Vikan


Vikan - 22.10.1959, Blaðsíða 17

Vikan - 22.10.1959, Blaðsíða 17
liiii ■ ■' ■''.'•■•••. V;.■■■ ■' ■•". -■ !!!-;'! ' ; ; Formfögur ljóskúla fyr- ir almenna lýsingu í barna- herbergi eða stofu. Fagurlega unninn danskur lampi úr ópal-gleri og kopar. Hann beinir ljósinu aðallega á einn stað. Þessi larnpi fer vel yfir sófaborði og Góður leslampi þarf að vera léttur í meðför- beinir rjósinu aðallega niður og upp, um, listrænn að útliti og geta beint ljósinu en lítils háttar út til hliðanna. á bókina. Danir nota töluvert mikið kertaljós, og væri enginn skaði skeður, þótt Islendingar svikju tækn- ina öðru hverju. Skuggar hafa ekki aðeins sálfræðileg áhrif, þeir hafa lika mikla þýðingu fyrir vinnu okkar. Þegar við t. d. skrifum, strjúkum lín eða saum- um, gera skuggarnir okkur kleiít að sjá, hvar blý- anturinn snertir pappírinn, við getum strokið brotin rétt og séð, hvar stinga á nálinni í efnið. Til þess að skuggarnir styðji okkur við vinnu, en rugli ekki, verður ljósið að korna úr réttri átt. Oft mun það hentugra með hreyfanlegum og færanlegum iampa, sem svo er stillt með eigin tilraunum, þar til hinni beztu mögulegu aðstöðu er náð. Það er nauðsynlegt að láta ekki allt ljósið koma úr ákveðinni átt, þar eð þá koma fram mjög harð- ir skuggar. I mesta lagi 80% af ljósi á vinnustað mega koma úr sömu átt. Minnst 20% eiga aö koma frá öðrum hliðum, þá verður skugginn mátulega mildur. Öll ljósrör (flourecent-ljós) gefa frá sér mikið magn af bláu og blágrænu ljósi. Þaö verkar kalt og ónógt og hefur tilhneigingu til þess að afbaka liti herbergisins. Fólk fær gulgráan hörundslit, og matvörur tapa nokkru af fersku útliti sínu. Ástæða er því til að vera varkár með notkun ljósröra í heimahúsum. Á heimilum kemur þrenns konar lýsing til greina: vinnuljós, þægileg lýsing og loftlýsing. I eldhús er æskilegast að hafa lýsingu á vegg eöa undir skápum þannig, áð hún biindi ekki,, en gefi þó ljós á vinnuborð. Einnig þarf loftljós fyrir efri skápa. Æskilegt væri að hafa minnst einn lampa yfir vaski, annan yfir eldavél, þriðja yfir vinnuborði o. s. frv. Hin alkunna lýsing í eldhúsi, einn lampi í miðju lofti, er langt frá að vera hin hentugasta, þar eð húsmóðirin mun skyggja á vinnu sína, hvar sem er við vinnustaði meðfrani veggjunum. í borðkrók eldhúss er notuð sams konar lýsing og yfir matarborði, en þar er æskilegast að hafa ljóshlif úr málmi um 60 sm frá borðplötu. Það blindar ekki, þar eð ljósið kastast niður á borðið á lakmarkað svæði. I dagstofu er æskilegast að hafa lampa yfir sófa- borði, sem lýsir niður, en einnig að nokkru leyti út í stofuna. Borðlampi er óhentugur, því að sófaborð er oft notað til margra hluta, og þá mun borðlampi vera fyrir. Standlampar eru góðir til að lesa við þá og einnig við vinnu. Um vinnuljós hefur áður verið rætt. 1 svefnherbergi er nauðsynlegt að hafa loft- lýsingu vegna skápa, en hún er hins vegar óheppi- leg, þegar fólk liggur, þar eð það blindar. Við rúm eru litlir lampar með færanlegri málm- hlíf hið ákjósanlegasta. Þeir eru festir í rúmgafl eða vegg, og æskilegt er, að hver hafi sinn lampa. Bezt lausn fyrir ljós yfir snyrtiborði er eitt ljós sitt hvorum megin við spegil, þó svo langt frá, að ekki komi spegilmynd af lampanum. í baðherbergi og ganga þarf loftlýsingu. í barnaherbergi er loftlýsing nauðsynleg vegna leika barnanna Einnig þyrfti litlum lampa að vera komið þannig fyrir, að Ijósið skíni ekki í augu barninu, þegar hugsa þarf um það á næturnar. Stærri börn ættu að hafa eigin rúmlampa. Við vinnu barns þarf venjulegan vinnulampa. Hér hafa i megindráttum verið nefnd þau atriði, sem umhugsunar þurfa við, þegar valin er lýsing í heimahúsum. Staðsetning ljósa er alltaf háð tízkunni að ein- hverju leyti, einkum i stofum. Fyrir skömmu var það mikið tíðkað að hafa veggljós í stofum og Þá gjarnan tvö saman og siðan hengd mynd á milli. Nú þykir okkur slík staðsetning veggljósa út í bláinn og auk þess þreytaneU „sýmmetrísk“ og fer illa við nútíma húsbúnað, Heppileg lýsing í barnaherbergi: plastkúla, sem gefur jafna birtu, og liðamótalampi, festur á vinnuborð. Ég hef að nokkru leyti stuðzt við ýmsar grein- ar úr bókum og tímarjtum, þar sem reyndir menn hafa fjallað um þessi mál: G. I. J- LÝSING í HEIMAHÚSUM Hóíkur úr möttu ópalgleri gefur jafna og þægilega birtu. Þessi lampi er eftir einn af færustu urkitektum Dana. Hann lýsir bæði upp og niður og fer mjög vel yfir borðstofuborði og borðkrók. Yfir borðkrók í eldhúsi fer Vel að hafa keilulagaðan hjálm, sem hægt er að hækka og lækfca að vild. Borðlampi úr tituðu gleri, ópal-gleri og tekk, — þægilegur og list- rænn. ■ iPHMfll . •■,: s*ÉI8iÉsS«B >> . . 91$ ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.