunm aldri, því að þú þarfnast manns, sem þú get- ur litið upp til. Mig langar til þess að gegna framvegis hlutverki föður þíns. Ég sat grafkyrr og rjóð í kinnum. Ég þorði ekki að líta framan í hann og langaði helzt til þess að hágráta. Hann strauk á mér hárið og sagði lágt: — Einhvern tima kynnist þá ungum manni á aldur við þig, og þá muntu finna muninn á tilfinningum þínum gagnvart honum og gagnvart mér. Já, einhvern tíma eigum við etir að hlæja saman að þessu öllu. — Og Gréta, þegar þú sazt og lézt Þig dreyma, hugsaðir þii aldrei um móður þína? Hvað hefði orðið um hana, ef óskir þínar hefðu rætzt? Ég leit skelfingu lostin á hann. Mamma, — mamma? Ég hafði alls ekki hugsað um hana. 1 þessum kjána- legu draumum mínum vorum við Christian tvö ein, og ég hafði aldrei hugsað mér hana sem þriðja hornið í þessum þríhyrningi. Mamma, elsku mamma min, hvernig hafði ég getað hegðað mér svona kjánalega? Það var engu líkara en hann hefði slegið mig, og ég kom ekki upp orði. Loks stóð ég á fætur og sagði skjálf- rödduð: — Mér þykir fyrir þessu, Christian. Þetta er í annað sinn, sem ég kem illa fram gagnvart þér. Manstu, hvernig ég tók á móti . . . Ég hljóp yfir sandinn til mömmu, sem ég elskaði svo mjög, — sem ég þarfnaðist svo mjög einmitt núna. Þegar ég kom loks ti lhennar, lagði hún frá sér bókina og horfði á mig. — Það var gott, að þið komuð loksins, sagði hún. — Ég var farin að velta þvi fyrir mér, hvað Þið gætuð verið að pukra! Ég þarf að segja ykkur leyndarmál. — Hvað er það? hrópaði Christian hátt. Hann kom hlaupandi á eftir mér. — Hvaða leyndarmál? Mamma hló upphátt. — Við eigum von á barni, Christian! Læknirinn sagði mér það í gær, og mér tókst að halda því leyndu í einn sólarhring. Ég þoldi skyndilega ekki að sjá gleðina í augu mömmu og Cristians. Ég hljóp i burtu frá þeim. Ég lagðist niður hágrátandi. Ég skammaðist mín hræðilega og fannst ég orðin út und- an og einmana. Ég lá þarna í grasinu lengi grát- andi og hugsaði um eymd og volæði þessa heims. Mér varð ljóst, að ég hafði hegðað mér eins og krakki. Ég heugsaði ekki um annað en sjálfa mig. Mamma hafði einnig rétt til þess að lifa þessu lífi. Ég lá lengi í grasinu, áður en ég stóð upD og gekk hægt í áttina til þeirra með hálfum hug. Ég hafði öðlazt mikla lífsreynslu síðustu mánuðina. Christian og mamma tók brosandi á móti mér. — Þau skildu allt. Síðan eru liðin þrjú ár. Ég er trúlofuð ungum og efnilegum manni, og engum kemur eins vel saman og honum og litla bróður mínum. Og oft hlæjum við Christian dátt, þegar okk- ur verður hugsað til þess, hversu mikill kjáni ég var einu sinni V IK A N 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.