Vikan


Vikan - 22.10.1959, Page 23

Vikan - 22.10.1959, Page 23
VIKAM I næsta blaði: 4 Grein um unglingana og peningamálin. ♦ Faðir barnsins míns (saga úr daglega lifinu). 4 Lítið næturljóð (smásaga eftir Magnús Jóhannesson). 4 Ævar R. Kvaran: Á víð og dreif. 4 Vitni saksóknarans (sögulok). 4 Hugsað á leiðinni heim. 4 Húsaþáttur og þáttur dr. Matthíasar Jónassonar. 4 Sölutækni (gamansaga). 4 Vitskert? (framhaldssaga) 4 Kvikmyndasíða 4 Tízkuopna. 4 Margt fleira til skemmtunar og fróðleiks. Ungur maður, Alfreð Flóki að nafni, hengdi upp myndir eftir sig í Bogasalnum fyrir skömmu. Hann mun af hinni yngstu kyn- slóð listmálara, og er þó hæpið að kalla hann málara, því að ekkert málverk var á sýningunni, held- ur einungis teikningar. Þessi sýn- ing var á ýmsan hátt athyglis- verð og sérstæð. Alfreð Flóki vill auðsjáanlega ganga utan við troðna alfaravegi íslenzkra lista- manna, og honum sækist gang- an furðuvel, því að hæfileika hef- ur hann ótvíræða. Alfreð Flóka er eitt yrkisefni hugljúfast: Manncskjan sjálf. Hins vegar verður tæplega sagt, að hann taki það yrkisefni á mjög breiðum grundvelli. Honum verður starsýnna á ljóta menn en fallega, og það er ekki fríður flokkur, sem er saman kominn hjá honum þar í Bogasalnum. — Auðvelt er að rekja orsakir til þessa: Alfreð Flóki trúir senni- lega á tvo guði — fyrir utan guð almáttugan. Annar er látinn og hét Toulouse-Lautrec. Hann varð frægur fyrir myndir af gleðikon- um og alls konar forkostulegu fólki, sem vandi komur sínar f Rauðu mylluna í París. Hinn guðinn heitir Bernard Buffet og er einna frægastur franskra list- málara um þessar mundir og þekktastur fyrir myndir af gráu og grindhoruðu fólki, samanber mynd Alfreðs Flóka til vinstri. Það hefur alla hent að taka sér reyndari menn til fyrirmyndar um skeið, og áður en varir finn- ur Alfreð Flóki sína eigin meló- díu. Tilfinninguna fyrir línum og formum hefur hann fyrir, og ég spái góðu um frama hans. Smitli lcaupmanni gremst mjög ka- lýpsó-della sonarins og kemur upp vínkjallara handa honum aö sjá um. Sem betur fer, eru starfsmennirnir í kjallaranum }íka músíkálskir, svo aö ásamt þeim tekst Pétri aö setja sam- an hina ágætustu kalýpsóhljómsveit. VIKAN Eftir. miklar . málamiðlanir . scettast Friis- og Smith-fjölskyldurnar. Þcer Elísábet og Henríetta verða perluvin- ir. Nú kemur ekkert í veg fyrir, aö þau Súsý og Pétur geti trúlofazt. — En þá kemur babb í bátinn, — þau eru nefnilega orönir óvinir í bili. En þaö stendur ekki lengi. Barþjónninn Villi (Chr. Arhoff) er vinur Péturs, — og saman opna þeir jazz-veitingahús i gamla vínkjallar- anum. ÞaÖ veröur brátt fjölsótt af ungu fólki. Og ekki minnicar áhugi unga fólksins, þegar þaö fréttist, aö Louis Armstrong muni veröa þarna á feröinni og koma þar fram........... Ný-ja veitmyahjísiö er þéttsetiö, og þaö liggur viö átökum, þegar Louis kemur ekki á tilteknum tíma. En loks lætur gamli maöurinn sjá sig, — hef- ur aöeins oröiö seinn fyrir, — og viö mikil fagnaöarlœti syngur hann ásamt þeim Súsýju og Pétri lagiö The Formula Of Love. 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.