Vikan - 22.10.1959, Síða 22
Spjallað í síma
Já, góðan dag.
— Góðan dag.
— Hvar er þetta með leyfi?
— I Steðja.
— 1 Steðja, já?
— Já.
— Er það smiðja?
— Já, það er smiðja, já.
— Og hver er maðurinn, sem ég tala
við?
— Sigurður Sveinsson.
— Sigurður Finnsson?
— Nei, Sigurður Sveinsson.
— Sigurður Sveinsson, já.
— Þetta er nú hjá Vikunni hérna.
— Já.
— Heimilisblaðinu Vikunni.
— Já.
— Við erum að fara af stað með
nýjan þátt í þessu blaði, sem er á þá
lund, að við hringjum bara í eitthvert
númer út i bæ. Við gáum ekki einu
sinni í skrána.
— Jahá.
— Og nú langar mig til að spyrja
þlg, Sigurður, um álit þitt á landhelg-
ismálinu. Hvað finnst Þér, að við ætt-
um að gera í því máli?
— Að við ættum að gera? Ég veit
ekki. Ætli við ættum ekki að láta Það
dankast.
— Láta það dankast?
— Ég held það.
— Sjá hvað setur?
— Sjá hvað setur. Sjá hvort það
mundi ekki jafna sig.
— Hvað mundir þú gera, ef þú vær-
Ir ráðherra? Mundir þú kalla ambassa-
dorinn heim frá London?
— Nei.
— Þú mundir láta Kristinn sitja
þar?
— Já.
— Jahá.
— Það er nú mín skoðun persónu-
lega.
— Ef þú værir utanríkisráðherra ?
Þú heldur að þetta verði leyst á ein-
hverjum alþjóðlegum grundvelli?
— Ja, hvort sem er. Það yrði leyst
hvort sem væri.
— Og þú mundir ekki verða neitt
vondur við Kanana að vera þarna i
Keflavík án þess að verja okkur?
— Nei, ég álit að þeir geti ekki skipt
i sér af þessu.
— Nei, þú álitur það?
— Já. En af því að við minnumst nú
á Kanann, hvaða afstöðu mundir þú
taka tii þessa nýafstaðna máls þarna i
Keflavíkinni — með mennina, sem
voru látnir fleygja sér niður?
— Ég hef ekki kynnt mér það og
get ekkert sagt um það.
— Nei, það er nefnilega það.
— Það þýðir ekkert að segja, nema
menn viti nákvæmlega frá báðum hlið-
um.
— Nei, það er rétt. En segðu mér
eitt, Sigurður, ef það yrðu nú alvar-
legir árekstrar á miðunum — við skul-
um segja, að eitthvert herskipið sigldi
nú varðbátana okkar niður. Hvaða af-
stöðu mundir þú þá taka sem utanrík-
isráðherra?
— Mmm.... það er nú erfitt að
segja....
— Segjum að þú ættir nú að taka
einhverja afstöðu bara í dag — fyrir
hönd þjóðarinnar?
— Ég yrði ekki tilbúinn að gera
það.
— Ja, það mundir þú verða að gera
sem ráðherra.
— Já....
— Þú mundir leggjast undir feld,
eins og Þorgeir?
— Já, ég mundi liggja i sólarhring.
— Liggja í sólarhring, já? Svo að
þú getur náttúrlega ekki sagt um það
núna, áður en þá hefur farið undir
feldinn, hvað þú mundir gera?
— Nei, nei.... ég mundi ekki taka
afstöðu í málinu svoleiðis óhugsað.
—- Hvað smíðið þið helzt þarna í
Steðja?
—■ Það eru nú ýmsar vélar og við-
gerðir á vélum.
— Ert þú verkstjóri?
— Ég, nei, ég er nú einn af eigend-
unum.
— Einn af eigendunum, já.
- Já.
— Hvar er þetta fyrirtæki til húsa?
— Það er á Skúlagötu 34.
— Já, rétt. Og þetta er góður bisn-
| Sýning Alfreðs Flóka
iss, er það ekki?
— Ja, svona sæmilegur.
— Hvað hafa menn mikil árslaun
við svonalagað?
— Það er misjafnt, eftir þvi hvað
þeir vinna mikið?
— Fer það eftir því hvað þeir vinna
mikið?
— Já.
— Er ekki dálítið gott að hagræða
framtölunum ?
— Nei, nei, nei, nei, það er ekki
hægt. Það verður að fara allt eftir
vissum reglum.
— Allt eftir vissum reglum, já?
— Já.
— Og ertu ánægður með skattafyr-
irkomulagið hjá okkur?
— Nei.... enginn ánægður með
það.
— Það er það, enginn, nei? Og ætl-
arðu að kæra kannski fyrir þig sjálfan
persónulega?
— Nei.
— Láta það eiga sig? Hvað hafðir
þú í útsvar?
— Ég.... ja, ég man það ekki ná-
kvæmlega.
— Sextíu þúsund?
— Nei, nei.... sjálfur? Nei, nei.
— Já?
— Nei, ég er með svona sex, sjö þús-
und.
— Sex, sjö þúsund. Það hefur nú
verið anzi lögulega framtalið?
_ Nei.
— Af eiganda fyrirtækis?
— Ja, það er.... þeir geta fengið
minna en aðrir.
— Er það svo?
— Geta það, já, já....
— Ef þeir eru snillingar að telja
fram.
— Nei, það er. . . .
----- Er það ekki?
— Nei, þeir verða að gefa upp.
— Já, náttúrlega. Jæja, ég þakka
nú kærlega fyrir mjög greinargóð
svör, Sigurður.
— Já.
— Blessaður.
— Blessaður.
r",
x
ASTAROÐUR
(Kærlighedens Melt,di;8 |
Ný, dönsk kvikmynd
með Nínu og Friðrik
og Louis Armstrong
í aðalhlutverkum.
Fjölskylda Friis hœstaréttarlögrnanns
iökar klassíska tónlist á kvöldin ásamt
Thomsen fullméktugum (Holger Juul
Hansen), sem ]>ó kemur aöallega
vegna Súsýjar. Súsý (Nína) er dóttir
Friis lögmanns. Henríetta, frœnka
hennar (Clara östö), er „húsmó6ir“
á heimilinu.
/ nœsta húsi býr Smith vínkaupmaöur
ÍGunnar Lauring) ásamt konu sinni,
Elísabetu (Elsa Maria). Sonur þeirra
er aö læra vinverzlun í Frakklandi,
svo aö Smith veröur aö þola söng-
elsku frúarinnar einn. Smith og Friis
lögmaöur eru óvinir, því aö Friis segir
hinn vera svindlara.
Pétur Smith (Frederik) snýr aftur
heim úr námsförinni og veit meira
um söng og kalýpsómúsik en frönsk
vín. Þau Súsý hittast og veröa þegar
ástfangin hvort af ööru án nokkurs
tillits til þessj aö feöur þeirra eru
„upp á kant“ og engar Ukur til sátta
á nœstunni.
22
VIKAN